Helgafell - 01.06.1942, Page 59

Helgafell - 01.06.1942, Page 59
ÁVANI OG OFREGLA 193 hafa hann sem allra fjölbreyttastan, menn úr ýmsum stéttum með ólík sjón- armiÖ. Þegar maðurinn fer að reskj- ast, er einkar hollt aÖ gera sér yngri menn aÖ vinum og kunningjum. — Margir einskorÖa því sem næst ná- in kynni sín viÖ jafnaldra sína. ÞaÖ er hætt viÖ, að þeir verÖi utangarðs við hugsunarhátt og viðhorf yngri kyn- slóðarinnar, ,,hætti að fylgjast meÖ tímanum“, og stirÖni í venjum og skoöunum kynslóÖar sinnar. Þeir svipta sig mikilvægri reynslu og örv- un. ÞaÖ er sagt, aÖ Kant, heimspek- ingurinn mikli, hafi átt vini og kunn- ingja í öllum stéttum þjóðfélagsins. Hefur hann án efa sett sig inn í hugs- unarhátt þeirra og sjónarmið. Þessi fá- föruli einsetumaður, sem bjó í sömu borginni nær því alla ævi, bætti sér þannig upp hið ytra tilbreytingarleysi. — Það er hyggilegt, að umgangast menn, sem hafa aðrar skoðanir en maður sjálfur, t. d. í stjórnmálum og trúmálum, og hafa ólíka menntun og áhugamál. Fátt er betur til þess fallið en slíkur kunningsskapur, að losa menn við hleypidóma og þröngsýni. Þegar ég lít aftur yfir mína litlu reynslu, tel ég það eitt mesta happ mitt, að hafa á beztu þroskaárum mín- um átt þess kost, að kynnast mörgum mjög ólíkum mönnum mér sjálfum: mönnum af ýmsu þjóðerni og trúar- brögðum, mótuðum af ólíkum hugsjón- um og menningargerðum. En auðvitað getur einhver maður verið svo fullur hleypidóma og svo sjálflægur í hugs- unarhætti, að slík kynning verði gagns- lítil. Til þess að hún komi að notum, verður hann að kynnast þessum mönn- um í þeim tilgangi að læra af þeim og reyna að skilja þá, en ekki til þess að fordæma allt í fari þeirra, sem sam- ræmist ekki hleypidómum hans. Ferða/ó'g og í Hávamálum er á- vfókynning við herzla lögð á það, að ókunnuga. viðkynning við marga og ólíka menn eigi mikilvægan þátt í menntuninni: Hinn víðföruli maður hefur aflað sér mannþekkingar með því að kynnast fjöldamörgum ólíkum mönn- um. Og þótt hann sé flestum fróðari og vitrari, talar hann ekki alltaf sjálf- ur, heldur hlustar á aðra og fræðist af þeim. Þannig eykur hann mannvit sitt. Sá einn veit, es víða ratar ok hefur fjölð of farit, hverju geði stýrir gumna hverr, sá es vitandi es vits. Ferðalög hafa alltaf menntandi og örvandi áhrif, bæði að því leyti, að á þeim kynnumst við mörgum mönnum, sem búa við ólík kjör og hafa önnur sjónarmið en þeir, sem næst okkur búa, og eins einfaldlega sakir umhverf- isbreytingar. Ólíkt landslag því, sem við eigum að venjast, hefur eitt fyrir sig vekjandi áhrif. Menn ættu að reyna að ferðast eitthvað árlega. Þótt þessi ferðalög séu ekki löng, er að þeim mik- il sálubót. Þau hrífa manninn upp úr tilbreytingarleysi daglega lífsins, víkka sjónarmið hans, halda hugsuninni vak- andi og varna því, að venjan leggi helfjötur sinn á hana. Ferðalögin þurfa að vera sem margbreytilegust. Eyðið ekki sumarleyfinu ávallt á sama stað. Það örvar meira, ef skipt er um. Ég hef enn engan Reykvíking þekkt, sem farið hefur um Hornstrandir eða Skaptafellssýslurnar, er ekki hefur þótt þetta ferðalag hálfgerð opinberun, og ég er viss um, að þeir hafa haft
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.