Morgunblaðið - 21.03.2014, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 21.03.2014, Blaðsíða 76
76 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014 ✝ Guðný Ás-björnsdóttir fæddist á Hellis- sandi 20. sept- ember 1907. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 8. mars 2014. Foreldrar henn- ar voru hjónin Hólmfríður Guð- mundsdóttir frá Purkey á Breiða- firði, f. 10. júní 1870, d. 28. nóv- ember 1919, og Ásbjörn Gilsson útvegsbóndi frá Öndverðarnesi, f. 29. september 1860, d. 28. febrúar 1924. Guðný var næst- yngst níu systkina en hin voru: Guðmundur, f. 10. ágúst 1891, d. 13. janúar 1978, Friðbjörn, f. 4. september 1892, d. 27. maí 1985, Guðrún, f. 2. október 1895, d. 20. mars 1996, Þórunn, f. 15. mars 1898, d. 2. nóvember 1993, Hólmfríður, f. 13. janúar 1900, d. 23. september 1983, Epiphanía, f. 6. janúar 1902, d. 19. júní 1956, Sigþóra Björg, f. 31. mars 1904, d. 22. júní 1978, og Lilja Dögg. e) Auður Ólína, börn hennar eru Nanna Ólína og Vilhjálmur Svavar. 2) Þórir, f. 25. júní 1932, maki Inga Jóna Ólafsdóttir, f. 27. maí 1931. Þeirra börn eru: a) Ólafur d. 7. júlí 1995, maki Júlía Sigurð- ardóttir, synir þeirra eru Sig- urður Grétar, Kári og Þórir Ingi. b) Helga, maki Gísli Svein- björnsson, sonur hennar er Þórir, sonur þeirra er Hlynur. c) Inga Þóra, maki Guðmundur Helgason, þeirra sonur er Ým- ir. d) Guðný, maki Egill Svein- björnsson, synir þeirra eru Darri, Nökkvi og Hugi. Fyrir átti Þórir dótturina Ásgerði, maki Kristinn Sigmundsson, synir þeirra eru Gunnar og Jó- hann. Afkomendur Guðnýjar og Kristjóns eru fjörutíu og sjö. Guðný og Kristjón hófu bú- skap á Hellissandi en fluttu suður árið 1943. Til skamms tíma bjuggu þau í Njarðvík en fluttust þaðan að Hringbraut 111 í Reykjavík. Árið 1963 fluttu þau í Stóragerði 16 í Reykjavík og bjuggu þar til ársins 1988 er þau fluttu á Hrafnistu í Reykjavík. Útför Guðnýjar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 21. mars 2014, og hefst athöfnin klukkan 13. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. og Sigurást, f. 27. nóvember 1910, d. 23. mars 1997. Einnig ólst upp á heimilinu fóstur- bróðirinn Guð- laugur Eggertsson. Hinn 14. ágúst 1926 giftist Guðný Kristjóni Árnasyni frá Hellissandi, f. 17. september 1901, d. 4. janúar 1992. Guðný og Kristjón eign- uðust tvo syni: 1) Svavar, f. 4. júní 1927, d. 18. maí 2012, maki Ólína Jörundsdóttir f. 18. júní 1924, d. 20. júní 2005. Þeirra börn eru: a) Guðný, maki Sveinn Óttar Gunnarsson, son- ur þeirra er Kristjón Freyr. b) Jörundur, maki Sif Matthías- dóttir, dætur þeirra eru Hrönn Ólína, Katla og Hildur. c) Erla Kristín, maki Sigríkur Smári Ragnarsson, synir þeirra eru Sveinn Ívar, Andri Sævar og Einar Sindri. d) Lilja Steinunn, maki Bjarni Jónsson, börn þeirra eru Íris Hlín, Svavar Jón Amma er látin í hárri elli á 107. aldursári. Hún reyndi snemma það sem margir reyna mun seinna á lífsleiðinni. Hún varð ung fyrir þeirri erfiðu lífsreynslu að missa báða foreldra sína, mömmu sína tólf ára og pabba sinn sextán ára. Fyrir tvítugt var hún gift afa og komin með barn. Afi var ekkju- maður sem hafði misst konu og barn af barnsförum. Seinni sonur afa og ömmu var skírður eftir fyrri konu afa og fannst mér það fallegt af ömmu. Amma var svo orðin amma rúmlega fertug. Í barnæsku var ætíð tilhlökk- unarefni að koma til ömmu. Þar voru í boði kræsingar sem sjaldan fengust annarsstaðar en ekki síst var gott að koma vegna þolin- mæði ömmu gagnvart tilrauna- gleði