Morgunblaðið - 21.03.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.03.2014, Blaðsíða 4
Morgunblaðið/Eggert Verkfall framhaldsskólakennara hefur nú staðið yfir alla vikuna og hafa nemendur þurft að hafa ofan fyrir sér á einhvern hátt þegar þeir þurfa ekki að mæta í skólann. Þessar framhalds- skólastúlkur nýttu stund milli stríða til að bregða sér í söluturninn Drekann á horni Njálsgötu og Frakkastígs. Hvort það var fagurgrænn drekinn eða bleikklædda yngismærin með kælda kóla- drykkinn sem freistaði þeirra, skal ósagt látið. Sækja sér hressingu í faðm drekans í verkfallinu 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014 Viltu selja bílinn Kaupum allar gerðir af lítið keyrðum bílum árgerð 2007 og yngri. Til dæmis Land Rover Discovery, Toyota Land Crusier, Audi Q7, Mercedes Benz o.fl. Við staðgreiðum bílinn þinn og þú getur fengið staðgreiðsluafslátt af nýja bílnum. Sendu okkur upplýsingar í gegnum www.seldur.is og við sendum þér staðgreiðslutilboð. Tvítugur karlmaður var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðis- brot gegn börnum í Hæstarétti í gær. Hann var sakfelldur fyrir að hafa annars vegar haft samfarir við 13 ára stúlku þegar hann var sjálfur 16 ára og hins vegar að nauðga 13 ára stúlku þegar hann var sjálfur 18 ára. Honum var gert að greiða stúlk- unum 800 þúsund og 1,5 milljónir króna í miskabætur. Hæstiréttur staðfesti dóm Hér- aðsdóms Suðurlands yfir manninum. Við ákvörðun refsingar hans vegna fyrrnefnda brotsins var litið til þess að hann hafði játað brot sitt skýlaust sem og ungs aldurs mannsins þegar hann framdi það og lítils aldursmun- ar á honum og stúlkunni. Það var virt honum til refsilækkunar. Við ákvörðun refsingar fyrir nauðgunina taldi Héraðsdómur að brot mannsins hefði verið gróft og beindist að barni við aðstæður sem voru mjög ógnvekjandi fyrir 13 ára gamalt barn. Maðurinn neyddi stúlk- una til að hafa við sig munnmök en með því braut hann gróflega gegn friðhelgi og kynfrelsi stúlkunnar að mati Héraðsdóms Suðurlands. Af gögnum málsins og framburði sál- fræðings lægi fyrir að brot mannsins hafi haft verulegar og alvarlegar af- leiðingar fyrir andlega líðan stúlk- unnar sem hafi í kjölfarið þurft á sjúkrahúsvist að halda. Braut gegn 13 ára stúlkum  Hæstiréttur dæmir tvítugan karlmann í þriggja ára fang- elsi vegna kynferðisbrota  Braut gróflega gegn barni Hæstiréttur Maðurinn hlaut þriggja ára dóm fyrir brotin. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Kjarni málsins er sá að þótt þetta séu EES-reglur sjáum við ekki að þær muni ná þeim tilgangi sem þeim er ætlað,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóa- hafna og formaður Hafna- sambands Íslands, um frumvarp sem umhverfisráðherra hefur lagt fram á þingi og hefur það að markmiði að skip losi ekki úrgang í hafið og að draga þar með úr mengun hafsins. Frumvarpið er lagt fram vegna þess að Eftirlitsstofnun EFTA tel- ur að stjórnvöld hafi ekki innleitt reglurnar með fullnægjandi hætti. Málið bíður fyrstu umræðu í þinginu. Með því eru gerðar þær kröfur að komið verði upp aðstöðu til móttöku úrgangs frá skipum í öllum höfnum landsins. Einnig eru lagðar þær skyldur á skipstjóra skipa sem til hafnar koma að skila öllum úrgangi í þessa aðstöðu. Innheimta á gjald vegna mót- töku og förgunar