Helgafell - 01.06.1942, Síða 101

Helgafell - 01.06.1942, Síða 101
BÓKMENNTIR 231 skáld“. Sá, sem skrifar fyrir börn af alúð og skilningi, verður að geta lifað og hrærzt í hug- arheimi þeirra, en líklega er sú leikfimi ekki á færi annarra en þjálfaðra og þroskaðra rithöf- unda, að sveifla sér fram og aftur á milli tveggja fjarskyldra heima, sjálfum sér og þeim báðum að meinalausu. Höfundarefnum er áreiðanlega ekki holt að ,,taka niður fyrir sig“ um efnisval, eins og ungum skáldum finnst eðlilega, að þau geri með samningu barnabóka. Stórlæti í vali yrkis- efna er ungum höfundum gott og eðlilegt, hversu mjög sem þeir kunna að reisa sér hurð- arás um öxl í fyrstu, en sú tilhneiging fær varla byr undir vængi í heimi barnabókmennt- anna nú á tímum. Ég á þó ekki við, að Stefáni bráðliggi á að afkasta ,,stórri“ skáldsögu. Það ætti hann ekki að gera, fyrr en hann hefur skil- að nýju smásagnasafni, þar sem honum hefur notast drjúgum betur en til þessa, að hæfi- leikum sínum. Sigurður Helgason er tvímælalaust þroskað- astur þeirra fjögurra sagnaskálda, sem hér get- ur, enda enginn nýliði í grein sinni lengur. Kið hin gullnu þil er bezta bók hans, eins og vera ber. Þessi stutta, ljóðræna skáldsaga um hin ..gullnu þil“ hamingjunnar, sem hinn lauslyndi drykkjumaður Einar-Páll og ástmær hans eygja hvort í sínum draumi, hann á valdi haldlausra sjálfsblekkinga, en hún í leiðslu ungrar, sterkr- ar ástar, afla, sem skapa hvoru um sig örlög í samræmi við eðlisgerð þeirra — henni voveif- legan dauða, en honum logið líf, er að mínum dómi heilsteypt verk og hlutfallarétt, unnið af gerhygli og vandvirkni. En Sigurður sneiðir hér sem endranær svo rækilega hjá þeim hvim- leiða annmarka lítt þroskaðra höfunda að trana sér og sjónarmiðum sínum fram á milli sögu og lesanda, að hlédrægni hans og hlut- leysi verða að ofdyggðum, sem vekja einatt grun, að líkindum rangan, um vöntun skaps- muna hjá höfundinum. Og þar sem þessi sjálfs- afneitun nær engu síður til stílbragðs og orð- færis en efnismeðferðar í þrengri merkingu, er það ekki að ástæðulausu, að mörgum þykja sögur Sigurðar ópersónulegar, svipjitlar og jafn- vel tilþrifalausar. Þetta hefur, eins og þegar er sagt, við nokkur rök að styðjast. Sigurður gerir óvanalega lítið að því að hjálpa lesendum sín- um til að hrífast, og stíll hans skiptir ógjarna um straumlag eftir staðháttum sögunnar, ef svo mætti að orði kveða. En þótt undarlegt niegi virðast, er það einkum þessi kliðjafni og tilbrigðalitli stílbragur hans, sem ljær þessari sögu ljóðrænan blæ, er hæfir efni hennar. Hér að framan hefur ekki verið vikið að mál- fari á sögubókum skáldanna fjögurra, enda þótt ástæða hefði verið til að minnast á nokkrar veil- ur af því tagi, og þá einkum hjá Ragnheiði og Hans klaufa. En þar sem í ráði er, að kunn- áttumaður taki að sér að gagnrýna nýjar bæk- ur, frá málvöndunarsjónarmiði sérstaklega, fyr- ir Helgafell, verður ekki farið út í þá sálma að þessu sinni. Hins vegar vil ég ekki láta undir höfuð leggj- ast að tjá ánægju mína yfir stœrðinni á skáld- sögum þeirra Ragnheiðar og Sigurðar, á þess- ari öld hraðans, þegar fæst skáld, þótt fremri séu, hafa tóm til að skrifa skemmri sögur en tveggja, þriggja binda. En á því fyrirbrigði er ekki önnur skýring sennilegri en aukinn hraði og tímaskortur. Merkur erlendur málfærslu- maður komst eitt sinn að orði á þessa leið í upphafi ræðu sinnar fyrir rétti, og virðist engin ástæða til að rengja hann: ,,Ég bið réttinn ajsö\unar á þvi, að ég k.ann að verða langorður að þessu sinni, þar sem ég hej haft mjog nauman tíma til undirbún- ingst‘. M. A. Fræg Sovétbók frá tveim sjónarmiðum Hewlett Johnson: UNDIR RÁÐ- STJÓRN. Kristinn A ndrcsson íslenzk- aði. Útgefandi: Mál og menning. I. Lítill fróðleikur er til á íslenzku um Ráð- stjórnarríkin og sósíalismann. Ég varð þess vegna feginn, er ég heyrði, að Mál og menn- ing hefði í hyggju að gefa út þýdda bók um Ráðstjórnarríkin. Um sósíalismann í Rússlandi er til ógrynni erlendra bóka, sem skrifaðar eru af miklum skilningi á hagrænum viðfangsefn- um og víðtækri þekkingu á þeim stórkostlegu framförum, sem átt hafa sér stað í Rússlandi. síðan búskaparhættir sósíalismans voru teknir þar upp. Ég taldi víst, að fyrir valinu yrði eitthvert slíkt rit, en ég varð fyrir vonbrigðum, er ég las bók þá, sem út var gefin, Undir ráð- stjórn, eftir Hewlett Johnson, dómprófast í Kantaraborg. Bókin er að vísu rituð af ríkri samúð í garð Ráðstjórnarríkjanna og ber höf- undinum vitni sem einlægum umbótamanni og góðum og sannkristnum manni. Höfundurinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.