Morgunblaðið - 21.03.2014, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Um 2.600 manns sóttu á síðasta ári
námskeið á vegum Slysavarnaskóla
sjómanna. Heldur hefur fækkað á
námskeiðum skólans síðustu ár, en
eftir efnahagshrunið 2008 sóttust
margir eldri sjómenn á ný eftir
skipsplássum og þurftu þá að bæta
við og endurnýja
réttindi sín. Met-
árið var 2009
þegar um 3.500
manns sóttu
námskeið Slysa-
varnaskólans.
Í einum hópi
hefur þó orðið
veruleg fjölgun á
síðustu mán-
uðum. Er þá átt
við menn sem ráðið hafa sig til
starfa í olíuiðnaðinum eða á erlend-
um skipum. „Margir þessara
manna hafa ráðið sig til starfa á
norskum aðstoðarskipum í olíu-
geiranum,“ segir Hilmar Snorra-
son, skólastjóri Slysavarnaskólans.
„Kröfur vegna slíkra starfa eru
meiri en tilskilið er á íslenskum
fiskiskipum og menn vilja því ná
sér í aukin réttindi í öryggis-
þáttunum með undirbúningi á al-
þjóðlegum námskeiðum sem við
höldum. Á þennan hátt verða menn
betur gjaldgengir á alþjóðlegum
markaði og í þessum hópi hefur
orðið mikil aukning hjá okkur. Ég
áætla að á síðustu mánuðum hafi
50-60 manns aukið við atvinnurétt-
indi sín til að komast frekar að er-
lendis.“
Leysa landfestar í sumar
Hilmar segir að þessi þróun
tengist breytingum í íslenska fiski-
skipaflotanum, en á vef Hagstof-
unnar kemur fram að fækkað hafi
um fimm togara á síðasta ári.
Hilmar bendir á að undanfarið hafi
frystitogurum verið lagt, aðrir
seldir úr landi eða þeim breytt í ís-
fisktogara. Með þessu hafi störfum
sjómanna í íslenskum skipsrúmum
fækkað og margir fari á öryggis-
námskeið til að vera betur í stakk
búnir til að sækja um störf erlendis
ef þeir missa vinnuna. Hins vegar
segir hann að öryggiskröfur hafi
aukist síðustu ár og þannig sæki
færri menn fleiri námskeið en áð-
ur.
Fjárveitingar til Slysavarnaskól-
ans hafa dregist saman í efnahags-
kreppunni og landfestar Sæbjarg-
arinnar, skips skólans, hafa ekki
verið leystar síðan 2008. Eina und-
antekningin er árleg sigling um
Sundin blá á sjómannadaginn. Í
sumar verður hins vegar breyting
á. „Í sumar ætlum við að heim-
sækja fjórar hafnir á Norðurlandi
og Austfjörðum og halda námskeið
þar. Það er ekki þannig að við eig-
um digra sjóði, alls ekki. Við eigum
hins vegar góða að og styrkur
útgerðarfyrirtækis gerir okkur
kleift að hreyfa skipið í sumar,
loksins,“ segir Hilmar Snorrason.
Núverandi Sæbjörg er þriðja
skipið með þessu nafni sem er not-
að til björgunarstarfa eða til að
fræða sjómenn um öryggismál.
Núverandi Sæbjörgu fékk Slysa-
varnafélag Íslands, nú Slysavarna-
félagið Landsbjörg, árið 1998 er
ríkisstjórnin gaf félaginu ferjuna
Akraborg til nota fyrir starfsemi
Slysavarnaskóla sjómanna.
Sjómenn sækja til útlanda
Um 2.600 manns sóttu námskeið í Slysavarnaskóla sjómanna á síðasta ári Hefur fækkað nokkuð
eftir sprengingu í kjölfar hrunsins Yfir 50 sjómenn hafa aukið réttindi vegna starfa erlendis
Morgunblaðið/Guðmundur Árnason
Þyrla til aðstoðar Í æfingum á vegum Slysavarnaskóla sjómanna á sundunum við Reykjavík er líkt eftir raunverulegum aðstæðum í sjávarháska.
Hilmar Snorrason
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
„Staðan er mjög erfið hjá grá-
sleppukörlum og óvissan mikil,“
segir Örn Pálsson, framkvæmda-
stjóri Landssambands smábátaeig-
enda. Heimilt var að leggja net
fyrir Norðurlandi og Austfjörðum í
gær og einnig við Reykjanes. Örn
vissi ekki til að nokkur hefði lagt
netin, enda víða vonskuveður.
Örn reiknar með að færri nýti
leyfi til grásleppuveiða í ár heldur
en síðustu ár. Fyrir nokkru voru
fyrstu rauðmaganetin lögð við
Norðurland. Örn segir að veiði hafi
verið mjög treg, fáir rauðmagar og
varla að það hafi örlað á grá-
sleppu.
Fáir dagar til veiða
Þegar grásleppukarlar tala um
óvissu þá má nefna að í reglugerð
er aðeins heimild til veiða í 20
daga og byrjar klukkan að tifa um
leið og fyrsta net hefur verið lagt.
Í fyrra voru dagarnir 32, en síð-
ustu ár hafa þeir verið 50 og upp í
62.
Dagafjöldinn verður endurskoð-
aður þegar niðurstöður um grá-
sleppuna úr vorralli Hafrann-
sóknastofnunar liggja fyrir,
væntanlega undir mánaðamót.
Þrýstingur er á verðlækkun á
grásleppu vegna lækkunar á
heimsmarkaði. Örn Pálsson segir
hins vegar varhugavert að lækka
verðið meira en þegar er orðið, þar
sem það gæti einfaldlega skemmt
markaðinn til framtíðar. Auk þess
hafi allur tilkostnaður við veiðarn-
ar hækkað. Hann mælir með að
verð fyrir óskorna grásleppu verði
250 krónur sem er smávægileg
hækkun frá því í fyrra.
Loks er ákveðin óvissa fólgin í
þeim áformum World Wildlife
Fund að setja grásleppu á rauðan
lista í Evrópu. Það gæti haft mikil
áhrif á kavíarmarkaði.
Erfið staða og óvissa
hjá grásleppukörlum
Leggja mátti fyrstu netin í gær
Ljósmynd/Sigurður Ægisson
Grásleppuvertíðin Afla landað á
Togarabryggjunni í Siglufirði.
Suðurlandsbraut 48 (bláu húsin í Faxafeni) - Sími 553 3450 - Vefverslun: www.spilavinir.is - sendumumallt land!
Fermingargjafir
Sendum
um allt land
spilavinir.is