Morgunblaðið - 21.03.2014, Side 49

Morgunblaðið - 21.03.2014, Side 49
49 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014 Risi Mikið var um dýrðir í gær við opnun barnakvikmyndahátíðar í Bíó Paradís. Risakanína heilsaði upp á börnin. Eggert NEW YORK | Nú, þegar rússneskar her- sveitir eru innan landa- mæra Úkraínu og kín- verski flotinn situr í lögsögu Filippseyja, er heimurinn að fara í hættulegt tímaferðalag. Út frá sjónarmiði al- þjóðastjórnmála eru Rússar og Kínverjar að vekja upp á ný þær sið- venjur sem giltu á 19. öld, þegar ríki kepptust við að safna saman hörðu hervaldi innan alþjóðakerfis, sem var fullt af þjóðernishyggju og formföstu fullveldi. Vissulega virðist svo sem Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sé að reyna að setja saman á ný 19. ald- ar mynd Rússlands keisaratímans, með því að halda í Krímskagann, Abkasíu, Suður-Ossetíu og aðra hluta gamla heimsveldisins, sama hvað það kostar. Á svipaðan hátt er Kína að setja fram kröfur sínar á Suður-Kínahafi, algjörlega í trássi við hafréttar- samning Sameinuðu þjóðanna, á grundvelli óljósrar sögu um keis- araveldi fyrri tíðar. Bæði lönd hegða sér nú eins og vald sé núllsummu- leikur sem fylgi gömlum reglum „realpólitíkur“. En, þrátt fyrir varnaðarorð Johns Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, um að hertaka Rússlands á Krím- skaganum sé ekki í samræmi við „hegðun öflugs ríkis innan G8- ríkjanna á 21. öld,“ eru Bandaríkin og banda- menn þeirra með erfiðismunum að reyna að halda í heim eftirstríðsáranna á 20. öld. Fyrir Bandaríkin þurfti árið 1945 að binda enda á hina hungruðu þjóðerniskennd Evrópu, sem hafði þá komið fram í nýlendu- stefnunni og tveimur heimsstyrj- öldum. Þeir Bandaríkjamenn sem skipulögðu árin eftir stríð drógu þá ályktun að ef ofgnótt þjóðernis- hyggju væri vandamálið, væri fjöl- þjóðahyggja svarið. Bandaríkin tóku forystu í að búa til kerfi alþjóðalaga, búa til Sameinuðu þjóðirnar og hlúa að frjálsum viðskiptum og opnum mörkuðum víðsvegar um heiminn, og viðhalda á sama tíma öryggishlífinni sem leyfði fjölþjóðlegum stofnunum eins og Evrópusambandinu og Sam- tökum ríkja í Suðaustur-Asíu að þróast. Bandaríkjamenn voru langt í frá staðfastir eða fullkomnir í þessu ferli, stundum með blóðugum afleiðingum á stöðum eins og Víetnam. En stöðug vörn Bandaríkjanna á alþjóðakerfi sem hafði meiri sameiginlega kosti fyrir alla en nokkurt kerfi sem hafði verið á undan, opnaði dyrnar fyrir sjö áratugum af mestu nýsköpun, hag- vexti og framförum sem tegund okk- ar hefur nokkurn tímann kynnst. Nú hins vegar, með upprisu Kína, breyttu valdajafnvægi, og lang- þreyttum Bandaríkjum eftir tvö ára- tugalöng stríð sem hafa dregið úr trúverðugleika landsins, er alþjóða- kerfi eftirstríðsáranna undir miklu álagi. Japan nútímans, sem hefur verið traustur stuðningsmaður hins bandaríska alþjóðakerfis, tók einnig stökkbreytingum vegna þess. Þegar bandaríski sjóliðsforinginn Matthew Perry skaut sér leið inn í Tókýóhöfn árið 1854, uppgötvaði hann veika, einangraða og tæknilega frumstæða þjóð. Fjórtán árum síðar hófu Jap- anir mikilvirka