Morgunblaðið - 21.03.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.03.2014, Blaðsíða 6
FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is Hætta er á að hlutar vegstæðis Siglufjarðarvegar á Almenningum geti sigið verulega eða jafnvel hrun- ið í sjó fram, að mati dr. Þorsteins Sæmundssonar jarðfræðings. „Þá er ég að tala um svæðið nyrst í Tjarnardalaberghlaupinu, frá Al- menningsnöf og út að slysavarna- skýlinu,“ sagði Þorsteinn. Vegurinn liggur tæpt á brún mjög sprungins og brotins berghlaups á milli Kví- gildis og Almenningsnafar. Hætta er talin á að fleinar sígi úr frambrún- inni og við verstu aðstæður hrynji jafnvel í sjó fram og þá fer vegurinn væntanlega með. Bent var á þessa hættu í skýrslu sem Þor- steinn og fleiri vísindamenn hjá Náttúrustofu Norðurlands vestra og Akur- eyrarsetri Náttúrufræði- stofnunar Íslands unnu fyrir Vega- gerðina árið 2005. Einnig birtu Þor- steinn og fleiri höfundar fræðigrein um Tjarnardalaberghlaupið 2007 þar sem bent er á hættuna. Lesa má skýrsluna og greinina á vef Vega- gerðarinnar. Þrjú stór berghlaup Vegurinn um Almenninga var lagður árið 1965 í tengslum við gerð Strákaganga. Þau voru opnuð 10. nóvember 1967. Vegurinn liggur yfir þrjú stór berghlaup sem kennd eru við Hraun, Þúfnavelli og Tjarnardali auk margra minni berghlaupa. Mestu hreyfingarnar eru í Tjarn- ardalaberghlaupinu, við Kóngsnef. Í greininni um vöktun Tjarnardala- berghlaupsins kemur m.a. fram að vísbendingar séu um að berghlaupið færist stöðugt til vesturs, í átt til sjávar. Þorsteinn taldi að hættulegustu svæðin í Tjarnardalaberghlaupinu séu annars vegar Skógasvæðið þar sem eru misgengi sem hreyfast mik- ið. Misgengi sker veginn og einmitt þar er meðalfærslan á ári 60-80 cm. Hins vegar er svæðið utan við Al- menningsnöfina og í áttina að gamla slysavarnaskýlinu. Þar eru skeifu- laga sprungur sem skera sig inn í fjallshlíðina, inn í vegstæðið og upp fyrir það. Þar er mikið jarðsig. Einn- ig er talsverð hreyfing í Hrauna- berghlaupinu en minni hreyfing er í Þúfnavallaberghlaupinu. Fljótlega eftir að vegurinn var lagður varð vart við tíðar vegar- skemmdir, aðallega þar sem veg- urinn lá um Tjarnardalaberg- hlaupið. Tíu árum síðar var lagður nýr vegarkafli á þeim slóðum fjær sjó. Ekkert lát varð á vegar- skemmdum og árið 1977 hóf Vega- gerðin að fylgjast skipulega með framskriði landsins á þessum slóð- um. Þorsteinn sagði að þessi berg- hlaup séu efnismassar sem allir eru á hreyfingu. Það megi t.d. sjá á hreyfingum sem orðið hafa á fornri reiðleið ofarlega í Hraunaberg- hlaupinu. „Þar sér maður hvernig reiðgatan hefur verið færð í tímans rás. Það segir manni að þessar hreyfingar hafa staðið lengi, mun lengur en ald- ur reiðgötunnar, líklega allt frá því að berghlaupin féllu í lok síðasta jök- ulskeiðs,“ sagði Þorsteinn. Þegar nær dregur ströndinni verða hreyf- ingarnar hins vegar stærri og hrað- ari. Það er það sem hefur áhrif á vegstæðið, t.d. við Kóngsnefið. „Við teljum að þessar hreyfingar séu beintengdar við veðurfar,“ sagði Þorsteinn. „Það er bein tenging á milli mikilla hreyfinga og mikilla rigninga eða örra leysinga.“ Einnig er sjávarrof talið ýta undir landsigið með undangreftri. Þorsteinn sagði mismunandi skýr- ingar hafa komið fram á því hvað valdi þessum miklu hreyfingum landsins á Almenningum. Annars vegar er talið að þar undir sé sífreri sem er að bráðna. Hins vegar að um sé að ræða berghlaup, en þá hug- mynd aðhyllist Þorsteinn. Hann sagði þó búið að sanna að hreyfing- arnar séu beintengdar við veður- farið. Hvort ís sé þarna undir skipti í raun litlu máli í þessu samhengi. „Það sem skiptir máli er öryggi vegfarenda. Á svæðinu frá Almenn- ingsnöf og út að slysavarnaskýlinu eru sprungur í vegstæðinu og ná upp fyrir það á sumum stöðum. Þar er mjög mikil hreyfing. Vegagerðin vinnur hörðum höndum að viðhaldi vegarins eins og unnt er. En hætta er á að spildur úr vegstæðinu geti sigið niður og þar fyrir framan er þverhnípt stálið niður í sjó.