Morgunblaðið - 21.03.2014, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 21.03.2014, Blaðsíða 68
68 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014 ✝ Sigrún Magn-úsdóttir fædd- ist í Reykjavík 5. júlí 1927. Hún lést á Hrafnistu í Reykja- vík 16. mars 2014. Foreldrar henn- ar voru Magnús Þórðarson, sjómað- ur í Reykjavík, f. 6. apríl 1884 í Prest- húsum í Mýrdal, d. 22 maí 1934, og Jóna Jónsdóttir, húsmóðir, f. 5. nóvember 1889 á Miðteigi á Akranesi, d. 16. janúar 1946. Systkini Sigrúnar voru Ingi- björg, f. 5. september 1915, d. október 1959. Börn Sigrúnar og Sverris eru: 1) Reynir, f. 1949, kvæntur Vilborgu Nönnu Jó- hannsdóttur, f. 1952, og eiga þau eina dóttur. 2) Sveinbjörg, f. 1950, d. 2002, gift Símoni Björnssyni, f. 1951, og eiga þau þrjú börn. 3) Helgi, f. 1957, d. 2010, kvæntur Björgu Guð- mundsdóttur, f. 1962, og eign- uðust þau þrjú börn. 4) Sigrún, f. 1966, d. 1999, og eignaðist hún tvö börn. Sigrún ólst upp í gamla Vest- urbænum, sem svo er kallaður, á Mýrargötunni og á Stýrimanna- stíg. Eftir lát móður sinnar hélt hún heimili með Jóni bróður sín- um í fáein ár. Sigrún hóf störf á Sjúkrahóteli Rauða krossins 1975 og starfaði þar óslitið til 67 ára aldurs. Sigrún verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag, 21. mars 2014, kl. 13. 12. ágúst 1977, Gunnar Magnús, f. 22. nóvember 1923, d. 26. ágúst 1999, og Jón, f. 28. janúar 1925, d. 11. sept- ember 2012. Hinn 9. júlí 1949 giftist Sigrún Sverri Pétri Jón- assyni vélstjóra, f. 8. nóvember 1925, d. 21. mars 2005. Foreldrar hans voru Jónas Ólafsson, vélstjóri í Reykjavík, f. 19. október 1898, d. 26. maí 1963, og Sveinbjörg Guðvarðar- dóttir, f. 28 maí 1902, d. 16. Það er komið að kveðju- stund. Mamma er horfin á vit þeirra sem gengnir eru. Marg- ar minningar koma upp í hug- ann við slík tímamót. Og ein- hvern veginn koma upp sterkar minningar frá uppvaxtarárum manns og unglingsárunum. Mamma var þar alltaf og fylgd- ist með, sagði kannski ekki mikið, hrósaði, en ávítaði sjald- an þótt tilefni hefði verið til. Jafnvel ekki þótt maður kæmi hundblautur úr fjörunni, eða drullugur upp fyrir haus eftir fótbolta í rigningu. Alltaf sama jafnaðargeðið. Það var hennar mesti styrk- ur. Hún hefur áreiðanlega þurft á því að halda eftir end- urtekin áföll síðustu ára. Hún sýndi ótrúlegan styrk. Ég er stoltur af því að hafa átt hana sem móður og yndislegan sam- ferðamann í lífinu. Svo er einn- ig um Villu, sem hefur sýnt mömmu einstaka ræktarsemi og hlýhug, sérstaklega nú síð- ustu árin þar sem þær hittust nær daglega á Hrafnistu. Hún saknar nú tengdamóður og vin- konu í stað. Ég veit að það hef- ur verið tekið vel á móti mömmu í landi ljóss og friðar. Ég vil koma á framfæri inni- legum þökkum til starfsfólks Hrafnistu sem alltaf hefur ver- ið boðið og búið að liðsinna og hjálpa – með bros á vör. Þið er- uð frábær. Mig langar að kveðja þig, mamma mín, með fallegu versi; Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól, og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom, ljós, og lýstu mér, kom, líf, er ævin þver, kom, eilífð, bak við árin. (Vald. Briem) Hvíl þú í friði. Minning þín lifir. Reynir. Þegar ég hugsa til baka koma svo margar góðar minn- ingar upp, flestar fá mig til að brosa enda áttum við amma svo gott samband. Aðrar fá mig til að fella tár enda sakna ég þess að geta ekki lengur komið við hjá ömmu og