Morgunblaðið - 21.03.2014, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 21.03.2014, Blaðsíða 74
74 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014 og að því er virtist áreynslulausan hátt. Þó vitum við að meðfram vinnu við kennslu og fleira allan veturinn var hann stöðugt að und- irbúa gönguferðir komandi sum- ars. Um Jónsmessuna var haldið vestur þar sem hann tók við ein- um hóp af öðrum og lagði í allt að þriggja vikna gönguferðir um þverar og endilangar Horn- strandir. Oftast með gítarinn á bakinu. Tilsvör Guðmundar voru óborganleg og óræð. Hann gerði óspart grín jafnt að sjálfum sér sem öðrum og hláturinn græddi öll sár. Ófarirnar urðu að þjóðsög- um og hann sjálfur að þjóðsagna- persónu í lifanda lífi. Höfuðbólið var á Búðum í Hlöðuvík. Þar voru stórkostlegar kvöldvökur, lesið úr Gerplu og ljótu vísurnar sungnar. Engum líður úr minni túlkun Guð- mundar á þessum listaverkum. Hámarki náði Hornstrandas- temningin þegar foringinn lék rómönsu á gítarinn og miðnætur- sólin lýsti upp glugga og þil og úti- tekin andlit göngufólks í Búðabæ. Við erum óendanlega þakklát fyr- ir að hafa átt Guðmund Hallvarðs- son að vini og félaga. Hugur okkar er hjá Önnu Grétu og afkomend- um. Sigrún Valbergsdóttir, Gísli Már Gíslason, Valtýr Sigurðsson. Fyrir 15 árum kynntumst við Guðmundi. Ein úr hópnum fékk hann til að kenna starfsfólki í Breiðholtsskóla gítargrip. Þegar flest var voru 24 starfsmenn skól- ans í gítarnámi hjá honum. Í fram- haldinu fór Guðmundur að kenna nemendum skólans á gítar Hann kenndi þar til loka árs 2012. Fljótlega urðu tíu konur sem héldu áfram gítarnáminu. Við vor- um ólíkar um margt. Okkur finnst persóna Guðmundar hafa mótað þennan hóp. Kímni og glettni voru ávallt í forgrunni hjá honum og það smitaðist inn í hópinn. Sam- veran í gítarhópnum hefur, að hætti Guðmundar, verið miklar gleðistundir. Guðmundur var góður kennari, þolinmóður og hógvær en slakaði þó aldrei á kröfum. Við vorum á byrjunarreit, spenntar að hefja tónlistarnámið. Við þóttumst fær- ar í flestan sjó. Fyrsta markmiðið var að spila í 50 ára afmæli vin- konu. Vildum spila Se hvilken morgenstund, Guðmundur hlust- aði en þegar mesti flaumurinn var liðinn hjá sagði hann: „Þið spilið bara „Komdu og skoðaðu í kistuna mína“.“ Þetta kom áreynslulaust og við samþykktum. Þannig var það með meistarann eins og við kölluðum hann. Hann hlustaði þolinmóður en svo tók hann ákvörðun, rólegur og yfirvegaður, þær ákvarðanir voru virtar. Hann var óþreytandi að kenna okkur, líka tónfræði. Við lærðum sleitulaust hjá honum í ein tíu ár. Við vorum ekki alltaf sammála, gítarhópurinn og hann. Ágrein- ingsefnum var snúið upp í gam- anmál. Við hreyktum okkur hátt og völdum virðulegt nafn á gítar- bandið; Strengjasveit Listaaka- demíunnar við Arnarbakka. Hins vegar höfum við frétt að Guð- mundur kallaði okkur „gripdeild- ina“ þegar við vorum fjarri. Í árlegum grillveislum var hann hrókur alls fagnaðar og flutningur hans á Bíla-Gunnu og Heldri manna vísum er okkur í fersku minni. Þá söng hann með tilþrifum og spilaði af hjartans lyst. Skemmtilegra gerist það ekki. Við urðum þeirrar gleði aðnjót- andi að hittast í haust og þá tókum við lagið, og í lokin söng hann fyrir okkur og dró hvergi af sér í tján- ingu textanna. Mörg árin fór hann með okkur í æfingabúðir heilan laugardag, oft- ast í Sandgerði. Þá bættust gjarna við aðrir hópar. Var spilað sleitu- laust allan daginn með smámat- arhléi og farið saman út að borða í lokin. Í þessum æfingabúðum kom mjög vel í ljós hve natinn hann var við kennsluna. Guðmundur naut þess að vera innan um fólk og fólki leið vel í ná- vist hans. Hvar sem hann var myndaðist sterkt og skemmtilegt samfélag í kringum hann, sem var græskulaust og byggt á jafningja- grundvelli. Hann var