Morgunblaðið - 21.03.2014, Qupperneq 73
Nú saman leggja blómin blöð,
er breiddu faðm mót sólu glöð,
í brekkum fjalla hvíla hljótt,
þau hafa boðið góða nótt.
Nú hverfur sól við segulskaut
og signir geisli hæð og laut,
en aftanskinið hverfur fljótt,
það hefur boðið góða nótt.
(Magnús Gíslason)
Ég votta fjölskyldu Guðmund-
ar mína innilegustu samúð.
Lúðvík B. Ögmundsson.
„Heyrðu, Guðmundur, þurfa
leiðsögumenn ekki að kunna góð
skil á öllum jurtum og þess hátt-
ar?“
„Ég get sagt þér það, frændi,
að þegar einhver fer að spyrja mig
út í slíkt spyr ég hvort hann sé
mjög þreyttur. Menn eiga nefni-
lega að horfa í kringum sig í feg-
urðinni hér á Hornströndum en
ekki vera að glápa niður fyrir
lappirnar á sér.“
Þessi orðaskipti áttu sér stað
fyrir rúmum tuttugu árum þegar
ég var í gönguferð með stórum
hópi fólks um Sléttuhrepp undir
fararstjórn Guðmundar frænda. Í
þeirri ferð var margt sagt af al-
vöru og þó jafnvel enn fleira í
gamni. Guðmundur hafði einstakt
lag á að gæða landið lífi með frá-
sögnum sínum og ekki var hann
síðri þegar hann sagði gamansög-
ur á kvöldvökum eða lék á gítar-
inn og stýrði söng að hætti
Hornstrandafara.
Í þessari ferð urðu fyrstu kynni
okkar frænda og þau áttu eftir að
verða meiri á komandi árum þótt
fundir væru ekki mjög tíðir – eng-
an veginn nógu tíðir. Síðustu árin
urðu samskiptin þó meiri og mér
varð æ ljósara að Guðmundur
Hallvarðsson var góður drengur,
fróður og skemmtinn, vildi hverj-
um manni gott gera og unni æsku-
slóðum föður síns norður við fjöl-
vindahaf af heilum hug.
Við Lilja kona mín sendum
Önnu Margréti og fjölskyldunni
allri hugheilar samúðarkveðjur.
Guðni Kolbeinsson.
Við Guðmundur áttum langt
símtal saman fyrir tveimur vikum.
Við hörmuðum hvað við hefðum
hist lítið í seinni tíð. Ég spurði um
sjúkdóminn, og hann svaraði öllu
greiðlega, dálítið fræðilega og af
yfirvegun eins og hans var vani.
Ekki minnst á að hugsanlega væri
hann að deyja. Við fórum að rifja
upp sögu Fylkingarinnar, sam-
takanna sem við vorum svo stoltir
af. Við ákváðum að við skyldum
hittast næst þegar ég kæmi suður
og ræða um þessa sögu. Aðallega
vorum við að hugsa um sögu
Rauðrar verkalýðseiningar 1. maí
sem allan áttunda áratuginn fór
með glæstum kröfugöngum og
fundum um götur Reykjavíkur á
þeim degi til að blása meira lífi í
baráttuhreyfingu verkafólks. Við
töluðum um mikilvæga baráttu
róttækra verkalýðssinna á þess-
um árum. Ég mundi taka með
mér segulband og hann sagðist
hafa nægan tíma á næstunni til að
fara í gegnum gamla blaðið okkar
Neista, á tímarit.is, til að undirbúa
sig fyrir rabbið. Næst frétti ég svo
fyrir viku að hann væri dáinn.
Myndirnar af Guðmundi sem
flugu gegnum hugann þegar ég
heyrði þetta voru óteljandi, frá því
hann kom 1967, tvítugur að aldri,
ásamt vini sínum til að ganga í
Fylkinguna, sem þá hét Æsku-
lýðsfylkingin. Hann var forystu-
maður Kópavogsdeildarinnar og
frá 1968 virkur forystumaður í
Fylkingunni þar til hún lagði upp
laupana 1984. Fylkingin lét sér
ekkert mannlegt óviðkomandi á
þessum árum, hvort sem það var
stuðningur við þjóðfrelsisbarátt-
una í Víetnam, baráttuna gegn
NATO eða að vera tryggur mál-
svari þeirra sem minna máttu sín í
íslensku samfélagi. Guðmundur
var með í þessu öllu, en mest litum
við til forystu hans í verkalýðs-
málunum, enda hann virkur í
Dagsbrún, sem þá var öflugasta
verkalýðsfélag landsins.
