Morgunblaðið - 21.03.2014, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 21.03.2014, Blaðsíða 71
MINNINGAR 71 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014 Dúna var afgerandi persóna, jákvæð og drífandi og erum við systur þakklátar fyrir að vera henni samferða í lífsins göngu. Við vottum fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að gefa ykkur styrk. Við vilj- um líka þakka fyrir gefandi stund sem við áttum með ykkur í síðustu viku. Magnea og María. Elskuleg frænka mín, Guðrún Ísleifsdóttir, lést fyrir aldur fram miðvikudaginn 12. mars á sjúkrahúsinu á Akranesi. Hún hafði tekist á við erfiðan sjúkdóm um nokkurra ára skeið sem að lokum hafði betur, þrátt fyrir hetjulega baráttu hennar allt til enda. Dúna frænka mín var ynd- isleg frænka, góð eiginkona, móðir og dóttir og er lát hennar öllum ættingjum hennar mikið áfall. Hennar tími var ekki kom- inn, hún átti svo margt ógert. Hún var ekki sú sem brotnaði þegar á móti blés, heldur stóð hún sem klettur sem engin óveð- ur geta grandað og tókst á við veikindi sín af æðruleysi og styrk. Í meðferð þeirri sem hún gekk í gegnum sá hún svo ótal- margt sem betur mátti fara í að- búnaði þeirra hjúkrunarstofnana sem önnuðust meðferð hennar. Það var henni líkt að gera eitt- hvað í málinu og stofnaði hún því til söfnunar svo safna mætti fé þannig að bæta mætti úr því ástandi sem hún upplifði í með- ferð sinni. Gekk sú söfnun vel og var Landspítalanum afhent gjöf að söfnun lokinni. Hún var sterk kona, ákveðin og fylgin sér, með sterka réttlætiskennd. Sæi hún eitthvert óréttlæti lá hún ekki á skoðunum sínum og allir sem þekktu hana myndu segja að hún hefði verið vinur í raun. Það er sárt að horfa á eftir Guðrúnu Ísleifsdóttur sem fallin er frá á besta aldri. Stórfjöl- skylda þín saknar þín mikið og þakkar þér fyrir allt það sem þú gafst okkur með nærveru þinni. Börnum hennar, eiginmanni og foreldrum sendum við Gerða okkar innilegustu samúðarkveðj- ur er við kveðjum ástkæra frænku okkar í dag. Þórður og Gerða. Okkar ástkæra vinkona, Dúna, er fallin frá, alltof snemma, eftir erfið veikindi. Hún barðist hetjulega við þann sjúk- dóm sem allt of marga leggur að velli. Þegar veikindi hennar upp- götvuðust var það mikið áfall en aldrei var annað í myndinni en að berjast. Hún var nú ekki mikið fyrir að tala um veikindi sín og hafði meiri áhyggjur af öðrum sem voru veikir. Dúna var glaðlynd kona, fal- leg, umhyggjusöm og vinur vina sinna. Hún lýsti upp umhverfið hvar sem hún var, hvort sem það var í vinnunni sem sjúkraliði þar sem sjúklingarnir dáðu hana eða í góðra vina hópi. Fjölskyldan var henni mjög mikilvæg og studdi hún börnin sín í öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur. Vinskapur okkar hefur varað í fjöldamörg ár og aldrei borið skugga á. Þegar við kynntumst vorum við allar sjómannskonur og því oftar einar með börn og bú. Þá var nú gott að hafa trausta vinkonu sér við hlið. Ýmislegt var brallað saman, t.d. líkjörsklúbburinn sem varaði í mörg ár, tjaldútilegur, utan- landsferðir, tónleikaferðir, farið til Reykjavíkur á ball með stutt- um fyrirvara eða setið saman yf- ir kaffibolla og tilveran rædd. Dýrmæt er okkur minningin þegar við þrjár fórum í sumarbú- stað vestur á Arnarstapa síðla sumars 2012, hún þá nýkomin úr meðferð. Þar nutum við okkar að vera bara þrjár saman, fórum í gönguferðir, berjamó, borðuðum góðan mat og horfðum á „Hæ Gosa“ fram á nótt með tilheyr- andi hlátrasköllum og fíflaskap. Já Dúna átti engan sinn líka og alltaf var hún til í alls konar sprell. Þó að henni hafi ekki auðnast að fá ömmutitilinn þá gladdist hún með okkur hinum þegar barnabörnin okkar fæddust og lét sér annt um þau alla tíð. Við vitum að þegar börnin hennar eignast börn mun hún fylgjast með og umvefja þau kærleika frá þeim stað sem hún er nú á og halda verndarhendi yfir þeim. Okkur finnst það hafa verið forréttindi að hafa verið vinkon- ur hennar og verður þín sárt saknað. Sofðu nú blundinum væra, blessuð sé sálin þín hrein. Minningin, milda og tæra, merluð, í minningar stein. Man ég þig ástkæra meyja, meðan að lifi ég hér. Minning sem aldrei skal deyja samverustundin með þér. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir) Við sendum Gumma, Andreu, Bjarka, Ísleifi, tengdabörnum, foreldrum og systkinum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi minningin um yndislega konu lifa í minningum ykkar um ókomna tíð. Guðný, Steinunn og fjölskyldur. Í dag kveðjum við elskulega vinkonu okkar, hana Dúnu, sem við höfum þekkt í rúmlega tutt- ugu ár. Kynni okkar hófust þeg- ar við hittumst í leikfimi þar sem ellefu kvenna hópur náði svo vel saman. Úr varð skemmtilegur og samstilltur hópur, sem ennþá heldur saman þótt leikfiminni sé löngu hætt. Það sem einkenndi hópinn var hlátur, gleði, smá- hávaði og síðan og ekki síst fram- kvæmdasemi. Dúna var alltaf kát og glöð, hrókur alls fagnaðar og lét sig aldrei vanta þegar eitt- hvað stóð til hjá hópnum. Það var alveg sama hvað það var og ýmislegt var brallað. Við saum- uðum leikfimisgalla, mættum óvænt í afmæli hver annarrar, skreyttum hús í tilefni dagsins, settum saman texta, sungum og dönsuðum. Og ef ekkert tilefni var og okkur var farið að lengja eftir að hittast þá var Dúna ekki lengi að búa til tilefni. Hún var dugleg að hóa okkur saman og án hennar hefðum við ekki hist svona oft. Við fórum gjarnan í hina ýmsu búninga og munum eftir henni m.a. í jólasveinagalla, Hagkaups- slopp með rúllur í hárinu og sparidressinu. Elsku Dúnu þökkum við kær- lega fyrir samfylgdina í gegnum árin. Við eigum margar góðar og skemmtilegar minningar um kæra vinkonu sem munu ylja okkar í framtíðinni. Fjölskyldu Dúnu færum við okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. (Spámaðurinn) Guðlaug, Guðrún, Sigríður, Soffía, Svandís Á., Svandís V., Valey Björk og Þórunn. Elsku Dúna mín, tengda- mamma mín og vinkona. Það er ólýsanlega sárt að hugsa til þess að ég fái ekki að sjá þig aftur í þessu lífi, leita svara hjá þér við hinum ýmsu hlutum eða hafa gaman og grín- ast saman. Þú varst alltaf tilbúin að gefa af þér og hjálpa öllum, þú lést mér alltaf líða vel og þykir mér ómetanlegt að hafa fengið að eiga þig að og er ég mjög þakklát fyrir allar stundirnar okkar sam- an. Mér þykir óendanlega vænt um þig og munt þú alltaf eiga stað í hjarta mínu. Ég sakna þín. Arnbjörg Baldvinsdóttir. Það var árið 1952 þegar ég var sjö ára sem þau Jón og Jón- ína, Nonni og Ninna, fluttust í Kópavoginn í gamlan sumarbú- stað á ½ hektara, erfðafestulandi sem þá var nr. 61 við Álfhólsveg- inn. Þau komu með börnin sín tvö auk þess sem Guðrún móðir Jóns og föðursystir hans Ásta og henn- ar maður Geir Baldursson fluttu með þeim. Mamma okkar og við þrjú börnin áttum heima í næsta húsi á nr. 59b. Jón og Geir stækk- uðu síðar gamla sumarbústaðinn Jón Gunnar Hermanníusson ✝ Jón GunnarHermanníus- son fæddist í Reykjavík 4. júní 1922. Hann lést 26. janúar 2014. Útför Jóns Gunnars var gerð 3. febrúar 2014. og seinna byggðu þeir svo þrjú tveggja hæða steinhús á Álf- hólsvegi 117, 119 og 121. Árið 1972 fluttu þau svo öll í nýja húsið á 119. Mamma byggði á sömu árum hús á nr. 115. Heimilið var stórt, fjórir fullorðn- ir og börnin urðu sex auk tveggja fóstur- barna. Þetta var dugmikið