barnabarnsins. Það var sama hvað mér datt í hug, allt fannst ömmu sjálfsagt að prófa. Það var augljóst hin síðari ár að amma var orðin södd lífdaga. Þó að líkaminn væri orðinn lúinn var hugsunin lengst af skörp og minnið gott. Hún var mjög hrifin af börnum og best fannst henni þegar komið var með yngstu af- komendurna í heimsókn til henn- ar. Um leið og ég lýk þessum stuttu kveðjuorðum til ömmu vil ég þakka Guðnýju systur minni fyrir ómetanlega aðstoð við ömmu alla tíð. Auður Ólína. Í morgunblaðinu fimmtudag- inn 13. mars sl. var tilkynnt lát þriðja elsta núlifandi Íslendings- ins, Guðnýjar Ásbjörnsdóttur. Í sama blaði var einnig minningar- grein um systurdóttur hennar, Ásbjörgu Ragnarsdóttur, sem var jörðuð frá Fella- og Hóla- kirkju þennan sama dag. Hvað mig varðar þá er ég frændi beggja þessara heiðurskvenna, en föðurmóðir mín hét Sólveig Guðmundsdóttir frá Purkey og var systir Hólmfríðar móður Guð- nýjar. Foreldrar þeirra systra voru Guðmundur Sigurðsson og Þórunn Þorvarðardóttir og bróð- irinn hét Eggert og öll bjuggu þau á Hellissandi um nokkurt skeið. Þau Guðmundur og Þórunn voru dugmiklar manneskjur, sem reru jafnan á opnum árabátum um Breiðafjörð og oftast hvort á sínum árabátnum þannig að heimilið yrði fyrir minni skaða ef annar báturinn færist. Þær syst- ur Hólmfríður og Sólveig eignuð- ust mörg börn og það sýnir visku þeirra og dugnað að nær öll börn- in náðu fullorðinsaldri, þrátt fyrir að mikill barnadauði væri algeng- ur á þessum tíma eða á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar. Föður- bróðir minn Karvel Ögmundsson skrifaði þrjár bækur er hann nefndi Sjómannsævi og í þeirri fyrstu lýsir hann á sérlega áhrifa- mikinn hátt lífi fólks á Snæfells- nesinu og hvað það var háð því sem hafið gaf og einnig því sem það tók í formi skipskaða og líf- láta. Maður fyllist stolti yfir að vera kominn af svona harðgerðu og dugmiklu fólki og ef til vill hef- ur umhverfið skapað því þennan styrk. Einar faðir minn sagði er hann flutti með fjölskyldu sína frá Snæ- fellsnesinu, að þá vildi hann ekki fara lengra í burtu en hann sæi Snæfellsjökulinn í björtu og heið- skíru veðri og það reyndist rétt er hann flutti til Suðurnesja. Sand- arar hittust af og til og minnist ég sem ungur polli að þá var mikil gleði við að hitta sína nánustu og vini í góðum félagsskap. Mín kynni af ættingjum mínum frá Snæfellsnesi eru þau hversu stað- fastir, trygglyndir og jafnframt auðmjúkir þeir voru og einnig hversu lífaldurinn var stundum hár. Guðrún systir Guðnýjar varð rúmlega 100 ára gömul og Karvel náði því að verða 102 ára og flest systkini hans urðu rúmlega átt- ræð og þar yfir og í dag, 21. mars, er systir mín, Jóhanna, 80 ára. Spámaðurinn Kahlil Gibran segir: „Þegar þið sitjið í birki- kjarri upp til fjalla og horfið yfir fögur og friðsæl engi og slegin tún – þá hvíslar sál ykkar: „Guð hvíl- ist í visku.“ Og þegar stormurinn kemur og vindurinn gnauðar á þekjunni og þrumur og eldingar þjóta um himininn, – þá mælir sál ykkar í ótta og undrun: „Guð stjórnar af löngun.“ Og fyrst þið eruð andardráttur guðs og lauf hans í skógi skuluð þið einnig hvíl- ast í visku og stjórnast af ástríðu.“ Kæru ættingjar og niðjar þeirra Guðnýjar Ásbjörnsdóttur og systurdóttur hennar Ásbjarg- ar, ég sendi ykkur mínar hugljúfu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning þeirra. Sólmundur Tr. Einarsson. Guðný Ásbjörnsdóttir HINSTA KVEÐJA Kæra amma. Ég þakka þér fyrir ástríkið og góð- vildina. