Morgunblaðið - 21.03.2014, Blaðsíða 58
58
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014
BÍLASÝNING GENF 2014
Njáll Gunnlaugsson
njall@mbl.is
Þótt fjölnotabíll sé ekki líklegasti
bíllinn frá BMW var hann samt eitt
af því sem var á aðalfrumsýningum
þýska merkisins í Genf en þar var
BMW 2-lína Active Tourer frum-
sýnd. Hann er svipaður í málum og
Mercedes-Benz B-lína enda keppir
hann beint við hann. Það sem er
óvenjulegt fyrir hann sem BMW-bíl
er að hann er framhjóladrifinn en
undirvagninn er að grunninum til
sá sami og í nýrri kynslóð Mini og
einnig sá sami og verður í næsta
X1. Vélarnar verða af nýrri kynslóð
þriggja og fjögurra strokka véla
með forþjöppu og sú minnsta verð-
ur þriggja strokka 1,5 lítra bens-
ínvél fyrir 218i-bílinn. Sú vél skilar
136 hestöflum og eyðir 4,9 lítrum á
hundraðið í blönduðum akstri.
Næsta stærð er tveggja lítra fjög-
urra strokka dísilvél í 218d sem er
150 hestöfl og með 330 Newton-
metra tog. Öflugust er svo tveggja
lítra fjögurra strokka bensínvél sem
er 231 hestafl og mun skila bílnum í
hundraðið á 6,8 sekúndum sem er
ansi gott fyrir fjölnotabíl. Von er
einnig á fjórhjóladrifnum gerðum
sem og sjö sæta útgáfu sem sést
hefur á njósnamyndum nýlega.
Loks er von á M-Sport útgáfu í
nóvember.
Framhjóladrif-
inn fjölskyldubíll
frá BMW
BMW 2-línan er neyslugrönn en nær
samt 100 km/klst hraða á innan við 7 sek.
AFP
Nýstárlegur Framhjóladrifinn fjölnotabíll er ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar BMW eru annars vegar en það er tilfellið með 218d Active Tourer.
Athygli Ný BMW 2-lína er beinn samkeppnisaðili við B-línu Mercedes-Benz og gerði bíllinn lukku meðal gesta í
Genf. Með bílnum er kominn enn eitt útspilið og fáir flokkar fólksbíla núorðið sem ekki innihalda BMW.
Malín Brand
malin@mbl.is
Snjallspegill, eða Smart Rearview Mirror, er
það sem koma skal, í það minnsta hefur
bílaframleiðandinn Nissan kynnt tækni í
baksýnisspeglum sem gerir bílstjóranum
mögulegt að sjá hvað er að gerast fyrir aft-
an ökutækið við hinar ýmsu aðstæður með
aðstoð LCD eftirlitskerfis. Snjór, rigning,
þoka og rökkur á ekki að hafa áhrif á gæði
myndarinnar. Hægt er að skipta á milli
venjulegs spegils og snjallspegilsins eftir því
hvað hentar bílstjóranum hverju sinni.
Hágæðamyndavél með býsna gleiða linsu
er aftan á bílnum og á henni er kveikt á hin-
um hefðbundna baksýnisspegli. Einn helsti
kostur þessarar tækni hlýtur að vera mögu-
leikinn á að sjá blindu punktana sem öku-
maður sér ekki að öðrum kosti. Tæknimenn
bílaframleiðandans segja að snjallspegill
gefi ökumanni mun víðara og gleggra sjón-
arhorn en hinn hefðbundni baksýnisspegill
og óhindraða sýn, ef svo má segja.
Þeir segja ennfremur að þegar einhver
tröllvaxinn sé aftur í bílnum byrgi hann
ekki sýn ökumannsins sem reiðir sig þá
frekar á snjallspegilinn en hinn venjulega.
Bílaframleiðandinn áætlar að snjall-
speglar verði kynntir á alþjóðamarkaði á
næsta ári en komi á markað í Japan í vor.
malin@mbl.is
Nissan kynnir snjallspegla
Víðsýni Ótvíræður kostur við Nissan Smart Rearview er að blindu punktarnir í útsýni ökumanns heyra sögunni til. Sannarlega snjall spegill.
Gott útsýni í slæmu
skyggni með snjalltækni