spjallað um allt og ekkert. Ég hugga mig við það að núna er amma komin til afa og barnanna sinna sem fóru allt of ung frá okkur. Fyrstu minningar mínar eru úr Unufellinu þar sem ég eyddi miklum tíma í dekri hjá ömmu og afa. Á fimmtudagskvöldum var hringt í ömmu og spurði ég hvort ég mætti koma og gista yfir helgina, alltaf sagði amma að það væri sjálfsagt. Ég, rétt um sex ára gömul, tók rútuna frá Keflavík á umferðarmið- stöðina og þar beið amma, lítil og falleg kona, í kápu og með slæðu yfir höfuðið, við tókum saman strætó upp í Breiðholt. Oftast fékk ég að ráða hvað var í matinn enda ekkert auðvelt að fæða matvöndu mig. Hlaupið út í sjoppu og keyptur ís í boxi í eftirmat, horft á bíómyndir og vakað frameftir, kókómalt og kökusneið fyrir svefninn. Amma hafði gaman af að spila við mig, Ólsen Ólsen eða Lúdó og mikið var spjallað á meðan, alltaf fannst mér amma eiga svör við öllu sem mig þyrsti að vita. Oft kom hún með skondin svör eða hún sönglaði lag sem átti að vera svarið og svo hló hún þessum skemmtilega hlátri. Það voru farnar nokkrar utanlandsferðir, amma, afi, Sig- rún frænka og ég. Ég var nú alltaf smá montin að vera elsta barnabarnið og það voru for- réttindi að vera það. Það var auðvelt að koma sér í mjúkinn hjá ömmu, kannski var ég smá frekja og þar af leiðandi fékk ég oft það sem ég vildi og lang- aði til. Sem unglingur kom ég oft til ömmu og afa enda bjó Sigrún frænka þar og við vorum bestu vinkonur. Margt brölluðum við Sigrún við misjafnar undirtekt- ir ömmu, Þó man ég ekki eftir að hún hafi nokkurn tímann skammað mig, en stundum fékk Sigrún orð í eyra og sagði svo að ég væri greinilega uppáhald fyrst ég var ekki skömmuð. Það var hægt að tala um allt við hana og aldrei dæmdi hún mig þó ég hafi verið að gera ein- hverjar misjafnlega gáfulegar vitleysur, fékk stundum augna- ráð þannig að ég vissi hvað hún hugsaði. Hún átti ráð handa mér sem ég fór eftir og gögn- uðust mér. Þegar Elsa mín fæddist og svo síðar Ágúst minn þá fannst mér að þau yrðu að kynnast ömmu og afa mjög vel, svo þau mundu muna vel eftir þeim. Þau voru heppin, enda er það ekki sjálfgefið að eiga langömmu og langafa. Reynt var að koma við hjá þeim sem oftast í spjall og kök- ur. Eitt af aða-umræðuefnunum okkar í seinni tíð var matur, kökur og uppskriftir. Þegar ég flutti að heiman þá var það oft og iðulega sem ég tók upp sím- ann og var með hann á öxlinni á meðan ég eldaði því ég vildi gera alveg eins mat og amma gerði. Hún var dugleg að láta mig hafa uppskriftir að kök- unum sínum og í framtíðinni þegar ég baka hjónó, bleiku, jólaköku eða annað þá hugsa ég til þín, amma mín. Ég er svo þakklát að hafa átt þig að öll þessi ár og ylja mér við þessar dásamlegu minning- ar um þig, elsku amma mín. Hvíldu í friði í faðmi afa, mömmu, Helga og Sigrúnar. Þín, Helga Þórhallsdóttir. Elsku amma mín. Ég vil þakka þér fyrir þessi 35 ár sem við höfum átt saman, amma mín. Það er margs að minnast: aðfangadagskvöldin, sunnudagskaffið, bíltúrarnir, Spánarferðin og svo margt fleira. Það var ávallt glens og gaman að hittast, jafnvel undir það síðasta. Síðustu árin dvald- ir þú á Hrafnistu í Reykjavík, það var notalegt að heimsækja þig þangað, alltaf tókstu fagn- andi á móti okkur. Þessar góðu og dýrmætu minningar mun ég varðveita. Þegar þú kvaddir þetta jarð- ríki og hélst á vit nýrra æv- intýra, var ég hjá þér ásamt pabba og mömmu. Sólargeisl- arnir