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þín Inga Þóra Þórisdóttir. ✝ Rósa Sigurðar-dóttir fæddist í Reykjavík 19. febr- úar 1936. Hún lést í faðmi fjölskyld- unnar 24. febrúar 2014. Rósa var elsta barn hjónanna Sig- urðar Gíslasonar, kaupmanns í Ávaxtabúðinni, f. 10. apríl 1910, d. 7. febrúar 1989, og Jósefínu Guð- nýjar Björgvinsdóttur hús- móður, f. 22. október 1913, d. 2. maí 1982. Systkini Rósu eru Gísli Albert, f. 8. apríl 1940, d. eindavirki, f. 4. febrúar 1936. Börn þeirra eru: 1) Sandra, f. 12. apríl 1958, maður Pétur Hallgrímsson, börn Söndru frá fyrra hjónabandi eru Arnar, Sigurrós og Olgeir Sturla. 2) Birgir, f. 6. desember 1961, kvæntur Svövu Björgu Sveins- dóttur Jóhannesson, börn þeirra eru Sandra Dögg, Sveinn Ben, Gunnar Ben og Kristján Ben. 3) Haukur, f. 15. júlí 1963, kvæntur Lisu McKiernan, sonur Hauks frá fyrra hjónabandi er Ódinn. Barnabarnabörn Rósu eru orðin níu og það tíunda væntanlegt í júní. Rósa og Gunnar fluttust til Seattle í Bandaríkjunum árið 1978 og hafa búið þar síðan. Útförin fór fram í heimabæ hennar, Seattle. Minningar- athöfn verður haldin í Fríkirkj- unni í Reykjavík í dag, 21. mars 2014, kl. 13. 13. mars 1942, Erla, f. 23. febrúar 1943, og Gísli, f. 7. ágúst 1946. Rósa útskrifaðist úr Leiklistarskóla Þjóðleikhússins og starfaði um skeið við Þjóðleikhúsið. Hún starfaði einnig við verslunarstörf og var virkur með- limur og einn af stofnendum Kvennadeildar Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík. Eftirlifandi maður Rósu er Gunnar Jóhannesson, raf- Það kom eins og reiðarslag yfir okkur þegar mamma veiktist og kvaddi þennan heim kvöldið eftir. Mamma var alltaf til staðar fyrir okkur, róleg og yfirveguð sama hvað við gerðum. Hvort sem hamarinn hans pabba var prófað- ur á svefnherbergisglugganum, grjóti grýtt í hausinn á litla bróð- ur, grænmetisgarður nágrann- anna eyðilagður, hangið í ljósa- staur eða þegar eitt okkar rétt komið á unglingsárin sagðist vera að flytja að heiman og vildi fá vasapeninginn sinn. Mamma ein- faldlega rétti peninginn og sagði: „ klæddu þig vel og farðu var- lega“. Þegar heim var komið tíu mínútum síðar bauð hún mat og þurr föt eins og ekkert hefði í skorist. Við minnumst frábærra ferða uppá fjöll með mömmu og pabba, eyddum flestum helgum sumars- ins í ósnertri náttúrunni. Pabbi skipulagði ferðirnar en mamma sá til þess að nægur matur væri fyrir alla og hlý föt og að við fær- um okkur ekki að voða. Mamma var leikkona en hætti að leika í Þjóðleikhúsinu til að sjá um okkur. Hún hélt þó áfram að leika í útvarpsleikritum og lesa barnasögur í útvarpið. Þeir eru okkur minnisstæðir morgnarnir sem við sátum og biðum eftir að heyra mömmu lesa í útvarpinu. Mamma hætti ekki að hugsa um okkur þó við værum orðin full- orðin, hún átti góðan þátt í að velja tengdadætur sínar, hún vissi hvað sonunum var fyrir bestu. Fjölskyldan flutti til Seattle ár- ið 1978, mamma og pabbi þá kom- in yfir fertugt. Þar urðu þau nokkurs konar ættleiddir foreldr- ar margra Íslendinga sem höfðu flutt frá Íslandi. Heimili þeirra var alltaf opið. Vinir barnanna okkar fóru ekki varhluta af þessu heldur og mörg þeirra kalla þau ömmu og afa. Seinni árin voru mömmu ekk- ert auðveld en þó heyrði maður hana ekki kvarta. Hún vann sigur á brjóstakrabba, var orðin löglega blind (gat þó enn lesið á lesbrett- inu sínu með mikið stækkuðu letri), var með skjálftasjúkdóm og fór í tvær mjaðmaskipta aðgerðir. Henni fannst mjög gaman að ganga og eftir fyrri mjaðmaað- gerðina