“ Löng atburðarás Af mörgum dæmum má nefna að í febrúar 1983 seig vegurinn við Kóngsnef um einn metra á fimm dögum. Haustið 1991 lækkaði vegur- inn á kafla um rúmlega einn metra á um einum sólarhring. Þá hafði veg- urinn sigið um þrjá metra á einu ári á um 100 metra kafla við Kóngsnef og árið þar áður hafði vegstæðið sigið svipað. Í ágúst 2002 seig önnur akrein vegarins við Kóngsnef um 30 cm á nokkurra metra kafla á einum degi. Rekstrarstjóri Vegagerðarinnar sagði þá að laga þyrfti veginn um Al- menninga á um 5 km kafla, frá Helj- artröð að Mánárskriðum á um 15-20 stöðum á hverju ári vegna sigs. Vegurinn gæti hrunið á kafla  Siglufjarðarvegur á Almenningum liggur yfir þrjú stór berghlaup  Landið er á sífelldri hreyf- ingu  Vegurinn liggur yfir misgengi  Malarkaflar eru þar sem sprungumyndunin er mest Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Varúð Þetta skilti mætir vegfarendum Fljótamegin þar sem vegferðin hefst yfir berghlaupin. Sprungur myndast í veginn vegna landsigs. Siglufjarðarvegur á Almenningum Heimild: Monitoring of the Tjarnardalir Landslide in Central North Iceland TJARNARDALA- BERGHLAUPIÐ ÞÚFNAVALLA- BERGHLAUPIÐ HRAUNABERG- HLAUPIÐ Alm en nin gs nö f M án ár hy rn a Kó ng sn ef Skógar Tj ar na rd al ir Kv íg ild i Ill vi ðr ah nj úk ar H ró lfs va lla da lu r H ró lfs va lla sk ál ar Þú fn av el lir To rf na fja ll Si gl uf ja rð ar sk ar ð H ra un ad al ur Af gl ap as ka rð B re ið af ja ll Sa uð da lu r H ra un M án ár fja ll SKAGAFJÖRÐUR Siglufjörður Kóngsnef Skriðnavík Torfnavík Hlöðnuvík Fljót Tjarnardala- berghlaup Þúfnavalla- berghlaup Hrauna- berghlaup Loftmyndir ehf. Þorsteinn Sæmundsson 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014 „Maður gat farið heim að kvöldi og allt í góðu lagi með veginn. Morguninn eftir hafði hann lækkað kannski um eitt fet (30 cm) á kafla þannig að þar mynduðust skörp skil,“ sagði Hreinn Júlíusson, fyrrverandi verkstjóri á Siglufirði. Hann var vegaeftirlitsmaður hjá Vegagerðinni og hafði með Almenninga að gera frá 1990 og fram undir þetta. Á því tíma- bili var Siglufjarðarvegur á Almenningum endurbyggður. Hreinn sagði að fræðimenn hefðu fylgst mjög vel með framskriði landsins á Almenn- ingum. „Þetta virtist vera alveg norðan frá þar sem björgunarskýlið stóð norðan við Almenn- ingsnöfina og suður að Heljartröð, skammt norðan við Hraun í Fljótum,“ sagði Hreinn. Þetta er rúmlega 5 km vegarkafli. „Það var farið að ergja fólk að það skyldu vera mal- arkaflar á veginum,“ sagði Hreinn. „Malarkaflarnir eru þar sem mest brotnar til að geta gert snöggt við. Hitt er malbikað. Svo var farið í að laga malbikið eitt vorið til að það yrði gott yfir sumarið. Við byrjuðum norðan frá við Mánárskrið- urnar. Það var unnið fram á kvöld. Við vorum komnir suður að Hraunum um níuleytið og búnir að gera við allar malbiksskemmdir sem við töldum hægt að laga. Þegar ég keyrði heim um kvöldið, milli klukkan níu og tíu, var komið stórt gat í nyrstu viðgerðina hjá okkur. Stundum mynduðust klofdjúpar rifur í veginn yfir nótt sem sköpuðu hættu.“ Hreinn sagði að sér fyndist eins og brotnað hefði víðar úr veginum seinustu sumrin en á árum áður. Hann sagði að oft hefði sést litur í sjónum framundan og taldi að sjávarrof hefði talsverð áhrif á landsigið. Eitt árið voru teknar þúsundir rúmmetra af Kóngsnefinu þar sem framskriðið var mest. Farið var alveg upp fyr- ir sprunguna. Þó komu þeir ekki niður á vatn. Sprungan er nú í frambrún vegarins sem var gerður þar. Allt þar framan við sígur jafnt og þétt. Hreinn sagði að þegar farið var að mæla hreyfingu landsins með staðsetningartækjum hafi komið í ljóst að landið færðist til í flekum. Klofdjúpar rifur mynduðust yfir nótt  Viðhald Siglufjarðarvegar á Almenningum hefur verið eilífðarverkefni vegna mikils landsigs Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Jarðsig Ekki gengur að malbika þennan kafla á Siglufjarðarvegi vegna sífellds jarðsigs. Hreinn Júlíusson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.