duglegur að tengja hópana og láta þá hittast. Þannig tengdust vinir Guðmund- ar á margvíslegan hátt. Guðmundur skilur eftir ótal góðar minningar í hjörtum okkar, það er mikið lán á lífsgöngunni að kynnast manni eins og honum, sem kom ætíð til dyranna eins og hann var klæddur, sannkallaður höfðingi hversdagsins. Við sendum fjölskyldu Guð- mundar og öðrum ástvinum hans innilegar samúðarkveðjur. F.h. gítarbandsins í Breiðholts- skóla, Anna María Ögmundsdóttir. Guðmundur vinur minn er dá- inn. Mér brá er ég fékk þær frétt- ir. Þótt ég hefði áður fengið fregn- ir af veikindum Guðmundar hafði ég leyft mér að vona það besta. Ég kynntist Guðmundi fyrir 43 árum og við áttum mikið saman að sælda árum saman. Við vorum báðir félagar í Fylkingunni og töl- uðum oft saman um stjórnmál þeirra tíma. Báðir vildum við breyta heiminum til betri vegar. Guðmundur var ekki bara áhuga- samur um stjórnmál eins og ég heldur var hann afar skemmtileg- ur og góður vinur. Við fórum sam- an í útilegur og ferðalög. Guð- mundur skaut yfir mig skjólshúsi eitt sinn er ég var húsnæðislaus en hann átti þá íbúð. Við unnum saman eitt sumar í byggingarvinnu. Löngu síðar átti ég kost á að ganga um Strandir undir leiðsögn Guðmundar nokkr- um sinnum. Þá rifjaðist það upp fyrir mér, sem ég hafði raunar vit- að lengi, hve skemmtilegur maður og góður drengur Guðmundur Hallvarðsson var. Það var ánægjulegt að spjalla við Guð- mund, tefla við hann og syngja með honum. Guðmundur hafði lært á gítar sem unglingur og spil- aði oft undir söng á okkar yngri árum. Síðar náði hann sér í rétt- indi sem tónlistarkennari og kenndi mörgum. Hann og Anna Gréta Jónsdóttir áttu fallegt og gott heimili í Karfavogi. Þangað var gott að koma. Ég votta Önnu og börnum þeirra samúð vegna fráfalls Guðmundar. Erlingur Hansson. Vináttuna skyldi enginn van- meta – þá skrítnu skepnu. Í bak- sýnisspegli virðist flest fremur eðlilegt en sé að gætt spinnast saman þræðir. Lukka mín í lífinu er að hafa kynnst góðu fólki, eignast félaga fyrir lífstíð, ekki síst í Fylking- unni, þeim ljúfu samtökum þar sem heiðarleiki gekk yfirleitt framar völdum og græðgi. Guð- mundur Hallvarðsson var einn þessara félaga, heilsteyptur mað- ur, hvort heldur þurfti að slá upp partíi eða stillönsum, grípa í gítar, syngja Sóleyjarkvæði, skrifa í Neista og selja, ganga á fjöll, berj- ast gegn Natódindlum og öðrum óbermum – saman Sumarið var 68 og ómöguleiki ekki til í orðaforðanum. Dagsbrún var verkalýðsfélag og Kópavogur fremur róttækur bær. Við áttum og máttum og framkvæmdum. Ég kveð mætan félaga og votta Önnu Grétu, börnum og öllum ást- vinum dýpstu samúðarkveðjur. Birna Þórðardóttir. Guðmundur Hallvarðsson var leiðtogi Hornstrandafara. Um langt árabil leiddi Guðmundur starf Ferðafélags Íslands á Horn- ströndum og fékk með sér stóra hópa göngumanna og kynnti fyrir þeim þennan undraheim ystu stranda sem Hornstrandir eru. Hornstrandir voru Guðmundi af- ar kærar og sérstaklega Hlöðuvík en þangað átti Guðmundur ættir að rekja. Á Búðabæ hafði Guð- mundur og fjölskylda byggt upp myndarlega aðstöðu fyrir ferða- menn og á hverju sumri fór Guð- mundur með ættingjum og vinum í vinnuferðir í Hlöðuvík þar sem haldið var áfram að byggja upp og bæta aðstöðuna. Aðstaðan fyrir ferðamenn á Búðabæ er til mikils sóma og hefur Hlöðuvík orðið vin- sæll og mikilvægur áningarstaður ferðamanna á ferð um Horn- strandir. Guðmundur Hallvarðsson var í hópi vinsælustu og farsælustu far- arstjóra Ferðafélags Íslands og fór á hverju sumri langar sumar- leyfisferðir um Hornstrandir og margfrægar voru ferðir hans Sæludagar í Hlöðuvík þar sem Guðmundur blandaði saman, af einstakri snilld, náttúruupplifun og útiveru, fróðleik og skemmtun. Vinsældir Guðmundar má kannski rekja að mestu til þess hvað hann var