Morgunblaðið - 21.03.2014, Page 89

Morgunblaðið - 21.03.2014, Page 89
MENNING 89 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014 Þrjár kvikmyndir verða frum- sýndar í bíóhúsum landsins í dag auk þess sem tvær kvikmyndahá- tíðir standa nú yfir í Bió Paradís, annars vegar með þýskum kvik- myndum og hins vegar barna- og unglingamyndum. Dead Snow: Red vs. Dead Norsk kvikmynd sem tekin var upp að stórum hluta á Eyrarbakka í fyrrasumar og framhald Dead Snow. Í myndinni segir af Martin nokkrum sem upplifir þá martröð að kljást við nasistauppvakninga. Martin þarf að drepa kærustu sína öxi, saga af sér handlegg með keðjusög og horfa upp á nasista gæða sér á vinum hans. Ætla mætti að ástandið gæti ekki orðið öllu verra en sú er þó ekki raunin. Leik- stjóri er Tommy Wirkola og með aðalhlutverk fara Stig Frode Hen- riksen, Martin Starr, Derek Mears, Amrita Acharia og Ingrid Haas. Samantekt á dómum er hvorki að finna á Rotten Tomatoes né Meta- critic. Need for Speed Hasarmynd innblásin af tölvu- leiknum Need for Speed og fá áhugamenn um kappakstur og bíla- eltingaleiki eflaust mikið fyrir sinn snúð. Myndin fjallar um bifvéla- virkjann Tobey Marshall sem er ný- laus úr fangelsi eftir að hafa setið saklaus inni. Marshall vill ná hefnd- um á manninum sem ber ábyrgð á sakfellingu hans og til þess þarf hann að taka þátt í kappakstri þvert yfir Bandaríkin. Babb kemur í bátinn þegar andstæðingur Mars- hall setur sex milljónir dollara til höfuðs honum og snýst kappakst- urinn þá upp í eltingarleik upp á líf og dauða. Leikstjóri er Scott Waugh og með aðalhlutverk fara Aaron Paul, Dominic Cooper, Scott Mescudi, Dakota Johnson, Imogen Poots, Michael Keaton og Rami Malek. Metacritic: 40/100 Muppets Most Wanted Prúðuleikararnir ástsælu snúa aft- ur og að þessu sinni eru þeir á sýn- ingaferðlagi um Evrópu, troða upp í leikhúsum helstu borga álfunnar. Froskurinn Kermit fer sem fyrr fyrir hópnum og þarf jafnframt að glíma við ýmis vandamál sem tengj- ast auðvitað flest hinni skapstóru Svínku. Skæður skartgripaþjófur kemst að því að hann er tvífari Ker- mits, blekkir laganna verði og leið- ir Kermit í gildru. Leikstjóri er James Bobin og með aðalhlutverk fara Ricky Gervais, Tina Fey, Ty Burrell, Steve Whitmire, Tom Hiddleston, Eric Jacobson, Salma Hayek og Christoph Waltz. Metacritic: 62/100 Bíófrumsýningar Prúðuleikarar, kappakstur og nasistar á Eyrarbakka Hrollvekjandi Frá tökum á nasistauppvakningamyndinni Död snö 2, eða Dead Snow: Red vs. Dead upp á ensku, á Eyrarbakka í fyrrasumar. Morgunblaðið/Eggert Ljósmyndarinn Íris Dögg Einars- dóttir og stílistinn Erna Bergmann opna ljósmyndasýninguna // W // í Skotinu, sýningarrými Ljósmynda- safns Reykjavíkur, í dag. Íris og Erna sýna ljósmyndir sem endur- spegla kvenleikann í hinum ýmsu myndum og vísar sýningartitillinn í orðin „water“ og „woman“, þ.e. vatn og kona. Niðurstaðan er í senn hrá og rómantísk, að sögn Írisar og Ernu. Sýningin er á dagskrá Hönn- unarmars í Reykjavík. Kona Ein ljósmyndanna á sýningunni sem