Helgafell - 01.06.1942, Page 86

Helgafell - 01.06.1942, Page 86
216 HELGAFELL líklega er þetta listamannseðli engum hættulegra en þeim, sem vill vera mik- ill listamaÖur. Nú sest ég, þessa vornótt, andspæn- is manni, sem einum 10 árum áður hafði farið út í heiminn með léttan mal, umkomulaus og menntunarlít- ill. Hann hafði tekið að rita á erlenda tungu, og var nú þegar, tæplega þrí- tugur að aldri, kominn í tölu víðlesn- ustu höfunda á Norðurlöndum. Hann fór að segja okkur Ingólfi frá vinnubrögðum sínum, og þá rann upp fjnir mér Ijósið. Þessi listamaður virt- ist alveg hafa sloppið við , .listamanns- eðlið'*. Hann beið þess ekki, að ,,and- inn kæmi yfir hann“. Hann knúði á, þar til upp var lokið. Hann reis úr rekkju hvern dag fyrir allar aldir, sett- ist að skrifborðinu og einbeitti hugan- um að viðfangsefninu. Stundum var allt strikað út jafnharðan, klukkustund eftir klukkustund. En aldrei var hald- ið undan, alltaf sótt á brattann. Og nú var svo komið, að enginn menntaður maður á Norðurlöndum taldi sér sam- boðið að vera ókunnugur íslendinga- sögum þessa manns. Síðan þessa vornótt á Vopnafirði fyrir nálega aldarfjórðungi, hefur mér alltaí skilizt, að ekkert sem lifir, fæð- ist með öllu þrautalaust. — Gunnar Gunnarsson hefði aldrei komizt í þann sess, er hann skipar nú, ef hann hefði ekki átt viljafestu og þrautseigju um- fram flesta menn. Ég ímynda mér, að hann hafi framan af rithöfundarævi sinni lagt að sér, ekki síður en kapp- samur einyrki um hábjargræðistímann. Og ,,bjargræðistími“ hans var 365 dagar á ári! Það þarf meira en gáfur til að vera listamaður. Það þarf líka hæfileikann til að hagnýta gáfurnar. Gunnar Gunn- arsson á hvorttveggja, gáfurnar og hæíileikann. Hann hefur unnið fræg- ari sigur en nokkur samtíðarmaður hans hérlendur. Hann hefur hlotið við- urkenningu og aðdáun bókmennta- manna um allan heim. Mikið höfum við fslendingar barm- að okkur yfir einangruninni. Mikið höfum við borið okkur illa yfir því, hvað fáir þekktu til okkar. Mikið höf- um við hrósað hverjum þeim, sem borið hefur hróður lands og þjóðar út um heiminn. Höfum við þakkað svo sem skyldi þeim, sem gert hefur þetta mest og bezt allra nútímamanna ? Gunnar Gunnarsson er kyrrlátur maður, alvörugefinn og yfirlætislaus. Málskrafsmaður enginn, lágmæltur og nokkuð fastmæltur. Hann er meðal- maður á hæð, en leynir á sér, því hann er afar þrekinn og sterklega vaxinn. Hann er rauðbirkinn, fullur að vöng- um, ennið hátt og kollvik mikil, munnurinn festulegur og hökusvipur- inn einbeittur, augnbragðið ofurlítið þunglyndislegt, en tillitið óhvikult og greindarlegt. En undir þessum rólega ytra hjúpi leynist mikil viðkvæmni, mikill þótti, heitt og ríkt skap. ,,Hægt sló hans negg, en tók undir frá grunni“, segir Einar Benediktsson um Egil. Þessi lýs- ing á við um Gunnar. Og rithöfund- urinn Gunnar Gunnarsson er í engu ó- líkur manninum, yfirlætislaus, traust- ur og sannur — eins og maðurinn sjálfur. Gunnar Gunnarsson fann köllun sína þegar í barnæsku. Hann ætlaði að verða skáld. Áður en hann fór utan höfðu birzt eftir hann tvö Ijóðakver, ,,Vorljóð“ og ,,Móðurminning“. — Hann var ekki nema 17 ára, þegar þessar frumsmíðar komu út. Síðan tek-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.