Morgunblaðið - 21.03.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.03.2014, Blaðsíða 18
VIÐTAL Anna Marsibil annamarsy@mbl.is Kristín Þorsteinsdóttir er 22 ára gömul sunddrotting frá Ísafirði. Kristín er með Downs-heilkenni og hefur unnið margoft til verðlauna í sundi hér á landi auk þess sem hún keppti á Special Olympics í Aþenu árið 2011 þar sem allir eru sigurveg- arar. Eina stærstu viðurkenningu á sundferlinum hlotnaðist Kristínu þó í janúar þegar hún var valin íþrótta- maður Ísafjarðarbæjar úr hópi bæði fatlaðra og ófatlaðra íþróttamanna. „Ég var hissa,“ segir Kristín um viðbrögð sín við valinu. „Ég vissi ekki hvað ég átti að gera þegar nafnið mitt var kallað upp, var bara feimin og pínulítið stressuð.“ Kristín segist að sjálfsögðu vera ótrúlega stolt af titlinum og að hún finni hve stoltir íbúar Ísafjarðarbæjar eru af henni. Kristín segir að til þess að verða afreksmaður í íþróttum þurfi maður að tileinka sér ákveðna reglusemi svo sem að borða hollan mat, fara snemma að sofa og sleppa öllu óþarfa tölvu- eða sjónvarpsglápi. Eins sé mikilvægt að vera duglegur að mæta á æfingar enda skapi æfingin meist- arann en Kristín býr einnig svo vel að njóta sérstaks stuðnings systur sinnar Mörthu í sundinu. „Martha er líka að æfa sund hér á Ísafirði og við förum oft á æfingar saman, þá sýnir hún mér góðar tækniæfingar sem ég skil auðveld- lega og gerir mig að miklu betri sundmanni,“ segir Kristín. Hressir, kætir og bætir Kristín byrjaði að æfa sund sex ára gömul á sama tíma og sunddeild íþróttafélagsins Ívars var stofnuð. Það er ekki á Kristínu að heyra að hún muni nokkurn tíma verða leið á sundinu en hún segir það bæta hressa og kæta auk þess sem það hjálpi henni að viðhalda vöðvastyrk. „Og svo er svo gaman að vera með öllum hinum á æfingu. Ég á líka marga vini í sundfélaginu Firði í Hafnarfirði, þau eru mjög góð við mig og leyfa mér að vera með í sínum hópi á mótum hér heima og í útlönd- um. Annars væri ég ein á ferð þar sem við erum svo fá í mínu félagi og ég sú eina núna sem fer í keppnis- ferðir,“ segir Kristín. Eins og áður sagði keppti Kristín á Special Olympics fyrir hönd Íslands árið 2011 en hún segir þá keppnisferð hafa tekið nokkuð á. „Það var erfið ferð en mjög skemmtileg, allt var svo stórt og það var mikill hiti og margt fólk. Við þurftum að vakna mjög snemma til að komast í sundlaugina til að keppa,“ segir Kristín en hún segist hafa fengið góðan stuðning á meðan á mótinu stóð og að hún haldi enn sambandi við aðstoðarkonuna sem hjálpaði henni á sundlaugar- bakkanum. Þó svo að Kristín taki reglulega þátt í stórum mótum eru aðstæður hennar til æfinga ekki með því besta sem gerist. Sundlaugin á Ísafirði er lítil og í gömlu húsnæði en vegna plássleysis geta Kristín og félagar hennar í Ívari aðeins æft þrisvar í viku. „Ég verð ofsalega kvíðin þegar ég er komin í stóru sundlaugarnar því mér finnst brautirnar svo langar en þá huggar mamma mig og segir mér að ég sé svo dugleg að synda, að ég eigi bara að gefa allt í botn og prufa hvort ég nái ekki að klára, ég má al- veg hætta ef ég er að kafna,“ segir Kristín en hún telur að keppnirnar í stóru laugunum yrðu auðveldari ef hún hefði sambærilega laug að æfa sig í. Fer í fínan kjól og fagnar Downs-deginum í vinnunni Kristín útskrifaðist frá starfsbraut Menntaskólans á Ísafirði vorið 2012 og eftir það tók hún tvær annir á tómstunda- og heilsubraut hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Nú starfar Kristín á endurhæfingardeild Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og líkar vel. „Ég er aðstoðarmaður á endurhæfingardeild og í þvottinum,“ segir