Helgafell - 01.06.1942, Síða 86
216
HELGAFELL
líklega er þetta listamannseðli engum
hættulegra en þeim, sem vill vera mik-
ill listamaÖur.
Nú sest ég, þessa vornótt, andspæn-
is manni, sem einum 10 árum áður
hafði farið út í heiminn með léttan
mal, umkomulaus og menntunarlít-
ill. Hann hafði tekið að rita á erlenda
tungu, og var nú þegar, tæplega þrí-
tugur að aldri, kominn í tölu víðlesn-
ustu höfunda á Norðurlöndum.
Hann fór að segja okkur Ingólfi frá
vinnubrögðum sínum, og þá rann upp
fjnir mér Ijósið. Þessi listamaður virt-
ist alveg hafa sloppið við , .listamanns-
eðlið'*. Hann beið þess ekki, að ,,and-
inn kæmi yfir hann“. Hann knúði á,
þar til upp var lokið. Hann reis úr
rekkju hvern dag fyrir allar aldir, sett-
ist að skrifborðinu og einbeitti hugan-
um að viðfangsefninu. Stundum var
allt strikað út jafnharðan, klukkustund
eftir klukkustund. En aldrei var hald-
ið undan, alltaf sótt á brattann. Og nú
var svo komið, að enginn menntaður
maður á Norðurlöndum taldi sér sam-
boðið að vera ókunnugur íslendinga-
sögum þessa manns.
Síðan þessa vornótt á Vopnafirði
fyrir nálega aldarfjórðungi, hefur mér
alltaí skilizt, að ekkert sem lifir, fæð-
ist með öllu þrautalaust. — Gunnar
Gunnarsson hefði aldrei komizt í þann
sess, er hann skipar nú, ef hann hefði
ekki átt viljafestu og þrautseigju um-
fram flesta menn. Ég ímynda mér, að
hann hafi framan af rithöfundarævi
sinni lagt að sér, ekki síður en kapp-
samur einyrki um hábjargræðistímann.
Og ,,bjargræðistími“ hans var 365
dagar á ári!
Það þarf meira en gáfur til að vera
listamaður. Það þarf líka hæfileikann
til að hagnýta gáfurnar. Gunnar Gunn-
arsson á hvorttveggja, gáfurnar og
hæíileikann. Hann hefur unnið fræg-
ari sigur en nokkur samtíðarmaður
hans hérlendur. Hann hefur hlotið við-
urkenningu og aðdáun bókmennta-
manna um allan heim.
Mikið höfum við fslendingar barm-
að okkur yfir einangruninni. Mikið
höfum við borið okkur illa yfir því,
hvað fáir þekktu til okkar. Mikið höf-
um við hrósað hverjum þeim, sem
borið hefur hróður lands og þjóðar út
um heiminn. Höfum við þakkað svo
sem skyldi þeim, sem gert hefur þetta
mest og bezt allra nútímamanna ?
Gunnar Gunnarsson er kyrrlátur
maður, alvörugefinn og yfirlætislaus.
Málskrafsmaður enginn, lágmæltur og
nokkuð fastmæltur. Hann er meðal-
maður á hæð, en leynir á sér, því hann
er afar þrekinn og sterklega vaxinn.
Hann er rauðbirkinn, fullur að vöng-
um, ennið hátt og kollvik mikil,
munnurinn festulegur og hökusvipur-
inn einbeittur, augnbragðið ofurlítið
þunglyndislegt, en tillitið óhvikult og
greindarlegt.
En undir þessum rólega ytra hjúpi
leynist mikil viðkvæmni, mikill þótti,
heitt og ríkt skap. ,,Hægt sló hans
negg, en tók undir frá grunni“, segir
Einar Benediktsson um Egil. Þessi lýs-
ing á við um Gunnar. Og rithöfund-
urinn Gunnar Gunnarsson er í engu ó-
líkur manninum, yfirlætislaus, traust-
ur og sannur — eins og maðurinn
sjálfur.
Gunnar Gunnarsson fann köllun sína
þegar í barnæsku. Hann ætlaði að
verða skáld. Áður en hann fór utan
höfðu birzt eftir hann tvö Ijóðakver,
,,Vorljóð“ og ,,Móðurminning“. —
Hann var ekki nema 17 ára, þegar
þessar frumsmíðar komu út. Síðan tek-