Morgunblaðið - 21.03.2014, Blaðsíða 14
SVIÐSLJÓS
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Í dag verður nýtt hjartaþræðingartæki vígt
formlega á hjartadeild Landspítalans. Nýja
tækið bætist þar í hóp tveggja annarra hjarta-
þræðingartækja og leysir 16 ára gamlan forvera
sinn af hólmi. Tækið kostaði 150 milljónir, það
var að mestu keypt fyrir söfnunar- og gjafafé og
segir Davíð O. Arnar, framkvæmdastjóri lyf-
lækningasviðs sjúkrahússins, að erfitt hefði ver-
ið að kaupa það ef sá stuðningur hefði ekki
komið til.
Nýja tækið er framleitt af Philips, það ber
heitið Allura Integrity og er afar fullkomið að
sögn Davíðs. „Til dæmis er mun minna geisla-
magn notað við myndatökur með nýja tækinu,
en það skiptir verulegu máli. Myndgæði þess
eru talsvert betri, þá er tækið mjög notenda-
vænt og því fylgja ýmis ný forrit sem auðvelda
alla gagnavinnslu við hjartaþræðingar, þannig
að þetta verður veruleg viðbót við starfsemina,“
segir Davíð sem telur að skilvirkni í vinnulagi
muni aukast með nýja tækinu og að hægt verði
að stytta biðtíma eftir hjartaþræðingu sem hef-
ur verið að lengjast undanfarin ár. „Á biðlista
eru nú um 200 manns, það þarf að stytta hann
verulega og við erum að setja upp áætlun til
þess,“ segir Davíð.
Hin tækin eru fimm og tólf ára
„Fyrra tækið var orðið 16 ára gamalt og var
mjög gott á sínum tíma. Því hefur verið haldið
mjög vel við en þegar tæki verða svona gömul
verða myndgæði lakari, bilanatíðni eykst og við-
haldsdögum fjölgar, þannig að það var farið að
trufla starfsemina nokkuð,“ segir Davíð.
Annað af hinum tveimur hjartaþræðingar-
tækjum sem fyrir voru í notkun er, að sögn Dav-
íðs, fimm ára gamalt og hitt orðið tólf ára. „Við
þurfum að fara að huga að endurnýjun á allra
næstu árum, það er nokkuð ljóst,“ segir hann.
Í hjartaþræðingarteymi Landspítalans eru
um 22 sérhæfðir starfsmenn; læknar hjúkr-
unarfræðingar og lífeindafræðingar. Davíð seg-
ir að vinnubrögðin við aðgerðirnar sjálfar breyt-
ist lítið þó að nýr tækjabúnaður komi til
sögunnar, en að sjálfsögðu þurfi að læra á ný
tæki.
Vakt allan ársins hring
Á þriðja þúsund aðgerðir eru gerðar í hjarta-
þræðingartækjum Landspítalans á ári hverju
og þar er vakt allan sólarhringinn, alla daga árs-
ins. Að öllu jöfnu er unnið á öllum þremur þræð-
ingarstofum sjúkrahússins samtímis. Af þess-
um tæplega 3.000 aðgerðum eru tæplega 2.000
kransæðavíkkanir og kransæðaþræðingar, hin-
ar eru svokallaðar brennsluaðgerðir vegna
hjartsláttaraðgerða og ísetningar gangráða.
Nýtingin á tækjunum er mjög mikil og því
mikilvægt að þau séu vel starfhæf.
„Það reyndist heilladrjúgt að taka upp sólar-
hringsvakt á hjartaþræðingunni og er ánægju-
legt að segja frá því að dánartíðni vegna krans-
æðastíflu hefur lækkað verulega á þeim áratug
síðan þessi vakt var tekin upp,“ segir Davíð.
Hvað er það nákvæmlega sem gert er í
hjartaþræðingartæki? „Algengasta aðgerðin er
myndataka á kransæðum, sem er gjarnan gerð
þegar grunur er um kransæðasjúkdóm eða
þrengsli í kransæðum. Þá er stungið á slagæð,
núorðið er það gjarnan á úlnlið og í gegnum þá
stungu er þræddur leggur til hjartans. Hann er
svo settur inn í kransæð, sprautað inn skugga-
efni og teknar myndir af kransæðunum. Þá
sjáum við vel hvort það séu svæði í krans-
æðunum þar sem eru þrengsli, eða hvort þær
líta vel út. Ef þar eru þrengsli, sem liggja vel við
höggi, er gjarnan í sömu aðgerð farið með belg
inn í kransæðina og þrengslin víkkuð út. Síðan
er skilið eftir á þrengslasvæðinu svokallað stoð-
net sem er blásið út, og eru þrengslin þar með
löguð. Stundum eru þrengslin hinsvegar svo
flókin og útbreidd að besti kosturinn er að gera
opna hjartaskurðaðgerð til að tengja framhjá
þrengstu æðunum.“
Mikið þakklæti
Nýja tækið kostaði um 150 milljónir. Gjafa-
og söfnunarfé nam um 95 milljónum og afgang-
urinn kom frá tækjakaupasjóði Landspítalans.
