Helgafell - 01.06.1942, Qupperneq 84
214
HELGAFELL
reyndu. Sé þetta hermaður, getur þó
stafað hætta af vopnum hans. Loks
læðist annar maðurinn að brotna glugg-
anum með þungan staur í hendi, hinn
hrindir síðan upp hurðinni og víkur
jafnframt undan, ef kynni að verða
skotiÖ. Þögn. Ekkert gerist. Þau gægj-
ast öll varlega inn. í flatsæng á gólf-
inu liggur AuÖunn Auðunsson með
bleika nátthúfu yfir skallanum og horf-
ir heimspekilega út í loftið. Karlmenn-
irnir reka upp háðulegan hlátur, frú-
in lætur fallast á stól. Föl og titrandi
bendir hún þeim eindregið að hafa sig
burt. Andlit hennar, sem er orðið svip-
hart af áhyggjum og ágirnd, hefur
fengið grænleitan blæ. Þegar hún má
mæla, steypir hún yfir hann óvöldum
orðflaumi, bölvar honum fyrir hrekk-
inn og tilraun hans til að eyðileggja
starf hennar. Hún krefst þess, að hann
flytji tafarlaust inn í svefnherbergið
aftur og hagi sér framvegis eins og
heilvita maður.
Auðunn AuÖunsson er fullkomlega
rólegur, engin hefnigirni, engin mein-
fýsi lýsir sér í svip hans, en hann
gefur skýra, ótvíræða yfirlýsingu þess
efnis, að hann flytji ekki héðan ótil-
neyddur, þybbast við, að hún vinni
fleiri sigra, undiroki hann að fullu. Og
þar sem hinar einu dyr herbergisins
liggja fram í veitingastofuna, ákveður
hann að nota gluggann framvegis fyr-
ir dyr.
Fortölur hennar og hótanir eru ár-
angurslausar, hún á einskis annars úr-
kosti en rölta ein inn í svefnherbergið
,og leggja sína lúnu limi í hálftómt
hjónarúm og bíða þess, hvort framtíÖ-
in veiti henni ekki styrk til að sveigja
mann sinn til hlýðni, til að leggja und-
ir sig þann ríkishluta, sem enn er á
hans valdi. En áður en hún fer, græt-
ur hún ofurlítiÖ yfir honum og treður
fiðurpoka upp í rúðugatið, svo að hon-
um verði ekki kalt.
Halldór Stefánsson.