Helgafell - 01.06.1942, Síða 48

Helgafell - 01.06.1942, Síða 48
182 HELGAFELL hélt Sigurþór áfram, og undir kistu- hornið hans hljóp nýr maÖur, maður á heilum fótum. Sæmundur sat lengi um kyrrt, þarna á steinnibbu, og var lítils virÖi, fannst honum, einskis virÖi og minna en þaÖ, hann hafÖi svikið vin sinn látinn, þaÖ var svívirðilegt. En þegar líkfylgdin hvarf úr augsýn út fyrir hann Skugga- vald, hætti hann að horfa í þá átt og fannst nú um stund engin átt standa sjónum sínum opin lengur. Loks varÖ honum litiÖ á ófullgerða brimbrjótinn fyrir neÖan sig. Brimbrjóturinn horfÖi á hann á móti, háðskur, sementsgrár, og minnti á slasaðan fingur, sem benti á haf út. „Þarna hefði þér verið nær að liggja, Sæmundur,“ sagði Gráni á sínu fingramáli. „Sjómaður genginn á land. Hahaha! ,,í því kom ein hinna grænu holskeflna og skirpti á hann. Já, það var aggsamt að vera brim- brjótur, kaldranalegt starf í skamm- degi og norðangarði og sízt að undra þó það orkaði á skapsmunina, fram- kallaði bituryrði og spott. Faðir ljós- anna skildi það og fyrirgaf jafnframt, en hann stundi við lítið eitt og sneri andliti sínu undan, leit heim til þorps- ins, Sandeyrar í Víðifirði. ,,Þetta er það versta, sem mig hefur hent,“ hugsaði hann. ,,En hefði hér verið kominn kirkjugarður, mundi allt hafa bjargast. Ég er ekki verri en það í löppinni.“ Svo reis hann á fætur, til þess að brimbrjóturinn, þorpið og guð sæju, að hann færi með sannleika, — og haltraði af stað. Á leiðinni heim rann upp ljós fyrir Sæmundi Grímssyni, þó ekki væri það af rafmagni tendrað né öðrum eld- fimum tilbúningi náttúrunnar, það var andlegt ljós vitanlega. ,,Ég stofna kirkjugarðssjóð,“ hugsaði hann. ,,Til minningar um vin minn og læknir, Sigurþór fiskimatsmann.“ Þetta til- kynnti hann sóknarnefndarformann- inum áður en kvöld var komið og lagði fram einn fjórða árslauna sinna. Það varð upp frá þessu föst venja á Sandeyri að helga einn dag ársins kirkjugarðssjóði Sæmundar og safna fé með samkomum og merkjasölu. Sumardagurinn fyrsti varð fyrir valinu og var nú gerður að degi hinna dauðu í þorpinu, enda undirlægjuháttur við hina stærri staði að apa í öllu eftir þeim, svo sem það að helga sumar- daginn fyrsta þeim, sem lifðu og þá helzt börnunum. Að vísu vantaði börnin hér leikvöll og viðunandi skóla- hús, sum hver þar að auki viðunandi heilsu, fatnað og fæði, en hvað var það hjá því að vanta nýjan kirkjugarð handa hinum dauðu ? — Ekki neitt. Ekki nokkur skapaður hlutur. Auk þess hlutu börnin einhverju sinni að deyja. Og svo liðu þrjú ár, og það var haldið áfram að auka sjóð Sæmund- ar. III. Nú hlýtur nýs manns að verða getið í sögunni: Þorbjarnar bónda Árnason- ar. Hann hafði tvo um fertugt í ár, eins og Japanskeisari. Maður hún- verskrar ættar, kolsvartur á hár, og mikill óvinur sjávarins, svo hann mátti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.