Morgunblaðið - 21.03.2014, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 21.03.2014, Blaðsíða 69
MINNINGAR 69 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014 ✝ Steinunn Jóns-dóttir fæddist í Reykjavík 18. nóv- ember 1942. Hún lést á krabbameins- deild Landspítalans 11. mars 2014. Foreldrar henn- ar voru Lilja Stef- ánsdóttir f. 20.10. 1916, d. 7.6. 1995, og Jón Guðmunds- son, f. 7.5. 1904, d. 4.10. 1980, sem voru til heim- ilis við Óðinsgötu 4. Steinunn átti tvo bræður, Guðmund Kjalar Jónsson, f. 19.10. 1945, og Guðmund Ingv- ar Jónsson, f. 7.9. 1948. Steinunn starf- aði lengst af sem verslunarstjóri og bókari, meðal ann- ars hjá Trygginga- miðstöðinni, Ála- fossi, Íþróttasambandi Íslands og Arkís, þar sem hún lét af störfum 2009. Útför Steinunnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 21. mars 2014, kl. 15. Í dag er borin til grafar ástkær systir mín Steinunn Jónsdóttir. Þar sem ég er yngstur minna systkina, Steinunn elst og Guð- mundur Kjalar þar á eftir, lenti það á henni að passa mig á yngri árum. Það gerði hún svo síðar frá því ég man eftir mér. Við Stein- unn vorum ávallt mjög samrýnd, og þótti sumum sem hún vildi stjórna lífi mínu um of. Það er mín sannfæring að stjórnun hennar hafi skapað mig sem persónu og betri mann. Alltaf var hún til staðar þegar bjátaði á í mínu lífi hvort sem vandamálin voru stór eða smá. Ég mun sakna þeirra stunda þar sem ég heimsótti hana og við drukkum kaffi og spjölluðum um allt milli himins og jarðar. Hún var tengiliður minn við aðra ætt- ingja, var þar hafsjór vitneskju um frændur okkar og frænkur sem og aðra vini. Seinni árin bar hún mjög mikla umhyggju fyrir systkinabörnum sínum, þeim Lilju, Írisi og Stefni, börnum Guð- mundar Kjalars, og syni mínum, Guðmundi Erni. Ekki minnkaði umhyggja hennar fyrir börnum þeirra þegar þau komu eitt af öðru. Sérstaklega var sonur Guð- mundar Arnar, Steinar Máni, henni mikið umhyggjumál, þar sem hann er mikið fatlaður frá fæðingu. Ljómaði hún öll þegar hún sagði fréttir af framförum sem hann hefur tekið á síðustu ár- um. Ég mun sakna þín kæra systir. Guðmundur Ingvar Jónsson. Það er bæði með söknuði og þakklæti í huga sem ég kveð Steinu frænku. Þakklæti fyrir allt sem hún hefur gert fyrir mig og fjölskylduna mína og söknuði yfir að hafa hana ekki lengur meðal okkar. Steina var föðursystir sam- býlismanns míns en ég kallaði hana alltaf Steinu frænku. Steina frænka var dásamleg kona með hjartað á réttum stað. Hún var fáguð og fín til fara, með allt sitt á hreinu. Hún var sérstaklega vandvirk og allt sem hún tók sér fyrir hendur gerði hún vel. Steina var með ríka réttlætiskennd, hreinskilin, ákveðin og staðföst. Í mínum huga var hún hörkukona og minnti mig stundum á ömmu mína, enda sporðdreki og fædd 18. nóvember alveg eins og amma. Þær tvær hefðu átt að hittast. Það var gaman að tala við Steinu og ég gleymdi mér oft í spjalli með henni, hvort sem við töluðum saman í síma eða hitt- umst. Það voru ófá skiptin sem ég fór í heimsókn til hennar með börnin og það fannst þeim skemmtilegt. Alltaf átti hún eitt- hvað spennandi að skoða. Ég sé það fyrir mér og heyri þegar hún talaði við eldri börnin mín og sagði við Bryndísi Evu „Bryndís, draumadís“ og við Steinar Mána „Steinar, frændi minn“ með sér- stakri áherslu á orðin „frændi minn“. Það voru sérstök leikföng sem þau fengu að leika með heima hjá Steinu frænku, brúður sem hún hafði saumað sjálf, tröll og gamaldags bambúskur. Í eldhús- inu var sérstök skúffa sem þau fengu að róta í að vild. Þar voru alls konar áhöld og spennandi