opnuð verður í Skotinu í dag. Kvenleikinn í ýms- um myndum Kvikmyndaleik- stjórinn Doug Liman hefur verið orðaður við ýmis verk- efni undanfarin misseri, m.a. kvikmynd sem fjalla átti um af- rek breska fjall- göngumannsins George Mallory á Everestfjalli. Kvikmyndavefurinn Indiewire greinir frá því að líklega hafi hann hætt við þá mynd vegna kvikmyndarinnar Everest sem Baltasar Kormákur leikstýrir. Liman mun nú eiga í viðræðum um að leikstýra Splinter Cell, kvikmynd byggðri á tölvuleik með sama nafni. Breski leikarinn Tom Hardy mun fara með aðal- hlutverkið í henni, hlutverk njósn- ara en hann átti að fara með aðal- hlutverkið í Everest-mynd Limans. Liman leikstýrir Splinter Cell Tom Hardy EGILSHÖLLÁLFABAKKA NEEDFORSPEED KL.3-5:20-8-10:40 NEEDFORSPEEDVIP KL.3-5:20-8-10:40 POMPEII KL.5:40-8-10:20 300:RISEOFANEMPIRE3D KL.8-10:20 SAVINGMR.BANKS KL.5:20 NONSTOP KL.8-10:20 MUPPETSMOSTWANTEDENSTAL2D KL.3-5:30-8 THELEGOMOVIE ÍSLTAL2D KL.3:40-5:50 THELEGOMOVIEENSTAL2D KL.10:30 JÓNSIOGRIDDARAREGLAN ÍSLTAL2DKL.3:20 KRINGLUNNI NÚMERUÐ SÆTI POMPEII KL.8 300:RISEOFANEMPIRE2DKL.8-10:20 NONSTOP KL.10:30 KEFLAVÍK AKUREYRI NEEDFORSPEED KL.8-10:40 MUPPETSMOSTWANTEDENSTAL2DKL.5:30 POMPEII KL.8 300:RISEOFANEMPIRE2DKL.10:20 GAMLINGINN KL.5:30 NEEDFORSPEED KL.8-10:30 MUPPETSMOSTWANTEDENSTAL2DKL.5:30 300:RISEOFANEMPIRE2DKL.10:40 NONSTOP KL.5:40-10:40 GAMLINGINN KL.5:30-8 12YEARSASLAVE KL. 8 NEEDFORSPEED KL.5:15-8-10:20 MUPPETSMOSTWANTEDENSTAL2DKL.5:30-8 POMPEII KL.5:40-8-10:20 300:RISEOFANEMPIREKL.3D:8 2D:10:45 NONSTOP KL.10:30 GAMLINGINN KL.5:35 SÝNDMEÐ ÍSLENSKUOG ENSKU TALI Í 2D OG 3D VARIETY  ENTERTAINMENT WEEKLY  SPARBÍÓ MERKTAR MEÐ GRÆNU EÐA APPELSÍNUGULU KR.750 Á APPELSÍNUGULT OG KR. 1000 Á GRÆNT NEW YORK MAGAZINE  “SKEMMTILEGRI EN NOKKRARHAMFARIRÆTTU AÐVERA“ RICKY GERVAIS TY BURRELL TINA FEYAARON PAUL ÚR BREAKING BAD FLOTTASTI BÍLAHASAR SEM ÞÚ HEFUR SÉÐ “M IND -BL OW ING ACT ION ” “IT WA SFA NTA STIC ! IT IST HE BES TRA CIN GM OV IEE VER ...” FRÁBÆRMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA  VILLAGE VOICE  THE PLAYLIST 12 12 12 12 L L L ÍSL TAL 16 ÞRÆLGÓÐ SPENNUMYND MEÐ KEVIN COSTNER OG HINUM ÍSLENSKA TÓMASI LEMARQUIS FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR TAKEN -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar THE BAG MAN Sýnd kl. 10:25 3 DAYS TO KILL Sýnd kl. 8 - 10:20 HR.PÍBODY & SÉRMANNS 3D Sýnd kl. 3:45 HR.PÍBODY & SÉRMANNS 2D Sýnd kl. 4 - 6 THE MONUMENTS MEN Sýnd kl. 10:10 RIDE ALONG Sýnd kl. 6 - 8 THE LEGO MOVIE 2D Sýnd kl. 3:50 DALLAS BUYERS CLUB Sýnd kl. 5:45 - 8 Setur skapandi greina opnað Nýtt setur skapandi greina hefur verið opnað við Hlemm í Reykjavík, að Laugavegi 105. ÚTÓN – Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, Ice- landic Airwaves og Íslenska tónverkamiðstöðin eru flutt inn í húsnæðið og unnið er að stækkun þess. Í tilkynningu segir að mikill áhugi sé fyrir því að byggja svæðið við Hlemm upp sem svæði iðandi af menningu, listum og sköpun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.