En verkarahetjan okkar átti
aðra hlið, hann reyndist vera nátt-
úrubarn í tónlistinni og yljaði um
hjartarætur með baráttu- og
kersknisöng sínum. Fyrir utan
baráttuna var hann alltaf að fá
áhugamál sem hann hreif okkur
með í. Hann dró stóran hóp okkar
með sér á Hornstrandir, feðra-
leifð sína í Hlöðuvík, þar sem við
vorum oft vikum saman í átökum
við náttúruöflin.
Við söknum öll félagans góða,
húmorsins hans og tónlistarinnar.
Innilegustu samúðarkveðjur frá
okkur Ingibjörgu til Önnu Grétu
og til barnanna þeirra Lilju, Hall-
varðar og Elfu Rúnar.
Ragnar Stefánsson.
Látinn er um aldur fram vinur
okkar til áratuga, Guðmundur
Hallvarðsson tónlistarkennari og
fararstjóri. Banamein hans var
ekki Hornstrandaveiki á lokastigi,
eins og hann hefði sjálfsagt sjálfur
kosið sér í hárri elli, heldur annar
og illvígur sjúkdómur sem marga
leggur að velli allt of snemma. Við
sem þessi kveðjuorð ritum urðum
þeirrar ánægju aðnjótandi, eins
og fjölmargir aðrir, að kynnast og
fylgja Guðmundi sem fararstjóra í
ferðum um Hornstrandir sem
segja má að hafi verið hans annar
heimavöllur. Einkum var honum
Hlöðuvík kær, en þangað lágu
upprunarætur hans og þar á ætt-
bogi hans nú myndarleg hús sem
mörgum ferðamanninum hafa
veitt skjól. Ferðir með Guðmundi
höfðu slíkt aðdráttarafl að margir
fóru með honum sumar eftir sum-
ar. Út frá þessum ferðum varð
smám saman til óformlegur
félagsskapur sem jafnan gekk
undir nafninu Hornstrandafarar
Ferðafélags Íslands en á vegum
þess fór Guðmundur sem farar-
stjóri ótal ferðir á Hornstrandir.
Má segja að hann hafi á sínum
tíma hleypt nýjum og öflugum
krafti í ferðir félagsins þangað.
Ýmislegt gerir ferðir með Guð-
mundi minnisstæðar. Hann hafði
ekki ofurtrú á hjálpartækjum nú-
tímans til að finna kórréttu leið-
ina, áttavitinn var honum stund-
um til annars brúklegur en að rata
veginn, krókurinn þótti honum
ekki endilega betri en keldan. Og
svörin við spurningum samferða-
mannanna gátu verið mjög óvænt.
En þar kom fram sá eiginleiki
Guðmundar sem hvergi naut sín
betur en á Hornströndum, skop-
skyn sem aldrei var djúpt á. Og
ekki dró það úr ferðagleðinni þeg-
ar í hús var komið að kvöldi dags,
og lúi og þægileg þreyta í kroppi
ferðalanga, að Guðmundur dró
fram gítarinn og söng vísur, sum-
ar allmergjaðar. Síðan lék hann
svo hugljúf klassísk verk, sem
gott var að hafa í veganesti inn í
svefninn.
Skemmtilegur þáttur í fari
Guðmundar var sannfæringar-
máttur hans sem gat verið með
ólíkindum. Sem dæmi um það má
nefna að þegar hópar komu til
Hlöðuvíkur benti hann á að eng-
inn friður yrði þar fyrr en búið
væri að hella koníakstári í draug-
inn Indriða, trédrumb við aðalinn-
gang hússins. Litlu munaði oft að
menn tryði þessu!
Guðmundur hafði mikla leið-
togahæfileika sem komu fram í
því hve vel og dyggilega hann hélt
Hornstrandahópnum saman í
meira en tuttugu ár.
Hann kom á svonefndum vor-
og haustgöngum Hornstrandaf-
ara, dagsgöngum sem lauk með
glensi og gamni, á haustin oftast
einnig með dansi við spil Breið-
bandsins, en það samanstóð af
Hornstrandaförum. Þá kom Guð-
mundur einnig fram á árshátíðum
Hornstrandafara.