hlutir að skoða. Það má segja að ég hafi kynnst Steinu þegar elsta barnið mitt fæddist, a.m.k. kynntist ég henni mun betur þá. Sonur minn varð fyrir súrefnisskorti í fæðingu og hlaut mikinn skaða í kjölfarið. Það er mikið áfall að eignast fatlað barn og það var misjafnt hvernig fólk í kringum okkur brást við. Sumir drógu sig í hlé, aðrir komu meira inn í líf okkar og sýndu okk- ur stuðning. Steina sýndi okkur ómetanlegan stuðning og var til staðar þegar á reyndi. Það var fyrir hennar tilstilli að stofnaður var styrktarsjóður fyrir son minn og var hún jafnframt formaður fé- lagsins um Styrktarsjóð Steinars Mána. Sjóðurinn hefur úthlutað styrkjum til Steinars Mána vegna fötlunar sem hann hlaut í fæðingu og stýrði Steina honum afar vel. Ég held að það hafi ekki verið hægt að fá traustari manneskju til að halda utan um sjóðinn. Fyrir alla hennar vinnu í þágu sonar míns verð ég henni ævinlega þakklát. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (VB) Elsku Steina frænka, ég vildi óska að við hefðum fengið meiri tíma saman. Minning þín mun lifa áfram í hjörtum okkar. Sesselja María Sveinsdóttir. Ég sit hér í sólinni á Kanarí og læt hugann reika. Ég hugsa um stelpurnar mínar, Lilju og Írisi, þegar þær voru litlar í svo falleg- um peysum sem Steina mágkona mín prjónaði. Það tóku allir eftir því. Eins hugsa ég til allra sunnu- daganna sem við fórum í Granó og fengum ýmist pönnukökur eða ís- blóm. Já, stelpurnar mínar áttu svo sannarlega góða frænku og Stefnir sonur minn reyndar líka. Í gegnum árin höfum við Steina alltaf átt gott samband þótt það væri minna seinni árin. Að lokum langar mig til að þakka fyrir allt gott frá liðnum árum og sendi ást- vinum öllum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Særún Sigurgeirsdóttir. Elsku Steina, hvernig er hægt að kveðja þig núna, ég reyndi að koma orðum að því en það var aldrei tími, aldrei nógur tími. Það gerðist allt svo fljótt, þú varst far- in áður en ég gat kvatt þig al- mennilega, mig langaði svo mikið að kveðja þig, sýna þér það þakk- læti sem ég ber til þín, þá ást og þann kærleik sem býr í brjósti mér. Ég á margar minningar um þig, mest frá Granaskjólinu þar sem ég var tíður gestur og það að fara upp á loft til Steinu var jafn- spennandi og að fara í bílskúrinn með afa. Prjónaða slangan og jóla- sveinauppstillingin standa mér efst í minni en einnig notalegar stundir fyrir framan sjónvarpið með kók og sleikjó. Það er erfitt að hafa þig ekki lengur, ég mun sakna þín mikið og mun aldrei gleyma því sem þú hefur gert fyr- ir mig og þeirri ást og umhyggju sem þú sýndir mér mín fyrstu ár og þeirri ást, áhuga og kærleik sem þú sýndir börnunum mínum hin síðustu ár. Ég mun alltaf minnast þín og sakna. Bless Steina mín, hvíldu í friði. Guðmundur Örn Ingvarsson. Steina hefur alltaf verið ríkur þáttur í lífi okkar systranna. Hún var vinkona mömmu og okkur finnst að mamma hafi alltaf talað um hana sem Steinu vinkonu með áherslu á vinkonu. Þær kynntust í Kaupmannahöfn fyrir rúmlega hálfri öld og hefur aldrei borið skugga á vináttu þeirra síðan. Steina fylgdist með okkur systr- um alveg frá því að við fæddumst og var ótrúlega áhugasöm um allt sem við tókum okkur fyrir hendur og fagnaði einlæglega öllum áföngum í lífi okkar. Sama áhuga og umhyggju hefur hún svo borið fyrir fjölskyldum okkar. Fyrstu minningar okkar systra um Steinu tengjast Álafossbúð- inni þar sem hún var verslunar- stjóri um árabil. Þar var alltaf gaman að koma, Álafossúlpur keyptar fyrir komandi skólaár og fyrir jólin var óbrigðult að við fengum að