einlægur og eðli- legur, skemmtilegur og góður maður fyrir utan yfirburðaþekk- ingu á Hornströndum og tengingu hans við svæðið. Á kvöldvökum naut Guðmundur sín sannarlega vel, dró fram gítarinn og spilaði og söng af hjartans lyst bæði frum- samin lög og önnur og lagið Einn tveir sjö er löngu orðið heims- frægt í Hlöðuvík. Í viðmóti var Guðmundur alltaf hlýr og þægi- legur og húmorinn aldrei langt undan. Sem leiðtogi Hornstranda- fara var Guðmundur meistari í skipulagi og undirbúningi ferða og stóð fyrir undirbúningsfund- um, skipulagði matarhópa og skemmtinefndir og skrifaði langar greinar af ítarefni sem nýttust ferðamönnum. Eftir að Guðmundur greindist með krabbamein tókst hann á við veikindin með jákvæðu hugarfari og sem fyrr var húmorinn enn til staðar. Þrátt fyrir veikindin lét Guðmundur engan bilbug á sér finna og vann áfram að ýmsum verkefnum og var meðal annars skráður fararstjóri í ferðir FÍ í sumar, meðal annars Sæludaga í Hlöðuvík, og víst er að minningu hans verður haldið á lofti í þeirri ferð. Ég vil þakka Guðmundi Hallvarðssyni fyrir einstaklega góð og ánægjuleg kynni og sendi Önnu Margréti og börnum inni- legar samúðarkveðjur. F.h. stjórnar FÍ, Unnur V. Ingólfsdóttir, ritari. Kveðja frá Ferðafélagi Íslands Þau dapurlegu tíðindi bárust inn á stjórnarfund Ferðafélags Ís- lands að Guðmundur Hallvarðs- son, einn ötulasti og merkasti far- arstjóri Ferðafélags Íslands undanfarna áratugi, væri fallinn frá langt um aldur fram. Enginn einn maður hefur átt jafn mikinn þátt í því að opna og kynna Horn- strandir fyrir göngufólki og hann. Ekki einungis hefur hann og hans fjölskylda byggt upp einstaka að- stöðu fyrir ferðamenn í Hlöðuvík heldur hefur hann sjálfur eytt sumrinu í nánast aldarfjórðung við leiðsögn um víkur og skörð og upp á fjöll, allt frá Kaldalóni og Snæfjallaströnd, inn Jökulfirði og yfir allan skagann frá Aðalvík, norður um Horn og suður til Norðurfjarðar. Hornstrandaferð- ir hafa skipað stóran sess í ferða- áætlun FÍ og hefur Guðmundur lagt þar til stærstan skerf. Fyrir rúmum tuttugu árum varð til sér- stakur félagsskapur Hornstran- dafara innan vébanda FÍ sem starfað hefur undir forystu Guð- mundar allt fram á þennan dag. Stór hópur fararstjóra á Horn- ströndum hefur komið til starfa fyrir félagið í kjölfarið. Glaðværð og söngur við gítarundirleik varð aðalsmerki í ferðum Guðmundar og óvæntar uppákomur urðu hon- um efni í frásagnir í Íslendinga- sagnastíl að hætti fyrrum íbúa þessa svæðis. Ferðafélag Íslands þakkar Guðmundi Hallvarðssyni allt hans ómetanlega starf og sendir fjöl- skyldu hans innilegar samúðar- kveðjur. Fyrir hönd stjórnar Ferða- félags Íslands, Páll Guðmundsson. Í Guðmundi Hallvarðssyni bjuggu margir menn og allir mannkostamenn. Sósíalistinn og verkalýðsjaxlinn, baráttumaður- inn fyrir betri heimi mannkyninu til handa, var sá Guðmundur er ég kynntist fyrst. Ég var formaður Reykjavíkurdeildar Fylkingar- innar 1967 og það ár kom hann þar til starfa og var fljótlega feng- inn í stjórnina sem gjaldkeri. Árið eftir endurreisti hann Fylkinguna í Kópavogi, sem hafði legið í dái í sex ár. Þegar Guðmundur gekk í Fylkinguna var hann húsasmíða- nemi og seinna fékkst hann svo við ýmis verkamannastörf. Þá voru fremstir verkalýðsforingjar á Fylkingarloftinu Guðmundur Jósefsson og Örn Friðriksson. Er þeir hurfu á braut, Guðmundur sem vélstjóri á Búrfelli og Örn í ýmis trúnaðarstörf fyrir verka- lýðshreyfinguna, tók Guðmundur við forustunni og er á engan hallað þegar sagt er að hann hafi verið helsti forkólfur Rauðrar verka- lýðshreyfingar alla tíð. Hann starfaði í Fylkingunni þar til hún hvarf af sjónarsviðinu 1984, en þá var ég fluttur til Þorlákshafnar og spjaldið mitt hafði týnst í ein- hverjum hreingerningum í Rauða húsinu við Laugaveg. Þrátt fyrir