Morgunblaðið - 21.03.2014, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 21.03.2014, Blaðsíða 55
UMRÆÐAN 55 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014 Eru fleiri hundruð kennarar í verkfalli til þess eins að ræða kröfur gagnaðila um lengri vinnutíma, styttingu náms til stúdentsprófs, fjárhag skólanna o.fl.? „Hér verður ekkert slakað á,“ sagði Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar rík- isins. Það var og. Ég hélt að við kennarar hefðum farið í verkfall til að ræða kröfu okkar um kaup- hækkun, en ekki kröfur gagnaðil- ans um eitthvað allt annað. Í átta vikna verkfalli hér um árið höfn- uðu kennarar þeim atriðum sem nú eru aftur komin upp á borð. Hvernig stendur á því að samn- ingsaðilar okkar láta alltaf teyma sig út í umræður um allt annað en til var stofnað, þ.e. kauphækkun án skilyrða? Allt annað á að ræða um á öðrum tíma og undir öðrum kringumstæðum. Það liggur í augum uppi að með þessu hátta- lagi er ríkið að nota verkfallssjóð kennara og um leið ná eigin milljónasparnaði til að knýja fram þær breytingar sem kenn- arar hafa áður hafnað. Með því að tefja um- ræðuna um það sem málið ætti að fjalla um, þ.e. sjálfa launa- hækkunina, veikir gagnaðilinn úthald hins almenna kennara og eykur andúðina í þjóð- félaginu á stéttinni. Góð taktík þetta. Flugmenn standa nú í kjarabar- áttu. Hvernig mundu þeir bregðast við kröfu viðsemjenda sinna um að dreifa samlokum og kaffi meðal farþega í flugi. Hreinsa svo vélina þegar lent væri og þannig lengja viðveru sína á vinnustað og gefa þannig eitthvað á móti væntanlegri kauphækkun. Það er alltaf sjálf- sögð krafa þegar um kennara er að ræða, „hvað gefa þeir á móti?“ er spurt í hvert einasta sinn sem farið er fram á kauphækkun. Hjá öllum stéttum í álfunni er stefnt að styttingu vinnutíma nema hjá kennurum. Þessi framkoma gagn- vart kennurum er ekki boðleg, hvað þá þeim þúsundum nemenda sem eru nánast á vergangi. Ég hvet samninganefnd okkar kennara til að vísa öllum mót- kröfum út af borðinu nú þegar og eingöngu ræða það atriði er verk- fallið gekk út á, þ.e. kauphækkun án skilyrða. Kennarar dregnir á asnaeyrunum Eftir Hauk R. Hauksson »Hvernig stendur á því að samningsaðil- ar okkar láta alltaf teyma sig út í umræður um allt annað en til var stofnað, þ.e. kaup- hækkun án skilyrða? Haukur R. Hauksson Höfundur er framhaldsskólakennari. Síðustu 40 ár hafa norsk fiskeldisfyrir- tæki ekki aðeins framleitt lax, þau hafa líka skapað sam- félög. Frumkvöðlum í þessum stórkostlega iðnaði tókst að snúa neikvæðri þróun í já- kvæðni og uppbygg- ingu. Meðfram allri norsku ströndinni eru litlir staðir sem blómstra í dag af því að hugrakkt fólk þorði að fórna aleigunni fyrir heimabyggðina og þennan fisk sem nú er mikil eftir- spurn eftir um allan heim. Árang- urinn af því að menn tóku þessa áhættu er hægt að sjá í dag í sjáv- arbyggðum eins og t.d. Lovund, Frøya, Kvarøy, Arnøy, Herøy, Firda og svo framvegis. Lovund eins og aðrar sjávar- byggðir á norsku ströndinni hafði um langan aldur lifað af sjávar- útvegi. En það fór að halla undan fæti upp úr miðri síðustu öld og það þurfti að takast á við miklar samfélagsbreytingar. Afleiðingin var almennur flótti ungs fólks úr sjávarbyggðunum. Ekki ósvipað og gerst hefur t.d. á Vestfjörðum á Ís- landi. Um 1980 snerist hin neikvæða þróun á Lovund við. Nokkrir heimamenn reyndu fyrir sér við nýja starfsgrein, laxeldi í sjó. Síð- an ævintýrið á Lovund byrjaði hef- ur íbúafjöldinn tvöfaldast og þar er nú lægstur meðalaldur í Noregi, aðeins 28 ár. Sem dæmi um þróun- ina má nefna að einn nemandi út- skrifaðist úr 10. bekk vorið 2012, en þegar nýtt skólaár hófst í ágúst byrjuðu 27 börn í 1. bekk. Á eyjunni Lovund, sem aðeins er 4,5 km2 voru framleidd 45 þúsund tonn af laxi árið 2012 fyrir u.