laumast út í glugga og ná okkur í sælgæti sem var hluti af gluggaskreytingunni. Önnur bernskuminning sem tengist Steinu er auðvitað fyrstu bangs- arnir okkar, sem hún prjónaði þegar við fæddumst, sá eldri að verða 48 ára, orðinn svolítið slitinn og hnúskóttur en enn uppi í hillu. Síðan hafa komið í fjölskylduna fleiri bangsar, hver öðrum fal- legri, sem börnin okkar hafa öll fengið frá Steinu og þótt mjög vænt um. Það voru ekki bara prjónarnir sem léku í höndunum á henni því hún smíðaði og málaði líka og eigum við falleg skart- gripaskrín sem hún bjó til. Hún vílaði ekki fyrir sér að ráðast í stórframkvæmdir innan veggja heimilisins, pússa og lakka hurðir og gera upp húsgögn. Enda heim- ili hennar í Melgerðinu einstak- lega smekklegt og fallegt. Það var sérstaklega gott að leita til hennar varðandi allt sem tengdist handa- vinnu og kom það nokkrum sinn- um fyrir að hún leiddi okkur í gegnum flóknar prjónauppskrift- ir. Það sýnir vel hvað Steina var ávallt með hugann við það sem við vorum að gera að þrátt fyrir erfið veikindi ræddi hún af áhuga við okkur um fyrirhugaða mæðgna- ferð sem við ráðgerum að fara á Eurovision í Kaupmannahöfn í vor og fannst þetta frábær hug- mynd hjá okkur! Við erum þakklátar fyrir að hafa átt Steinu að í öll þessi ár og sendum fjölskyldu hennar inni- legar samúðarkveðjur. Vala og Sigrún Gautsdætur. Hún Steina okkar er búin að kveðja okkur. Nú lítum við bara á björtu hliðarnar, það hefði Steina gert. Þegar maður lítur til baka er margs að minnast. Við stelpurnar erum búnar að þekkjast í um 65 ár. Við vorum börn í gamla bæn- um, nánast miðbænum, í Reykja- vík. Óðinsgatan, þar sem Steina ólst upp, var okkar leiksvæði og þar var oft margt um manninn, bæði strákar og stelpur. Það var ekki svo mikið um bíla, strætó kom á tíu mínútna fresti og hopp- uðum við þá upp á gangstétt á meðan hann fór hjá. Á Óðinsgöt- unni vorum við í kýlóbolta, brennibolta, að sippa og í snúsnú. Við stelpurnar áttum svo athvarf á ganginum hjá Steinu ef við vild- um fara í dúkkuleik eða dúkku- lísuleik. Við vorum líka duglegar á vet- urna að fara á skauta á tjörninni og á sumrin hjóluðum við upp á Vatnsenda eða út í Nauthólsvík og höfðum þá nesti með sem oftast var Sinalco og snúður. Ekki má nú gleyma hjólaskautaferðunum nið- ur Skólavörðustíg og Banka- stræti, svo var labbað með hjóla- skautana á öxlinni heim því það var allt upp í móti. Þannig eydd- um við barnsárunum. Svo komu unglingsárin. Þá löbbuðum við „rúntinn“ og ef eitt- hvað var í buddunni var komið við á Ísborginni eða Kjörbarnum og við fengum okkur franskar. Þegar maður fór á „rúntinn“ puntaði maður sig og eitt árið munum við eftir að við höfðum slæðu á höfð- inu með mynd af Elvis Presley og fannst okkur við ekki lítið fínar. Þurrkloftinu hjá Steinu var oft breytt í æfingasal þar var æft að dansa rokk af miklum móð og höfðum við til aðstoðar handsnú- inn grammófón. Það var mikið kátt hjá okkur. Dansinn gátum við svo notað á laugardagskvöldum í gamla Gúttó eftir að hafa beðið í biðröð hálfan daginn til að fá miða. Restin af deginum var svo notuð til að pressa og bursta skó. Þegar unglingsárunum lauk fækkaði samverustundunum en við fylgdumst hver með annarri og vissum hvað var að ske. Eftir að við urðum fullorðnari tengd- umst við aftur, okkur öllum til mikillar ánægju. Steina okkar, við þökkum þér fyrir góða samveru í gegn um tíð- ina. Við erum miklu ríkari að hafa átt þig sem vinkonu. Þær gerast varla hreinni, beinni og heiðar- legri en þú varst. Kærar þakkir fyrir allt. Þínar vinkonur, Erla S. og Elín G. Það eru 