Morgunblaðið - 21.03.2014, Side 54

Morgunblaðið - 21.03.2014, Side 54
54 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014 sem gleður Rennibekkir, standborvélar, bandsagir, hjólsagir, bandslípivélar, beygjuvélar, röravalsar, legupressur, fjölklippur, sandblásturstæki og margt fleira. Sýningarvélar á staðnum og rekstrarvörur að auki IÐNVÉLAR ehf. | Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | idnvelar.is - fyrir fagfólk í léttum iðnaði og lítil verkstæði Samtökin Nei við ESB efna í samstarfi við hreyfinguna Nei til EU í Noregi til ráðstefnu á Hótel Sögu á morgun. Þau sem standa að sam- tökunum Nei við ESB eru Heimssýn, Ísa- fold, Herjan, Vinstri- vaktin gegn ESB og Þjóðráð. Umræðuefni ráðstefnunnar er sjálfstæði og samstarf strandríkja á norðurslóð utan Evrópusam- bandsins og staða smáríkja, þar með talin stjórnarskrá þeirra og lýðræðið gagnvart aukinni mið- stýringu og samruna í ríkja- sambönd og stórríki. Einhugur á Íslandi 1918 og 1944 Alþingi Íslendinga samþykkti með naumum meirihluta að senda umsókn um aðild Íslands að Evr- ópusambandinu 16. júlí 2009. Ferl- ið allt hefur verið mjög umdeilt og í síðustu alþingiskosningum hlutu þeir flokkar meirihluta sem lofuðu að draga umsóknina til baka. Nú, næstum fimm árum eftir að um- sóknin var send, hefur aðild- arferlið verið stöðvað og fyrir Al- þingi liggur ríkisstjórnartillaga um afturköllun þeirrar umsóknar. Í ár eru einnig 140 ár frá því að Íslendingar fengu eigin stjórn- arskrá 1874 og 70 ár frá lýðveld- isstofnun 1944. Mörgum er enn í fersku minni baráttan fyrir 50 mílna landhelg- inni og síðar 200 mílna fiskveiði- lögsögu þegar Íslendingar þurftu að eiga við herskip og fiskiflota Evrópuríkja í þorskastríðunum. Engum hefði þá dott- ið í hug að hópi Ís- lendinga kæmi það til hugar 30-40 árum síð- ar að framselja for- ræðið yfir fiskimið- unum til fjarlægs ríkjasambands. Ein- hugur var meðal þjóðarinnar við stofn- un fullveldis 1918, lýðveldisstofnunina 1944 og útfærslu fiskveiðilögsög- unnar. Nú er tekist á um hvort framselja eigi fullveldið til ríkja- sambands, Evrópusambandsins sem stefnir hraðbyri í síaukinn samruna, „United Europe“. Tuttugu ár frá því Norðmenn höfnuðu ESB Samtökin Nei við ESB berjast gegn inngöngu Íslands í Evrópu- sambandið og vilja standa vörð um fullveldi og sjálfstæði þjóð- arinnar. Norðmenn hafa tvívegis fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu að- ildarsamning að ESB, 25. sept- ember1972 og 28. nóvember 1994. Grasrótarhreyfingin Nei til EU í Noregi er öflug almannasamtök sem létu mjög til sín taka á þess- um örlagatímum fyrir norsku þjóðina. Þau berjast áfram af full- um krafti fyrir því að halda Nor- egi utan ESB. Um 27.000 félagar í 19 fylk- isdeildum standa að Nei til EU. Norðmenn fagna í ár 200 ára af- mæli stjórnarskrárinnar, Grunnlo- ven, og 20 ára afmæli þess að hafa fellt í síðara sinni aðild- arsamning að ESB. Aðkoma Nei til EU að ráðstefnunni hér er hluti þeirrar dagskrár sem sam- tökin hafa efnt til á þessu tvö- falda afmælisári í sjálfstæðisbar- áttu Norðmanna. Grænland gekk úr EB 1985 Grænland, sem hluti Danmerk- ur, gekk árið 1973 í Efnahags- bandalag Evrópu, forvera Evr- ópusambandsins þrátt fyrir að um 70% þjóðarinnar greiddi atkvæði gegn því. Grænlendingar sóttu fast að fá forsjá eigin mála. Þeir fengu heimastjórn 1979 og þá var jafnframt hafin formleg grasrót- arbarátta fyrir því að segja Grænland úr Efnahagsbandalag- inu. Eftir að góður meirihluti Grænlendinga hafði samþykkt í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu 1982 að segja sig úr Efnahags- bandalaginu, hófust samningar um úrsögn sem lauk 1985 með formlegri útgöngu Grænlendinga. Grænlendingar urðu þó að láta Efnahagsbandalaginu eftir til- tekin réttindi svo sem til veiða í grænlensku lögsögunni og ýmsar aðrar skuldbindingar sem sam- bandsríkin gáfu ekki eftir en buðu í einhverjum tilvikum greiðslu fyrir á móti. Eftir úrsögn Grænlendinga voru settar ákveðnar reglur eða skilyrði inn í sáttmála Evrópusambandsins fyr- ir úrsögn, m.a. á þá leið að ná þyrfti samningum við hin aðild- arríkin um hvernig fara skyldi með gagnkvæm réttindi og skuld- bindingar sem komist höfðu á við inngöngu í sambandið. Græn- lenska þjóðin fetar sig áfram skref fyrir skref að auknu sjálf- stæði. Jósef Motzfeldt sem heldur eitt aðalerindið á ráðstefnunni um sjálfstæðismálin hefur sem þing- maður, ráðherra og forseti græn- lenska þingsins og formaður Inuit Ataqatigiit-flokksins verið áhrifa- mikill í sjálfstæðisbaráttu Græn- lendinga undanfarna fjóra áratugi. Sextán fulltrúar frá Noregi Sextán manna hópur kemur frá Nei til EU í Noregi á ráðstefnuna og flytja fjórir fulltrúar úr þeim hópi erindi. Allt er þetta for- ystufólk úr Nei til EU-hreyfing- unni í Noregi. Þau eru Helle Hag- enau, alþjóðamálastjóri Nei til EU, Odd Haldgeir Larsen, vara- formaður Fagforbundet, stærsta stéttarfélags í Noregi, og Olav Gjedrem, formaður Nei til EU í Rogalandfylki, en þau fara fyrir hópnum ásamt Per Olav Lundtei- gen, þingmanni Miðflokksins á Stórþinginu. Ráðstefnan sem haldin er í ráð- stefnusal Hótel Sögu hefst klukk- an 9.30 á morgun, 22. mars, og er öllum opin. Fullveldi þjóða og Evrópusamruninn Eftir Jón Bjarnason »Engum hefði þá dottið í hug að hópi Íslendinga kæmi það til hugar 30-40 árum síðar að framselja forræðið yfir fiskimið- unum til fjarlægs ríkjasambands. Jón Bjarnason Höfundur er fyrrverandi sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Heimssýnar. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgun- blaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk- un og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru send- ar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.