Helgafell - 01.06.1942, Page 41

Helgafell - 01.06.1942, Page 41
þJÓÐRÆKNI OG ÞJÓÐAREINING 175 Þeir munu fáir hér á landi, sem ekki kjósa fremur lýðræði en einraeði. En þeim fer fjölgandi, sem telja sig lýðræðissinna, en fjandskapast við flokkaskiptingu, án þess þó að gera sér ljóst, að þeir eru í rauninni að fjand- skapast við lýðræðið og veita einræðishugsunarhætti brautargengi. Enginn skyldi þó skilja orð mín svo, að ég vilji mæla bót öllum stjórn- málaflokkum og öllu því, sem þeir aÖhafast. Mér er ljóst, að bæði stjórn- málaflokkar og stjórnmálamenn hafa misnotað aðstöðu sína, að mörgu er iofaÖ, sem ekki er efnt, og að stjórnmáladeilurnar eru oft á lægra stigi en skyldi. En leiÖin til þess að ráða bót á þessu er að bæta stjórnmálaflokk- ana, en ekki að banna þá. Að vera á móti stjórnmálaflokkum, af því að til eru spilltir stjórnmálaflokkar, er eins og að vera á móti mat, af því að til er vondur og jafnvel eitraÖur matur, á móti sjálfskeiðingum, af því að þá má nota til annars en til er ætlazt, á móti útvarpi, af því að það má mis- nota og þar fram eftir götunum. Það virÖist og verða æ útbreiddari skoðun, að flokkadeilurnar séu stór- skaÖlegar, og til þess að losna við þær, verði að losna við flokkana. Það er alkunna, að hér hafa orðiÖ harðar deilur milli íþróttafélaga, söngfélaga, trúmálafélaga og fleiri félaga, að ógleymdum deilum vísindamanna. Sumir hafa vafalaust hneykslazt á ýmsu í slíkum deilum, en ég skil vart, að nokkr- um hafi dottiÖ í hug að vinna gegn t. d. íþróttafélögum og íþróttum og telja slíkt þjóðhættulega starfsemi fyrir bragðið, og finnst manni þó, að síÖur ætti að vera ástæða til deilna í sambandi við íþróttamál en stjórnmál. Og ætti að banna vísindastarfsemi, af því að vísindamenn deila oft og stundum hart um viðfangsefni sín ? Það er ekkert við það að athuga, að menn deili, ef ástæða er til, það er þvert á móti gott og gagnlegt, en að vísu á að deila drengilega og beita rökum. IV. Þegar ég sagði að framan, að sumt af því tali, sem ætlað væri til vernd- unar þjóÖerninu, væri hættulegt öðrum verðmætum, er væru engu síður dýrmæt, átti ég við það, að krafan um, að vér stöndum saman sem ein heild í öllum málum, leggjum niður flokka og hættum öllum deilum, er í raun- inni hættuleg lýðræðinu og einræðissinnuS. Ég er samt eindregið þeirrar skoðunar, að brýna nauÖsyn beri til þess að vernda íslenzkt þjóðerni og ís- lenzka menningu, og að vér eigum að standa saman um sameiginlega hags- muni, efnahagslega og menningarlega. Ein sönnun þess, að ekki er ástæðu- laust, að þjóðin sé minnt á, að til eru íslenzk menningarverÖmæti, eru eftir- iarandi ummæli eins dagblaðs höfuðstaðarins síðastliðiS haust: ,,Vér eigum allt til annarra að sækja, þannig að hér verði haldið uppi menningarlífi“. Slík ummæli eru ekki eins dæmi. Afstaða sumra dagblaðanna gagnvart þeim erlendu mönnum, sem nú dvelja hér, og þeim vandamálum, sem sambýlið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.