fólk. Ninna sá af myndarskap um heimilið, ól börnin og sá til þess að öllum liði vel. Nonni dró björg í bú. Ásta var skörungur til allra verka. Geir var raffræðingur, bíla- og flugvélasmiður. Við vorum frumbyggjar Kópa- vogs, búsettir á öreigahæðinni, einsog Jón nefndi hæðina stund- um. Þarna ríkti góður andi og fjöl- skyldurnar hjálpuðu hver annarri. Nonni og Ninna voru einstak- lega hlýjar og yndislegar mann- eskjur og stóð þeirra heimili okk- ur krökkunum alltaf opið, þótt heimilisfólkið væri margt. Krakk- arnir þeirra urðu bestu vinir okk- ar systkinanna og Nonni reyndist mér að mörgu leyti sem faðir. Jón var barngóður, hann gaf sér alltaf tíma til að tala við okkur krakk- ana. Við höfðum kannski fengið nýjan spegil eða nýja lukt á hjólið okkar og þá kom hann og skoðaði það og spjallaði við okkur, hafði tíma fyrir okkur sem engir aðrir menn höfðu. Snemma fengu þau sér sjón- varp sem okkur var alltaf velkom- ið að horfa á. Nonni fór með okkur í bíó sem á þeim tíma var lengra að sækja og fátíðara en nú er. Hann tók mig með í söluferðir í þorpin á Suðurlandinu, sótti okkur Eika og Ástþór í sveitina austur á land, leyfði okkur að hjálpa sér að gera við bílana: Austin 8, Ford her- jeppa með álhúsi, Volvo 444 sem hann kenndi okkur síðan á og eftir bílprófið fengum við hann lánað- an. Fyrir tvo tíma með honum í bílaviðgerðum fengum við bílinn í einn tíma. Hann fræddi okkur um heiti stjarnanna, kynnti okkur nýjungar í tækni og iðnaðarfram- leiðslu, útvegaði mér vinnu, benti mér á nýjungar í tækninámi, gaf mér fagbækur, allt án þess að vera að predika eitthvað. Hann deildi með sér af ótæmandi áhuga sínum á öllum sköpuðum hlutum – leið- beindi án þess að innprenta. Tíminn líður og samfélagið breytist. Þegar ég lít til baka sé ég hversu dýrmætt það var minni kynslóð að við fengum að taka þátt og læra af þeim eldri. Við fengum að gera við bílana og byggja húsin með foreldrum okkar. Allir hjálp- uðust að og böndin milli góðra granna voru sterk. Hin raunveru- legu verðmæti sem felast í sam- skiptum við gott fólk vilja stund- um gleymast í daglegu amstri nútímans. Hann er nú genginn þessi góði vinur, sem var einstakur í sinni röð. Ég kveð hann með söknuði og þakklæti fyrir allt. Nonna og Ninnu þakka ég fyrir góðar æsku- minningar sem ég hef geymt með mér allt lífið. Ninnu og fjölskyld- unni sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Örn Þorvaldsson. ✝ Stefán Helga-son fæddist á Þórustöðum í Kaupangssveit 28. nóvember 1920. Hann lést á dvalar- heimilinu Hlíð 13. mars 2014. Hann var sonur hjónanna Þuríðar Pálsdóttur og Helga Stefáns- sonar. Systkini Stefáns voru Anna, f. 1917, d. 1983, Jón Ragnar, f. 1918, d. 1990 og Sigurpáll, f. 1923, d. 2013. Einnig samfeðra hálf- systkini; Birgir, f. 1934, Örlyg- ur Þór, f. 1933 og Jónína Þur- íður, f. 1942 Eiginkona Stefáns er Helga Alfreðsdóttir, f. 2. maí 1927. Dætur þeirra eru 1) Svala, f. Arna Hrönn, f. 1978. Gift Bjarna Frey Guðmundssyni, f. 1977. Börn þeirra eru Bjarney Sara, f. 2001, Björgvin Máni, f. 2004 og Bríet Fjóla, f. 2010. b) Halla Hrund, f. 1979. Gift Ágústi Inga Axelssyni, f. 1979. Synir þeirra eru Skúli Gunnar, f. 2006 og Smári Steinn, f. 2009. Einnig ólust upp að hluta til á heimili Stefáns og Helgu börn Jónu Alfreðsdóttur, systur Helgu, og Þórs Árnasonar eftir móðurmissi á unga aldri. Stefán Helgason eða Stebbi á Áttunni eins og hann var gjarnan kall- aður byrjaði ungur að aka bif- reiðum. Hann vann ýmis störf en öll voru þau tengd akstri. Hann var einn af stofnendum BSO, Bifreiðastöðvar Oddeyrar, og keyrði leigubílinn A-8 í ára- tugi. Útför Stefáns fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 21. mars 2014, og hefst athöfnin kl. 13.30. 