Hvar sem Hornstrandafarar
komu saman var gítarinn ekki
langt undan og nutu nokkur okkar
þess að fá leiðsögn í gítarspili,
kunnáttu sem hann taldi hverjum
tæknibúnaði þarflegri þeim sem
fetuðu í fótspor hans sem farar-
stjórar.
Mikill öðlingur er fallinn frá og
Hornstrandahópurinn hefur
misst Leiðtoga sinn, og við góðan
vin og félaga.
Hans er djúpt saknað og að-
standendum hans öllum sendum
við einlægar samúðarkveðjur.
Eiríkur Þormóðsson,
Eygló Egilsdóttir,
Magnús Konráðsson,
Ólöf Sigurðardóttir,
Sigríður Lóa Jónsdóttir.
„Einstakur“ er orð sem notað er þegar
lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðm-
lagi eða sólarlagi eða manni sem veitir
ástúð með brosi eða vinsemd.
„Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af
rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu
annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru
dáðir og dýrmætir og hverra skarð verð-
ur aldrei fyllt.
„Einstakur“ er orð sem best lýsir þér!
(Terri Fernandez)
Hann Guðmundur okkar Hall-
varðsson var einstakur maður.
Það var alltaf gaman þar sem
hann var. Hvort sem var á kenn-
arastofunni, í fjallgöngum, utan-
landsferðum eða á öðrum uppá-
komum. Hann var iðulega hrókur
alls fagnaðar, fyndinn og orðhepp-
inn. Húmorinn hans var frábær
og féll vel í kramið. Guðmundur
fór með okkur samstarfsfólki í
nokkur skólaferðalög, m.a. til Ítal-
íu og Barcelona. Þar flutti hann
„Ljótuvísurnar“ fyrst fyrir okkur
samferðafólk sitt og lét okkur
engjast af hlátri. Eitt vorið dreif
Guðmundur sig á Heilsuhælið í
Hveragerði og átti þar góða dvöl.
Hann bauð okkur til sín einn fal-
legan sumardag. Gekk með okkur
góðan hring um Hveragerði og
nágrenni, sýndi okkur Heilsuhæl-
ið og síðan borðuðum við kvöld-
verð með honum. Þetta var góður
dagur. Aftur áttum við gott kvöld
með honum síðastliðið haust þar
sem hann hélt tónleika fyrir dval-
argesti Heilsuhælisins. Þar lék
hann klassísk gítarverk og lauk
síðan tónleikunum eftir uppklapp
með „Ljótuvísunum“ og skildi við
viðstadda í hláturskasti.
Við samstarfsfólk hans í Tón-
listarskólanum í Grafarvogi eig-
um afar góðar minningar um Guð-
mund og það er mikill söknuður í
huga okkar allra. Öll héldum við
að hann myndi sigrast á sjúk-
dómnum, svo duglegur sem hann
hefur verið síðustu mánuði. Það
var því reiðarslag að fá þær fréttir
að hann væri látinn. Það var
klökkur hópur samankominn á
kennarastofunni síðastliðna viku.
Glaðvær hlátur og góð nærvera
Guðmundar hljómar víst á öðrum
stað núna. Guðmundur elskaði
starfið sitt og var frábær gítar-
kennari. Hann kenndi fáeinum
nemendum fram á síðasta dag.
Guðmundur var heppinn mað-
ur að eiga hana Önnu. „Ég veit
ekki hvað orðið hefði um mig,“
sagði Guðmundur við okkur og
átti þá við Önnu og það hvað hún
stóð með honum í veikindunum.
Anna fór með honum í Ljósið, í
leikfimi og á námskeið. Þau gerðu
allt saman. Hann hlakkaði einnig
til að fara með henni í Hveragerði,
en þangað ætluðu þau í vor.
Genginn er góður félagi og fall-
inn frá svo allt of fljótt. Hann hafði
búið í haginn fyrir næstu ár og var
fyrir stuttu orðinn afi. Fjölskyld-
an hefur misst góðan og glaðvær-
an dreng og mikinn máttarstólpa.
Í hugann kemur stundin sem við
áttum með honum nú rétt fyrir
síðustu jól, en þar lék hann og
söng gamanvísur fyrir okkur.
„Einstakur“ maður er genginn.
Fari hann í friði og megi tíminn
lina sársauka og söknuð fjöl-
skyldu hans. Við vottum þeim
okkar dýpstu samúð.
