Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Page 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Page 57
2.2. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Esther Gerritsen er ein fremsta skáldkona Hollendinga af yngri kynslóð og hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyr- ir bækur sínar. Nú er komin út eftir hana í íslenskri þýðingu Rögnu Sigurðardóttur skáldsag- an Þorsti. Mæðgurnar Coco og Elisa- beth hittast sjaldan en þegar þær einn góðan veðurdag rek- ast hvor á aðra segir Elisabeth dóttur sinni að hún eigi ekki langt eftir ólifað. Coco finnur til ábyrgðar og ákveður að flytja inn til móður sinnar. Þá reynir vitanlega mjög á sambandið. Bókin hefur fengið afar góða dóma í heimalandi höfundar, en þar kom hún út árið 2012. Mæðgur og dauðinn Morgunengill eftir Árna Þór- arinsson hefur gert það gott í Frakklandi undanfarin misseri og var í keppni um efstu sætin á met- sölulista þar í landi nú fyrir jólin en bókin náði þar efst 6. sæti og situr enn á lista. Síðustu þrjá mánuðina fyrir jól seldist bókin, sem í franskri þýðingu heitir L’ange du Matin, í hátt í 30 þúsund eintökum. Árni gerir sig nú líklegan til þess að fylgja þessari velgengni eftir en nú hefur útgáfurétturinn á nýrri skáld- sögu hans Glæpurinn - Ást- arsaga, sem gefin var út hér á landi fyrir jól, verið seldur til Frakklands, en bókin fékk afar góð- ar viðtökur hér á landi. Verk Árna virðast eiga greiða leið inn í franska þjóðarsál en nýlega var einnig geng- ið frá samningi um útgáfu Árs kattarins sem kemur út í Frakk- landi á þessu ári. Árni Þórarinsson á góðu gengi að fagna í Frakklandi og Glæpurinn er á leið þangað. Morgunblaðið/Golli GLÆPURINN TIL FRAKKLANDS Barnabókin Amma glæpon eftir David Walliams sló rækilega í gegn hjá ungu kyn- slóðinni um síðustu jól. Walli- ams slær ekki bara í gegn hjá almennum lesendum því hann fær ætíð afar góða dóma gagnrýnenda fyrir líf- legar og bráðskemmtilegar bækur sínar. Ungir íslenskir aðdáendur Walliams geta glaðst því von er á annarri bók eftir hann fyrir næstu jól. Sú nefnist í íslenskri þýðingu Rottu- borgarinn. Bókin var valin barnabók ársins í Bretlandi 2012 af samtökum bók- sala og bókaútgefenda. Það er Bóka- félagið sem gefur bókina út og í apríl kemur út hjá sama forlagi, undir merkjum Almenna bókafélagsins, þýðing á verð- launabókinni The Rational Optimist eftir Matt Ridley en höfundurinn kom hingað til lands árið 2012 og flutti fyr- irlestur undir heitinu Hvers vegna ég er bjartsýnn af skynsemisástæðum. ROTTUBORGARI OG BJARTSÝNI Matt Ridley er einn af kunnustu rithöfundum Breta og bækur hans hafa selst í 900 þúsund eintökum. Morgunblaðið/Sigurgeir S. HHhH er stórkostleg bók eftir Laurent Binet. Höfundurinn fékk Goncourt-verðlaunin fyrir þessa frumraun sína sem hefur vakið gríðarlega athygli og hlotið einróma lof. Binet segir sanna sögu á magnaðan hátt og tekur skýra afstöðu. Árið er 1942 í Prag og tveir ungir menn hafa það verkefni að drepa Reinhard Heydrich, hættuleg- asta mann Þriðja ríkisins. Þýð- ing Sigurðar Pálssonar er stór- góð. Stórkostleg bók um sanna atburði Frönsk verð- launabók og saga kvenna NÝJAR OG NÝLEGAR BÆKUR HELSTU TÍÐINDIN Í BÓKAÚTGÁFU ÞESSA DAG- ANA ER ÞÝÐING SIGURÐAR PÁLSSONAR Á HHHH, FRANSKRI VERÐLAUNABÓK SEM HITTIR SANNARLEGA Í MARK. EKKI MISSA AF HENNI. ÞÝÐING Á SKÁLDSÖGU EFTIR HOLLENSKA SKÁLDKONU ER EINNIG NÝ OG ÞROSKASAGA BLAÐAKONU ER SVO NÝLEG BÓK. Tónlistarblaðakonan Caitlin Moran er höfundur bókarinnar Að vera kona. Þar rekur hún eigin þroska- sögu og eldfim baráttumál kvenrétt- indahreyfingarinnar. Hún fjallar meðal annars um strippbúllur, fóstureyðingar, kynlífshegðun og starfsframa. Bókin sló í gegn í heimalandinu Englandi og vakti mik- ið umtal. Anna Margrét Björns- dóttir þýddi bókina. Vandinn að vera kona 5:2 mataræðið með Lukku í Happi er ný bók um sérlega vinsælan matarkúr. Lukka, Unnur Guðrún Pálsdóttir, leiðbeinir lesendum um 5:2 mataræðið, gefur ráð, upplýsingar og uppskriftir. Kúrinn geng- ur út á það að tvo daga vikunnar er hitaeininga- innihaldi fæðunnar haldið í 500-600 kaloríum en aðra daga heldur fólk sig við hefðbundið mat- aræði. Handhæg bók fyrir þá sem hafa áhuga á kúrnum. Bók um vinsælan matarkúr * Það er hægt að lifa á tvennan hátt; ann-ars vegar eins og engin kraftaverk séutil, hins vegar eins og allt sé kraftaverk. Albert Einstein BÓKSALA 23.-29. JANÚAR Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 5:2 MataræðiðUnnur Guðrún Pálsdóttir 2 SandmaðurinnLars Kepler 3 HHhHLaurent Binet 4 Árleysi aldaBjarki Karlsson 5 Mótorhjól í máli og myndumÖrn Sigurðsson 6 Megas textar 1966-2011Magnús Þór Jónsson 7 Vísindabók VillaVilhelm Anton Jónsson 8 Rangstæður í ReykjavíkGunnar Helgason 9 Fiskarnir hafa enga fæturJón Kalman Stefánsson 10 Hvar er Valli ? HollywoodMartin Handford Vasabrotsbækur - skáldverk 1 SandmaðurinnLars Kepler 2 HHhHLaurent Binet 3 ÓlæsinginnJonas Jonasson 4 VeiðihundarnirJørn Lier Horst 5 Maður sem heitir OveFredrik Backman 6 InfernoDan Brown 7 Hún er horfinGillian Flynn 8 Kaffi og ránCatharina Ingelman-Sundberg 9 SnjókarlinnJo Nesbø 10 Gröfin á fjallinuHjørt & Rosenfeldt MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Drjúg eru morgunverkin.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.