lýstu upp herbergið þitt, þá vissi ég, að vel hefði verið tekið á móti þér af börnunum þínum og afa. Þegar ég sagði Reyni Erni mínum að amma gamla, eins og hann kallaði þig alltaf, væri orðin engill á himnum, fór hann strax út í glugga að leita að þér. Og núna fer hann út í glugga á hverju kvöldi og gefur þér fingurkoss fyrir svefninn. Nú hefur þú fengið hvíldina þína og ert búin að hitta aftur fólkið þitt. Það hafði dregið mjög af þér síðustu tvö ár. En alltaf var stutt í brosið þitt og húmorinn, alveg til síðasta dags. Takk fyrir allt og allt. Guð geymi þig, amma mín. Þín Sigrún Inga. Ég er svo ótrúlega þakklát fyrir að hafa átt langömmu. Hún langamma var svo ynd- isleg kona, sæt og góð. Ég man eftir mörgum góðum stundum með mömmu og langömmu. Við þrjár sitjandi við borðstofu- borðið í Hátúninu að borða köku, spjalla saman og hlæja. Það var svo rólegt og notalegt heima hjá henni og langafa. Langamma var flink að baka og uppáhaldskakan mín er sú bleika. Ég fékk uppskriftina fyrir nokkrum árum og hlakka til að baka kökuna fyrir mín ömmu- börn. Ég gisti nokkrum sinnum hjá langömmu áður en ég varð unglingur, og það var yndis- legt. Ég man þegar langamma og langafi bjuggu í Unufellinu, jólaboðin þar voru alltaf svo skemmtileg. Við Andri frændi földum okkur undir borðstofu- borðinu og klipum í tærnar á ættingjunum sem stóðu við borðið. Okkur fannst það rosa- lega fyndið. Svo kláruðum við ískexið og þá varð langamma pínu pirruð, en mér fannst þetta svo dásamlega fyndið. Ég man einu sinni þegar við langamma löbbuðum út í búð rétt hjá Unufellinu og hún keypti handa mér Spice Girls- lyklakippu. Ég var örugglega sex eða sjö ára. Ég var svo ótrúlega glöð með þessa lykla- kippu, enda mikill aðdáandi Spice Girls. Þegar ég gisti hjá langömmu varð oftast hakk og spaghettí fyrir valinu, mér fannst það best. Svo um kvöldið fékk langafi sér grænt epli og ég fékk bita með honum. Þá sátum við í græna sófanum í stofunni í Unufellinu og ég horfði spennt á afa skera eplið. Langamma var svo mikið krútt. Það var yndislegt að sjá hana hlæja og þannig man ég best eftir henni. Ég var dugleg að bulla og grín- ast í henni, og hún hló og fliss- aði. Mér þykir alveg afskaplega vænt um hana. Nú er hún kom- in til langafa, ömmu Gædu, Sig- rúnar frænku og Helga frænda, og ég veit að henni líður vel núna. Elsku langamma mín, hvíldu í friði. Við sjáumst síðar. Þín Elsa. Sigrún Magnúsdóttir ✝ Loftur HilmarLoftsson fædd- ist 30. mars 1939 í Vík á Selströnd í Strandasýslu. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 14. mars 2014. Foreldrar Lofts voru Hildur Gests- dóttir og Loftur Torfason í Vík. Þau hjónin eignuðust 13 börn og eru þrjú þeirra á lífi. Þau eru Sig- valdi Guðbjörn, f. 10. mars 1931, Þorvaldur, f. 12. júní 1933 og Líneik Sóley, f. 11. júlí 1941. Loftur kvæntist hinn 30. júní desember 2006, og Hilmar Orri, f. 12. desember 2010. 3) Þór- hildur, f. 20. september 1970, hennar börn eru Matthildur Amalía, f. 20. janúar 1998, og Guðbjörg Herdís, f. 2. sept- ember 2010. Loftur lauk meistaraprófi í bifvélavirkjun árið 1975 og starfrækti bílaverkstæðið Mótorstillingu í Garðabæ frá árinu 1977 til ársins 1997. Sam- hliða starfi sínu sem bifvéla- virki starfaði Loftur um árabil sem tónlistarmaður og lék á trommur og söng í nokkrum dægurlagahljómsveitum, lengst af í hljómsveitinni Skuggum. Frá árinu 1990 var hann trillu- karl. Hann stundaði sjóinn, í fyrstu frá Drangsnesi á Strönd- um en síðar frá Arnarstapa á Snæfellsnesi. Útför Lofts fer fram frá Garðakirkju á Álftanesi í dag, 21. mars, kl. 13. 