35 ár nú í vor síðan ég kom til sumarstarfa í Álafossbúð- inni á Vesturgötu 2 og kynntist Steinu. Steina var þá verslunar- stjóri og stjórnaði búðinni af mikl- um skörungsskap. Sumrin í vinnu hjá Steinu urðu fleiri og þegar ég varð áramótastúdent falaðist ég eftir föstu starfi um sinn. Það var auðsótt, þó með því skilyrði að ég yrði aðstoðarverslunarstjóri. Ég þáði það og í hönd fór mikið lær- dómstímabil hjá mér undir stjórn Steinu og öruggri handleiðslu samstarfskvennanna sem margar voru með áratugareynslu af versl- unarstörfum. Það er margt sem þarf að huga að í stórri verslun eins og Álafossbúðin var á þessum tíma. Í fyrsta lagi var búðin mikil að flatarmáli og allt þurfti að vera snyrtilegt. Peysur samanbrotnar í hillunum, allt í réttri röð á slánum, fyllt á lopahillurnar, Arzberg- postulínið og kristallinn pússað og fínt í hillunum í gjafavörudeild- inni. Vörutegundir voru margar og lagerplássið takmarkað. Það þurfti því gott skipulag þar. Mikið var um póstsendingar út á land og út fyrir landsteinana. Steina skipulagði þetta allt saman af mikilli snilli sem ég hef alla tíð síð- an hugsað til þegar ég sjálf hef þurft að skipuleggja stærri verk- efni. Kjarninn í hennar starfi var sanngirni og samstarf. Enginn hafinn yfir annan, öll verkefni þarf að vinna af kostgæfni og margar hendur vinna létt verk. Starfsandinn í Álafossbúðinni var einstaklega góður. Á sumrin gat heldur betur færst fjör í leikinn og verið hreinlega brjálað að gera. Erlendir ferðamenn komu í heilu skipsförmunum inn í búð og það þurfti að kalla út aukamannskap. Þegar búið var að loka eftir svona törn hóaði Steina starfskonunum saman inn á kaffistofu. Hellt var upp á gott kaffi og náð í Glit-ker- amikstaup fyrir sérrílögg. Allar settumst við niður í kaffi, sérrí og sígó og bárum saman bækur okk- ar. Eftir þetta „púst“ fór hersing- in svo aftur fram í búð og gekk frá, allar léttar í lundu. Yfir sumarið söfnuðum við í ferðasjóð og fórum svo í skemmtiferð þegar hillti undir starfslok sumarstarfs- manna. Steina var frumkvöðullinn í þessu sem öðru. En allt tekur enda. Steina hætti í búðinni og ég fór í Háskólann. En alltaf héldum við sambandi, ekki síst í gegnum Biddý, frænku Steinu, sem var ein af Álafossbúðarstelpunum. Það var alltaf gaman að hitta þær frænkur, mikið hlegið og spjallað. Ég hafði ætlað að hitta Steinu að minnsta kosti einu sinni enn áður en yfir lyki en svo var bara allt bú- ið. Þegar ég skrifa þessar línur sé ég Steinu fyrir mér eins og hún var á þessum árum í pilsi, blússu og klossum. Lét nú ekki segja sér hvaða vitleysu sem var, en tilbúin að hlæja hátt og innilega ef svo bar undir. Ég get því miður ekki fylgt Steinu síðasta spölinn þar sem ég verð í útlöndum jarðarfar- ardaginn. En ég mun setjast niður á fallegum stað, fá mér góðan kaffisopa í minningu hennar og kannski bara smásérrílögg með. Marta Guðjónsdóttir. Steinunn Jónsdóttir Ég var á flugi heim frá sólskins- stöndum Tenerife þegar ég las í Morgunblaðinu að æskuvinur minn, jafnaldri og skólabróðir, Haukur Tómasson, hefði verið borinn til grafar þennan dag. Haukur Tómasson var minn besti vinur í æsku. Það sem eftir lifði af flugferðinni varð mér hugsað til gamalla daga, Haukur Sigurður Tómasson ✝ Haukur Sig-urður Tómas- son fæddist 14. febrúar 1932. Hann lést 21. febrúar 2014. Útför Hauks var gerð 3. mars 2014. ánægjustunda okk- ar Hauks á mörg- um sviðum. Ég las minningargreinar um mætan vin minn og mér varð hugsað til Karit- asar, sem ég sendi mínar innilegustu samúðarkveðjur. Henni og ættingj- um öllum sam- hryggist ég