Morgunblaðið - 21.03.2014, Side 25

Morgunblaðið - 21.03.2014, Side 25
Morgunblaðið/Kristinn Minjar Merkir munir eru í Laufási, s.s. platti frá Alþingishátíðinni 1930. er frá núverandi Bjarkargötu ná- lægt árinu 1900, sýnir Laufás einan og býsna afskekktan suður í Þing- holtunum niður undir Vatnsmýri,“ segir Flosi Kristjánsson sem hefur grúskað í sögu Laufáss og gömlu byggðarinnar í Reykjavík. Hann segir að nokkru eftir að Laufáshúsið var byggt, hafi byggðin tekið að fær- ast suður eftir Þingholtunum. „Eflaust hefur stígurinn út í Lauf- ás innan úr Kvos fengið sitt nafn mjög fljótt en verið óformlegt heiti í fyrstu. Ég er ekki frá því að við byggingu Kennaraskólans árið 1908 hafi verið talað um að hann stæði við endann á Laufásvegi. Svo gerði Tómas nafnið náttúrlega ódauðlegt í kvæði sínu Fyrir sunnan Fríkirkj- una. Þá var gengið suður Laufásveg- inn. Okkur er óhætt að fullyrða að gatan hafa verið komin með þetta nafn nálægt aldamótunum 1900,“ segir Flosi Kristjánsson. Dyraloftið er baðstofan Í tímans rás hefur ýmsu í Laufási verið breytt frá upphaflegri gerð, en leitast er við að halda gömlu svip- móti innan húss, einkum í stofunum. „Við höfum þó lagt okkur eftir því að láta herbergið yfir forstofunni halda sér alveg óbreyttu; Dyraloftið sem svo er kallað. Á æskuheimili Þórhalls biskups í Laufási við Eyja- fjörð var til herbergi með því nafni og var Dyraloftið í Laufási í Reykja- vík innréttað á þann hátt að minnir um margt á baðstofur í burstabæj- unum,“ segir Flosi. Á Dyraloftinu eru ýmsir munir sem tengjast íbúum hússins. mynd- ir, bækur og gömul búsáhöld. „Húsið hefur fengið gott viðhald lengst af og eru innviðir þess ákaflega traustir,“ segir Flosi. „Í fyrrasumar var skipt um allt járn á þaki hússins og kvist- um og kom þá í ljós að þakklæðning hafði lítið látið á sjá í áranna rás, en járnið mun hafa verið upprunalegt. Einungis ystu borðin á þakklæðn- ingunni voru endurnýjuð. Þess er að sjálfsögðu gætt að breyta húsinu í engu hið ytra.“ Morgunblaðið/Kristinn Laufás Flosi Kristjánsson fyrir utan húsið sem var reist árið 1896. Húsið stóð eitt og stakt nánast út í sveit, en síðan kom sú tíð að bærinn stækkaði og þá var Laufásvegur, gatan suður Skólavörðuholtið, kennd við húsið. Reisulegt Laufás í sinni upphaflegu gerð snemma á 20. öldinni. Hlýlegt Dyraloftið í Laufási er í gamla stílnum og er fyrirmyndin sótti til gömlu íslensku baðstofa sveitabæjanna. Viðarklæðningin gefur hlýjan svip. FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.