Morgunblaðið - 21.03.2014, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 21.03.2014, Blaðsíða 80
80 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014 Ég fæ mér líklega eitthvað gott að borða í tilefni dagsins.Góðnautasteik kemur sterklega til greina, “ segir Davíð Guð-jónsson háskólanemi, sem fagnar 21 árs afmæli sínu í dag. „Ég á ekki von á að elda hana sjálfur, ætli ég fari ekki út að borða, á einhvern góðan stað. En ég er ekki búinn að ákveða hvert.“ Davíð nemur viðskiptafræði í Háskólanum í Reykjavík, hann er þar á fyrsta ári og lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskólanum í fyrra. Hann lætur vel af náminu. „Þetta nám á vel við mig, það er kostur hvað það er opið og hægt að fara út í margt. Ég er ekki búinn að velja mér sérsvið, en það verður líklega eitthvað fjármálatengt.“ Davíð segist að öllu jöfnu ekki gera mikið úr afmælisdeginum, en hafi þó gert undantekningu á því í fyrra þegar hann fagnaði tvítugs- afmæli sínu. Hann bindur talsverðar vonir við að vinir sínir veki sig í dag með afmælissöng og gómsætri tertu og staðhæfir að það geri þeir gjarnan við sérstök tilefni. Davíð er Garðbæingur, en þar í bæ hefur hann búið sín alla sína ævi og er þar í góðu yfirlæti hjá foreldrum sínum, eins og hann kemst sjálfur að orði. „Ég hef ekki hugsað mér að yfirgefa bæinn og ef ég flyt eitthvert, þá verður það bara innan Garðabæjar. Maður yfirgefur ekki konungsríkið sjálft,“ segir afmælisbarn dagsins. annalilja@mbl.is Davíð Guðjónsson háskólanemi 21 árs 21 árs afmælisbarn Davíð unir hag sínum vel í Garðabæ, þar hefur hann búið alla sína tíð og segist hvergi annars staðar vilja vera. Góð nautasteik og afmælissöngur Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Vestmannaeyjar Kolbrá fæddist 4. júlí kl. 14.38. Hún vó 4164 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Matthildur Halldórsdóttir og Njáll Ragnarsson. Nýir borgarar Skagaströnd Katrín Sara fæddist 13. júní kl. 17.55. Hún vó 4490 g og var 55 cm löng. Foreldrar hennar eru Péturína Laufey Jakobsdóttir og Reynir Lýðsson. S igurbjörn fæddist í Reykjavík 21.3. 1964 og ólst upp í Laugarnes- hverfi. Hann gekk í Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla og síðan í FB. Hann hefur m.a. sótt námskeið í sálgæslufræðum á meistarastigi hjá Endurmenntun HÍ í samvinnu við guðfræðideild HÍ. Á unglingsárum var Sigurbjörn í sumarvinnu hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur. Hann var sölumaður hjá Heklu hf. árið 1982 og starfaði á skrifstofu KFUM og KFUK 1983- 84. Þá hóf hann störf hjá Heildversl- un Guðmundar Arasonar við inn- flutning á smíðajárni og sinnti þar skrifstofu- innheimtu- og sölustörf- um 1984-91, í fullu starfi fyrstu fjög- ur árin en síðan í hálfu starfi. Sigurbjörn var jafnframt fram- kvæmdastjóri Gídeonfélagsins á Ís- landi 1986-98, var forseti félagsins 2001-2004 og sótti m.a. aðalfund og alþjóðamót félagsins í Kansas City 1990 og í Orlando 1993. Sigurbjörn var forstöðumaður í sumarbúðum KFUM í Vatnaskógi hluta úr 16 sumrum 1989-2004 og aftur 2011, var framkvæmdastjóri KFUM og KFUK í tengslum við 100 ára afmæli þeirra síungu æskulýðs- félaga 1998-2000, framkvæmdastjóri og meðhjálpari Laugarneskirkju 2000-2010 og umsjónarmaður starfs eldri borgara þar 2006-2014. Hann Sigurbjörn Þorkelsson, rithöfundur og ljóðskáld – 50 ára Við störf í Vatnaskógi 2011 Sigurbjörn með sonum sínum, Þorkatli Gunnari, Geirlaugi Inga og Páli Steinari. Boðar von og kærleika Á Kambi Skarðsheiðar Sigurbjörn og Laufey í fjallgöngu sumarið 2013. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.