Helgafell - 01.06.1942, Qupperneq 54

Helgafell - 01.06.1942, Qupperneq 54
188 HELGAFELL gamli var, og hinn gamli vegur orð- inn ógreiðfaer og úr sér genginn, af því að hann er ekki lengur farinn, þá fyrst er hin gamla venja sigruð og ný venja mynduð. Æfð, venjubundin athöfn hefur þessa kosti fram yfir óœft starf: Við þurfum ekki lengur á óskiptri athygli að halda til að fremja hana, óþarfar hreyfingar leggjast niður og styttri tími fer til hennar en áður. Við leysum verkið fljótar og betur af hendi og vinnum okkur það léttara. Þegar hin- ar ótalmörgu smáathafnir, sem dag- lega lífið krefst, eru orðnar okkur tam- ar, vinnst okkur tími og orka til að sinna mikilvægari viðfangsefnum. Á meðan við fremjum einhverja venju- bundna, sjálfvirka athöfn, getum við jafnframt hugsað um eitthvað annað. Vaninn gerir því hugsunina frjálsa, leysir hana að nokkru leyti frá starf- inu. Venjunum má líkja við verka- menn, sem vinna eftir skipunum verk- stjórans. Hin meðvitaða hugsun, verk- stjórinn, þarf einungis að gefa þeim fyrirmæli og líta eftir þeim við og við. EllihrörnuT) Af þessu leiðir, að van- og vani. inn er þægilegur. Eftir því sem aldur færist yfir menn, hættir þeim við að verða and- vígari tilbreytni og nýjungum. Þeir vilja ekki laga sig á nýjan hátt að að- stæðunum, þeim finnst hið gamla bezt. Mótstaða hins roskna og aldraða manns er ekki eingöngu óvirk, þann- ig, að hann þrjózkist við að semja sig að nýjum háttum og siðum og tileinka sér nýjar skoðanir, heldur ræðst hann oft beinlínis á hið nýja. Málsháttur- inn: Heimur versnandi fer, lýsir vel hugsunarhætti hans. — Hinir góðu, gömlu dagar, þeir tímar, þegar venj- ur hans áttu við, eru nú fjarri. Hann verður æ meir hjáróma og utanveltu við samtíðina. Það þarf varla að taka það fram, að þessi lýsing á ekki við alla. Sum gamalmenni eru ung í anda, hafa á- huga á nýjungum og fylgjast með tím- anum eftir getu. Margir finna sér í elli sinni ný störf við sitt hæfi og ný áhugamál, sem þeir geta starfað að. Þeir hafa gaman af að vera samvist- um við ungt fólk, þeir tileinka sér skoðanir og venjur yngri kynslóðar- innar að ýmsu leyti, sjá, að margt er nú betra en í þeirra ungdæmi og sakna þess, að vera ekki orðnir ungir í ann- að sinn. Þá vaknar oft hjá öldruðum mönn- um sú tilfinning, að þeir séu til einskis nýtir. Hjá þeim ríkir vanmáttarkennd. Þeir gagnrýna æskuna, en finna þó um leið, að áhrif sjálfra þeirra minnka. Það er gengið fram hjá þeim. Þeir fylgjast ekki lengur með tímanum og dragast aftur úr í starfi sínu og skoð- unum. Þessi vanmáttarkennd lamar þá og hindrar þá í að laga sig að kröf- um tímans. í stuttu máli: Þroskastöðvun og andleg afturför roskinna og aldraðra manna á ekki fyrst og fremst rót sína að rekja til aldursins út af fyrir sig, heldur til rótgróinna athafnavenja og hugsanavenja, til virkrar og óvirkrar tregðu mannsins að laga sig að nýjum aðstæðum og vantrausti hans á sjálf- um sér. Auðvitað er hrörnun sú, sem ellin hefur í för með sér, einnig mikilvæg. Maðurinn verður ófær til ýmissa starfa, eingöngu sakir elli, svo sem til verka, sem krefjast mikillar líkamlegrar á- reynslu og þreks. En ef um létt störf er að ræða, er það oft ekki ellihrörn- unin, sem gerir manninn lítt starfhæf- an, heldur stirðnaðar venjur. Þegar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.