Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Qupperneq 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.1. 2014 Í vikunni ritaði fjárfestir og stjórnarmaður íVÍS og Högum grein þar sem hann lýstiánægju sinni með kynjakvóta í stjórnum fyr- irtækja. Taldi hann æskilegt að kynjakvótar fengju að standa óhaggaðir en ráðherra hafði ýj- að að endurskoðun laganna. Greinin vakti mikla lukku, a.m.k. í netheimum, og heyrði ég því fleygt að almenn sátt væri bara í atvinnulífinu um kynjakvótann. Það er kannski eins og að varpa sér fyrir ljónin að gera athugasemdir við málflutning hins réttsýna fjárfestis. Ég þekki það hins vegar úr störfum mínum að það er eng- in almenn sátt í atvinnulífinu um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja. Sumir eru kampakátir en aðrir ekki þótt þeir láti það yfir sig ganga. Ég tek undir fullyrðingu fjárfestisins um að það hefur verið fullt af óhæfum körlum í stjórn- um íslenskra fyrirtækja. Um það vitna til dæmis fjölmargir Hæstaréttardómar. Það líka rétt að kynjakvótinn leiðir ekkert sérstaklega til þess að óhæfar konur veljist í stjórnir. En hann er heldur ekki til þess fallinn að hæfar konur velj- ist til starfans. Ekki frekar en almenn ákvæði í lögum um stjórnir félaga tryggi að í þær setjist hæfir einstaklingar. Spurningin um hæfi er al- gerlega óviðkomandi umræðu um kynjakvóta. Það sem skiptir máli er að eigendur fyrirtækja stjórni þeim eins og þeir sjálfir kjósa. Ef þeir vilja skipa í stjórn fulla frændann, félaga úr boltanum, gamla skólasystur „for old time sake“, nú eða sig sjálfa jafnvel þótt þeir hafi aldrei hugsað heila hugsun til enda þá verður að unna þeim þess. Þeir standa og falla með þeirri ákvörðun. Hæfi verður ekki tryggt með kynja- kvóta. Í grein fjárfestisins segir: Árið 2009 var hlut- fall [kvenna] tíu prósent. Var eingöngu valið í stjórnir árið 2009 á forsendum hæfis? Líkurnar á því eru vitaskuld mjög nálægt núlli. Stór hluti þessara stjórnarmanna varð fyrir valinu í krafti kynferðis síns. Í stjórn VÍS og Haga er aðeins háskóla- menntað fólk, 35-50 ára. Háskólamenntað fólk á þessum aldri er um 5% þjóðarinnar. Er líklegt að hæfustu stjórnarmennirnir í landinu séu allir úr þessu þrönga mengi? Varla. Hvað hafa Hagar og VÍS á móti iðnaðarmönnum sem eiga enga fulltrúa í stjórnunum? Er enginn verslunar- maður með næga þekkingu á verslun til að setj- ast í stjórn Haga? Hverjar eru líkurnar á því? Litlar. Og starfsfólkið, sem heldur þessum fyr- irtækjum á floti og hefur mikla hagsmuni af því að reksturinn gangi vel. Á það ekki að eiga full- trúa í stjórn? Hávær krafa var um slíkt fyrir um áratug, áður en krafan um kynjakvóta komst í tísku. Það versta við tískuna er að hún fer í hringi. Það er hins vegar ekki til ein uppskrift að vel heppnaðri stjórn. Vinsældakosning í stjórnir fyrirtækja * Það er þægilegt fyrir at-vinnufjárfesti að setjastsjálfur í stjórn en láta lífeyr- issjóðum og öðrum hluthöfum eftir að fylla kynjakvótana. