Morgunblaðið - 21.03.2014, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.03.2014, Blaðsíða 44
44 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014 Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Tony Abbott, forsætisráðherra Ástr- alíu, tilkynnti í gær að gervihnatta- myndir, sem teknar voru sl. sunnu- dag, hefðu sýnt tvo hluti á floti á Indlandshafi, um það bil 2.500 km suðvestur af Perth. Hann sagði um nýjar og áreiðanlegar upplýsingar að ræða en ítrekaði að enn ætti eftir að staðfesta hvort hlutirnir tengdust flugi MH370, vélinni sem hvarf fyrir tveimur vikum. Slæm veðurskilyrði hömluðu leit úr lofti í gær en til stóð að skipverjar á norsku flutningaskipi, sem kom á svæðið í gær, leituðu fram eftir nóttu. Þá var von á ástralska her- skipinu HMAS Success á staðinn og sömuleiðis hafrannsóknaskipi breska flotans, HMS Echo. Sterkir straumar Sérfræðingar segja það til marks um áreiðanleika gagnanna að for- sætisráðherrann sjálfur hafi tilkynnt um fundinn en þeir segja að það gæti reynst erfitt að finna brakið á af- skekktu hafsvæði þar sem straumar eru sterkir. „Straumurinn þar er einn sá sterkasti í heimi og berst um allt að metra á sekúndu,“ sagði Gan Jianping, haffræðingur við Vísinda- og tækniháskóla Hong Kong, í sam- tali við AFP. Varnarmálaráðherra Ástralíu, David Johnston, benti á að frá því að myndirnar voru teknar á sunnudag hefðu hlutirnir verið á reki í fjóra daga og að finna þá gæti reynst hrein martröð. „Við erum í afar einangr- uðum hluta heimsins. Raunar verða þeir ekki, ef ég má vera svo djarfur, einangraðri,“ sagði hann í samtali við Sky News í Ástralíu. Hann sagði síð- ar að það gæti tekið 2-3 daga að stað- festa hvort hlutirnir tengdust flug- vélinni. Blendnar tilfinningar Alls voru 18 skip, 29 flugvélar og 6 þyrlur við leit að flugvél Malaysia Airlines í gær. Leitin beinist nú eink- um að Indlandshafi en það sem gerir leit erfiða á þessu tiltekna svæði er fjarlægðin frá landi. Það tekur flug- vélarnar til að mynda þrjár klukku- stundir að fljúga aðra leiðina og þar sem eldsneytisbirgðir þeirra eru tak- markaðar geta þær aðeins leitað skamma stund áður en þær verða að snúa til baka. Viðbrögð ástvina farþega vélar- innar við nýju upplýsingunum voru blendin. Sumir neituðu að horfast í augu við þann möguleika að vélin hefði farist en aðrir sögðust myndu sætta sig við orðin hlut. „Sonur minn er enn lifandi. Sonur minn er enn lifandi. Ég trúi ekki fréttunum,“ veinaði Wen Wancheng, 63 ára. Annar ættingi benti á að fyrri vísbendingar hefðu ekki leitt til neins. „Ég er leiður á að heyra að það séu komnar fram nýjar upplýsingar og svo er þeim vísað á bug seinna,“ sagði maðurin reiður við AFP. Brak úr vélinni fundið?  Gervihnattamyndir sýna tvo hluti á floti á afskekktu svæði á Indlandshafi  Veðurskilyrði og sterkir straumar gera leit erfiða  Gæti tekið 2-3 daga að staðfesta hvort um brak úr vélinni er að ræða Heimildir: AFP/Malaysia Airlines Tilvitnanir eru teknar úr fréttum AFP MALASÍA 34 ára gamall faðir sem var í viðskiptaferð til Peking. Þriggja ára sonur hans spyr nú: „Hvar er pabbi?