var henni sagt að til að geta haldið því áfram yrði hún að gera æfingarnar sínar og ganga um kílómetra á dag. Einn daginn var grenjandi rigning svo hún gat ekki farið út með göngugrindina svo hún gekk í kringum borðstofuborðið. Seinni part dags var hún enn að ganga í kringum borðið og var spurð hvort ekki væri komið nóg. Hún stoppaði smá stund og sagði: „Ég er komin með 853 hringi, stoppa í 1000“. Hún gekk sem sagt 1000 sinnum kringum borðið þennan dag, aðeins meira en þennan eina kílómetra sem hún átti að ganga. Mamma var yndisleg kona sem tók öllu með mestu rósemi, sá allt- af glasið hálffullt en ekki hálf- tómt. Hún var mikill stuðningur við pabba í gegnum árin og nú seinni árin hefur hún fengið það endurgoldið því pabbi hefur verið svo natinn við að hjálpa henni og gert það án þess að henni fyndist hún vera til ómaka. Hugulsemi hans og umhyggja hefur verið okkur öllum til fyrirmyndar. Mamma, við söknum þín sárt en vitum að ást þín og umhyggja mun alltaf fylgja okkur. Við pöss- um pabba fyrir þig þar til þið hitt- ist aftur. Sandra, Birgir og Haukur. Elsku Rósa systir mín er fallin frá. Rósa var sjö árum eldri en ég og því man ég ekki mikið eftir henni úr barnæsku. Mín fyrsta minning um hana er þegar hún situr að æfa sig á píanóið heima á Óðinsgötunni og síðan þegar þær Solla vinkona hennar eru að búa sig út á böll. Þegar ég var unglingur fóru Rósa og Gunnar með mig og nokkra vini mína í ógleymanlega ferð í Þórsmörk á Víponinum sín- um þar sem bíllinn festist í Krossá um hánótt. Það er þeim að þakka að ég hef alla tíð síðan ekki þorað að keyra yfir ár og meira að segja ekki hinar minnstu lækjar- sprænur. Þegar við Rósa vorum báðar komnar með börn var heilmikill samgangur á milli okkar, sér- staklega þegar þau bjuggu í Nökkvavoginum. Rósa og Gunnar fluttust til Seattle árið 1978 og þá breyttist sambandið auðvitað, við hittumst sjaldnar en lengur í einu. Þau gistu oftast hjá mér þegar þau komu til Íslands. Mín fyrsta ferð til þeirra var árið sem ég var fertug, þá fórum við Sissa frænka í heimsókn til þeirra og síðan heimsóttum við Jón þau þegar hann var 65 ára. Í báðum þessum ferðum fóru þau með okkur í heilmikil ferða- lög um ríkið. Þau komu síðan til okkar Jóns í Orlandó í Flórída þegar við vorum þar. Einu sinni kom Rósa öllum að óvörum í heimsókn til mín með fótinn í gifsi og á hækjum. Hún var þá nýkomin úr fótaaðgerð, varð að taka frí í vinnunni og ákvað að nota tímann og skella sér til Ís- lands. Þarna birtist hún eld- snemma að morgni í leigubíl beint úr flugi. Rósa og Gunnar komu oft til okkar á Laugarvatni þegar þau voru á Íslandi og í eitt skiptið eft- ir Elvisveislu þar sagði Rósa mér að næst þegar ég kæmi í heim- sókn til hennar ætlaði hún að bjóða mér í Graceland. Mín næsta ferð til þeirra var þegar þau voru sjötug og héldu upp á gullbrúðkaupið sitt. Nótt- ina eftir að ég kom til Seattle vakti Rósa mig upp um miðja nótt og sagði mér að leigubíllinn væri kominn. Ég hélt að hún væri eitthvað að rugla en þegar ég leit út um gluggann stóð þar limósína. Hún var þá sem sagt að standa við lof- orðið sitt mér alveg að óvarri. Þessi ferð okkar til Graceland var mér ógleymanleg, þarna fékk ég að koma á heimili átrúnaðar- goðs míns. Þótt fjarlægðin væri oftast mikil á milli okkar Rósu styrktist systrakærleikurinn og vináttan meira og meira með árunum. Á seinni árum átti Rósa við ýmis veikindi að stríða en ekki heyrði maður hana kvarta mikið. Hún tók þessu öllu með svo miklu jafnaðargeði. Þín