Morgunblaðið - 21.03.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.03.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Baldur Arnarson Ómar Friðriksson Fyrirspurnum á Alþingi þar sem óskað er munnlegs svars hefur fækkað mikið, en skrifleg svör eru svipuð og áður. Þetta segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, en tilefnið er fjöldi fyrirspurna þar sem óskað er skriflegs svars á þessu þingi. „Það er mjög áberandi að fyrir- spurnir þar sem óskað er munnlegs svars eru orðnar mun færri en áður var. Það hafa hvað eftir annað fallið niður fyrirspurnafundir vegna þess að það eru ekki nægilega margar fyrirspurnir þar sem óskað er munn- legs svars. Við höfum tekið eftir því að þetta form er mjög á undanhaldi. Ég get sem dæmi nefnt að fyrir tíu árum voru beiðnir um munnleg og skrifleg svör álíka mörg, munnleg 310 og skrifleg 307,“ segir Helgi. Innan við fjórðungur „En núna, á þessu þingi, upp úr miðjum mars, eru fyrirspurnir til munnlegs svars aðeins 42, eða innan við fjórðungur af öllum fyrir- spurnum, en til skriflegs svars 157. Og samtals eru fyrirspurnirnar nú aðeins þriðjungur af því sem þær urðu 2003-2004. Og þónokkrar fyrir- spurnir til munnlegs svars hafa komið fram síðustu daga eftir að for- seti þingsins, Einar K. Guðfinnsson, vakti athygli formanna þingflokka á þessari þróun. Svo virðist sem nýir þingmenn hafi ekki alveg áttað sig á þessum möguleikum samkvæmt þingsköpum til svars ráðherra og umræðna við þá.“ – Hvaða skýringar eru á þessu? „Það er kannski vegna þess að þingmenn eiga nú þess kost að biðja ráðherra um óundirbúið svar við fyrirspurnum sínum. Það eru tveir slíkir fyrirspurnatímar á viku. Þótt þeir séu fyrst og fremst ætlaðir fyrir pólitískar spurningar forystumanna stjórnarandstöðunnar, koma þangað inn ýmsar fyrirspurnir. Ég hugsa að þingmenn noti það fremur í stað hefðbundinna fyrirspurna. Svo er það líka þannig að þingmenn, bæði stjórnarliðar og stjórnarandstæð- ingar, hafa fengið ný tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á fram- færi í störfum þingsins. Ég hugsa að óundirbúnar fyrirspurnir og umræð- ur um störf þingsins eigi vissan þátt í þessari þróun. Það má segja að þessi form séu mikið notuð og kannski meira en menn áttu von á,“ segir Helgi Bernódusson. Fyrirspurnir um munnleg svör á útleið  Skrifstofustjóri Alþingis segir hið gamla form „mjög á undanhaldi“ Morgunblaðið/Ómar Alþingi Óundirbúnar fyrirspurnir eiga þátt í breyttu mynstri fyrirspurna. „Við fórum yfir þetta lið fyrir lið og þeir eru ekki tilbúnir að koma til móts við okkur í einum einasta þeirra, þrátt fyrir að þeir séu búnir að borga öðrum starfsmönnum sín- um sömu laun,“ segir Jónas Garð- arsson, framkvæmdastjóri Sjó- mannafélags Íslands, um árangur af viðræðunum í gær vegna verk- falls undirmanna á Herjólfi. Viðræðurnar fóru fram hjá ríkis- sáttasemjara en viðsemjandinn eru Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Eimskips. Næsti fundur hefur verið boðaður á mánudaginn kemur. Verkfall háseta og þerna á Herj- ólfi hófst 5. mars og hefur ferjan aðeins siglt eina ferð á dag virka daga en ferðir um helgar hafa fallið niður. Frá og með deginum í dag falla siglingar niður á föstudögum. „Okkur í samninganefndinni finnst sem viðmót Eimskips sé að það ætli ekki að semja við okkur og að stjórnvöld hafi lofað að skerast í leikinn, líkt og Hanna Birna Krist- jánsdóttir innanríkisráðherra gaf til kynna í Morgunblaðinu í gær,“ segir Jónas og bætir því við að hæstu heildarlaun fyrir háseta og þernur séu 250.000 krónur á mán- uði fyrir dagvinnu. Ná þurfi fimm ára starfsaldri til fá þessi laun. Morgunblaðið/Ómar Herjólfur Verkfall undirmanna hefur staðið yfir frá 5. mars. Herjólfsdeilan er enn í hnút