Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Side 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.01.2014, Side 64
SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 2014 Árleg umræða um listamannalaun hófst þegar tilkynnt var um út- hlutun þeirra fyrir árið 2014. Margir sem eru virkir í athugasemd- um á netmiðlunum sögðu sína skoðun umbúðalaust og ofbauð nokkrum orðbragðið. Svavar Knútur listamaður svaraði nokkrum og fór yfir það í hvað launin fara. Átti Svavar í vök að verjast gegn netverjum og ákvað í staðinn að bjóða virkum í athugasemdum heim í kaffi. „Ég á kaffivél sem gerir gott togarakaffi. Það hefur ennþá enginn þegið boð mitt en ég veit af einum sem hefur hugsað sér að koma. Annars eru allir velkomnir á heimili mitt í spjall. Ég tek á móti þeim með bros á vör,“ sagði Svavar sem sjálfur er ekki á listamannalaunum. „Mér fannst umræðan alltof neikvæð og fór því að blanda mér í hana. Það sem sagt er á netinu er um alvörufólk sem á fjölskyldur. Fólk verður að gera sér grein fyrir því.“ Morgunblaðið/Rósa Braga LISTAMAÐURINN SVAVAR KNÚTUR Listamannalaun eru 0,083% af íslenskum fjár- lögum. Sitt sýnist hverjum um ágæti þeirra. Morgunblaðið/Árni Sæberg Svavar Knútur vakti at- hygli þegar hann bauð öll- um þeim sem vilja ræða listamannalaun heim í kaffi. Bauð virkum í athuga- semdum í kaffi Skíðakeppni gæludýra í San- menxia í Norður-Kína fór fram í byrjun janúar og vakti töluverða athygli enda kepptu hundar, kett- ir, skjaldbökur og endur, svo fá- einar tegundir keppenda séu tald- ar upp, á skíðum. Gullfiskur, sem skráður var til leiks, fékk ekki keppnisleyfi því skipuleggjendur töldu skálina hans ekki nógu þétta og óttuðust að hún myndi brotna. Skjaldbökur liggja yfirleitt í dvala á þessum tíma árs enda var það svo að skjaldbakan sem keppti kom ekkert út úr sinni skel. Kettirnir öttu kappi við hundana og ótrúlegt en satt fóru þeir yfirleitt í öfuga átt við hundana. Vildu ekki koma nálægt þeim. Þrátt fyrir öflug mótmæli bæði fyrir og eftir keppnina mætti aragrúi af fólki til að horfa á þessa undarlegu keppni. Skjald- bakan varð í þriðja sæti, vann hérann eftir að hafa verið sett á snjóbretti. Önd varð í fyrsta sæti en hún flaug af stað og rústaði öðrum keppendum, enda fljúg- andi. Fjörutíu gæludýraeigendur skráðu dýrin sín í það sem skipu- leggjendur kalla skemmtilega keppni og er stefnt á aðra keppni að ári. FURÐUR VERALDAR Skíðakeppni gæludýra Eins og í bókinni Hérinn og skjaldbakan var það skjaldbakan sem bar sigur úr býtum í einvíginu við hérann og náði öðru sæti á eftir önd sem flaug í mark. AFP ÞRÍFARAR VIKUNNAR Guðjón Davíð Karlsson sem ungur leikari. Vector úr Aulinn ég. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar. 4.990.- á mánuði (12 mán. binditími) eða 49.900.- staðgreitt (gildir til 31.janúar 2014) Allir árskortshafar í Veggsport eru í fríðindaklúbbi hans. Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 veggsport.is TVEIR heppnir ve rða dregnir út og geta boðið m aka/vini með sér í ræktina í HEILT Á R. EINN heppinn ár skortshafi verður dreginn ú t í apríl og fær hann Trek rei ðhjól. Allir sem kaupa árskort í Veggsp ort fara í vinningsp ott ÁRSKORT í Fríðindaklúbburinn veitir þér: • Handklæði eftir ræktina. • Fæðubótapakki frá EAS. • Tveir tímar með einkaþjálfara í fitumælingu, markmiðasetningu og persónulegt æfingarprógram. • Fimm skipta Boost kort.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.