verður sárt saknað, elsku systir. Gunnari og fjölskyldu votta ég mína innilegustu samúð. Erla. Rósa Sigurðardóttir Jóhanna Margrét Einarsdóttir systir mín er 80 ára í dag og þegar maður hugsar til baka er al- veg með ólíkindum hvað tíminn líður hratt. Hanna, eins og við kölluðum hana, er sú þriðja elsta af 8 barna hópnum sem for- eldrar okkar, Einar Ögmundsson og Sigríður Hafliða- dóttir, eignuðust á rúmum 15 ár- um og eru þrjú þeirra þegar látin, tvö þau elstu Þórveig Hrefna og Hafsteinn og einn tvíburi, Tryggvi að nafni. Þau sem enn lifa eru fyrir utan Hönnu Trausti, Sól- mundur Tryggvi, Erna Sigríður og Sæmundur Þorsteinn. Hanna hefur nú náð hæsta lífaldri okkar systkinanna. Við erum mjög ólík að mörgu leyti og kemur það örugglega af því hversu foreldrar okkar voru ólík að eðlisfari. Sá tími er við dvöldum í heimahúsi með foreldr- um okkar í Njarðvíkum var ein- lægur og við nutum trausts og ást- úðar þeirra, enda skorti varla nokkuð og vistin eftir því. Strax í uppvexti sínum var Hanna mjög glöð og skemmtileg stúlka og allra eftirlæti, þó einkum föður síns. Hún sýndi fljótlega listræna hæfi- leika og var afar vandvirk í nær öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Hanna festi snemma ráð sitt og giftist Oddi Gunnari Sveinbjörns- syni kennara, ættuðum frá Snæ- foksstöðum í Grímsnesi. Þau eign- uðust 4 mannvæn börn þau Sigríði Kolbrúnu, Sveinbjörn, Gunnar og Einar Val. Hanna og Oddur bjuggu góða stund í Njarðvíkum, síðan í Sand- gerði og að lokum á Selfossi, en þar lést Oddur árið 2004, áttræð- ur að aldri. Þau hjónin ferðuðust mikið um Ísland með börn sín og eru þeir ófáir staðirnir sem þau hafa heimsótt. Oddur var mjög fróður um marga hluti og vissi nokkuð mikið um alla þá staði er heimsóttir voru Jóhanna Margrét Einarsdóttir og var gaman að heyra hann lýsa þessum ferðum þeirra. Einnig fóru þau nokkrum sinn- um til útlanda og til Ástralíu að heim- sækja Sveinbjörn son sinn, sem þar vann um tíma. Hanna naut sín vel í þessum ferðalögum, enda mikill náttúru- unnandi og hefur næmt auga fyrir fegurð þessa lands og litadýrð, sem hún nýtti sér í sinni tóm- stundaiðju. Bæði voru þau mikið hæfileikafólk í sköpun hluta, mynda, teikninga, málverka og nánast hvers sem hægt var að for- ma, jafn vel úr gleri. Þessi lista- hæfileiki Hönnu virðist einnig blunda víðar í fjölskyldunni og hafa margir notið hans. Hæfileik- ar Hönnu voru nokkuð fjölþættir og þar á bæ kom maður ekki að tómum kofunum. Það hefur ætíð verið gott og kært samband milli okkar og er hún góður hlustandi og einnig ráðagóð. Hún var ætíð fögur kona og þegar aldurinn fær- ist yfir hefur hún samt sinn ynd- isþokka og gott næmi fyrir klæð- um, útliti og umhverfi. Eftir að Oddur lést býr hún enn ein í sínu fallega húsi og svo á hún sum- arbústað í landi Snæfoksstaða og þar dvelur hún oft yfir sumarmán- uðina. Þar hefur einnig dóttir hennar Sigríður og eiginmaður Magnús Kjartansson byggt sér fallegt hús og kunna þar vel við sig. Hanna og Oddur hafa átt miklu barnaláni að fagna og nú búa niðjar þeirra bæði hér á landi og erlendis. Einu má ekki gleyma hversu frábær matreiðslukona Hanna er og í hvert sinn sem mað- ur kemur í heimsókn til hennar er þvílíkt sælgæti á borðum að það hálfa væri nóg. Yndislega kæra systir, við óskum þér innilega til hamingju með árin þín áttatíu. Megi gæfa og hamingja fylgja þér um ókomin ár. Lifðu heil. Þinn bróðir Sólmundur og fjölskylda. Afmæli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.