úrgangs frá skip- um. Það á að leggja á öll skip sem koma til hafnar, að undanskildum fiskiskipum, minni skemmtibátum, herskipum og ríkisreknum skipum. Gjaldið er óháð þeirri þjónustu sem þau þurfa á að halda. Gjaldið verður því fyrst og fremst lagt á farskip, skemmtiferðaskip og skemmtiferðabáta sem taka tólf farþega eða meira. Á heima hjá stofnunum ríkisins Faxaflóahafnir og Hafna- samband gerðu athugasemdir við efni frumvarpsins á meðan það var í undirbúningi. Gísli segir að um- hverfismál í höfnum hafi tekið já- kvæðum breytingum á síðustu ár- um. Hafnirnar hafi sinnt þeirri lagaskyldu að koma í veg fyrir að sorp og skólp endi í höfnum en samhliða því hafi orðið vakning meðal útgerða í uppsetningu um- hverfisstjórnunarkerfa sem stuðl- að hafi að flokkun sorps og förgun þess á viðurkenndan hátt. Nefnir hann að þessi mál séu í góðu lagi hjá öllum skemmtiferðaskipum sem leggist að bryggju hér á sumr- in. „Ný löggjöf sýnist eingöngu flækja annars gott kerfi, valda óþarfa kostnaði og tilgangslítilli pappírvinnu,“ segir Gísli og telur að það verkefni að fylgjast með að skip losi ekki úrgang í hafið ætti frekar heima hjá stofnunum ríkis- ins eins og Vaktstöð siglinga og Umhverfisstofnun. Gísli vonast til þess að hafnirnar þurfi ekki að koma sér upp sér- stökum móttökustöðvum fyrir úr- gang enda sé víða ekki aðstaða til þess í höfnum. Í skýringum með frumvarpinu kemur fram að rekstraraðilar hafna geti tryggt að þjónusta sé til staðar fyrir móttöku á sorpi, í stað þess að koma sjálfir upp aðstöðu. Gísli telur að það vísi til þess fyrirkomulags sem víða er, að fyrirtæki sem til þess hafi leyfi annist þessa þjónustu. Flækir gott kerfi og veldur kostnaði  EES-reglur innleiddar til að draga úr losun úrgangs í hafið  Formaður Hafnasambands Íslands efast um að reglurnar nái tilgangi sínum  Innheimta á gjald vegna móttöku úrgangs frá skipum Morgunblaðið/Styrmir Kári Sorp og skólp Meðal annars verður tekið tillit til stærðar skipa og fjölda farþega og áhafnar við álagningu úrgangsgjalds. Því er ljóst að útgerðir stærstu skemmtiferðaskipa munu þurfa að greiða töluvert. Ef Íslendingar gengju eins langt í að leggja raforkudreifikerfi sitt í jarð- strengi líkt og Danir hafa gert gæti það leitt til 74% hækkunar á gjald- skrá til almennings og 94% til stór- notenda. Þetta kom fram í ræðu Geirs Gunnlaugs- sonar, stjórnar- formanns Lands- nets, á kynning- arfundi fyrir aðalfund fyrir- tækisins sem haldinn var í gær. Landsnet greindi kostn- aðarauka og gjaldskrárhækkanir í lok tíu ára tímabils ef stærri hluti dreifikerfisins yrði lagður í jarð- strengi. Fyrir utan dönsku leiðina var leið Hollendinga skoðuð en þar er sú stefna að halda fjölda línukíló- metra óbreyttum. Það gæti þýtt 11% gjaldskrárhækkun fyrir íslenskan almenning og 15% hækkun til stór- notenda. Mikilvægt að marka stefnu Væri farin blönduð leið þar sem annars vegar 10% og hins vegar 20% lína yrðu lögð með jarðstrengjum myndi gjaldskrá til almennings hækka um 8-11% og um 12-16% hjá stórnotendum. Geir sagði að mikil- vægt væri að stjórnvöld mörkuðu stefnu um hvernig staðið yrði að styrkingu meginflutningskerfisins hvað varðar vægi jarðstrengja og loftlína. Hærra verð til al- mennings Háspennumöstur þykja náttúrulýti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.