Fjölmenni var á konukvöldi Smáralindar í gær- kvöldi og skemmtu gestir sér konunglega undir hinum ýmsum skemmtiatriðum sem voru í boði. Meðal þeirra sem tróðu upp voru Kaleo og Jónsi en útvarpsmennirnir Svali og Svavar á út- varpsstöðinni K100,5 héldu uppi fjörinu. Dagskráin hófst klukkan átta og stóð fram á kvöld. Fyrir utan tilboð, kynningar og skemmti- atriði var efnt til happdrættis hjá konunum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kvöldið sem tilheyrir konunum Baldur Arnarson baldura@mbl.is Bankaráð Seðlabanka Íslands stað- festi í gær ársreikning bankans og verður því hægt að leggja hann fram á ársfundi bankans í næstu viku. Miðvikudaginn 19. mars sendi Ríkisendurskoðun bankaráði niður- stöðu vegna afmarkaðs hluta rann- sóknar á málskostnaðarmáli Más Guðmundssonar seðlabankastjóra. Rannsóknin var gerð að beiðni bankaráðs 13. mars sl. Frestaði það staðfestingu ársreiknings þar til Ríkisendurskoðandi gaf út að óhætt væri að staðfesta reikningsskilin. Ólöf Nordal, formaður bankaráðs- ins, leggur áherslu á að málið sé enn í fullri vinnslu. „Það er ekki komin nein niðurstaða frá Ríkisendurskoð- anda. Við vitum ekki hvenær það verður en við vonum að það verði sem allra fyrst. Við ætlum að bíða með yfirlýsingar þangað til sú nið- urstaða liggur fyrir,“ sagði Ólöf. Hlutur lögfræðistofu Más af máls- kostnaði var ríflega 4 milljónir og herma heimildir Morgunblaðsins að ekki hafi þótt tilefni til að stöðva staðfestingu ársreiknings, enda sé fjárhæðin brot af efnahagsreikningi. Í ljósi nýrra upplýsinga Laut fyrsti hluti rannsóknar Ríkisendurskoðanda að því hvort óhætt væri að staðfesta ársreikning- inn, í ljósi nýrra upplýsinga um að bankinn hafi greitt málskostnaðinn. Óli Jón Jónsson, upplýsinga- fulltrúi Ríkisendurskoðunar, sagði óljóst hvenær rannsókninni ljúki. Afla þurfi gagna og ræða við máls- aðila. Ekki náðist í Svein Arason ríkisendurskoðanda. Óhætt þótti að staðfesta ársreikning Seðlabanka  Ríkisendurskoðun ræðir við málsaðila vegna rannsóknarinnar Ólöf Nordal Óli Jón Jónsson 310 Beiðnir um munnleg svör á Alþingi fyrir tíu árum. 42 Beiðnir um munnleg svör á þessu þingi, upp úr miðjum mars. 157 Beiðnir um skrifleg svör á sama tíma á yfirstandandi þingi. ‹ MIKIL FÆKKUN › » Lítið miðar í kjaradeilu framhalds- skólakennara og stjórnenda. Fundi var slitið á sjöunda tímanum í gær- kvöldi og ætla samningsaðilar að funda aftur kl. 9 nú í morgun. „Málin hafa lítið skýrst. Þau at- riði sem skipta mestu máli eru á sama stað og áður. Við erum ekkert að hætta, við höldum áfram að tala saman. Kannski tekst okkur að bíta okkur eitthvað áfram,“ sagði Ólaf- ur H. Guðjónsson, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum, í gærkvöldi. Aðalfundur Félags framhalds- skólakennara hófst í gær og tekur ný stjórn félagsins við í dag. Áfram fundað í kjaradeilunni í dag Gerðar hafa verið breytingar á nýrri byggingarreglu- gerð sem fela m.a. í sér að heimilt er að víkja frá kröfu um lyftu í þriggja hæða íbúðarhúsi með fjórum íbúðum eða færri í þeg- ar byggðu hverfi. Heimildin er bundin við litlar lóðir og skilyrt er að krafa um lyftu muni leiða til veru- legrar óhagkvæmni, að því er fram kemur í tilkynningu frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Þá er dreg- ið úr kröfum um lágmarksstærð lyftu í þriggja hæða húsum, sem skal þó henta fólki í hjólastólum. Nýja reglugerðin byggði á hug- myndum um algilda hönnun en hún gerði m.a. kröfu um stórbætt að- gengi fatlaðra í nýju íbúðarhúsnæði. Hefur nú t.d. verið dregið úr kröfum um fjölda íbúða á stúdentagörðum og herbergja á heimavistum sem skulu vera innréttanleg fyrir hreyfi- hamlaða. Lyfta ekki lengur alltaf skilyrði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.