1964 Herdísi Guð- björgu Jónsdóttur, f. 22. febrúar 1942, frá Broddanesi í Strandasýslu. Þau hjónin eignuðust þrjú börn: 1) Jón Borgar, f. 16. febr- úar 1964, kvæntur Þórleifu Hjartar- dóttur. Börn þeirra eru Kjartan Dofri, f. 7. ágúst 1990, í sambúð með Snædísi Ebbu Atla- dóttur, og Herdís Birta, f. 17. júlí 1996. 2) Loftur Steinar, f. 24. apríl 1968, í sambúð með Matthildi Brynjólfsdóttur. Börn þeirra eru: Lára María, f. 16. Aðeins tvennt er víst í þess- um heimi, við fæðumst og við deyjum. Kallið er komið hjá elskulegum bróður mínum, Lofti, og skilur leiðir okkar um sinn, en mikið er kveðjustundin erfið og söknuðurinn mikill, það er alltaf erfitt að kveðja þá sem standa manni næst. Hann fæddist í Vík á Selströnd, for- eldrar hans voru hjónin Hildur Gestsdóttir og Loftur Torfason og var hann tólfta barn þeirra af þrettán. Þegar ég fór að heiman var hann tólf ára og Sóley átta ára, þau voru dugleg og hjálpuðu foreldrum okkar, sem voru orðin fullorðin og lú- in. Þessi góði drengur óx og dafnaði eins og aðrir menn og það rann sjómannsblóð í æðum hans, því byrjaði hann að stunda sjómennsku á minni bátum. Ef biluðu vélar í bátum eða bílum var hans hjálpar leit- að og hann bjargaði hlutunum. Loftur var mikið fyrir músík, spilaði á bassa og trommur og söng með. Ég heyrði talað um það að pabba hefði nú þótt nóg um hávaðann þegar hann var að æfa sig heima. En gæfan blasti við þessum unga manni, hann kynntist heimasætunni á Broddanesi, Guðbjörgu Jóns- dóttur, og það tókust með þeim ástir sem enduðu með hjóna- bandi sem varir enn. Þau fluttu suður og þar lærði hann bif- vélavirkjun. Á sama tíma byggðu þau hús í Garðabæ og síðan bifvélaverk- stæði sem þau ráku í mörg ár. Síðustu árin hafa þau búið á Suðurgötu 53a í Hafnarfirði. En nú hefur dregið fyrir sólu. Ógnvaldur margra sótti hann heim á síðustu misserum, hann varð ekki umflúinn og því fór sem fór, minn kæri vinur varð að láta undan, þótt hann berð- ist eins og hetja til síðasta augnabliks. Ég og fjölskylda mín syrgj- um fráfall góðs vinar og biðjum guð að hugga og leiða fjöl- skyldu hans um ókomin ár. Guð veri með ykkur. Sigvaldi, Ágústína og fjölskyldur. Síðustu dagar hafa verið skrítnir. Það vantar aðalmann- inn, stóllinn á Suðurgötunni er tómur og það er hljótt í stof- unni. Loftur tengdafaðir minn hefur lokið lífsgöngunni. Fyrir rúmum mánuði hittist fjölskyldan heima hjá okkur Jóni Borgari og fagnaði fimm- tugsafmæli Jóns. Þrátt fyrir minnkandi þrek lét Loftur sig hafa það að tölta upp á 3. hæð í veisluna. Og ekki kvartaði hann en kom glottandi með athuga- semd um það hvenær við ætl- uðum að flytja. Hans háttur á að benda okkur á að þessir stigar væru honum erfiðir. Ekkert okkar grunaði þá að þetta yrði síðasta afmælisveisl- an sem hann sæti með okkur. Maður heldur alltaf að það sé nægur tími; tími til að fram- kvæma hluti, tími til að spjalla og tími til að njóta samvista með þeim sem manni þykir vænt um. Loftur naut þess að vera með fjölskyldunni, spjalla, borða eitthvað gott sem amma Dubba töfraði fram, ræða um heima og geima. Hann var mik- ill afi, naut þess allt frá því fyrsta barnabarnið fæddist fyr- ir nærri 24 árum þar til hann brosti í síðasta sinn yfir bleiku