Morgunblaðið - 21.03.2014, Blaðsíða 81

Morgunblaðið - 21.03.2014, Blaðsíða 81
var ráðgjafi og fyrirlesari á vegum Vinnumálastofnunar ríkisins frá miðju ári 2010 og 2011. Sigurbjörn hefur sinnt ritstörfum í fjölda ára. Tuttugasta og önnur bók hans er einmitt að koma út þessa dagana, greinasafnið, Kjarni máls- ins, sem hefur að geyma 140 af þeim um 170 greinum sem birst hafa eftir hann í Morgunblaðinu á árunum 2004-2014. Fyrra greinasafn hans sem ber yfirskriftinna, Góðan dag- inn, kom út 2004. Í því er 91 valin grein af þeim 135 greinum hans sem birtust í Morgunblaðinu á árunum 1984-2004. Meðal annarra rita hans má nefna ljóðabækurnar, Sjáðu með hjartanu; Eilíft líf; Ástríður; Sítenging; Svalt; Lífið heldur áfram og Aðeins eitt líf. Þá má nefna bænabækurnar Í fylgd frelsarans; Í skugga vængja þinna, og Vef mig vængjum þínum, og barnabækurnar, Kærleikurinn mestur; Bjössi fer í Vatnaskóg; Prakkarastrik Bjössa; Ingi finnur jólin og Afmæli undirbúið. Sigurbjörn hefur flutt fjölda fyrir- lestra og erindi, m.a. um mannleg samskipti, fyrirgefninguna, ellina, dauðann, bænina og margt fleira. Hann hefur leitt guðsþjónustur í af- leysingum í Laugarneskirkju í fjölda ára og flutt fjöldann allan af prédik- unum í kirkjum landsins síðustu 25 árin eða svo. Hann hefur lesið upp ljóð, verið fundarstjóri og flutt hug- vekjur og ræður hjá félagasam- tökum við ýmis tilefni og leitt bæna- stundir. Sigurbjörn hefur um árabil setið í nefnd sem sér um starf 18-99 ára karla á vegum Aðaldeildar KFUM. Hann er félagi í Rithöfunda- sambandi Íslands frá árinu 2000. Fjölskylda Eiginkona Sigurbjörns er Laufey Geirlaugsdóttir f. 6.5. 1963, söng- kona, stjórnandi Karlakórs KFUM og bókari hjá GA- Smíðajárni. Foreldrar hennar voru Geirlaugur K. Árnason, f. 24.8. 1926, d. 13.7. 1981, deildarstjóri hjá Sementsverk- smiðju ríkisins, rakari, organisti og söngstjóri frá Akranesi, og Svein- björg H. Arnmundsdóttir, f. 15.2. 1927, d. 16.2. 2010, verslunarkona, húsfreyja og sumarbúðastjóri í sum- arbúðum KFUM og KFUK í Ölveri, einnig frá Akranesi . Synir Sigurbjörns og Laufeyjar eru Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, f. 23.4. 1986, íþróttafréttamaður hjá Morgunblaðinu, áður hjá 365 og RÚV og ritari í stjórn Vatnaskógar; Geirlaugur Ingi Sigurbjörnsson, f. 30.11. 1989, rafvirki og starfsmaður í tölvudeild OLÍS og formaður stjórn- ar sumarbúðanna í Kaldárseli, og Páll Steinar Sigurbjörnsson, f. 26.1. 1995, nemi við Verzlunarskóla Ís- lands, handboltamaður í Fram og vaktstjóri hjá Bauhaus. Foreldrar Sigurbjörns voru: Þor- kell Gunnar Sigurbjörnsson f. 3.6. 1912, d. 28.11. 2006, verslunarmaður í Reykjavík, fyrsti forseti Gídeon- félagsins á Íslandi og heiðursfélagi KFUM, og Steinunn Pálsdóttir f. 3.8. 1924, d. 12.3. 