Helgafell - 01.06.1942, Side 71
TVEIR ÍSLENZKIR LISTAMENN
201
þakka það hinum sterku persónulegu
séreinkennum Finns Jónssonar, að
hann, ungur og óþekktur, skyldi vera
valinn liðsmaður í þessum samtökum.
Því hefur verið haldið fram, að
Finnur hafi orðið fyrir áhrifum af
Sturm-hreyfingunni í verkum sínum,
en það er fjarri sanni, því að þessi
hreyfing hélt aldrei fram neinni ákveð-
inni stefnu né listformi, en var aðeins
samtök mjög svo ólíkra listamanna, er
áttu svipuð áhugamál. Enda hef ég
ekki orðið var við, að myndir Finns frá
þessu tímabili líktust verkum neins af
Sturm-listamönnunum. Myndir hans
frá þessu tímabili ber nú að skoða að-
eins sem þrep á þroskastiganum, það
er ,,abstrakt“-leikur í litum, línum og
flötum, og í rauninni býst ég við að
þetta listform sé í innsta eðli sínu ó-
skylt Finni, enda þótt hann tæki það
upp um tíma sem tilraun. Það eru enn
í dag til menn, sem álykta þannig, að
vegna þess að ,,Litla stúlkan í heim-
sókn hjá afa“ og „Síðasta landsýn út-
flytjandans“, og hvað þau nú hétu öll
þessi ,,skilderí“, sem prýddu veggi lið-
innar aldar, voru engin list, hljóti hver
einasta mynd, sem segir nokkra sögu,
að vera ólistræn.
Sannleikurinn er sá, að góður lista-
maður, sem málar lifandi fólk, getur
ekki komizt hjá því að segja sögu þess,
og ef til vill nær hún oft miklu dýpra,
en orðsins list er unnt að ná. Þessa er
getið hér, sökum þess, að Finni Jóns-
syni hefur ekki alls fyrir löngu verið
borið það á brýn, að sumar myndir
hans væru ,,bóklegar“. Myndir Guð-
mundar Thorsteinsson og fleiri ágætra
málara, lífs og liðinna, hafa líka oft
ákveðna sögu að segja, enda yrði lítið
eftir af listaverkum, bæði liðinna alda
og einnig nútímans (t. d. ,,Guernicka“
eftir Picasso), ef öllum slíkum mynd-
um yrði komið fyrir í kjöllurum, og
þær stimplaðar ,,bókmenntalist“.
* * *
Sá, sem þetta ritar, hefur haft mikla
ánægju af að fylgjast með þroskaferli
Finns Jónssonar nú í nærri tuttugu ár,
frá fyrstu tilraununum, sem voru ef til
vill nokkuð fálmandi á stundum. Það
hefur verið gaman, að taka eftir hvern-
ig þroski hans og festa eykst ár
frá ári, og ná hámarki nú síðast í
hinum mikilfenglegu sjávarmyndum,
er hann sýndi á listsýningunni síðast-
liðið haust.
Ef til vill er aukning þroskans greini-
legust, ef fylgzt er með sjómanna-
myndunum frá fyrstu byrjun, og tekið
eftir, hvernig bygging þeirra, svipur,
áferð, litameðferð, breytast til hins
betra með hverju ári. Onnur sjávar-
myndin, sem var á listsýningunni, og
höfundurinn nefnir ,,Rok“, er eins og
■ævintýri um íslenzku sjóhetjuna, sem
siglir einn á bát upp á líf og dauða
gegnum hamslaust öldurótið, æðru-
laus þótt stormurinn hvíni og brimlöðr-
ið þeytist himinhátt, en marbendlar og
alls kyns illþýði fylli djúpin. Myndin
er auk þess ágætlega byggð, sterk og
lifandi í litum og línum, og áferðin
mjög skemmtileg, því svo virðist sem
formið sé mótað á léreftið með olíulit-
um. Sama er að segja um hina mynd-
,ina, sem á sýningunni var, og er þó
; kompositionin enn sterkari þar. Enn
sem komið er finnst mér þessar mynd-
ir vera hámark í list Finns Jónsson-
ar, en því má ekki gleyma, að hann
hefur valið list sinni mörg fleiri við-
fangsefni, en sjómennina og líf þeirra.
Skilningur hans á íslenzku landslagi er
víða mjög sjálfstæður og frábrugðinn
skilningi annarra íslenzkra málara. í
landslagsmyndum leggur hann, eins og