Fyrir hönd starfsfólks Tónlist-
arskólans í Grafarvogi,
Hrafhildur Steinarsdóttir,
Guðmundur Samúelsson og
Sigríður Árnadóttir.
Það verður seint sagt að Guð-
mundur J. Hallvarðsson hafi verið
dæmigerður fararstjóri. Hann
varð goðsögn í lifanda lífi sem leið-
sögumaður um slóðir forfeðra
sinna á Hornströndum á vegum
Ferðafélags Íslands. Með frum-
kvæði sínu að skipulagningu
skálaferða fyrir breiðan hóp
ferðafólks átti hann drjúgan þátt í
að gera eyðibyggðir Hornstranda
að þeirri vinsælu útivistarparadís
sem þjóðin þekkir í dag. Flestir
sem þangað koma falla fyrir töfr-
um þessa einstaka landsvæðis,
þar sem saman fléttast stórbrotin
náttúra og minningar um erfiða
lífsbaráttu horfins samfélags.
Þetta var hin ytri umgjörð, en
ferð um þessar slóðir í félagsskap
Guðmundar var upplifun engu lík,
mótuð af persónutöfrum hans í
bland við ýmsar kostulegar sér-
viskur. Okkur sem nutum gaf
hann dýrmætar minningar sem
lifa munu lengi – af kvöldvökum í
Búðabæ, kvöldsólarfegurð á Kál-
fatindum og því að koma upp í
fjallaskarð og sjá nýjan heim opn-
ast handan við fjöllin.
Minnisstæð er sú nærgætni
sem Guðmundur sýndi þeim sem
voru að feta sín fyrstu spor í fjalla-
mennsku. Hann kenndi þá list að
ganga hægum og stuttum skref-
um upp Skálarkamb og önnur
Vestfjarðafjöll, fet fyrir fet, fara
sér hægt en örugglega uns tak-
markinu er náð. Af sama æðru-
leysi og seiglu tókst hann á við
lokagöngu sína, glímuna við þann
erfiða sjúkdóm sem nú hefur lagt
hann að velli, langt fyrir aldur
fram.
Á kveðjustund vil ég þakka
Guðmundi J. Hallvarðssyni fyrir
að hafa gefið mér og mörgum öðr-
um hlutdeild í sinni jarðnesku
paradís.
Pétur H. Ármannsson.
Enginn samferðamanna talaði
um dauðann í slíkum hálfkæringi
sem Guðmundur Hallvarðsson og
enginn var þó jafnfjarlægur hon-
um. Í gönguferðunum var til
leynilegur listi og sá sem varð
uppvís að óhlýðni eða skorti á
undirgefni við foringjann lenti
efst á listanum og átti því á hættu
að verða fórnað ef mikið lægi við.
Nú er Guðmundur allur og skilur
eftir sig einkennilegt tómarúm en
um leið endalaust þakklæti og flóð
dýrmætra minninga. Fyrir tveim
áratugum tókum við ákvörðun um
að láta langþráðan draum rætast
og skráðum okkur í hálfsmánaðar
bakpokaferð um Hornstrandir.
Ekkert okkar grunaði að þetta
ætti eftir að hafa þau áhrif á okkar
líf sem raunin varð á. Hér var það
fararstjórinn og hans frumkvæði
sem skipti sköpum. Hornstrandir
voru yndislegar; erfiðar yfirferð-
ar, dagleiðir langar, veðrið rysj-
ótt, birgðir þungar og blæðandi
hælsæri á báðum – en við vorum
fyrst til að bóka okkur í göngu
næsta árs og síðan ár eftir ár und-
ir leiðsögn Guðmundar. Svo bætt-
ust páskaferðir við. Hornstran-
davírusinn grasseraði á lokastigi.
Samferðafólkið var að hluta það
sama, en leiðin var alltaf ný. Við
eignuðumst hóp vina fyrir lífstíð.
Guðmundur var einstakur maður.
Hornstrandir voru hans helgi-
dómur og í þeim heimi vildi hann
gefa sem flestum hlutdeild. Hann
kunni þá list að virkja fólk og
tengja saman og var óþreytandi
við að hafa samband og miðla hug-
myndum. Fá mann í lið. Horn-
strandafarar var félagsskapur
sem hann kom á laggirnar og hef-
ur haldið úti töluverðri starfsemi.
Göngur vor og haust utan Horn-
stranda. Helgarferðir um miðjan
vetur auk gríðarlega skemmti-
legra árshátíða. Meira að segja
varð til kór Hornstrandafara.