2006, húsfreyja af Guðs náð með meiru. Hún sat m.a. í stjórn sumarbúða KFUK í Vindás- hlíð í 18 ár. Úr frændgarði Sigurbjörns Þorkelssonar Sigurbjörn Þorkelsson Steinunn Guðbrandsdóttir húsfr og fiskverkak. á Akri Þorkell Helgason sjóm. á Akri í Rvík (v. Bræðrab.st.) Margrét Þorkelsdóttir húsfr. í Rvík Steinunn Pálsdóttir húsfr. í Rvík Sigurður Pálsson fyrrv. sóknarpr. í Hallgrímskirkju Fabúla tónskáld Páll Sigurðsson prentari í Rvík og einn af stofnendum knattspyrnufél. Vals Anna Þ. Sigurðardóttir húsfr. í Rvík Kristín Jóhannesdóttir húsfr. í Rvík Sigurður Sigurðsson vitavörður og stýrim. Í Rvík Sólveig Ólafsdóttir ljósm. á Valdastöðum og í Rvík Bjarni Jakobsson trésmiður á Valdastöðum í Kjós og í Rvík Gróa Bjarnadóttir húsfr. í Rvík Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson verslunarm. og forseti Gideonfélags Íslands Hanna Sigurbjörnsdótir húsfr. í Rvík Sigurbjörn Sveinsson læknir Sólveig Sigurbjörnsdóttir húsfr. í Rvík Sigurbjörn Björnsson öldrunarlæknir Hjalti Sigurbjörnsson b. á Kiðafelli Sigurbjörn Hjaltason b. á Kiðafelli Kristín Gísladóttir húsfr. í Rvík Þorkell Halldórsson verkam. í Rvík Salome Þorkelsdóttir fyrrv. forseti Alþingis Sigurður Þorkelsson fyrrv. ríkisféhirðir Kristín Þorkelsdóttir myndlistarmaður Þorkell Jóelsson hornleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands Sigurbjörn Þorkelsson kaupm. í Vísi og einn stofnenda KFUM og Gideonfélags Íslands Dr. Björn Sigurbjörn- ss. fyrrv. framkvæm- dastj. FAO í Vín og ráðuneytisstj. Unnur Steina Björnsd. læknir og sérfr. í ofnæmisfræði Friðrik Sigurbjörnsson skrifstofustj. HÍ Þorvaldur Friðriksson fornleifafr. og fréttam. á RÚV Áslaug Sigurbjörnsd. hjúkrunarfr. í Rvík Sigurbjörn Magnúss. hrl. í Rvík ÍSLENDINGAR 81 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014 Jón Andrésson Hjaltalín, skóla-stjóri á Möðruvöllum, fæddistá Stað í Súgandafirði 21.3. 1840. Hann var sonur Andrésar Hjaltasonar sem var víða prestur en síðast í Flatey á Breiðafirði. Móðir Jóns var Margrét, dóttir Ásgeirs Ás- geirssonar, bónda á Arngerðareyri í Nauteyrarhreppi, og Maríu Páls- dóttur. Andrés prestur var sonur Hjalta Jónssonar, prófasts á Stað í Stein- grímsfirði, og k.h., Sigríðar Guð- brandsdóttur húsfreyju. Eiginkona Jóns var Margrét Guð- rún, dóttir Jóns Þorsteinssonar Thorstensen, landlæknis og alþm. í Nesi við Seltjörn, þess er flutti emb- ættið til Reykjavíkur er hann byggði sér búðarhús í túni Hlíðarhúsa (Doktorshúsið við Ránargötu) og k.h., Elínar Stefánsdóttur Thor- stensen, f. Stephensen, húsfreyju. Jón lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum 1861 og guðfræðiprófi frá Prestaskólanum 1864. Hann var aldrei þjónandi prestur heldur stundaði hann kennslu og ritstörf í Reykjavík 1864-66 og í Lundúnum og Kaupmannahöfn 1866-71. Hann varð svo kallaður undirbókavörður við Advocates Library í Edinborg 1871 og við University Library í Ed- inborg 1879. Jón var skipaður skólastjóri Gagnfræðaskólans á Möðruvöllum í Hörgárdal sumarið 1880, flutti með skólanum til Akureyrar 1902 en lét af störfum sumarið 1908, skömmu fyrir andlát sitt. Jón var konungkjörinn alþm. 1887-99. Hann var einlægur og frumlegur fræðimaður, var afkasta- mikill rithöfundur, m.a. á ensku, um menningu norrænna manna til forna og um landnám Íslands og menn- ingu hér á þjóðveldisöld, gaf út Orðasafn íslenzkt og enskt 1883 og Enska lestrarbók 1897, og tók sam- an mikla bókaskrá fyrir Advocates Library. Hann gekk í söfnuð Swe- denborgs-manna sem aðhylltust dul- speki sænska vísindamannsins og verkfræðingsins Emanuels Sweden- borg og þýddi tvö rita hans. Jón lést 15.10. 