nútímavæðingu undir stjórn Meiji keisara; þrjátíu og sjö árum eftir það, skók sigur landsins í Rússnesk-japanska stríðinu heiminn. Hafandi numið vel lexíur Evrópu 19. aldar hóf Japan grimmilega herferð í fimm áratugi til þess að drottna yfir Asíu og tryggja auðlindir þess, sem lauk aðeins þegar kjarnorku- sprengjur Bandaríkjanna jöfnuðu Híróshíma og Nagasaki við jörðu. Eftir stríðið, undir vernd Banda- ríkjanna og leiðsögn í upphafi, steig Japan upp sem talsmaður alþjóða- kerfis sem byggt væri á lögum. Landið fjármagnaði Sameinuðu þjóð- irnar hlutfallslega í meira magni en nokkur önnur þjóð, tók þátt á virkan hátt í öðrum alþjóðastofnunum og studdi við þróun nágranna sinna í As- íu, þar á meðal Kína. En nú, þegar leiðtogar Kína eru að sverta Japani með ágengum hætti og þrýsta harðar á um umdeildar kröfur á landi og hafsvæði en fyrr, er verið að ýta landinu í þá átt sem Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, sem hefur hneigingu til sögulegrar end- urskoðunarstefnu og vilja til að und- irstrika hina þjóðerniskenndu fortíð landsins, kann að hafa viljað frá upp- hafi: Aftur til nítjándu aldar. Evrópa umfaðmaði líka alþjóða- kerfi eftirstríðsáranna. Með varnar- málin útvistuð til Bandaríkjanna, færðu ríkisstjórnir Evrópu stefnu sína og fjárútlát að félagslegri vel- ferð, og hófu að byggja 21. aldar út- ópíu með hnignun fullveldisins, sem hefur máð línurnar á milli þjóða og skipt út árásarhneigð og fjandskap fyrir viðræðum og málamiðlunum. 21. aldar draumur Evrópusam- bandsins stendur nú frammi fyrir 19. aldar birni Tsaristanna, sem sýnir sínar fornu klær á landamærum Rússlands og Úkraínu. Og, líkt og ASEAN-þjóðirnar hafa hvorki getað né viljað standa í hárinu á Kínverjum vegna ásælni þeirra í Suður- Kínahafi, er ESB nú þegar að finna til þeirra takmarkana sem „mjúkt“ vald og viðræðu-aðferðin hefur gagn- vart Rússlandi. Ef 21. aldar kerfi og hnignun full- veldisins er áfram óaðgengilegur draumur í okkar Hobbes-íska heimi, og það að snúa aftur til siðvenja 19. aldar með því að samþykkja hina herskáu hegðun Rússlands og Kína er einnig ógeðfellt, er sá kostur að verja alþjóðakerfi eftirstríðsáranna hugsanlega sá besti í stöðunni. Hið kaldhæðnislega er að nítjándu aldar svar, með auknu valdajafnvægi og endurvígvæðingu Evrópu og Jap- ans, gæti verið hluti af því sem þarf til að gera það. Eftir Jamie F. Metzl »Nú hins vegar, með upprisu Kína, breyttu valdajafnvægi, og langþreyttum Bandaríkjum eftir tvö áratugalöng stríð sem hafa dregið úr trúverðugleika landsins, er alþjóðakerfi eftirstríðsáranna undir miklu álagi. Jamie Metzl Jamie Metzl er meðeigandi í al- þjóðlegu fjárfestingarfyrirtæki í New York og félagi í Asíusamtökunum. Hann sat í þjóðaröryggisráði Banda- ríkjanna og starfaði í utanríkisráðu- neyti Bandaríkjanna í ríkisstjórn Bills Clintons. ©Project Syndicate, 2014.www.project-syndicate.org Aftur til framtíðar í Úkraínu og Asíu Á morgun, 23. mars, er Dagur Norðurlanda. Þennan dag fyrir 52 ár- um komu fulltrúar rík- isstjórna Norðurlanda saman í þinghúsinu í Helsinki og undirrit- uðu sáttmála sem er ígildi