Helgafell - 01.06.1942, Page 88

Helgafell - 01.06.1942, Page 88
BRÉF FRÁ LESENDUM Helgafell tekur þakksamlega til birtingar bréf frá lesendum sínum, um öll þau efni, sem bafa almennt gildi, og ætla má, að lesendur þess láti sig varða. Þó má ekki gera ráð fyrir, að tímaritið sjái sér fært að birta önnur bréf en þau, sem rituð eru undir fullu nafni, og eins er þess vænzt, að þau fari ekki að jafnaði fram úr 300 orðum. Nýjar „galdraofsóknir“ Eftirfarandi klausa stóð í einu víðlesnasta dag- blaði höfuðstaðarins hinn 22. júlí, í forystu- grein, sem ber fyrirsögnina: Utvarp og gagn- rýni: „Fyrir viku gat annar maður þess, — og raunar hefur það oft verið gert og af ýmsum upp á síðkastið, — að stjórnarbyltingin í Frakklandi hefði verið „kommúnistisk", þ. e. a. s. miðað að því sama og skapað sama ástand og sú stjórnmálastefna vill vera láta. Allir, sem nokkra nasasjón hafa af sögu, vita að þetta er bláber vitleysa, og þarf ekki ann- að, en bera ástandið f Frakklandi eftir stjórn- arbyltinguna og skipun málanna þar, saman við ástand og skipun mála í ráðstjórnarríkjun- um, allt frá því er keisaradaeminu var drekkt þar í blóði". Þessi ummaeli geta ekki átt við annað en erindi það, sem ég flutti í útvarpið hinn 14. júlí og fjallaði um þjóðhátíð Frakka. En mér er hrein ráðgáta, hvernig það gat gefið ritstjóra blaðsins tilefni til þessara ummæla, þar sem ég nefndi hvergi kommúnisma á nafn í erindinu, hvað þá meir. Ég gat þess hvergi, „að stjórn- arbyltingin í Frakklandi hefði verið „kommún- istisk”, þ. e. a. s. miðað að því sama og skapað sama ástand og sú stjórnmálastefna vill vera láta’’. Ég þurfti ekki á því að halda í erindi mínu, að kveða upp dóm um það, hvort franska stjórnarbyltingin hafi verið „kommúnistisk" eða ekki. Við nána athugun á erindinu tel ég óhugsan- legt, að annað hafi getað gefið tilefni til þessa misskilnings en eftirfarandi setningar: „Hugsjónir hinna beztu frönsku stjórnarbylt- ingarmanna voru furðulega langt á undan tím- anum. Flestar umbótastefnur, sem síðan hafa fram komið, þar á meðal sósíalisminn, eiga upptök sín í frönsku stjórnarbyltingunni”. Að sjálfsögðu má deila um réttmæti þessara staðhæfinga, en hitt finnst mér furðulegt, að nokkur maður skuli geta skilið þessi orð á þann veg, að ég haldi því þar fram, að franska stjórn- arbyltingin hafi verið „kommúnistisk”. Svona les fjandinn biblíuna, datt mér fyrst í hug, en sá síðar, að samlíkingin var ekki alls kostar rétt, því að við eftirgrennslun kom fram, að ritstjórinn, sem samdi greinina, hafði ekki hlýtt á erindið sjálfur, heldur farið eftir sögu- sögn annars manns. Það er auðvitað fráleitt, að ritstjóri að víð- lesnu stjórnmálablaði skrifi í forystugrein gagn- rýni um útvarpserindi, sem hann hefur ekki heyrt, og eigni mönnum skoðanir, sem þeir hafa ekki látið í ljós. Blað þetta hefur fyrr brennt sig á sama eldi, þegar það flutti fyrir nokkr- ur árum „gagnrýni” um útvarpserindi áður en það var flutt. Nú „gagnrýnir" ritstjórinn af myndugleik og vandlætingu erindi, sem reyndar var flutt, en hann hafði hvorki heyrt né séð. En ég ætla ekki að dvelja við þessa hlægi- legu og álappalegu hlið málsins. Svo fráleit sem þvílík vinnubrögð eru, finnst mér annað enn athugaverðara liggja bak við þennan misskiln- ing ritstjórans. Skýtur þar ekki upp höfðinu sams konar múgmóðursýki og átti sér stað á galdrabrennuöldinni? Þá var „galdramaðurinn” óalandi og óferjandi; nú er það „kommúnist- inn", sem settur er „utangarðs" í þjóðfélag- inu. Þótt aldir hafi liðið, er aðferðin og vinnu- brögðin enn hin sömu. Galdraofsækjendurnir bentu á menn af handahófi og sögðu: „Þú ert galdramaður", og tjóaði sakborningnum sjaldn- ast að reyna að hrinda af sér galdaorðrómnum. Nú hrópa hliðstæðir ofstækismenn: „Þú ert kommúnisti”, þótt ekki sé hægt með gildum rökum að standa hann að kommúniskum skoð- unum eða starfsemi. Þessir ofstækismenn „stimpla menn kommúnista" eftir geðþótta sín- um, gera þeim upp skoðanir, sem þeir hafa aldrei látið í ljós, í því skyni að niðra þeim og gera þá tortryggilega. Ofstæki þessara múg- móðursjúku manna er svo mikið, að þeir hafa glatað heilbrigðri dómgreind og skilningi og lagt niður skynsamleg vinnubrögð, og sýnist þeim því flest það kommúnismi, sem fellur ekki við skoðanir sjálfra þeirra.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.