Morgunblaðið - 21.03.2014, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 21.03.2014, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014 BÍLASÝNING GENF 2014 Njáll Gunnlaugsson njall@mbl.is Þótt fjölnotabíll sé ekki líklegasti bíllinn frá BMW var hann samt eitt af því sem var á aðalfrumsýningum þýska merkisins í Genf en þar var BMW 2-lína Active Tourer frum- sýnd. Hann er svipaður í málum og Mercedes-Benz B-lína enda keppir hann beint við hann. Það sem er óvenjulegt fyrir hann sem BMW-bíl er að hann er framhjóladrifinn en undirvagninn er að grunninum til sá sami og í nýrri kynslóð Mini og einnig sá sami og verður í næsta X1. Vélarnar verða af nýrri kynslóð þriggja og fjögurra strokka véla með forþjöppu og sú minnsta verð- ur þriggja strokka 1,5 lítra bens- ínvél fyrir 218i-bílinn. Sú vél skilar 136 hestöflum og eyðir 4,9 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri. Næsta stærð er tveggja lítra fjög- urra strokka dísilvél í 218d sem er 150 hestöfl og með 330 Newton- metra tog. Öflugust er svo tveggja lítra fjögurra strokka bensínvél sem er 231 hestafl og mun skila bílnum í hundraðið á 6,8 sekúndum sem er ansi gott fyrir fjölnotabíl. Von er einnig á fjórhjóladrifnum gerðum sem og sjö sæta útgáfu sem sést hefur á njósnamyndum nýlega. Loks er von á M-Sport útgáfu í nóvember. Framhjóladrif- inn fjölskyldubíll frá BMW  BMW 2-línan er neyslugrönn en nær samt 100 km/klst hraða á innan við 7 sek. AFP Nýstárlegur Framhjóladrifinn fjölnotabíll er ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar BMW eru annars vegar en það er tilfellið með 218d Active Tourer. Athygli Ný BMW 2-lína er beinn samkeppnisaðili við B-línu Mercedes-Benz og gerði bíllinn lukku meðal gesta í Genf. Með bílnum er kominn enn eitt útspilið og fáir flokkar fólksbíla núorðið sem ekki innihalda BMW. Malín Brand malin@mbl.is Snjallspegill, eða Smart Rearview Mirror, er það sem koma skal, í það minnsta hefur bílaframleiðandinn Nissan kynnt tækni í baksýnisspeglum sem gerir bílstjóranum mögulegt að sjá hvað er að gerast fyrir aft- an ökutækið við hinar ýmsu aðstæður með aðstoð LCD eftirlitskerfis. Snjór, rigning, þoka og rökkur á ekki að hafa áhrif á gæði myndarinnar. Hægt er að skipta á milli venjulegs spegils og snjallspegilsins eftir því hvað hentar bílstjóranum hverju sinni. Hágæðamyndavél með býsna gleiða linsu er aftan á bílnum og á henni er kveikt á hin- um hefðbundna baksýnisspegli. Einn helsti kostur þessarar tækni hlýtur að vera mögu- leikinn á að sjá blindu punktana sem öku- maður sér ekki að öðrum kosti. Tæknimenn bílaframleiðandans segja að snjallspegill gefi ökumanni mun víðara og gleggra sjón- arhorn en hinn hefðbundni baksýnisspegill og óhindraða sýn, ef svo má segja. Þeir segja ennfremur að þegar einhver tröllvaxinn sé aftur í bílnum byrgi hann ekki sýn ökumannsins sem reiðir sig þá frekar á snjallspegilinn en hinn venjulega. Bílaframleiðandinn áætlar að snjall- speglar verði kynntir á alþjóðamarkaði á næsta ári en komi á markað í Japan í vor. malin@mbl.is Nissan kynnir snjallspegla Víðsýni Ótvíræður kostur við Nissan Smart Rearview er að blindu punktarnir í útsýni ökumanns heyra sögunni til. Sannarlega snjall spegill.  Gott útsýni í slæmu skyggni með snjalltækni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.