Helgafell - 01.06.1942, Side 73

Helgafell - 01.06.1942, Side 73
TVEIR ÍSLENZKIR LISTAMENN 203 að og samanþjappað í óvenjulegri og næstum yfirnáttúrlegri nálægð. Tré í Húsafellsskógi, lágar, kræklóttar hrísl- ur í jökulröndinni, vaxnar saman við himinninn, rauðbrún jörð og bláhvít- ur himinn ganga hvort upp í annað, eins og ólíkar jöfnur í einföldu reikn- ingsdæmi. — Og samt sem áður vakir virkileikinn nýr og ferskur yfir þessari óvæntu sjón og þessum óvenjulegu vinnubrögðum í íslenzkri list: Málaralistin er ekki lengur dauð eft- irlíking lifandi umhverfis, sem aðeins verður skilin bókmenntalegum skiln- ingi, þegar bezt lætur. í stað þess að fá lit sinn og ljóma frá fjarskyldari sögu eða annarlegum tilfinningum á- horfandans, krefst hún þess að vera eitthvað sjálf, án alls annars. Hún á sér í raun og veru ekkert markmið annað en túlkun höfundarins á sjálf- um sér. En í þessari list eins og öllum öðrum listum, getur enginn höfundur túlkað sjálfan sig, nema því aðeins, að hann um leið víkki svið mannlegrar skynjunar frá því, sem áður var. Þdð er lögmál lífsins, og í hverjum ein- staklingi býr nýr möguleiki til nokk- urs ávinnings í þessa átt. Hitt er ann- að mál, hvort fólk er þess umkomið að skilja eða njóta svo undarlegra á- vaxta mannlegrar vinnu þegar í stað. Þetta er inntakið í list Þorvaldar Skúlasonar. Hann hefur komið auga á það, sem máli skiptir og missir ekki sjónar af því aftur. Hann býr yfir þeirri dularfullu gáfu, að stilla hlutun- um upp, þjappa þeim saman, króa þá af í litlu herbergishorni, við bryggju- sporð eða í borgarstræti og ná þeim á sitt vald, láta þá segja til sín og op- inbera leyndardóma sína. Hann er í raun og veru fyrsti íslenzki listmálar- mn, sem flytur okkur tækni og anda hinnar stóru heimslistar með miklum jákvæðum árangri. Hann gengur að starfi sínu vitandi vits, tjáning hans er markviss og upprunaleg. Hann reynir aldrei að komast létt frá viðfangsefn- um sínum. Ut úr myndum hans geislar sterkur, örlögþrunginn persónuleiki, þróttur lifandi manns, hamingja lifandi manns. Hann er ævintýri nútímans á sviði íslenzkra lista. Vér, sem höfum fengizt við skyld verkefni á öðrum sviðum, verðum að viðurkenna, að hann stendur okkur framar, list hans hefur þegar náð því marki, sem við, vitandi eða óafvit- andi, ætluðum að ná. ÞaS er einkenni- legt, að minnsta kosti þegar þess er gætt, hve íslenzk málaralist á sér stutta sögu að baki, og hve mikið tómlæti þeim fáu mönnum hefur verið sýnt, er einhvers voru megnugir á því sviði. Þess heyrist oft getið, að nútíma- málaralist eigi lítið erindi til almenn- ings, og sé oftast byggð upp á and- lausri tækni og jafnvel sjúklegri vit- leysu. En, sem betur fer er þetta ekki rétt. Engin list nú til dags er nokkurs virði, nema því aðeins, að hún sé nú- tímalist, það er að segja: Engin list er þess virði, að henni sé gaumur gef- inn, nema því aðeins, að hún feli í sér það markmið að víkka það svið, sem takmarkaðist af listrænni þekkingu og listrænni getu höfunda sinna. Blekkinguna, sem margir halda að nútímamálaralist byggist á, þarf eng- inn aS óttast. ÞaS er aldrei hægt aS villa mönnum sýn til lengdar. Um leið og augu fólksins opnast fyrir þessum hlutum, verður það vissulega fært um að greina á milli góðs og ills, ekki síður en allur fjöldinn þekkir strax góð- ar bókmenntir frá lélegum bókmennt- um, hvað sem hver segir, og jafnvel þótt sjálft ríkisvaldið skerist í leikinn. Steinn Steinarr.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.