þ.b. 2 milljarða NOK eða 37,6 milljarða ISK. Þetta eru 4,3 milljóna NOK eða 81 milljónar ISK framleiðslu- verðmæti á íbúa. Á Lovund er vel- megun, húsum er vel viðhaldið, ný- ir bílar og smábátahöfninni svipar til Aker-bryggju í Osló. Atvinnu- leysi þekkist ekki. En hvernig skapar laxeldi sjáf- bærar sjávarbyggðir? Svarið er einfalt, laxeldi býr til störf sem aft- ur skapa verðmæti fyrir nærsam- félagið. Laxeldi fer ekki fram í borgum, það er á landsbyggðinni þar sem þörfin fyrir verðmæta- sköpun og störf er mest. Atvinnu- og verðmætasköpunina í laxeldi má líkja við borgarísjaka sem aðeins lítill hluti sést af. Sýnilegi hlutinn er seiðaframleiðsla, matfiskeldi, flutningar og slátrun. Í þeim hluta sem ekki er eins áberandi eru flest störfin en það er þjón- ustan við atvinnu- greinina. Þar má nefna rannsóknir á heilsu laxfiska, vöktun, upp- lýsingaöflun og leyfis- veitingar o.s.frv. Rannsóknir sýna að atvinnugreinin vill hafa þjónustuna á sínu svæði. Sem dæmi má nefna að laxaiðnaður- inn í Troms-fylki keypti vörur og þjón- ustu fyrir u.þ.b 56 milljarða ISK árið 2012, þar af 47 milljarða í Norður-Noregi. Getur þetta gerst á Íslandi? Það er engin ástæða til að halda að ekki megi takast að byggja upp sjálfbærar sjávarbyggðir á Íslandi sem byggjast á laxeldinu. Með nú- tíma tækni og búnaði vitum við að laxeldi á Íslandi er líffræðilega mögulegt. Hitinn í hafinu hefur vaxið á síðustu árum og eldis- tæknin gerir eldi mögulegt á stöð- um þar sem veðurskilyrði eru erf- ið. Saga Bíldudals er ekki ósvipuð því sem gerðist á Lovund áður en laxeldið kom til. Um 1990 bjuggu um 450 manns í þorpinu og allt byggðist á fiskveiðum og vinnslu. Síðan hafa fiskveiðar smátt og smátt lagst af og frystihúsinu var loks lokað. Unga fólkið flutti burt og í höfn eru bátar, sem áður drógu björg í bú, en grotna nú nið- ur. En það er hægt að snúa þessari þróun við. Það er hægt að byggja upp sjálfbært samfélag á nýjan leik á Bíldudal, svipað og heima- mönnum tókst að gera á Lovund. Þess vegna höfum við gert ná- kvæmlega það sama og menn gerðu þar um 1980. Við leggjum allt undir til að hefja eldi á þessu frábæra hráefni sem laxinn er. Í sumar flytjum við, ég og fjöl- skylda mín frá Noregi til Bíldudals til að fylgja þróuninni eftir en það er ekki raunhæft að gera það úr fjarlægð. Sama munu aðrir lykil- starfsmenn Arnarlax gera. Samtals flytja því um 30 manns til Bíldu- dals í sumar. En þetta er bara byrjunin og við erum ekki einir. Um alla Vestfirði og Austfirði eru eldisfyrirtæki sem eru tilbúin að takast á við og leika sitt hlutverk í þeirri þróun sem hafin er og skap- að getur bjarta framtíð í sjálfbær- um vestfirskum sjávarbyggðum. Fiskeldi og sjálfbær- ar sjávarbyggðir Eftir Kristian B. Matthíasson Kristian B. Matthíasson » Fiskeldi á Vest- fjörðum og mögu- leikar til uppbyggingar. Höfundur er stjórnarformaður Arnarlax ehf. Gigaset Símtæki A120 Upplýstur skjár. Númerabirting og númeraminni. Fáanlegt í svörtu og hvítu. Tækifærisverð: 5.310 kr. stgr. (Fullt verð: 6.245 kr.) SIEMENS Expressó-kaffivél TK 53009 Býr til ýmsa kaffidrykki með einstakri bruggtækni. Malar baunir. 15 bara þrýstingur. Losanlegur vatnstankur. Tækifærisverð: 82.900 kr. stgr. (Fullt verð: 109.900 kr.) SIEMENS Kæli- og frystiskápur KG 36VNW20 Hvítur. „crisperBox“ -skúffa sem tryggir lengur ferskleika grænmetis og ávaxta. H x b x d: 186 x 60 x 65 sm. Tækifærisverð: 99.900 kr. stgr. (Fullt verð: 129.900 kr.) SIEMENS Uppþvottavél SN 45M205SK 13 manna. Fimm kerfi. Hljóð: 44 dB (re 1 pW). Barnalæsing. Tækifærisverð: 129.900 kr. stgr. (Fullt verð: 169.900 kr.) Orkuflokkur HÆSTA EINKUNN Ap ríl 20 13 Ap ríl 20 13 SIEMENS Þvottavél WM 12B261DN Vindur upp í 1200 sn./mín. Tekur mest 6 kg. Tækifærisverð: 89.900 kr. stgr. (Fullt verð: 119.900 kr.) Orkuflokkur 6 Tækifæri Mars 2014 Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is Öryggisgler
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.