1908. Merkir Íslendingar Jón A. Hjaltalín 90 ára Margrét Eyjólfsdóttir 85 ára Guðrún Georgsdóttir Steinþór Steingrímsson Þórunn Ólafía Sigurðardóttir 80 ára Birna Hrólfsdóttir Einar Einarsson Guðrún Hrönn Hilmarsdóttir Hallgrímur Pétursson Jóhanna M. Einarsdóttir Svanfríður Valdimarsdóttir Ýrr Bertelsdóttir 75 ára Aðalsteinn Davíðsson Auður Ásta Jónasdóttir Sigríður Jóna Kjartansdóttir Sigurður Þórðarson 70 ára Bergþóra Einarsdóttir Ester Jakobsdóttir Ingibjörg J. Jónsdóttir Kolbrún Thomas Sigurður Kristjánsson 60 ára Helga Guðnadóttir Sigrún Ársælsdóttir Sigurður Jóhannsson Sigurður Óli Guðbjörnsson Sigurður Steinþórsson Örn Sigurðsson 50 ára Anna Sigríður Einarsdóttir Ásgerður Svava Gissurardóttir Hugrún Ósk Heiðdalsdóttir Kambiz Vejdanpak Lára Kristín Jónsdóttir Margrét Hallgrímsdóttir Njáll Hákon Guðmundsson Páll Kristinn Guðjónsson Rannveig Halldórsdóttir Runólfur Elís Axelsson Sigurður V. Friðriksson Sveinn Mikael Sveinsson Þórdís Jónsdóttir Þórunn Ásdís Óskarsdóttir 40 ára Alexandra Viðar Anna Björg Jónsdóttir Dariusz Brodowski Elísabet Th. Stefánsdóttir Halldór Gunnar Hálfdánarson Helena Björk Björnsdóttir Jóhann Indriði Kristjánsson Maríanna Björg Sigurðardóttir Slawomir Stanislaw Brzozowiec Theodór Bender Yvonne Williams 30 ára Ari Þórðarson Atli Freyr Kolbeinsson Áslaug Sigmarsdóttir Bjarni Pétursson Fernando de Jesus C. Goncalves Freydís Dögg Steindórsdóttir Guðrún Jóna Hreggviðsdóttir Helga Dóra Magnúsdóttir Jónas Steinmann Sigrún Jóhannsdóttir Sveinbjörn Magnússon Vilborg Bjarkadóttir Wojciech Maciej Kwiatkowski Þórarinn Már Árnason Til hamingju með daginn 30 ára Valgeir ólst upp á Eskifirði en hefur, ásamt fjölskyldunni rekið sölu- turninn Ungó í Keflavík. Maki: Þorgerður Sigur- björnsdóttir, f. 1982, hús- freyja. Börn: Sædís Lind, f. 2000; Laufey Lind, f. 2004, og Björn Ólafur, f. 2006. Foreldrar: Laufey Sigríð- ur Kristjánsdóttir, f. 1962, og Eggert Ólafur Einars- son, f. 1966. Valgeir Magnússon 30 ára Krummi ólst upp í Reykjavík, býr þar, lauk prófum í kvikmyndagerð við Prag Film School í Tékklandi og starfar við klippingar og fleira hjá Skjáeinum. Systkini: Haukur Karls- son, f. 1975, og Ari Jóns- son, f. 1996. Foreldrar: Kristín Hauks- dóttir, f. 1951, sýningar- stjóri í Þjóðleikhúsinu, og Jón Óskar Valgeirsson, f. 1955, húsasmiður. Hrafn Jónsson 30 ára Sonja býr í Hafn- arfirði, er lærður útstill- ingahönnuður og er nú dagmóðir. Maki: Elvar Hrafn Aðal- geirsson, f. 1986, starfar hjá Opnum kerfum. Börn: Sigfús Kári Elvars- son, f. 2006, og Dagný Lilja Elvarsdóttir, f. 2008. Foreldrar: Guðbjörg Árnadóttir, f. 1952, klínik- dama, og Sigfús Jóhann- esson, f. 1952, skoð- unarm. hjá Aðalskoðun. Sonja Dögg Sigfúsdóttir DÚKA www.duka.is KRINGLUNNI SÍMI: 533 1322 SMÁRALIND SÍMI: 564 2011 20% afsláttur af baðlínunni frá Koziol á Kringlukasti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.