inni- lega. Við Haukur gengum í barna- skólann við Baugsveg í Skerja- firði. Oft dvaldi ég á heimili Hauks og systkina hans á Þver- vegi. Þar dvaldi ég innan um stóra fjölskyldu með stórt hjarta, ævinlega velkominn og nánast eins og einn úr fjölskyld- unni Á heimilinu voru um tíma börn auk þeirra Tómasar og El- ísabetar. Þar var líka Bjarni Pétur Jónsson uppeldisbróðir þeirra. Fyrst bjó fjölskylda Hauks á Þvervegi 8 í húsi sem kallað var Píanókassinn. Síðar fluttu þau í Kronhúsið í Skerja- firði, 100 fermetra íbúð. Þrátt fyrir að hjá þeim væru þrengsli náðu börnin frama og voru góðir þjóðfélagsþegnar. Haukur var stofnandi Knatt- spyrnufélagsins Þróttar, sem senn er 65 ára gamalt félag og öflugt. Hann sat í fyrstu stjórn Þróttar og iðkaði handbolta og frjálsar íþróttir með félaginu. Haukur sat í stjórn Fylkis og Íþróttabandalags Reykjavíkur í mörg ár. Sem drengir tókum við Hauk- ur þátt í prakkarastrikum, m.a. náðum við í fótbolta inn á flug- vallarsvæðið þar sem breskur her réð ríkjum. Það komst upp um okkur en ég man að Bretar gáfu okkur tvo bolta. Og fleiri voru prakkarastrikin en flest komust upp. Og þá uppskárum við kannski flengingar. Við Haukur vorum saman í landsprófi í gaggó. Þar skildi leiðir. Haukur fór í menntaskóla en ég fór að þreifa á atvinnulíf- inu. Haukur fór í nám í jarð- fræði og varð landsþekktur sem vísindamaður. Seinni árin voru samskiptin ekki mikil, en árin okkar í Skerjafirði, minningarn- ar frá æsku okkar voru ljóslif- andi. Svo kom ellin. Hann fór að tefla og við hittumst og lékum göfugustu íþrótt heims. Við skákborðið hjá eldri borgurum áttum við góðar stundir um hríð. En fljótt dró af Hauki og nú er hann farinn frá okkur. Ég gæti skrifað heila bók um Hauk. Við vinirnir erum aldir upp við grá- sleppu og rauðmaga í Skerja- firði. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst Hauki Tómassyni. Magnús V. Pétursson. Oddný kom með blik í augum og brosi inn í tilveru okkar vinnufélag- anna í Curves. Gleðin og gam- anið sem hún hafði af fólkinu í kringum sig og hlýjan sem hún færði var aldeilis óvenjuleg. Svo bar hún af að ég fékk hana til að vera sýningardömu fyrir kven- fatnað á konukvöldum og fyr- irsætu í auglýsingum fyrir lík- amsræktarstöðina og víst er að ekki geta margir á níræðisaldri státað af þokkanum sem hún bar. Nett kona, teinrétt í baki og síbrosandi, kom hún í hversdag- inn minn og kom sér á stuttum tíma fyrir í þessu horni tilver- unnar eins og hún ætti heima þar. Eignaðist sitt eigið horn í sófanum okkar og var það svo örugglega helgað henni og hún Oddný Sigríður Nicolaidóttir ✝ Oddný SigríðurNicolaidóttir fæddist 2. desem- ber 1930. Hún lést 5. mars 2014. Útför Oddnýjar Sigríðar fór fram 14. mars 2014. svo vel kynnt meðal gesta og starfsfólks að staðið var upp fyrir henni, vildi svo til að einhver hefði hreiðrað um sig þar. Kaffibollinn varð að heilagri stund hjá henni eftir æf- ingar þar sem hún spjallaði og hló við okkur allar sprikl- andi af fjöri og eftir að hún fór í geisla stóð hún sig minnst jafn- vel við æfingarnar. Fjórum sinn- um í viku mætti frúin og ekki orð um það meir. Gott er að hugsa til þess að þessi sérstaka kona hafi átt góð börn en þau skiptust á um að keyra hana í meðferð og maðurinn hennar, sem hún var ansi hreykin af enda á níræðisaldri líka enn að reka fyrirtæki, sá um aksturinn á æfingar. Ég er þakklát fyrir að hafa átt vináttu Oddnýjar þessi miss- eri og sendi öllum þeim sem þótti vænt um hana mínar hlýj- ustu kveðjur. Auður Sigurjóna Jónasdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.