1948. Eiginmaður hennar er Markús Hávarðarson, f. 1948. Börn þeirra eru a) Hanna Dóra, f. 1968. Dóttir hennar er Rakel, f. 1988. b) Stefán, f. 1969. Giftur Frið- björgu Svönu Ív- arsdóttur, f. 1976. Dætur þeirra eru Lovísa Þórey, f. 2003, Svanhvít Sara, f. 2005 og Aþena Eir, f. 2011. Einnig á Stefán dótturina Svölu, f. 1993. c) Alfreð, f. 1976. Giftur Mar- gréti Ísleifsdóttur, f. 1979. Börn þeirra eru Elísa Helga, f. 2006 og Atli Mikael, f. 2009. 2) Fjóla Þuríður, f. 1949. Eiginmaður hennar er Skúli Gunnar Ágústs- son, f. 1943. Dætur þeirra eru a) Jæja elsku kallinn minn, þá ertu farinn. Þakklæti er mér efst í huga þegar ég rita þessi minningar- orð til þín elsku Stebbi minn, þakklæti fyrir að hafa fengið að vera þér samferða í lífinu. En þar sem er upphaf er líka endir og þegar kemur að því að þurfa að kveðja þá sem við elsk- um fer hugurinn að reika aftur í tímann. Minningar skjóta upp kollinum, minningar sem ylja og munu lifa. Hvað þig varðar fóstri minn kemur líka upp í huga minn þakklæti, þakklæti fyrir það að þú fékkst loks hvíld- ina sem þú varst búinn að þrá í dágóðan tíma. Ég veit að nú líð- ur þér vel, ert „engill með vængi og getur flogið“ eins og ein ömmustelpan mín sagði. Elsku Stebbi minn, takk fyrir samfylgdina og þær minningar sem við bjuggum til á lífsins leið. Þær á ég nú, frá því ég var lítið barn, barn sem þú tókst undir þinn verndarvæng, þar til leiðir okkar skildi nú um daginn. Þennan tíma og þessar minning- ar á ég og þær geymi ég í mínu hjarta. Það er þakklát kona sem fékk að fylgja þér síðustu sporin í þessu lífi, knús til þín fóstri minn og takk fyrir allt. Þín Helga Stefanía. Elsku afi/langafi. Við mæðgur eigum þér svo margt að þakka. Það að fá að alast upp í kringum þig og ömmu er svo ómetanlegt. Vænt- umþykjan og elskan var svo mikil og alltaf hafðir þú tíma til að aðstoða og huga að okkur. Söngur og gleði einkenndu allar okkar stundir því varla ókstu svo kílómetra að ekki væri skellt í einn slagara eða tvo. Við mun- um báðar eftir því hvað alltaf var gaman. Húmorinn þinn var einstakur og alltaf varstu til í að gera góðlátlegt grín og mikinn húmor hafðir þú fyrir sjálfum þér. Það er mikill mannkostur. Við minnumst þess að stund- um þegar við vorum að biðja þig um að kaupa handa okkur hluti sem ekki skiptu máli svaraðir þú því stundum til að þú mundir kaupa þá um leið og þú ynnir í happdrættinu. Við skildum vel að þá voru þetta hlutir sem ekki þurfti að kaupa og auðvitað var það svo. Hins vegar sagðir þú líka að þú hefðir unnið stóra vinninginn í happdrættinu einu sinni og ólíklegt að það gerðist aftur. Þú vannst stóra vinning- inn daginn sem þú kynntist ömmu. Það vissir þú vel. Iðulega sóttir þú Rakel í skól- ann, beiðst á Áttunni fyrir utan og svo brunuðuð þið til ömmu í mat og svo gjarnan fram í sveit að dytta að eða bara í bílskúrinn að brasa eitthvað. Gjarnan tók- uð þið lagið og þegar Rakel var 7 ára útbjugguð þið geisladisk þar sem Rakel söng inn jólalög við undirleik, þú varst upptöku- stjóri og tæknimaður. Þetta var jólagjöfin það árið. Þið Rakel hafið bæði þá skoð- un að það sé mikilsvert að reyna að gera hversdagsleg verk skemmtileg með óhefðbundnum aðferðum. Þið funduð t.d. upp afar skemmtilega aðferð við að setja niður kartöflur og mátti varla á milli sjá hvort ykkar skemmti sér betur. Vænni og bónbetri maður finnst varla og hafa margir orðið á vegi okkar sem hafa haft orð á því hve mikinn gæðamann þú hafðir að geyma. Þú máttir ekk- ert aumt sjá og fannst til með fólki sem átti undir högg að sækja. Þú varst mikill