Helgafell - 01.06.1942, Side 82
212
HELGAFELL
hlýtur að hneyksla hvern góðan borg-
ara, sem með eigin augum sér höfuð-
borg sína vaxa daglegum vexti, þenj-
ast út, teygja sig í allar áttir og upp í
loftið, stækka öllum hinum þremur við-
urkenndu stærðum. Og yfir borginni
svífa dag og nótt fullkomnustu hern-
aðarflugvélar, reiðubúnar að verja
hana gegn fjandsamlegri árás, en hver >
gata er ekin óteljandi bílum, af frá-
brugðnustu gerðum, með hinum breyti-
legasta hraða, í alls konar augnamiði.
Sprengingar þruma, skot heyrast,
vopnaglamur og stígvélaþramm, her-
mannaskálar spretta, loftskeytahrókar
rísa, og rauð ljós sjást á kirkjuturnum á
kvöldin. Er þetta ekki stækkun ? Er
það ekki útþensla, að hávaði styrjald-
arinnar skuli hafa náð hingað, reyndar
aðeins sem bergmál (g.s.l.) ?Ogerþað
ekki vöxtur, blessuð stærð, sem felst
í öðrum hljómi, sem hríslast um alla
borgina, ekki sem bergmál, heldur
upprunalegur, ósvikinn og sígildur —
hljómur gullsins ? Hefur ekki líka átt
sér stað fjölgun, ekki einungis eftir
venjulegum leiðum, af eðlisbundnum
orsökum, heldur og fyrir atbeina erl.
þjóðhöfðingja, sem hafa sent hingað
tugi þúsunda manna, sem eru búnir að
taka út vöxt ? — Minnka, hvílík fjar-
stæða! En þetta afbakaða hugtak hans
um þrengslin yfirgefur hann ekki. —
Borgin minnkar. Og þó vildi hann sízt-
ur manna fella rýrð á þessa borg, þar
sem vagga hans stóð og draumur hans
hófst. Hvern morgun, rúmrar hálfrar
aldar, hefur hann vaknað í hennar
trygga, en nokkuð svala faðmi, fetað um
fátæklegar götur hennar, glaðzt við and-
lit barna hennar og notið hins töfrandi
útsýnis af holtum hennar og hæðum,
meðan mátti ganga þangað óhindrað
af gaddavírnum, sem fylgir þessum er-
lenda her eins og skuggi. Hann hefur
fylgzt með þroska hennar, aldrei borið
neinar vingulslegar vonir í brjósti um
fullkomnun hennar, en litið með bjart-
sýni á framtíð hennar, þegar aðrir
spáðu henni hrakspám. Hún er draum-
ur hans, í honum hefur hann lifað sínu
hamingjusama lífi, án brasks og fíkn-
ar. —
Svo rennur upp hinn 7. júlí 1941.
Enn gengur hér erlendur her á land,
að þessu sinni eftir beiðni landsmanna
sjálfra. Voru þeir búnir að rýja brezka
heimsveldið, hugðust þeir nú að veita
yfir sig auði Ameríku ? Nema nú fær-
ist stríðið í húsi Auðuns Auðunsson-
ar í algleyming.
Þetta síðara hernám fer með hinzta
snefilinn af umburðarlyndi Þorbjarg-
ar Þorbjarnardóttur, en um leið eykst
þróttur hennar, blossar uppi vilji henn-
ar til dáða, hverfur tregðan og úrræða-
leysið. Nú heimtar hún, að hann selji
hús sitt og leggur fram tilboð um æv-
intýralegt verð frá bráðókunnugum
manni, þylur upp útreikninga á því,
hvernig margfalda má það verð í nýj-
um húsakaupum eða verzlun. En þessi
smávaxni, ljúfi vitringur hefur einnig
tekið breytingum, hann vísar á bug til-
boðinu, kurteis en ósveigjanlegur. Hús
eru til að búa í þeim, ekki til að selja
þau. Hún gerir harða hríð að honum,
heldur fram rétti sínum til ákvörðunar
til móts við hann, álasar honum fyrir
leti og heimsku. En hann bifast hvergi.
Og enn lyftir forsjónin undir bagga
hans, sannar réttmæti bjartsýni hans
með því að senda honum verkefni.
Eitt stórmenni borgarinnar á embætt-
isafmæli. Vinir hans senda honum
skrautritað ávarp með upptalningu á
mörgum fleiri kostum, en hann hafði
grunað, að hann væri búinn, og þeir
greiða verkið sannarlegu dýrtíðarverði.
Auðunn Auðunsson erísjöundahimni,