Helgafell - 01.06.1942, Side 91

Helgafell - 01.06.1942, Side 91
LÉTTARA HJAL 221 hinn ágæta málara, Finn Jónsson, ásamt grein um hann, þó tímaritinu sé það fullkomlega ljóst, að hann hafi enga aðra afstöðu tekið í listamannadeilunni heldur en Ríkharður Jónsson. — Mér er einnig mikil ánægja að geta þess, að Helgafell hefur á sama hátt gert ráðstafanir til þess að kynna seinna á þessu ári, fyrir lesendum sínum, annan af okkar ágætustu listamönnúm, Gunnlaug Blön- dal, engu að síður fyrir það, þó vitað sé, að hann hafi líka kosið sér að standa utan við áðurnefnda deilu, sem Helgafell ber annars hina mestu virðingu fyrir. En því tek ég þetta fram, að ég vxnti þess, að öllum, sem að þessu riti standa, finnist það jafn fjarri öllu lagi, að meta verk þeirra ágætu lista- manna, sem nú hafa verið nefndir, eftir svo persónulegri afstöðu í viðkvæmu máli, eins og það yrði að teljast óskynsamlegt, ef ein- hverjum dytti í huga að afneita list van Goghs fyrir það eitt, að honum varð það á að skera af sér annað eyrað í brjálsemiskasti, sem raunar var afleiðing af gömlum og þung- bærum sjúkdómi. Og HEILSULEYSI OG þó suma íslenzka lista- LISTAGAGNRÝNI menn hendi eitthvað sambærilegt við það að skera af sér eyrun, ættu allir að geta orðið sammála um að óska þess, að íslenzk lista- gagnrýni komizt aldrei framar á það stig, að hún meti verk listamannanna eftir slíku. Að öðru leyti vil ég alveg sérstaklega beina þeim tilmælum til ritstjóra Dags á Ak- ureyri, sem ég þekki raunar ekki persónu- lega, en þykist þó vita að sé maður gáfaður og gegn, að hann geri sér ekki leik að því að láta undan (ímynduðum?) flokkskröfum um ósæmilegri rithátt en hann á sjálfur skil- ið að vera þekktur fyrir. Og ritstjóra beggja þeirra blaða, sem ég hef neyðzt til að gera hér að Iítilsháttar umræðuefni, vil ég upp- lýsa um það, og vona um leið, að þeir taki sér það ekki mjög nærri, að mér er persónu- lega kunnugt um það, að til eru þeir meðal forystumanna í Framsóknarflokknum, sem kjósa, engu síður en beztu menn annarra flokka, að heyja baráttu sína af fullum dreng- skap. Þegar þetta er ritað, eru Alþingiskosning- ar fyrir nokkru um garð gengnar og hefur þingið verið kallað saman innan fárra daga. Þó slíkar kosningar séu, af ALÞINGIS- eðlilegum ástæðum, mörg- KOSNINGAR um manni áhyggjuefni, eru þeir þó fleiri, sem hlakka til þeirra og finnst þær vera góð og ódýr skemmtun, og fæstir munu þeir vera, sem ekki treysta sér til að leggja eitthvað skyn- samlegt til þeirra mála, sem kosningarnar snúast um. En einmitt þetta er eitt höfuð- einkenni lýðræðisins og meginkostur, að það leyfir mönnum að láta skoðanir sínar í Ijósi, og mörgum þeim manni, sem gjarnastir eru á að halda fram göllum lýðræðisins, myndi þykja sér verða nokkuð þröngt fyrir dyrum og telja sig illa haldna, ef réttindin til að „brúka munn“, í tíma og ótíma, yrðu frá þeim tekin. — Síðustu Alþingiskosningar voru annars að ýmsu lærdómsríkar, þó ekki verði sagt, að margar niðurstöður þeirra hefðu kom- ið mönnum á óvart. Um Sjálfstœðisflokkinn er það að segja, að hann mun í engu veru- legu hafa brugðizt vonum kjósendanna, hvorki stuðningsmanna sinna né andstæð- inga. Öðru máli gegnir um AlþýSuflokkinn, og er raunar engu líkara, en að hann hafi fengið „snert af bráðkveddu", eins og Jón á Brúsastöðum kvað einu sinni hafa verið hald- inn af. Telst fróðum mönnum svo til, að flokkurinn hafi tapað sem svarar tíu atkvæð- um á dag, síðan bæjarstjórnarkosningar fóru fram, og verði hann með sama áframhaldi búinn að áliðnum einmánuði næsta vetur. Ýmislegt þykir benda til þcss, að ófarnaður Alþýðuflokksins megi teljast félaga Stalin til tekna, en eins og kunnugt er hefur hann og Alþýðublaðið verið mjög á öndverðum meið í þessari styrjöld. Er þess skemmst að minn- ast, að þegar nefndur Stalin var að berjast við að rétta hlut sinn og ná aftur því landi,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.