“ Um borð í flugi MH370 Þjóðerni áhafnar og farþega og það sem vitað er um fólkið Farþegar: 227 Flugstjórinn: Zaharie Ahmad Shah, 53, malasískur Flugmaður: Fariq Abdul Hamid, 27, malasískur Áhöfn: 10 allir frá Malasíu KÍNA Elsti farþeginn, 79 ára Annar yngstu farþeganna, 2 ára 19 kínverskir listamenn, sem voru í Malasíu til að taka þátt í ríkisstyrktri sýningu, þ. á m. listmálarinn og ljóðskáldið Wang Linshi, sem hafði „ástríðu fyrir lífinu“ 20 starfsmenn Freescale Semiconductor (BNA) INDÓNESÍA Parið Sugianto Lo og Vinny Chynthya BANDARÍKIN RÚSSLAND HOLLAND TAÍVAN Annar yngstu farþeganna, 2 ára KANADA Muktesh Mukherjee, Kanadamaður fæddur á Indlandi, sem starfaði fyrir bandarískt kvikmyndafyrirtæki í Peking, á leið heim eftir frí ásamt konu sinni Xiaomo Bai Pouria Nourmohammadi og Seyed Mohammed Reza Delavar, ólöglegir innflytjendur frá Íran, sem framvísuðu stolnum vegabréfum, öðru austurrísku og hinu ítölsku NÝJA-SJÁLAND Paul Weeks, á leið til Mongólíu, en kona hans Danica sagði: „Hver dagur er eins og heil eilífð“ ÚKRAÍNA ÁSTRALÍA Vinafólk í fríi; Bob og Catherine Lawton, ásamt Rodney og Mary Burrows, lýst af nágrönnum sem „yndislegu fólki“ INDLAND Par og sonur þeirra á leið í heimsókn til annars sonar í Peking, sem vann að rannsóknum í stjarneðlisefræði og sagði við fjölmiðla: „Ég veit ekki hvað gerðist“ FRAKKLAND Þrír nemar við Lycee Fracais- alþjóðlega menntaskólann í Peking Li Yuan og Gu Najun, par frá Sydney, á leið aftur til Kína eftir að bensín- stöðvarekstur þeirra fór í greiðsluþrot Leitin að MH370 Leitarsvæði Ástrala 19. mars Áætlað leitarsvæði 20. mars Flug Malaysia Airlines Tók af stað kl. 00.41 að staðartíma 8. mars sl. Indlandshaf ÁSTRALÍA Perth Kuala Lumpur MALASÍA Heimildir: AustraliaGovernment/Malaysia Govt Síðasta þekkta staðsetning skv. hernaðarratsjám Mögulegar leiðir að mati NTSB* 2.350 km Yfirvöld í Ástralíu hafa hugsanlega fundið brak úr vélinni Tveir hlutir, sem eru mögulega brak úr vélinni, hafa fundist nærri leitarsvæðinu *Flutninga- öryggisstofnun Bandaríkjanna Fljótandi á Indlandshafi » Annar hlutanna tveggja er 24 metrar að þvermáli en það þykir benda til þess að um brak úr vélinni sé að ræða. » Hins vegar gætu þetta líka verið flutningagámar. Barack Obama Bandaríkja- forseti sagði í gær að leitin að flugi MH370 væri forgangsmál í augum banda- rískra yfirvalda. Hann sagði að þau hefðu átt í nánu samstafi við stjórnvöld í Malasíu og að þau hefðu boðið fram alla mögulega að- stoð. Forsetinn mun heimsækja Malasíu í næsta mánuði. Bandarísk- ur embættismaður sagði í samtali við AFP í gær að stjórnvöld í Malas- íu hefðu óskað eftir aðstoð banda- rísku alríkislögreglunnar við að endurheimta gögn sem eytt var úr flughermi flugstjóra vélarinnar. Þá hafði New York Times eftir heim- ildarmanni að FBI-fulltrúar í Kuala Lumpur myndu líklega taka afrit af harða diski hermisins og senda til Bandaríkjanna til greiningar. Leitin for- gangsmál Barack ObamaFYRIR ÓLITAÐ HÁR SÉRSTAKAR ÞARFIR. EINFALDAR LAUSNIR. FÆST Á REDKEN HÁRGREIÐSLUSTOFUM GET INSPIRED. SEE YOUR STYLIST.Dreifing: HÁR EHF s. 568 8305 | har@har.is | REDKEN Iceland á FYRIR HÁRLOS FYRIR ÚFIÐ HÁR FYRIR LJÓST HÁR FYRIR ÞURRT HÁR FYRIR KRULLAÐ HÁR SÖLUSTAÐIR REDKEN SENTER SCALA SALON VEH SALON REYKJAVÍK PAPILLA N-HÁRSTOFA LABELLA MENSÝ MEDULLA KÚLTÚRA HÖFUÐLAUSNIR HJÁ DÚDDA FAGFÓLK BEAUTY BARFYRIR FÍNGERT HÁR FYRIR LITAÐ HÁR FYRIR SKEMMT HÁR FYRIR ÓRÓLEGT HÁRFYRIR HÁR Í SÓL OG SJÓ REDKEN hárvörurnar gera hárið heilbrigt, fallegt og fyllir það lífi PRÓTEINRAKI FYRIR LÍFLAUST HÁR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.