Helgafell - 01.06.1942, Page 83

Helgafell - 01.06.1942, Page 83
DRAUMUR TIL KAUPS 213 en konu hans blöskrar ekki upphæð- in, kallar hana hundsbætur, segir hon- um dæmisögur af tekjum nágranna hans, sem hafa í sér manndáð að grafa eftir gullinu. Það er auðséð, að henni verður ekki gert til hæfis lengur með smámunum. Hann reynir það ekki, heldur fer að gagnrýna notkun manna á hinum mikla, léttfengna auði. Hvað hefur verið gert fyrir peninga stríðs- ins ? Eru þeir notaðir til að efla menn- ingu þjóðarinnar ? Eru lífsspekingar og listamenn styrktir ? Eru gefnar út gagnlegar bækur ? Nei, þessi fégræðgi er bara skarfaát. Þegar hér er komið, hefur Þorbjörg Þorbjarnardóttir úrslitasókn. Hingað til hefur árásum hennar verið hrundið, þær hafa verið illa undirbúnar og eng- an árangur borið. En þessi sókn er traustlega undirbúin, nákvæmlega út- reiknuð, hún getur ekki mistekizt. Hinn 22. ágúst, að morgni, er allt tilbúið, húsfreyjan sækir með leiftur- árás úr tveimur áttum að bónda sín- um óviðbúnum. Fyrst kastar hún á borðið fyrir fram- an hann tveimur prentuðum auglýs- ingaspjöldum. Áletrunin blasir við hon- um eins og óskiljanlegt skammaryrði: The little Inn. Hún er búin að útvega veitingaleyfi og krefst að fá stofuna til þeirra þarfa, svefnherbergið og litla bakherbergið nægir þeim til íbúðar. Og í öðru lagi — og það getur hann þakkað fleipri sínu, er hann í gagnrýni sinni minntist á útgáfu bóka — heimt- ar hún af honum hina þykku bók hans með hinum vísu hugleiðingum. Hún er búin að tala við útgefanda og hef- ur von um að geta selt hana. Njósnir hennar hafa leitt í ljós, að aldrei hefur verið gefið út eins mikið af bókum og einmitt nú. Hún er ekki mjög sann- færð um, að þessi bók sé góð bók, en vonar, að hún komist undir regluna: Allt til kaups. Þetta er regluleg tangarsókn. Hann sér engin ráð til að verjast henni á báðum kjálkum. Hann bjargar bók- inni, stofan verður að falla. Það er með herkjum, að hann fær staðizt hinar hörðu atlögur dýrtíðar- rakanna og peningaþarfanna á bókina. En hver selur helgidóm hjarta síns ? Hvaða sannur guðsdýrkandi selur einkabænir sínar ? Undir kvöld er hann orðinn sigurvegari á annarri álm- unni. Og þessi óhagsýni draumóra- maður notfærir sér þann sigur til þess að treysta aðstöðu sína, tryggja sjálf- stæði sitt sem verða má. Hann flytur alfarinn úr svefnherberginu og stof- unni inn í litla herbergið með dýnur sínar, byttur og pappír. Þegar sá dagur rennur upp, skömmu síðar, að The little Inn er opnað, hverf- ur hann að morgni og kemur ekki heim fyrr en eftir lokunartíma. Og í fyrsta skipti á ævinni fremur hann óknytti, þá kominn yfir fimmtugt, sem flestir siðaðir menn hafa framið á barns- aldri: Hann brýtur rúðu með steini. Hann gerir það til þess að geta opnað gluggann og komizt þá leið inn í litla bakherbergið. Þar sem auður safnast vaxa glæpir, en ekki hafði Þorbjörgu Þorbjarnar- dóttur grunað, að brotizt yrði inn til hennar fyrsta kvöldið, sem hún rekur veitingastofuna. í ofboði flýr hún með peningakassann og kallar á hjálp. Lít- il stund líður, þá kemur hún aftur með tvo hugprúða, eflda karlmenn. Það heyrist þrusk í litla herberginu, þau ráðgast hljóðlega um, hvað gera skuli, bezt er að síma til lögreglunnar, en þjófurinn getur sloppið á meðan, og hetjulund karlmannanna bannar þeim að láta hann komast undan að ó-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.