Helgafell - 01.06.1942, Side 41
þJÓÐRÆKNI OG ÞJÓÐAREINING
175
Þeir munu fáir hér á landi, sem ekki kjósa fremur lýðræði en einraeði.
En þeim fer fjölgandi, sem telja sig lýðræðissinna, en fjandskapast við
flokkaskiptingu, án þess þó að gera sér ljóst, að þeir eru í rauninni að fjand-
skapast við lýðræðið og veita einræðishugsunarhætti brautargengi.
Enginn skyldi þó skilja orð mín svo, að ég vilji mæla bót öllum stjórn-
málaflokkum og öllu því, sem þeir aÖhafast. Mér er ljóst, að bæði stjórn-
málaflokkar og stjórnmálamenn hafa misnotað aðstöðu sína, að mörgu er
iofaÖ, sem ekki er efnt, og að stjórnmáladeilurnar eru oft á lægra stigi en
skyldi. En leiÖin til þess að ráða bót á þessu er að bæta stjórnmálaflokk-
ana, en ekki að banna þá. Að vera á móti stjórnmálaflokkum, af því að til
eru spilltir stjórnmálaflokkar, er eins og að vera á móti mat, af því að til
er vondur og jafnvel eitraÖur matur, á móti sjálfskeiðingum, af því að þá
má nota til annars en til er ætlazt, á móti útvarpi, af því að það má mis-
nota og þar fram eftir götunum.
Það virÖist og verða æ útbreiddari skoðun, að flokkadeilurnar séu stór-
skaÖlegar, og til þess að losna við þær, verði að losna við flokkana. Það er
alkunna, að hér hafa orðiÖ harðar deilur milli íþróttafélaga, söngfélaga,
trúmálafélaga og fleiri félaga, að ógleymdum deilum vísindamanna. Sumir
hafa vafalaust hneykslazt á ýmsu í slíkum deilum, en ég skil vart, að nokkr-
um hafi dottiÖ í hug að vinna gegn t. d. íþróttafélögum og íþróttum og telja
slíkt þjóðhættulega starfsemi fyrir bragðið, og finnst manni þó, að síÖur ætti
að vera ástæða til deilna í sambandi við íþróttamál en stjórnmál. Og ætti að
banna vísindastarfsemi, af því að vísindamenn deila oft og stundum hart um
viðfangsefni sín ? Það er ekkert við það að athuga, að menn deili, ef ástæða
er til, það er þvert á móti gott og gagnlegt, en að vísu á að deila drengilega
og beita rökum.
IV.
Þegar ég sagði að framan, að sumt af því tali, sem ætlað væri til vernd-
unar þjóÖerninu, væri hættulegt öðrum verðmætum, er væru engu síður
dýrmæt, átti ég við það, að krafan um, að vér stöndum saman sem ein heild
í öllum málum, leggjum niður flokka og hættum öllum deilum, er í raun-
inni hættuleg lýðræðinu og einræðissinnuS. Ég er samt eindregið þeirrar
skoðunar, að brýna nauÖsyn beri til þess að vernda íslenzkt þjóðerni og ís-
lenzka menningu, og að vér eigum að standa saman um sameiginlega hags-
muni, efnahagslega og menningarlega. Ein sönnun þess, að ekki er ástæðu-
laust, að þjóðin sé minnt á, að til eru íslenzk menningarverÖmæti, eru eftir-
iarandi ummæli eins dagblaðs höfuðstaðarins síðastliðiS haust: ,,Vér eigum
allt til annarra að sækja, þannig að hér verði haldið uppi menningarlífi“.
Slík ummæli eru ekki eins dæmi. Afstaða sumra dagblaðanna gagnvart þeim
erlendu mönnum, sem nú dvelja hér, og þeim vandamálum, sem sambýlið