Helgafell - 01.06.1942, Síða 53
Símon Jóh. Agústsson:
Avam og ofregla
Vaninn gerir menn frjálsa, og van-
inn hneppir menn í ánauð. Vaninn er
ein mesta andstæða lífsins.
Vaninn tíarn- Merkilegar rannsóknir
ar manninum hafa verið gerðar um á-
að laga sig hrif vanans á afköst og
aS nýjum aS- námsgetu eða aðlögun-
stœSum. arhæfileika miðaldra
manna. En því miður
eru niðurstöður þessar enn lítt kunnar
almenningi, jafnmikilvægar sem þær
þó eru. Það hefur komið í Ijós, að að-
alástæðan til þess, hve rosknir menn
eiga yfirleitt örðugt með að tileinka sér
ný vinnubrögð og starfshætti erekki sú,
að námsgetu þeirra sé í sjálfu sér tek-
ið að fara aftur, að þeir geti ekki lært
vegna líkamlegrar og andlegrar hrörn-
unar, heldur hin, að þeir hafa lagt nið-
ur þá venju, að læra nokkuð nýtt í
starfi sínu. Þeir eru stirðnaðir í göml-
um athafnavenjum og eru ófúsir að
breyta þeim. Sálfræðingur nokkur,
Miles að nafni, rannsakaði t. d. hand-
lagni 863 manna frá 6—95 ára. Valdi
hann þá þannig, að jafnmargir menn
skiptust á hvern áratug. Sýndi hann
fram á, að ellin á miklu minni þátt í
hrörnun þessa hæfileika en ætla mætti
að óreyndu. Taugakerfið verður reynd-
ar seinvirkara með aldrinum og ónæm-
ara, en aðalástæðan til þess, hve
rosknum mönnum gengur illa að laga
sig að nýjum aðstæðum er sú, að öll
orka þeirra rennur í gömlum farveg-
um, og starfshættir þeirra eru stirðnað-
ir í rótgrónum venjum, svc að enginn
tími né afl verður aflögu til að ryðja
nýjar brautir. Líffærið mótast smám
saman af starfi því, sem það vinnur.
Starfið skapar líffærið, eins og La-
marck sá endur fyrir löngu. í þessu er
lífeðlisleg aðlögun manna að lífsskil-
yrðunum fólgin. Og taugakerfið mótast
af venjunum, endurtekningu sömu at-
hafnanna. Það er eins og venjurnar
brjóti sér vegi í taugakerfinu. Því oft-
ar sem þeir eru farnir, því sléttari og
greiðfærari verða þeir. Smám saman
verða þeir að eins konar fari eða renni-
braut, sem sendiboðar heila og hugs-
unar skunda eftir mótstöðulaust. Rót-
gróinni venju má og líkja við fljót.
Því lengur sem það rennur í sama far-
veginum, því dýpri verður hann og
því minni líkindi eru til þess, að það
breyti um farveg. Þannig fjötra venj-
urnar manninn því fastar sem lengra
líður á ævina. Öll orka hans rennur
um farvegi þeirra, og þess vegna
hindra þær framtakssemi hans til nýj-
unga. Maðurinn verður fangi vanans,
ekki eingöngu af leti og meðfæddri
hneigð til að forðast áreynslu og velja
þann veg, sem hægastur er, heldur
hefur og taugakerfið sjálft lagt hann í
fjötra. Því þarf meira en sterka ósk og
viljaákvörðun til að breyta venjum sín-
um. Viljaákvörðunin er einungis upp-
hafið, hún ein getur ekki breytt far-
vegum venjanna í taugakerfinu, til
þess þarf athafnir. Þegar hinn nýi
vegur er orðinn jafngreiðfær og hinn