Tónlistarmaðurinn Guðmundur
fékk góða spilara til liðs við sig og í
takt við umfang liðsmanna hlaut
hljómsveitin nafnið Breiðbandið.
Það tróð upp á ýmsum óhefð-
bundnum stöðum, s.s. sundlaug-
arbörmum og hengiflugum. Hann
fékk reyndasta göngufólkið til að
taka að sér fararstjórn svo hægt
væri að fjölga ferðum um svæðið.
Allt gerðist þetta á skemmtilegan
SJÁ SÍÐU 74
MINNINGAR 73
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014
✝
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, sonur,
tengdasonur, bróðir, mágur og afi,
GUÐMUNDUR ÓLAFUR GARÐARSSON,
Ólafsfirði,
lést miðvikudaginn 12. mars á Land-
spítalanum.
Útför hans fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju
laugardaginn 22. mars og hefst klukkan 13.30.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hetjurnar, félag langveikra
barna á Norðurlandi.
Þuríður Sigmundsdóttir,
Garðar Guðmundsson, Þ. Kristín Guðmundsdóttir,
Guðrún Elísabet Guðmundsdóttir, Sindri Valdimarsson,
Halldór Ingvar Guðmundsson, Guðbjörg Ýr Víðisdóttir,
Garðar Guðmundsson, Helga Torfadóttir,
Guðrún Elísabet Víglundsdóttir, Sigmundur Agnarsson,
Halldóra Garðarsdóttir, Maron Björnsson,
Ólöf Garðarsdóttir, Barði Jakobsson,
Hannes Garðarsson, Steinunn Aðalbjarnardóttir,
Salka Björk, Guðmundur Orri,
Þuríður Lilja og Kjartan Ólafur.
✝
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
HELGA MAGNÚSDÓTTIR,
Norðurbraut 5,
Höfn í Hornafirði,
sem andaðist á Heilbrigðisstofnun
Suðausturlands laugardaginn 16. mars,
verður jarðsungin frá Hafnarkirkju, Höfn, laugardaginn 22. mars
kl. 14.00.
Ragnar Arason,
Magnús Sigmar Aðalsteinsson,
Guðbjörg Signý Gísladóttir, Stefán Bjarni Finnbogason,
Magnhildur Björk Gísladóttir, Þorvaldur Jón Viktorsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
KARÓLÍNA ÞÓRA ÞÓRÐARDÓTTIR,
Seljavegi 33,
Reykjavík,
lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi í
Fossvogi sunnudaginn 16. mars.
Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni
föstudaginn 28. mars kl. 13.00.
Stefana Kormáksdóttir,
Logi Jósef Guðmundsson,
Þóra Bernadetta Valdimarsdóttir, Eyjólfur Bjarni Alfreðsson
Pétur Fallesen,
Dagbjört Ylfa Geirsdóttir,
Alfreð Örn Eyjólfsson.
✝
Ástkær sambýliskona, móðir, dóttir, amma,
tengdamóðir, systir og mágkona,
GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR,
Stórholti 21,
Ísafirði,
lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Ísafirði,
sunnudaginn 16. mars.
Útför hennar fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 29. mars
kl. 14.00.
Björn Bergsson,
Jóhann Pétur Guðmundsson,
Bjarki Guðmundsson, Þórdís G.Guðmundsdóttir,
Jóhann Pétur Ragnarsson,
Guðmundur Jens Jóhannsson, Soffía Þóra Einarsdóttir,
barnabörn og aðrir aðstandendur.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐBJÖRG A. ÞORSTEINSDÓTTIR
Lóa
Reynimel 82
Reykjavík
sem lést sunnudaginn 16. mars á hjúkrunar-
heimilinu Grund, verður jarðsungin frá Neskirkju
fimmtudaginn 27. mars kl. 13.00.
Ragnar Ellert Gunnarsson Helga Sveinbjörnsdóttir
Elín Gunnarsdóttir
Gunnar Gunnarsson Heiða Björk Vignisdóttir
Herdís Gunnarsdóttir Haukur Ingi Hauksson
Sigríður Gunnarsdóttir Helgi Gunnarsson
Hellen Magnea Gunnarsdóttir Örn Karlsson
Þorsteinn Gunnarsson Soffía Ólafsdóttir
G. Aðalheiður Jónsdóttir Juan Carlos Melgar Rada
barnabörn og barnabarnabörn