Það hefur verið í notkun undanfarnar tvær vik-
ur, m.a. til að þjálfa lækna og hjúkrunarfólk og
klukkan 15 í dag verður það síðan formlega vígt.
„Við vildum hafa athöfn til að vígja það og
þakka þannig þeim sem hafa stutt okkur í
þessu; Gjafa- og styrktarsjóði Jónínu S. Gísla-
dóttur, Hjartaheill, Neistanum og fleirum. Við
höfum fengið rausnarlegan stuðning, við erum
auðvitað mjög þakklát og því viðeigandi að
þakka fyrir okkur. Án þessa stuðnings hefði
þetta tæplega orðið að veruleika,“ segir Davíð.
16 ára gamalt tæki leyst af hólmi
Nýtt hjartaþræðingartæki verður vígt á Landspítalanum í dag Á þriðja þúsund aðgerðir á ári
hverju Keypt að mestu fyrir söfnunar- og gjafafé Með nýju tæki munu biðlistar styttast
Morgunblaðið/RAX
Læknar Davíð O. Arnar og Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir, yfirlæknir hjartaþræðinga.
Nýtt tæki Sigurpáll Scheving og Brynja Magnúsdóttir að störfum við nýtt hjartaþræðingar-
tæki. Tækið hefur verið í notkun undanfarnar tvær vikur, en verður vígt formlega í dag
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014
Hjartaheill, landssamtök hjarta-
sjúklinga, og Neistinn, styrktar-
félag hjartveikra barna, stóðu í
fyrra fyrir landssöfnun undir
nafninu Styrkjum hjartaþræðina
vegna kaupa á hjartaþræðingar-
tækinu og söfnuðu til þess 15
milljónum. Að auki fékkst styrkur
frá tveimur Lionsklúbbum og var
framlag samtakanna tvennra til
tækjakaupanna alls 17 milljónir.
„Þetta er í þriðja skiptið sem
Hjartaheill taka þátt í að kaupa
nýtt þræðingartæki fyrir Land-
spítalann,“ segir Guðmundur
Bjarnason formaður Hjartaheilla,
en að auki hafa samtökin gefið
spítalanum ýmsar smærri gjafir
og styrki.
Gömul tæki áhyggjuefni
Hann segir söfnunina núna hafa
verið nokkuð minna áberandi en
fyrri safnanir samtakanna. „Það
kostar peninga að safna pen-
ingum, t.d. með því að auglýsa og
láta vita af sér á annan hátt. Við
ákváðum því núna að hafa þann
háttinn á að senda 1.000 kr val-
greiðslu inn í heimabanka hjá ein-
um íbúa á öllum heimilum landsins
og var fólki að sjálfsögðu í sjálfs-
vald sett hvort
það greiddi
hana. Við erum
ákaflega þakklát
þeim sem sáu
sér það fært og
sumir lögðu til
viðbótar tugi og
jafnvel hundruð
þúsunda. Með
því tókst okkur
að standa við
okkar fyrirheit í söfnuninni. Einn-
ig var hægt að hringja í söfn-
unarsíma og þannig safnaðist tals-
vert.“
Guðmundur segir gamlan tækja-
búnað hjartadeildar Landspítalans
hafa verið áhyggjuefni samtak-
anna um skeið. „Það er talið að
endingartími svona tækja sé 7-8
ár, en tækið sem nú er verið að
leggja af var notað í tvöfalt lengri
tíma. Tækin hafa bilað og biðlist-
arnir hafa því lengst. En við von-
um að með nýjum búnaði takist að
stytta biðlistana.“
„Núna er þetta orðið að veru-
leika og við erum auðvitað ákaf-
lega stolt af því að vera þátttak-
endur í því að leggja þessu brýna
málefni lið.“ annalilja@mbl.is
Samtök hjart-
veikra tóku þátt
Guðmundur
Bjarnason
Söfnuðu fyrir tæki í þriðja skiptið
Nýja hjartaþræðingatækið er að miklu leyti
keypt fyrir gjafafé úr Gjafa- og styrktar-
sjóði Jónínu Gísladóttur, eiginkonu Pálma
Jónssonar, stofnanda og eiganda Hag-
kaups, en Jónína lést árið 2008.
„Stuðningur styrktarsjóðs Jónínu við
uppbyggingu hjartalækninga á Landspítala
undanfarin ár hefur verið ákaflega dýr-
mætur,“ segir Davíð. „Þessi sjóður er al-
gerlega ómetanlegur fyrir okkur sem erum
að vinna í hjartalækningum.“
Sjóðurinn var stofnaður árið 2001 með
200 milljóna króna framlagi og hafa fram-
lög úr honum verið nýtt til að efla hjarta-
lækningar, rannsóknir vegna hjarta-
sjúkdóma og þjónustu við hjartasjúklinga á
Landspítalanum. Einnig hefur sjóðurinn
nýst til kaupa á hjartaþræðingartækjum og
öðrum búnaði fyrir sjúkrahúsið.
Dýrmætur
stuðningur
GJAFA- OG STYRKTARSJÓÐUR