stjórnarskrár norræns samstarfs, í daglegu tali nefndur Helsinkisáttmálinn. Undirritun hans varð til þess að treysta samstarf þjóðanna enn frek- ar og staðfesti þá nálægð sem ríkir milli Norðurlandabúa að því er varð- ar menningu, tungumál, samfélags- gerð og gildi. Íslendingar njóta á margan hátt uppskerunnar af sam- vinnu Norðurlanda án þess að vera meðvitaðir um hvernig til var sáð eða úr hvaða jarðvegi hún er sprott- in. Norræna húsið hefur verið styrk stoð í menningarlífi Íslendinga síðan 1968 þar sem norræn menning situr í öndvegi. Norræna húsið er gott dæmi um ávinning Íslendinga af norrænu samstarfi. Framlag Íslands til Norrænu ráðherranefndarinnar, sem er aðeins 0,7% af heildar- fjárlögum hennar, rennur óskipt til reksturs Norræna hússins. Starf sem snýr að ungu fólki, og við njót- um góðs af, hefur einnig rutt sér rúms á norrænum vettvangi s.s. Nordjobb og Nordplus. Norræni spilunarlistinn er nýr sproti sem höfðar einnig vel til ungmenna. Norrænt samstarf opnar dyr Fyrir tilstuðlan norræns sam- starfs geta Íslendingar sótt vinnu og nám hvar sem er á Norðurlöndum án hindrana. Samkomulag um sam- eiginlegan vinnumarkað sem und- irritað var fyrir hartnær 60 árum gerir Norðurlandabúum kleift að stunda vinnu og setjast að í hvaða norrænu ríki sem þeir kjósa án þess að hafa til þess sérstök leyfi. Til að auðvelda íbúum að setjast að í öðr- um norrænum löndum eru reknar öflugar norrænar upplýsingaskrif- stofur sem bera nafnið Halló Norð- urlönd. Dyr norrænna háskóla og menntastofnana hafa staðið íslensk- um stúdentum opnar í fjölmörg ár vegna nor- ræns samnings um æðri menntun. Ísland hefur alla tíð verið und- anskilið því að greiða styrk til Norður- landanna með hverjum námsmanni og er því eina landið sem greiðir ekkert með stúdentum sem sækja nám á hin- um Norðurlöndum. Þetta hefur gert fjölda Íslendinga kleift að stunda nám við norrænar menntastofnanir og hefur skilað mikilli og ómetanlegri þekk- ingu inn í íslenskt samfélag. Í þessu liggur sérstaða samstarfsins að mörgu leyti, þar sem unnið er að málefnum sem standa íbúum Norð- urlanda nærri og snerta þeirra dag- lega líf, á sviði menntunar, atvinnu og menningar. Við eigum samleið Engan bilbug er að finna á nor- rænu samstarfi, heldur þvert á móti enda sýna ótal kannanir að það nýt- ur mikils stuðnings og velvildar Norðurlandabúa. Nýleg staðfesting á þessu birtist í könnun Gallup í Danmörku þar sem stuðningur við norrænt sambandsríki mældist 47% ef slíkt stæði til boða en stuðningur við ESB mældist 28%. Norræn sam- félög hafa breyst mikið frá því að Helsinkisáttmálinn var undirritaður. Eftir sem áður standa Norðurlöndin þó frammi fyrir sambærilegum áskorunum, hafa svipaðra hagsmuna að gæta og vilja koma líkum hlutum til leiðar. Norrænt samstarf stendur því traustum fótum. Norrænn virðisauki Eftir Eygló Harðardóttur Eygló Harðardóttir »Dyr norrænna háskóla og mennta- stofnana hafa staðið íslenskum stúdentum opnar í fjölmörg ár vegna norræns samn- ings um æðri menntun. Höfundur er samstarfsráðherra Norðurlandanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.