það slitnuðu tengslin ekki og nán- ustu fylkingarfélagarnir héldu áfram að heimsækja okkur Mar- gréti Aðalsteinsdóttur þangað. Guðmundur var jafnan með í för og bjartar sumarnæturnar ákjós- anlegar til að kyrja byltingar- söngva við gítarundirleik hans. Guðmundur er ógleymanlegur sem vinur og félagi og ótal sam- kvæmi skjóta upp kollinum í minningunni, þar sem hann og til- vonandi mágur hans, Magnús Þór Jónsson, sungu og Guðmundur með gítarinn og kímnina að vopni. Ekki eru síður minnisstæðar allar Fylkingarferðirnar og gleymi ég aldrei er við félagarnir, grannir og stæltir, höfðum ekki við hinum þéttvaxna Hallvarðssyni er geng- ið var á Þríhyrning. Það þótti mörgum ótrúlegt er verkamaðurinn með sigggrónu hendurnar söðlaði um og varð at- vinnumaður í tónlist, en hann var farsæll gítarleikari og bjó yfir miklum kennsluhæfileikum og var elskaður af nemendum sínum, öldnum sem ungum. Er ég kenndi í Breiðholtsskóla birtist Guð- mundur þar og kenndi hópi kennslukvenna undurstöðuatriði í gítarleik og aldrei hef ég séð nem- endur dá kennara sinn jafnmikið og stjana við hann á allan hátt. Maður sætti færi að rekast inn í kaffistofu kennara þau kvöld er Guðmundur kenndi til að fá að bragða á kræsingunum er stúlk- urnar töfruðu fram fyrir læri- meistarann. Guðmundar er getið að verð- leikum í endurminningum Ragn- ars Stefánssonar og Ólafs Orms- sonar og sviplegt fráfall hans – þótt hann hafi barist lengi við krabbamein – ætti að brýna menn til að safna sem mestu um sögu sósíalískrar baráttu okkar tíma þar sem hlutur hans var mikill. Það verður að halda áfram að skrá sögu Fylkingarinnar með aðstoð góðra manna. Þannig verður minning vinar okkar og félaga best heiðruð. Guðmundur var gæfumaður í einkalífi sem öðru, þótt hann yfirgæfi þessa lífs- stjörnu fyrr en við hefðum öll kos- ið. Önnu Grétu, Hallvarði og systrunum vottum við Anna Bryndís okkar dýpstu samúð. Vernharður Linnet. Guðmundur Jóhann Hallvarðsson ✝ Frændi minn og vinur, GÍSLI Þ. SIGURÐSSON, Hópi, Eyrarbakka, sem lést mánudaginn 10. mars, verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju laugar- daginn 22. mars kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Magnús B. Sigurðsson. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY BERGRÓS ÁRNADÓTTIR, Lögmannshlíð, Akureyri, lést sunnudaginn 9. mars. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Árni Ketill Friðriksson, Gígja Hansen, Arnar Magnús Friðriksson, ömmu- og langömmubörn. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför GUÐFINNU HULDU JÓNSDÓTTUR, Hraunbæ 102d, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjúkrunar- heimilisins Sunnuhlíðar fyrir góða umönnun. Jóhannes Kristinsson, Kristinn Jóhannesson, Brynja Pála Helgadóttir, Steingrímur Jóhannesson, Sóldís Dröfn Kristinsdóttir, Fanney Rán Arnarsdóttir, Kristinn Andri Kristinsson, Jóhannes Smári Kristinsson. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGTRYGGS ÞORBJÖRNSSONAR rafvirkjameistara, Gullsmára 7, Kópavogi, áður til heimilis að Kotárgerði 22, Akureyri. Ingibjörg Sigtryggsdóttir, Aðalbjörn Þorsteinsson, Stefán Sigtryggsson, Eggert Már Sigtryggsson, Guðbjörg Björnsdóttir, Guðrún Sigtryggsdóttir, Hermann Jónasson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR SÆBERG ÞORSTEINSSON, Ársölum 1, Kópavogi, lést á heimili sínu miðvikudaginn 19. mars. Hrafnhildur Jónsdóttir, Þorsteinn Sæberg, Gerður Sigurðardóttir, Þorgeir Sæberg, Hrafnhildur Grímsdóttir, Margrét Sæberg, Skúli Haukur Skúlason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR, Svínafelli í Nesjum, lést þriðjudaginn 18. mars. Útförin fer fram frá Hafnarkirkju laugardaginn 29. mars kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Gísli Sigurbergsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.