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Sigríður Ásthildur Andersen sigga@sigridurandersen.is Björk Vilhelmsdóttir borg- arfulltrúi fór 12 daga á Heilsustofn- un NLFÍ í Hveragerði og var gríð- arlega ánægð með þá dvöl. „Árangurinn er svo stórkostlegur að eg hef ákveðið að fresta liðskipta- aðgerð á hné 21. janúar og þess í stað stunda sjúkraþjálfun og æfingar í vatni samhliða borgarpólitík og kosningabaráttu. Fer nú heim en kem aftur hingað 17. febrúar í meiri styrkingu í stað endurhæfingar eftir liðskipti. Húrra fyrir frábæru starf HNLFÍ.“ Einar Örn Jónsson stendur í ströngu þar sem hann lýsir leikjum Íslands á RÚV. Einar er virkur á Twitter og spurði fyrir leikinn gegn Ung- verjum: „Jæja, nú vil ég fá spá fyrir leikinn á eftir. Ekkert múður og ekkert rugl.“ Hann fylgdi þessu eftir með: „Ég spái öðru hvoru liðinu sigri, til vara segi ég jafntefli. #Nost- radamusStrikesAgain.“ Guðjón Guðmundsson er einnig staddur á EM í Danmörku þar sem hann stendur vaktina fyrir Bylgjuna. Guðjón kann sitthvað fyr- ir sér í handboltanum og sagði á Twitter: „Menn leika sér í fótbolta. Svo er hitað upp.“ Samstarfsmaður hans, Hörður Magnússon, spyr á móti: „En ætti það ekki að vera öf- ugt?“ Guðjón svaraði um hæl: „Jú minn kæri. En það eru svo margir Liverpoolmenn í landsliðinu. Þeir elska fótbolta.“ Atli Fannar Bjarkason, að- stoðarmaður Guð- mundar Steingrímssonar, formanns Bjartrar framtíðar, tísti: „11. janúar sagði ég að 2014 yrði árið sem allir byrjuðu á Twitter. 12. janúar hóf @stefanhilmars að tísta á ný,“ og beindi orðum sínum til söngvarans, sem svaraði um hæl: „Lífið er til- viljun. Það var þó að áeggjan @gisli- marteinn að ég endurræsti Twitter, sem ég hafði ekki notað lengi.“ AF NETINU Asphalt 8: Airborne er stórleikur sem nýverið kom út fyrir snjallsíma og spjaldtölvur og hef- ur leikurinn farið sigurför um heiminn síðan hann kom út. Ísland er viðkomustaður leiksins og er ein brautin tileinkuð Íslandi. Einnig er hægt að keyra í Bandaríkjunum, Ítalíu og Frakklandi Milljónir notenda munu keyra um Ísland. Skjáskot Íslensk hraðbraut auk fleiri landa. Í leiknum má sjá ýkta mynd af Kirkjufelli við Grundarfjörð og leiðina framhjá Vatnajökli þar sem jökullinn skríður fram. Þá má einnig sjá íslensk sveitabæjarskilti. Metacritic gefur leiknum 91 af 100 mögu- legum í einkunn og GameRankings gefur leiknum 92% af 100%. Umhverfið í íslensku brautinni minnir ekki mik- ið á Ísland. Þó má sjá glitta í nokkur kennileiti. Metsöluhöfundurinn og hárgreiðslukonan Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack, sem gerði garðinn frægan með bókunum sín- um Hár annars vegar og Lokkar hins vegar, ætlar að stíga úr rituðu máli og gerast stofugestur hjá landsmönnum. 365 hefur tryggt sér krafta Theodóru þar sem hún mun kenna sjónvarpsáhorf- endum réttu handtökin í hárhirðu og hárgreiðslu. Theodóra kom sem stormsveipur inn á bókamarkaðinn hér á landi þegar bókin hennar Hárið var ein af mest seldu bók- unum árið 2012. Undir lok síðasta árs kom svo bókin Lokkar en hún var gerð á aðeins þremur mánuðum. Töluverð spenna er fyrir komu hennar á skjáinn en hárgreiðsluþættir hafa verið vinsælir vestanhafs en lítið hefur verið framleitt af slíkum þáttum hér á landi. Hárgreiðsla á skjánum Theodóra Mjöll Skúla- dóttir Jack. Morgunblaðið/Styrmir Kári Vettvangur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.