Helgafell - 01.06.1942, Page 55
ÁVANI OG OFREGLA
189
manninum er farið að fara svo mikiÖ
aftur við eittkvert létt starf um sextugt,
fimmtugt eða jafnvel fertugt, að talið
er betra, að hafa yngri mann í starf-
inu, á þessi afturför fyrst og fremst rót
sína að rekja til vanans, en ekki til
ellihrörnunar. Sorgarsaga hins aldraÖa
manns er oftast í því fólgin, aS hann
hefur ekki verið vel á verði gagnvart
vananum. Sakir sífelldrar endurtekn-
ingar hins sama hefur starfiÖ, eins og
hann hefur iðkað það, mótað hann í
sinni mynd. Hann er steingervingur á-
kveðinna starfshátta, tilfinningahátta
og skoðanahátta. Persónuleika hans
skortir sízt festu, en hann brestur víð-
sýni og aSIögunarhæfileika. Sakir
þessa ágalla gerist hann ófær til að
taka upp nýja starfsháttu. Hann beitir
sínum gömlu vinnubrögðum, þótt þau
séu orÖin úrelt, sakir breyttra að-
stæðna, og nær því lélegum ár-
angri. Þræll vinnunnar er ekki sá, sem
getur aldrei verið óvinnandi, heldur
hinn, sem vinnan hefur svipt þroska-
möguleikum, sem vaninn hefur fjötr-
að svo, að hann getur engum framför-
um lengur tekið og ekkert nýtt lært.
Vaninn gerir flesta menn gamla löngu
áður en ellihrörnun lamar þá. Með
réttri lífsstjórn geta menn forðast hin
skaðsamlegu áhrif vanans. Menn
verða að kunna tök á að brjóta óhollar
og þroskastöðvandi venjur á bak aft-
ur og setja aÖrar nýjar og betri í þeirra
stað. Glíman við vanann er ævilöng,
því að hún er barátta fyrir andlegu
frelsi og þroska.
Ajleíðing o/- Amerískur sálfræð-
reglunnar: ingur nokkur segir frá
afturför í starfi. 58 ára gömlum sölu-
manni, sem leitaði
ráða hjá honum. — Lá við borð, að
sölumanninum yrði sagt upp starfi
sakir þess, hve lítið hann seldi. Síðast-
liðin fimm ár hafði honum farið um
40% aftur, þ. e. hann seldi 40% minna
en fyrir fimm árum. En einu sinni
hafði hann veriÖ annar bezti sölumað-
urinn hjá þessu fyrirtæki.
Maðurinn reyndist við rannsókn vel
skynsamur. Greindarvísitala hans var
1.15. (Meðalgreindur maÖur hefur
greindarvísitöluna 1.00). Hann var
mannglöggur og hafði ágætt minni á
mannanöfn. Hann þjáðist af ríkri van-
máttarkennd og var hræddur um aS
missa atvinnuna. Tók hann sér nærri,
að vera nú orÖinn hornreka, þar sem
hann á yngri árum hafði verið einn
beztu starfsmanna fyrirtækisins. Hann
var orÖinn hlédrægur og mannfælinn
og lifÖi mest í innra hugarheimi. Hann
var ókvæntur og umgekkst sjaldan
kvenfólk. Hann fór jafnan heim að
lokinni vinnu og leitaÖi sér aldrei
neinnar skemmtunar eða tilbreytingar,
sótti ekki kvikmyndahús, leikhús,
hljómleika né fyrirlestra. Hann átti fáa
kunningja, heimsótti þá sjaldan og fór
sjaldan út meS þeim. Hann sat nálega
öll kvöld heima hjá fjörgamalli móður
sinni. Þegar hann var á ferÖalagi, var
hann einnig mjög ómannblendinn og
gaf sig sjaldan á tal viS ferðafélaga
sína. Þegar hann hafði lokið nauð-
synlegum erindum, fór hann til her-
bergis síns í gistihúsinu, þar sem hann
bjó, og húkti þar. Hann las ekkert
nema dagblöðin. Hann kynnti sér
aldrei nýjar bækur um sölumennsku
og hafði yfirleitt hætt að fylgjast meS
á sínu sviði, enda voru söluhættir hans
hinir sömu og fyrir 20 árum.
SálfræSingurinn skýrði nú fyrir
manni þessum, aS afturför hans í starf-
inu væri ekki því að kenna, hve gam-
all hann væri, heldur stafaði hún af
því, að hann hefði stirðnað í venjum.