mannvin- ur og ófá góðverkin sem eftir þig liggja. Þú hafðir samt ekki hátt um þau sjálfur. Elsku afi, hvíl í friði og hafðu þökk fyrir allt sem þú hefur gef- ið okkur. Hanna Dóra og Rakel Hönnu. Við kveðjum í dag hann afa okkar, afa Kringló eins og við köllum hann, mann sem var eng- um öðrum öfum líkur. Þegar við hugsum til baka þá eru ákveðin augnablik sem eru sterk í minn- ingunni um hann afa. Við sjáum hann fyrir okkur inni á Hólnum sínum að sumri, kaffibrúnan í stuttbuxum og stígvélum, eitt- hvað að bardúsa við að slá gras- ið eða planta trjám. Við munum eftir öllum bílferðunum með honum í fallega hvíta Bensanum með vínrauða leðuráklæðinu, Áttunni, þar sem barnabörnin skiptust á að taka við stýrinu og æfa sig að keyra. Afi leiddi alltaf sönginn í bílnum og við barna- börnin tókum undir langlokuna „Pétur var kokkur á Kára“ eins og við gátum munað, en enginn í heiminum virtist kunna það kvæði til enda nema hann. Einn- ig munum við eftir honum við eldhúsborðið í Kringlumýrinni með kaffi í glasi að spila við okk- ur systur Ólsen Ólsen, Vist eða Manna. Afi virtist hafa einstak- lega gaman af því að grínast í barnabörnunum sínum og við munum hann vel skellihlæjandi með spilin í hendi að leika sér að því að svindla á sortum og þykj- ast svo ekkert hafa fattað hvað hann var að gera. Já, hann var engum líkur, þessi afi okkar. Við eigum svo margar skemmtilegar minningar og skondnar sögur um hann sem börnin okkar munu fá að heyra og gleðjast yf- ir. Elsku afi, takk fyrir allar frá- bæru stundirnar sem við áttum saman. Arna og Halla. „Afi kenndi mér sem ungum pilti“ tillitssemi, umburðarlyndi, hjálpsemi og vinnusemi. Alla tíð fórum við með hluti til hans í viðgerð. Fyrst leikföngin, seinna hjólin og síðast bílana þar sem gamli reddaði því sem þurfti að redda til að byrja með en kenndi okkur síðan að redda okkur sjálfir þegar við vorum komnir með aldur og eitthvert smávit. Það var alveg sama hve- nær og með hvað við komum til hans, hann fann alltaf tíma og leið til að aðstoða okkur við það sem þurfti. Ótrúlegt en satt kenndi afi okkur bræðrum að keyra bíl eins og nær öllum öðrum börn- um í fjölskyldunni og meðal fyrstu minninga okkar um afa er einmitt sitjandi fyrir framan hann í bílstjórasætinu þar sem við sáum um stýrið en náðum ekki niður á bremsuna. Hvor- ugur okkar þurfti frekari öku- tíma að námi afa loknu nema rétt til að kynnast bílnum sem við vorum prófaðir á. Sennilega höfum við báðir verið um tólf ára þegar við þurftum fyrst að bakka með kerru, fulla af hrossaskít nema hvað, svo hægt væri að bera á tún og plöntur. Merkilegt hvað hann virtist treysta okkur þótt við værum stundum smeykir sjálfir. Hann fór með okkur í fyrstu vélsleða- ferðina okkar, fyrstu fjallaferð- ina okkar og lét okkur keyra í öllum mögulegum og ómögu- legum aðstæðum svo við kynn- um að bregðast við þegar á reyndi. Þessi kennsla hefur bjargað okkur bræðrum út úr öllum þeim aðstæðum sem við höfum nokkurn tíman komið okkur í á bíl og frá þeim að- stæðum þar sem við hefðum mögulega komið okkur í vand- ræði. Sveitaferðirnar voru tíðar og frábærar. Yfirleitt vorum við að slá gras eða planta og alltaf tók hann með kók og prins svo við gætum sest niður eftir gott dagsverk og notið þess að slaka á í sveitinni. Þegar við horfum til baka þá skipti eiginlega engu máli hvað við vorum að gera, það að vera með afa og læra af honum var ómetanlegt. Takk afi. P.s. Ég minnist þess ekki að afi hafi nokkurn tímann unnið okkur bræðurna í Olsen, hvern- ig svo sem stendur á því. Alfreð og Stefán Markússynir. Stefán Helgason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.