Helgafell - 01.06.1942, Síða 102
232
HELGAFELL
er vafalaust vel að sér í þeim greinum, sem
hann hefur lagt stund á, verkfræði og guðfræði,
og kemur menntun hans í síðari greininni skýrt
fram í bókinni og mótar hana að verulegu leyti.
Hann skortir hins vegar tilfinnanlega skilning
á hagfræðilegum viðfangsefnum, en án hag-
fræðiþekkingar verður ekki ritað um þjóðfélags-
mál, svo vel sé. Þetta virðist Sigurði Nordal pró-
fessor hafa sézt yfir, er hann ritaði formála
sinn fyrir bókinni og mælir með henni. Hann
segist ekki efast um, að höfundurinn segi satt,
telur, að Bretar séu ekki ,,lygin þjóð“, og
kveður bókina hafa verið gjörla athugaða. Síð-
an segir hann: ,,Það kann að vera, að dóm-
prófasturinn í Kantaraborg geti leyft sér ó-
sannanlegar tilgátur um annan heim. En hann
gæti ekki leyft sér fölsun jarðneskra staðreynda
án þess að fljótlega yrði flett ofan af henni —
og flett af honum prófastsskrúðanum um leið.
í þeim efnum eru Bretar kröfuharðir til manna,
þótt í lægri trúnaðarstöðum séu. Mikið af vin-
sældum bókarinnar mun hún eiga þessu trausti
á höfundinum að þakka". Lesandanum virðist
ætlað að álykta, að haldi prófasturinn enn
hempunni, hljóti allt, sem hann segir í bók-
inni um veraldleg efni, að vera satt og rétt.
Minnir þetta á vísuorðin alkunnu:
„Annar eins maður og Oliver Lodge
fer ekki með neina lygi"!
í bókinni eru samt víða rangar staðhæfing-
ar, sem bera vott um fáfræði um hagfræðileg
efni. Sem dæmi má nefna eftirfarandi setning-
ar (bls. 152—153): „Það hefur engin sjáan-
leg áhrif á vöruverð eða starfsmannalaun, hvort
mikið eða lítið safnast fyrir af gjaldeyri í Ráð-
stjórnarríkjunum. Köruoerðið er fast,*) alveg
eins og verð á gasi eða vatni í bæjum í Eng-
landi, og geiur ckki breytzt eftir upphœb þess
gjaldeyris, sem er í umferS."*) Þessi ummæli
bera með sér, að höfundurinn þekkir ekki eða
skilur ekki eitt hið elzta lögmál hagfræðivís-
indanna, ,,kvantitets“-lögmálið, sem fjallar, í
sem fæstum orðum sagt, um það, að verðlagið
ákvarðist af hlutfallinu milli vörumagnsins og
peningamagnsins í umferð, þegar jafnframt sé
tekið tillit til umferðahraða peninganna. Sé
verðmyndun ekki frjáls, en þó ekki um að ræða
algera skömmtun, og ákveði hið opinbera hærra
eða Iægra verð á vöru en svarar til markaðsað-
stæðna, svo sem framjeidds magns vörunn-
ar og eftirspurnar neytendanna, verður hún ann-
að hvort óseljanleg eða skortur verður á henni.
*) Leturbreyting mín. G. Þ. G.
Um sumt af því, sem á verður að deila í
bókinni, virðist þó fremur mega kenna óvand-
virkni í framsetningu en fáfræði, svo sem þeg-
ar höfundur ber saman kjör verkamanna í Ráð-
stjórnarríkjunum nú og á tfmum keisarastjórn-
arinnar (bls. 98) og segir frá breytingum á
launum í peningum, en getur ekkert um breyt-
ingar á verðlagi á sama tíma. Slíkur samanburð-
ur, rétt gerður, er raunverulega mjög glæsi-
legur fyrir Ráðstjórnarríkin, og mér finnst ó-
þarfi að gefa óvinum þeirra kærkomið tæki-
færi til þess að henda gaman að „einíeldni
Rússlandsvinanna", eins og ég hef heyrt gert
út af samanburðinum í bókinni. Nú á tímum
vita flestir, að ekki verður dæmt um breyting-
ar á kjörum eftir breytingum á peningalaunum,
nema jafnframt sé tekið tillit til verðlagsins.
Mér hefur þó verið sagt, að frambjóðandi til
Alþingis við síðustu kosningar hafi sagt á fundi,
þar sem rætt var um gengismálið, að „króna
sé alltaf króna, hvert sem gengið er“, svo að
einhverjum hér á landi finnst samanburður
dómprófastsins líklega réttur.
Þá er í bókinni allmikið um mjög barnaleg-
ar staðhæfingar. Sem dæmi þess má nefna eft-
irfarandi (bls. 181—182) : „Það er óþarfi að
taka fram, að líkamlegar refsingar þekkjast
ekki : skólum Ráðstjórnarríkjanna, né á heim-
ilunum,*) því að ólöglegt er að refsa börnum
með líkamshirtingu“. Ætli það sé ekki erfitt
fyrir ferðamann að ganga úr skugga um, hvort
krakki sé aldrei flengdur í ríki, sem hefur 180
milljónir íbúa? Slík fullyrðing sem þessi, að
líkamshirtingar þekkist ekki, af því að þær séu
bannaðar með lögum, er hins vegar ef til vill
einfeldnislegri en svo, að hún verði talin „föls-
un jaröneskra staðreynda". En víst er um það,
að málstað Ráðstjórnarríkjanna er ekkert gagn
gert með slíkum málflutningi, heldur þvert á
móti. Mætti tilfæra fjölmörg ummæli, áþekk
þessum. Hér skal þó til viðbótar aðeins getið
fáeinna, sem valin eru af handahófi. í upphafi
kaflans, Af neistanum kviknar bálið (bls. 288),
er rætt um nýskipun Ráðstjórnarríkjanna og
segir þar: ,,Enn*) koma fyrir svik, öfundsýkt
og smávegis óráðvendni, sem raskar jafnvægi
þjóðlífsins, og sumt*) af því ljóta er fjarrt því
að vera horfið". Á bls. 171 segir: „Ráðstjórn-
aráætlunin kippir grundvelli undan lyginni" og
á bls. 170: „Áætlunin gerir óþarfa lygi, svik
og undanbrögð við vinnu".
Gildi slíkrar bókar sem þeirrar, sem hér er
*) Leturbreyting mín. G. Þ. G.