Kristín og nefnir að á meðal verkefna sinna sé að þrífa tækjasal- inn og nuddbekkina auk þess sem hún komi þvotti á réttar deildir og sinni öðrum tilfallandi verkefnum. Þá gefur hún sér jafnframt tíma til að spjalla við fólkið sem kemur í endur- hæfingu. „Ég er mjög heppin að vera að vinna á sjúkrahúsinu. Það er svo gaman að hitta vinnufélaga mína, þær eru svo góðar við mig, alltaf að hrósa mér og kenna mér eitthvað nýtt,“ segir Kristín. Auk sundsins og vinnunnar er Kristín atorkusöm sauma- og prjóna- kona en hún segist njóta þess að klæða sig upp. Í dag ætlar Kristín einmitt í betri skóna í tilefni af al- þjóðlegum degi tileinkuðum fólki með Downs. „Já, ég ætla að fara í fína kjólinn minn og leggings sem ég var að sauma og bjóða vinnufélög- unum mínum upp á köku í morgun- kaffinu. Kannski býð ég bara í partí um kvöldið,“ segir Kristín. Finnur vel fyrir stolti Ísfirðinga  Sundkonan Kristín Þorsteinsdóttir var valin íþróttamaður Ísafjarðabæjar 2013 úr hópi jafningja í janúar  Í dag heldur hún alþjóðlega Downs-daginn hátíðlegan líkt og fjölmargir aðrir Íslendingar Ljósmynd/Þorsteinn Bragason Fyrirmynd Kristín segir að til þess að verða afreksmaður í íþróttum sé nauðsynlegt að mæta á allar æfingar. Hún hefur tileinkað sér heilbrigðan lífsstíl og borðar hollan mat auk þess sem hún passar vel upp á svefnvenjur sínar. Mikill heiður Kristín tekur við verðlaunum sem íþróttamaður Ísafjarðar- bæjar 2013 ásamt þjálfara sínum, Svölu Sif Sigurgeirsdóttur. 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014 Á morgun, laugardaginn 22. mars, fer fram alþjóðleg ráð- stefna andstæðinga ESB-aðildar í Reykjavík. Fer hún fram í ráðstefnusalnum Kötlu á 2. hæð Hótel Sögu og hefst klukkan 9.30. Aðgangur er ókeypis og er ráðstefnan öllum opin meðan hús- rúm leyfir. Að ráðstefnunni standa Heims- sýn – hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum og norsku systur- samtökin Nei til EU. Meðal þeirra sem flytja ávörp eru Vigdís Hauksdóttir, þingmað- ur og formaður Heimssýnar, Helle Hagenau, sviðsstjóri al- þjóðasviðs hjá Nei til EU, Josef Motzfeldt, fyrrverandi ráðherra og forseti grænlenska þingsins, Per Olaf Lundteigen, þingmaður Miðflokksins á norska þinginu og Odd-Haldgeir Larsen, varafor- maður Fagforbundet og stjórn- armaður í Nei til EU. Ráð- stefnustjóri er Jón Bjarnason, fv. ráðherra. Af öðrum ræðumönn- um má nefna Ragnar Arnalds, Harald Benediktson, Sigríði Á. Andersen, Brynju Björgu Hall- dórsdóttur og Halldór Ármanns- son. Yfirskrift ráðstefnunnar er Fullveldi þjóða og Evrópusam- runinn. Alþjóðleg ráðstefna samtaka gegn ESB Morgunblaðið/Kristinn Nei við ESB-aðild Frá einum af mörgum baráttufundum Heimssýnar undanfarin ár. HJÓLA-OGSPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · REYKJAVÍK · SÍMI 5 200 200 · GAP.IS MYNDFRÁADVANIA VILTUKOMAUPPAÐSTÖÐUÁÞÍNUMVINNUSTAÐ? HAFÐUSAMBANDOGVIÐFINNUMBESTU LAUSNINAFYRIRÞIG! Framhaldsskólanemar fá ókeypis aðgang að sundlaugum og lista- söfnum í Reykjavík á meðan verk- fall framhaldsskólakennara stend- ur, samkvæmt tillögu sem samþykkt var samhljóða í borgar- ráði í gær. „Það verður framlag Reykjavík- urborgar til að stuðla að virkni og bættri lýðheilsu nemenda þótt starfsemi framhaldsskólanna falli niður tímabundið,“ segir í tillög- unni. Íþrótta- og tómstundasviði og menningar- og ferðamálasviði er falið að útfæra tillöguna með það að markmiði að hvetja til virkni innan hefðbundins skóladags. Út- færslan verði endanlega afgreidd í borgarráði að viku liðinni. Framhaldsskólanemar fá ókeypis í sund og á söfn meðan á verkfallinu stendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.