Helgafell - 01.06.1942, Page 48
182
HELGAFELL
hélt Sigurþór áfram, og undir kistu-
hornið hans hljóp nýr maÖur, maður
á heilum fótum.
Sæmundur sat lengi um kyrrt, þarna
á steinnibbu, og var lítils virÖi, fannst
honum, einskis virÖi og minna en þaÖ,
hann hafÖi svikið vin sinn látinn, þaÖ
var svívirðilegt. En þegar líkfylgdin
hvarf úr augsýn út fyrir hann Skugga-
vald, hætti hann að horfa í þá átt og
fannst nú um stund engin átt standa
sjónum sínum opin lengur. Loks varÖ
honum litiÖ á ófullgerða brimbrjótinn
fyrir neÖan sig. Brimbrjóturinn horfÖi
á hann á móti, háðskur, sementsgrár,
og minnti á slasaðan fingur, sem benti
á haf út.
„Þarna hefði þér verið nær að
liggja, Sæmundur,“ sagði Gráni á
sínu fingramáli. „Sjómaður genginn á
land. Hahaha! ,,í því kom ein hinna
grænu holskeflna og skirpti á hann.
Já, það var aggsamt að vera brim-
brjótur, kaldranalegt starf í skamm-
degi og norðangarði og sízt að undra
þó það orkaði á skapsmunina, fram-
kallaði bituryrði og spott. Faðir ljós-
anna skildi það og fyrirgaf jafnframt,
en hann stundi við lítið eitt og sneri
andliti sínu undan, leit heim til þorps-
ins, Sandeyrar í Víðifirði.
,,Þetta er það versta, sem mig hefur
hent,“ hugsaði hann. ,,En hefði hér
verið kominn kirkjugarður, mundi allt
hafa bjargast. Ég er ekki verri en það
í löppinni.“ Svo reis hann á fætur, til
þess að brimbrjóturinn, þorpið og guð
sæju, að hann færi með sannleika, —
og haltraði af stað.
Á leiðinni heim rann upp ljós fyrir
Sæmundi Grímssyni, þó ekki væri það
af rafmagni tendrað né öðrum eld-
fimum tilbúningi náttúrunnar, það var
andlegt ljós vitanlega. ,,Ég stofna
kirkjugarðssjóð,“ hugsaði hann. ,,Til
minningar um vin minn og læknir,
Sigurþór fiskimatsmann.“ Þetta til-
kynnti hann sóknarnefndarformann-
inum áður en kvöld var komið og
lagði fram einn fjórða árslauna sinna.
Það varð upp frá þessu föst venja á
Sandeyri að helga einn dag ársins
kirkjugarðssjóði Sæmundar og safna
fé með samkomum og merkjasölu.
Sumardagurinn fyrsti varð fyrir valinu
og var nú gerður að degi hinna dauðu
í þorpinu, enda undirlægjuháttur við
hina stærri staði að apa í öllu eftir
þeim, svo sem það að helga sumar-
daginn fyrsta þeim, sem lifðu og þá
helzt börnunum. Að vísu vantaði
börnin hér leikvöll og viðunandi skóla-
hús, sum hver þar að auki viðunandi
heilsu, fatnað og fæði, en hvað var
það hjá því að vanta nýjan kirkjugarð
handa hinum dauðu ? — Ekki neitt.
Ekki nokkur skapaður hlutur. Auk
þess hlutu börnin einhverju sinni að
deyja. Og svo liðu þrjú ár, og það var
haldið áfram að auka sjóð Sæmund-
ar.
III.
Nú hlýtur nýs manns að verða getið
í sögunni: Þorbjarnar bónda Árnason-
ar. Hann hafði tvo um fertugt í ár,
eins og Japanskeisari. Maður hún-
verskrar ættar, kolsvartur á hár, og
mikill óvinur sjávarins, svo hann mátti