prinsessuteikningunni eftir Guðbjörgu litlu nokkrum dög- um áður en hann lést. Þau voru honum mjög hjartfólgin og þau áttu alltaf vísa huggun hjá afa ef foreldrarnir voru eitthvað að skamma þau. Hann sat með þau lítil, las fyrir þau hverja bókina á fætur annarri, spilaði við þau og spjallaði þegar þau stækkuðu og var alla tíð óspar á faðmlögin. Það, að eiga afa eins og hann afa Loft, eru for- réttindi. Það eru líka forréttindi að eiga tengdaföður eins og hann Loft, í nærri 30 ár, og fyrir það er ég þakklát. Þegar við Jón Borgar vorum að kynnast fór ég einu sinni á þorrablót með foreldrum mínum, gagngert til að sjá þennan töffara sem mögulega yrði tengdafaðir minn, en Loftur var þá trommuleikari og söngvari í danshljómsveit. Ég var dauð- feimin við þetta glæsimenni sem trommaði og söng af krafti, en Loftur var með glæsilegri mönnum, dökkhærð- ur og myndarlegur. Hann hafði líka góðleg augu sem sáu, að manni fannst, allt en hann hafði ekki alltaf mörg orð um hlut- ina. Hann velti þeim fyrir sér í góðan tíma og kom svo með stutt og hnitmiðað um hvað málið snerist. Og hann hafði skoðanir á hlutunum, ó já, og gaman þótti honum að ræða málin. Þegar Víkurbræðurnir hittust og ræddu menn og mál- efni var ansi mikill hávaði og menn tjáðu skoðanir sínar skýrt og skorinort. Þegar ég sá þá saman skildi ég hvað fólk átti við þegar talað var um Strandamenn; stórir, dökk- hærðir, háværir, hláturmildir, kjarnyrtir og barngóðir. Litla fjölskyldan er svolítið brotin í dag en við erum síð- ustu daga búin að rifja upp margar góðar minningar sem við eigum um Loft og þær eig- um við áfram þótt Loftur sé ekki lengur hér. Þórleif. Elsku afi. Mér finnst eins og það hafi verið í gær sem ég sat í fanginu þínu í græna ruggu- stólnum, sýndi þér Talnapúka- bókina mína og þú bentir á töl- una 60 og sagðir „afi er svona gamall“. Þegar við sátum á móti hvort öðru við stofuborðið í Stapagili og þú barðist við að kenna mér að snúa skoppara- kringlu með litlum árangri. Þessar minningar virðast lítil- vægar og ómerkilegar en ég kann að meta þær og geymi þær á sama stað og ég geymi minninguna um hláturinn þinn og brosið þitt. Þú vildir aldrei að ég væri leið og þess vegna ætla ég að brosa í gegnum tár- in á meðan ég minnist allra góðu stundanna sem ég fékk að eyða með þér. Ég ætla ekki að syrgja dauðann heldur fagna lífinu. Ég mun aldrei hætta að vera stelpan hans afa. Herdís Birta Jónsdóttir. Elsku afi, við höfum átt ólýs- anlega skemmtilegar stundir með þér og munum eiga minn- ingarnar um þig í hjörtum okk- ar um alla tíð. Þessi síðustu ár síðan við fluttum suður eru okkur svo mikils virði af því að þið amma tókuð svo vel á móti okkur. Við áttum alltaf vísan stað hjá þér. Það var svo gam- an að læra hjá þér gömlu ís- lensku orðin eins og „forgengi- legur“ og „ranimosk“ og hlusta á þig segja frá ferðalögunum ykkar ömmu. Guðbjörgu þótti svo gaman þegar þú gafst henni pening en hún skilaði alltaf köngulóarpen- ingnum (50 krónurnar), það var svo innilegt samband á milli ykkar Guðbjargar. Þegar Guð- björg hljóp inn um dyrnar hjá ykkur og hrópaði til þín að hún væri komin. Þegar mamma og amma voru að lesa yfir mér varst þú alltaf með mér í liði. Nú vantar mig einhvern til þess að vera í mínu liði. Ég á eftir að sakna þín alveg óendanlega mikið. Þín afastelpa, Matthildur Loftur Hilmar Loftsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.