Helgafell - 01.06.1942, Síða 59
ÁVANI OG OFREGLA
193
hafa hann sem allra fjölbreyttastan,
menn úr ýmsum stéttum með ólík sjón-
armiÖ. Þegar maðurinn fer að reskj-
ast, er einkar hollt aÖ gera sér yngri
menn aÖ vinum og kunningjum. —
Margir einskorÖa því sem næst ná-
in kynni sín viÖ jafnaldra sína. ÞaÖ
er hætt viÖ, að þeir verÖi utangarðs
við hugsunarhátt og viðhorf yngri kyn-
slóðarinnar, ,,hætti að fylgjast meÖ
tímanum“, og stirÖni í venjum og
skoöunum kynslóÖar sinnar. Þeir
svipta sig mikilvægri reynslu og örv-
un. ÞaÖ er sagt, aÖ Kant, heimspek-
ingurinn mikli, hafi átt vini og kunn-
ingja í öllum stéttum þjóðfélagsins.
Hefur hann án efa sett sig inn í hugs-
unarhátt þeirra og sjónarmið. Þessi fá-
föruli einsetumaður, sem bjó í sömu
borginni nær því alla ævi, bætti sér
þannig upp hið ytra tilbreytingarleysi.
— Það er hyggilegt, að umgangast
menn, sem hafa aðrar skoðanir en
maður sjálfur, t. d. í stjórnmálum og
trúmálum, og hafa ólíka menntun og
áhugamál. Fátt er betur til þess fallið
en slíkur kunningsskapur, að losa
menn við hleypidóma og þröngsýni.
Þegar ég lít aftur yfir mína litlu
reynslu, tel ég það eitt mesta happ
mitt, að hafa á beztu þroskaárum mín-
um átt þess kost, að kynnast mörgum
mjög ólíkum mönnum mér sjálfum:
mönnum af ýmsu þjóðerni og trúar-
brögðum, mótuðum af ólíkum hugsjón-
um og menningargerðum. En auðvitað
getur einhver maður verið svo fullur
hleypidóma og svo sjálflægur í hugs-
unarhætti, að slík kynning verði gagns-
lítil. Til þess að hún komi að notum,
verður hann að kynnast þessum mönn-
um í þeim tilgangi að læra af þeim
og reyna að skilja þá, en ekki til þess
að fordæma allt í fari þeirra, sem sam-
ræmist ekki hleypidómum hans.
Ferða/ó'g og í Hávamálum er á-
vfókynning við herzla lögð á það, að
ókunnuga. viðkynning við marga
og ólíka menn eigi
mikilvægan þátt í menntuninni:
Hinn víðföruli maður hefur aflað
sér mannþekkingar með því að
kynnast fjöldamörgum ólíkum mönn-
um. Og þótt hann sé flestum fróðari
og vitrari, talar hann ekki alltaf sjálf-
ur, heldur hlustar á aðra og fræðist af
þeim. Þannig eykur hann mannvit sitt.
Sá einn veit,
es víða ratar
ok hefur fjölð of farit,
hverju geði
stýrir gumna hverr,
sá es vitandi es vits.
Ferðalög hafa alltaf menntandi og
örvandi áhrif, bæði að því leyti, að á
þeim kynnumst við mörgum mönnum,
sem búa við ólík kjör og hafa önnur
sjónarmið en þeir, sem næst okkur
búa, og eins einfaldlega sakir umhverf-
isbreytingar. Ólíkt landslag því, sem
við eigum að venjast, hefur eitt fyrir
sig vekjandi áhrif. Menn ættu að reyna
að ferðast eitthvað árlega. Þótt þessi
ferðalög séu ekki löng, er að þeim mik-
il sálubót. Þau hrífa manninn upp úr
tilbreytingarleysi daglega lífsins, víkka
sjónarmið hans, halda hugsuninni vak-
andi og varna því, að venjan leggi
helfjötur sinn á hana. Ferðalögin þurfa
að vera sem margbreytilegust. Eyðið
ekki sumarleyfinu ávallt á sama stað.
Það örvar meira, ef skipt er um. Ég
hef enn engan Reykvíking þekkt, sem
farið hefur um Hornstrandir eða
Skaptafellssýslurnar, er ekki hefur
þótt þetta ferðalag hálfgerð opinberun,
og ég er viss um, að þeir hafa haft