Morgunblaðið - 21.03.2014, Blaðsíða 86

Morgunblaðið - 21.03.2014, Blaðsíða 86
86 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014 Tékkneski rithöfundurinnMilan Kundera skrifar íÓbærilegum léttleika til-verunnar að hundar njóti ekki mikilla forréttinda fram yfir menn, en ein þeirra séu mjög mik- ilvæg: líknardauði sé í þeirra tilfelli ekki bannaður með lögum, þeir eigi rétt á að deyja með líkn. Kvikmyndin Hunang fjallar um unga stúlku, sem hefur atvinnu af því að hjálpa fólki að komast yfir móðuna miklu. Hún er kölluð Miele, sem merkir hunang, en heitir Irene í raun og hæfir það nafn kannski betur starfinu því að svo hét gyðja friðarins í grískri goðafræði. Myndin gerist á Ítalíu. Við fylgj- umst með Miele við störf sín. Hún fer út fyrir landsteinana til að ná í eitur, sem er ætlað til að lóga hund- um eins og fram kemur á umbúð- unum (óvænt og sennilega óafvituð vísun í orð Kundera). Hún fer inn á heimili farlama fólks, fársjúks og dauðvona, sem vill fá líkn frá kvöl- um sínum, en getur ekki gert það nema að fara á bak við lögin. Hún kemur fram við fólkið af virðingu, talar varlega og gætir þess að sjúk- lingurinn lyfti sjálfur glasinu með eitrinu og drekki úr því. Að baki henni eru einhvers konar huldu- samtök, en fyrir utan tengilið, sem felur henni verkefni, sjást þau ekki í mynd- inni. Starf Miele er óhugnanlegt, en þó vaknar engan veginn sú tilfinn- ing að hún sé for- hertur morðingi, frekar að hún hlaupi í skarðið þar sem þjóðfélagið hafi brugðist af ótta við bannhelgar. Sjálf lítur Miele, sem flosnaði upp úr læknanámi, svo á að hún sé að vinna hugsjónastarf. Starfið tekur á, en hún hefur sín áhugamál og vini og virðist í jafnvægi. Einn góðan veðurdag er hún send til eldri manns, sem er mun spræk- ari en viðskiptavinir hennar fram að því. Á daginn kemur að ekkert amar að honum, hann er bara orðinn leið- ur á lífinu og leitar sér aðstoðar vegna þess að hann vill deyja með snyrtilegum hætti. Þessi uppskrift passar ekki inn í heimspeki Irene. Hún hjálpar dauð- vona fólki og mikið fötluðu, en ekki fílhraustu fólki bara vegna þess að því finnst ekki lengur skemmtilegt að lifa. Í Hunangi er tekið á veigamiklum spurningum með grípandi hætti. Spurningin um líknarmorð hefur lengi verið til umfjöllunar. Í Banda- ríkjunum fór læknirinn Jack Ke- vorkian um, hjálpaði fólki að deyja og var kærður fyrir að fremja líkn- armorð. Hann fékk viðurnefnið doktor Dauði. Líknarmorð eru lögleg í Benelux- löndunum. Á nokkrum öðrum stöð- um er löglegt að veita aðstoð við sjálfsmorð. Í Hunangi er sýnt hvernig hægt er að komast hjá banni við líknarmorðum, en þá verð- ur líknardauði forréttindi hinna efn- uðu. Spurningin um það hvers vegna takmarka eigi „réttinn“ til að fá aðstoð við að fremja sjálfsmorð í stað þess að um sé að ræða „þjón- ustu“ sem hver sem er geti veitt sér hafi hann efni á því sprengir hins vegar umræðuna. Myndin er að mörgu leyti vel gerð. Hún er fyrsta myndin sem leikkonan Valeria Golino, sem virð- ist hafa leikið í þremur til fjórum myndum á ári undanfarin þrjátíu ár og margir ættu að muna eftir úr kvikmyndinni Rain Main, leikstýrir í fullri lengd. Um þessar mundir er í tísku að velta áhorfendum upp úr öllum subbuskap í helstu smá- atriðum bara vegna þess að það er hægt. Golina fer hina leiðina og klippir fyrir síðasta andvarpið og leyfir heilabúi áhorfandans að taka við. Það vill gleymast að sú aðferð er oft áhrifaríkari en blóðslettuleiðin. Margir litlir hlutir gera myndina sérstaklega eftirminnilega og má þar sérstaklega nefna atriði á skemmtistað þar sem Irene daðrar við strák í gegnum rúðu við dunandi danstónlist. Rómverjinn Jasmine Trinca, sem í útliti minnir dálítið á leikkonuna Rachel Ward, leikur aðalhlutverkið með miklum bravúr. Hún fær að fara upp og niður tilfinningaskalann og gerir það af öryggi. Af öðrum leikurum ber helst að nefna Carlo Cecchi, sem stendur sig svo vel í hlutverki hins lífsleiða Carlos Gri- maldis að of mikið návígi gæti gert lífsleiðann smitandi. Miele veitir ekki afdráttarlaus svör, en hún er sterkt innlegg í deiluna um líknardauða. Hundalíf Jasmine Trinca og Carlo Cecchi í hlutverkum í ítölsku myndinni Hunang, sem fjallar um líknarmorð. Réttlægri en hundar Bíó Paradís Hunang bbbmn Leikstjóri: Valeria Golino. Leikarar: Jasmine Trinca, Carlo Cecchi, Libero De Rienzo, Vinicio Marchioni, Iaia Forte. Ítalía, Frakkland. 96 mín. KARL BLÖNDAL KVIKMYNDIR Valeria Golino Tónleikar til styrktar Fjölskyldu- hjálp Íslands verða haldnir í kvöld á Café Rósenberg, Klapparstíg 25-27. Tónlistarmenn á ólíkum aldri og úr ýmsum áttum munu flytja frum- samda tónlist á tónleikunum. Þeir sem koma fram eru Björgvin Gísla- son, Bellstop, HEK, Dj. flugvél og geimskip, gímaldin og Skúli mennski. Tónlistarmennirnir gefa vinnu sína og er miðaverð 1.500 kr. Ágóði af miðasölu rennur óskiptur til Fjölskylduhjálpar Íslands. Tón- leikarnir hefjast kl. 21.30. Leikið til styrktar Fjölskylduhjálp Styrkur Dj. flugvél og geimskip. Morgunblaðið/Eggert Lækjargötu og Vesturgötu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.