Morgunblaðið - 21.03.2014, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 21.03.2014, Blaðsíða 54
54 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014 sem gleður Rennibekkir, standborvélar, bandsagir, hjólsagir, bandslípivélar, beygjuvélar, röravalsar, legupressur, fjölklippur, sandblásturstæki og margt fleira. Sýningarvélar á staðnum og rekstrarvörur að auki IÐNVÉLAR ehf. | Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | idnvelar.is - fyrir fagfólk í léttum iðnaði og lítil verkstæði Samtökin Nei við ESB efna í samstarfi við hreyfinguna Nei til EU í Noregi til ráðstefnu á Hótel Sögu á morgun. Þau sem standa að sam- tökunum Nei við ESB eru Heimssýn, Ísa- fold, Herjan, Vinstri- vaktin gegn ESB og Þjóðráð. Umræðuefni ráðstefnunnar er sjálfstæði og samstarf strandríkja á norðurslóð utan Evrópusam- bandsins og staða smáríkja, þar með talin stjórnarskrá þeirra og lýðræðið gagnvart aukinni mið- stýringu og samruna í ríkja- sambönd og stórríki. Einhugur á Íslandi 1918 og 1944 Alþingi Íslendinga samþykkti með naumum meirihluta að senda umsókn um aðild Íslands að Evr- ópusambandinu 16. júlí 2009. Ferl- ið allt hefur verið mjög umdeilt og í síðustu alþingiskosningum hlutu þeir flokkar meirihluta sem lofuðu að draga umsóknina til baka. Nú, næstum fimm árum eftir að um- sóknin var send, hefur aðild- arferlið verið stöðvað og fyrir Al- þingi liggur ríkisstjórnartillaga um afturköllun þeirrar umsóknar. Í ár eru einnig 140 ár frá því að Íslendingar fengu eigin stjórn- arskrá 1874 og 70 ár frá lýðveld- isstofnun 1944. Mörgum er enn í fersku minni baráttan fyrir 50 mílna landhelg- inni og síðar 200 mílna fiskveiði- lögsögu þegar Íslendingar þurftu að eiga við herskip og fiskiflota Evrópuríkja í þorskastríðunum. Engum hefði þá dott- ið í hug að hópi Ís- lendinga kæmi það til hugar 30-40 árum síð- ar að framselja for- ræðið yfir fiskimið- unum til fjarlægs ríkjasambands. Ein- hugur var meðal þjóðarinnar við stofn- un fullveldis 1918, lýðveldisstofnunina 1944 og útfærslu fiskveiðilögsög- unnar. Nú er tekist á um hvort framselja eigi fullveldið til ríkja- sambands, Evrópusambandsins sem stefnir hraðbyri í síaukinn samruna, „United Europe“. Tuttugu ár frá því Norðmenn höfnuðu ESB Samtökin Nei við ESB berjast gegn inngöngu Íslands í Evrópu- sambandið og vilja standa vörð um fullveldi og sjálfstæði þjóð- arinnar. Norðmenn hafa tvívegis fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu að- ildarsamning að ESB, 25. sept- ember1972 og 28. nóvember 1994. Grasrótarhreyfingin Nei til EU í Noregi er öflug almannasamtök sem létu mjög til sín taka á þess- um örlagatímum fyrir norsku þjóðina. Þau berjast áfram af full- um krafti fyrir því að halda Nor- egi utan ESB. Um 27.000 félagar í 19 fylk- isdeildum standa að Nei til EU. Norðmenn fagna í ár 200 ára af- mæli stjórnarskrárinnar, Grunnlo- ven, og 20 ára afmæli þess að hafa fellt í síðara sinni aðild- arsamning að ESB. Aðkoma Nei til EU að ráðstefnunni hér er hluti þeirrar dagskrár sem sam- tökin hafa efnt til á þessu tvö- falda afmælisári í sjálfstæðisbar- áttu Norðmanna. Grænland gekk úr EB 1985 Grænland, sem hluti Danmerk- ur, gekk árið 1973 í Efnahags- bandalag Evrópu, forvera Evr- ópusambandsins þrátt fyrir að um 70% þjóðarinnar greiddi atkvæði gegn því. Grænlendingar sóttu fast að fá forsjá eigin mála. Þeir fengu heimastjórn 1979 og þá var jafnframt hafin formleg grasrót- arbarátta fyrir því að segja Grænland úr Efnahagsbandalag- inu. Eftir að góður meirihluti Grænlendinga hafði samþykkt í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu 1982 að segja sig úr Efnahags- bandalaginu, hófust samningar um úrsögn sem lauk 1985 með formlegri útgöngu Grænlendinga. Grænlendingar urðu þó að láta Efnahagsbandalaginu eftir til- tekin réttindi svo sem til veiða í grænlensku lögsögunni og ýmsar aðrar skuldbindingar sem sam- bandsríkin gáfu ekki eftir en buðu í einhverjum tilvikum greiðslu fyrir á móti. Eftir úrsögn Grænlendinga voru settar ákveðnar reglur eða skilyrði inn í sáttmála Evrópusambandsins fyr- ir úrsögn, m.a. á þá leið að ná þyrfti samningum við hin aðild- arríkin um hvernig fara skyldi með gagnkvæm réttindi og skuld- bindingar sem komist höfðu á við inngöngu í sambandið. Græn- lenska þjóðin fetar sig áfram skref fyrir skref að auknu sjálf- stæði. Jósef Motzfeldt sem heldur eitt aðalerindið á ráðstefnunni um sjálfstæðismálin hefur sem þing- maður, ráðherra og forseti græn- lenska þingsins og formaður Inuit Ataqatigiit-flokksins verið áhrifa- mikill í sjálfstæðisbaráttu Græn- lendinga undanfarna fjóra áratugi. Sextán fulltrúar frá Noregi Sextán manna hópur kemur frá Nei til EU í Noregi á ráðstefnuna og flytja fjórir fulltrúar úr þeim hópi erindi. Allt er þetta for- ystufólk úr Nei til EU-hreyfing- unni í Noregi. Þau eru Helle Hag- enau, alþjóðamálastjóri Nei til EU, Odd Haldgeir Larsen, vara- formaður Fagforbundet, stærsta stéttarfélags í Noregi, og Olav Gjedrem, formaður Nei til EU í Rogalandfylki, en þau fara fyrir hópnum ásamt Per Olav Lundtei- gen, þingmanni Miðflokksins á Stórþinginu. Ráðstefnan sem haldin er í ráð- stefnusal Hótel Sögu hefst klukk- an 9.30 á morgun, 22. mars, og er öllum opin. Fullveldi þjóða og Evrópusamruninn Eftir Jón Bjarnason »Engum hefði þá dottið í hug að hópi Íslendinga kæmi það til hugar 30-40 árum síðar að framselja forræðið yfir fiskimið- unum til fjarlægs ríkjasambands. Jón Bjarnason Höfundur er fyrrverandi sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Heimssýnar. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgun- blaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk- un og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru send- ar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. mbl.is alltaf - allstaðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.