Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Qupperneq 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Qupperneq 57
2.2. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Esther Gerritsen er ein fremsta skáldkona Hollendinga af yngri kynslóð og hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyr- ir bækur sínar. Nú er komin út eftir hana í íslenskri þýðingu Rögnu Sigurðardóttur skáldsag- an Þorsti. Mæðgurnar Coco og Elisa- beth hittast sjaldan en þegar þær einn góðan veðurdag rek- ast hvor á aðra segir Elisabeth dóttur sinni að hún eigi ekki langt eftir ólifað. Coco finnur til ábyrgðar og ákveður að flytja inn til móður sinnar. Þá reynir vitanlega mjög á sambandið. Bókin hefur fengið afar góða dóma í heimalandi höfundar, en þar kom hún út árið 2012. Mæðgur og dauðinn Morgunengill eftir Árna Þór- arinsson hefur gert það gott í Frakklandi undanfarin misseri og var í keppni um efstu sætin á met- sölulista þar í landi nú fyrir jólin en bókin náði þar efst 6. sæti og situr enn á lista. Síðustu þrjá mánuðina fyrir jól seldist bókin, sem í franskri þýðingu heitir L’ange du Matin, í hátt í 30 þúsund eintökum. Árni gerir sig nú líklegan til þess að fylgja þessari velgengni eftir en nú hefur útgáfurétturinn á nýrri skáld- sögu hans Glæpurinn - Ást- arsaga, sem gefin var út hér á landi fyrir jól, verið seldur til Frakklands, en bókin fékk afar góð- ar viðtökur hér á landi. Verk Árna virðast eiga greiða leið inn í franska þjóðarsál en nýlega var einnig geng- ið frá samningi um útgáfu Árs kattarins sem kemur út í Frakk- landi á þessu ári. Árni Þórarinsson á góðu gengi að fagna í Frakklandi og Glæpurinn er á leið þangað. Morgunblaðið/Golli GLÆPURINN TIL FRAKKLANDS Barnabókin Amma glæpon eftir David Walliams sló rækilega í gegn hjá ungu kyn- slóðinni um síðustu jól. Walli- ams slær ekki bara í gegn hjá almennum lesendum því hann fær ætíð afar góða dóma gagnrýnenda fyrir líf- legar og bráðskemmtilegar bækur sínar. Ungir íslenskir aðdáendur Walliams geta glaðst því von er á annarri bók eftir hann fyrir næstu jól. Sú nefnist í íslenskri þýðingu Rottu- borgarinn. Bókin var valin barnabók ársins í Bretlandi 2012 af samtökum bók- sala og bókaútgefenda. Það er Bóka- félagið sem gefur bókina út og í apríl kemur út hjá sama forlagi, undir merkjum Almenna bókafélagsins, þýðing á verð- launabókinni The Rational Optimist eftir Matt Ridley en höfundurinn kom hingað til lands árið 2012 og flutti fyr- irlestur undir heitinu Hvers vegna ég er bjartsýnn af skynsemisástæðum. ROTTUBORGARI OG BJARTSÝNI Matt Ridley er einn af kunnustu rithöfundum Breta og bækur hans hafa selst í 900 þúsund eintökum. Morgunblaðið/Sigurgeir S. HHhH er stórkostleg bók eftir Laurent Binet. Höfundurinn fékk Goncourt-verðlaunin fyrir þessa frumraun sína sem hefur vakið gríðarlega athygli og hlotið einróma lof. Binet segir sanna sögu á magnaðan hátt og tekur skýra afstöðu. Árið er 1942 í Prag og tveir ungir menn hafa það verkefni að drepa Reinhard Heydrich, hættuleg- asta mann Þriðja ríkisins. Þýð- ing Sigurðar Pálssonar er stór- góð. Stórkostleg bók um sanna atburði Frönsk verð- launabók og saga kvenna NÝJAR OG NÝLEGAR BÆKUR HELSTU TÍÐINDIN Í BÓKAÚTGÁFU ÞESSA DAG- ANA ER ÞÝÐING SIGURÐAR PÁLSSONAR Á HHHH, FRANSKRI VERÐLAUNABÓK SEM HITTIR SANNARLEGA Í MARK. EKKI MISSA AF HENNI. ÞÝÐING Á SKÁLDSÖGU EFTIR HOLLENSKA SKÁLDKONU ER EINNIG NÝ OG ÞROSKASAGA BLAÐAKONU ER SVO NÝLEG BÓK. Tónlistarblaðakonan Caitlin Moran er höfundur bókarinnar Að vera kona. Þar rekur hún eigin þroska- sögu og eldfim baráttumál kvenrétt- indahreyfingarinnar. Hún fjallar meðal annars um strippbúllur, fóstureyðingar, kynlífshegðun og starfsframa. Bókin sló í gegn í heimalandinu Englandi og vakti mik- ið umtal. Anna Margrét Björns- dóttir þýddi bókina. Vandinn að vera kona 5:2 mataræðið með Lukku í Happi er ný bók um sérlega vinsælan matarkúr. Lukka, Unnur Guðrún Pálsdóttir, leiðbeinir lesendum um 5:2 mataræðið, gefur ráð, upplýsingar og uppskriftir. Kúrinn geng- ur út á það að tvo daga vikunnar er hitaeininga- innihaldi fæðunnar haldið í 500-600 kaloríum en aðra daga heldur fólk sig við hefðbundið mat- aræði. Handhæg bók fyrir þá sem hafa áhuga á kúrnum. Bók um vinsælan matarkúr * Það er hægt að lifa á tvennan hátt; ann-ars vegar eins og engin kraftaverk séutil, hins vegar eins og allt sé kraftaverk. Albert Einstein BÓKSALA 23.-29. JANÚAR Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 5:2 MataræðiðUnnur Guðrún Pálsdóttir 2 SandmaðurinnLars Kepler 3 HHhHLaurent Binet 4 Árleysi aldaBjarki Karlsson 5 Mótorhjól í máli og myndumÖrn Sigurðsson 6 Megas textar 1966-2011Magnús Þór Jónsson 7 Vísindabók VillaVilhelm Anton Jónsson 8 Rangstæður í ReykjavíkGunnar Helgason 9 Fiskarnir hafa enga fæturJón Kalman Stefánsson 10 Hvar er Valli ? HollywoodMartin Handford Vasabrotsbækur - skáldverk 1 SandmaðurinnLars Kepler 2 HHhHLaurent Binet 3 ÓlæsinginnJonas Jonasson 4 VeiðihundarnirJørn Lier Horst 5 Maður sem heitir OveFredrik Backman 6 InfernoDan Brown 7 Hún er horfinGillian Flynn 8 Kaffi og ránCatharina Ingelman-Sundberg 9 SnjókarlinnJo Nesbø 10 Gröfin á fjallinuHjørt & Rosenfeldt MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Drjúg eru morgunverkin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.