Morgunblaðið - 21.03.2014, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 21.03.2014, Qupperneq 42
hlutfall. Fyrirtækið hefur nú horfið frá því markmiði. Það er lýsandi fyrir erfiðleika fyrirtækisins að í upphafi vetrar tók stjórnarformaður Marel og aðaleig- andi í gegnum Eyri Invest, Árni Oddur Þórðarson, við starfi for- stjóra. Frá upphafi árs 2013 og þar til hann tók við sem forstjóri í nóv- ember sama ár hafði gengi Marel lækkað 16%. Á sama tíma hafði Úr- valsvísitalan hækkað um 19% – sem líkt og fram hefur komið Marel dregur niður. Eyrir Invest er stærsti hluthafi Marel með 29%. Samkvæmt ársupp- gjöri fjárfestingarfélagsins fyrir árið 2012 telur Marel um helming í eignasafni þess og þá var eigin fjár- hlutfall Eyris um 47%. Lífeyrissjóð- ir eiga um 27% hlut í Marel, sam- kvæmt gögnum sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Tveir sérfræðingar á fjármála- markaði höfðu gaman af því í samtali við Morgunblaðið að benda á verð- BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Marel hefur lækkað um 31% á einu ári, þar af um 18% frá áramótum. Eimskip og Vodafone hafa einnig lækkað þegar litið er eitt ár um öxl. Á sama tíma hafa önnur félög, líkt og Icelandair og Hagar, hækkað mikið, eins og sjá má á meðfylgjandi töflu. Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur í hlutabréfum hjá Hagfræðideild Landsbankans, rekur gengislækkun Marel til þess að uppgjör fyrirtækis- ins að undanförnu hafi valdið von- brigðum. Hann segir að það sé þroskamerki að hlutabréfaverð fyrirtækja í Kaup- höll þróist með mismunandi hætti. Misjöfn gengisþróun sé vegna þess að uppgjör fyrirtækjanna séu ekki á einn veg. Sum þykja góð og önnur slæm. Fjárfestar séu meðvitaðir um hættuna á bólumyndun í gjaldeyr- ishöftum og vilji ekki greiða of hátt verð fyrir fyrirtækin. „Það er góðs viti að markaðurinn hækki ekki stöðugt,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. Mun meira stuð fyrir ári Markaðurinn hefur þróast með nokkuð öðrum hætti á fyrstu mán- uðum ársins í ár miðað við fyrir ári. Nú hefur Úrvalsvísitalan lækkað um 7% en á sama tíma í fyrra hafði hún hækkað um 15%. Rétt er að nefna að Marel vigtar um 26% í Úrvalsvísitöl- unni. Mikil lækkun hjá Marel dregur hana því niður. Þeir sem til þekkja nefna þrjár ástæður helst til sög- unnar fyrir mismunandi stemningu við upphaf árs: Minni ásókn stærri fjárfesta á markaði í hlutabréf sam- anborið við árið í fyrra, meira fram- boð af hlutabréfum á markaði en bú- ist var og benda í því samhengi á sölu á stórum hlutum í Icelandair, TM og Högum, og uppgjör félaga hafi verið aðeins undir væntingum. Marel ekki náð markmiðum Marel hefur um nokkurt skeið ekki náð markmiðum sínum í rekstri sem hefur leitt til þess að gengið hefur lækkað mikið. Verðbréfamiðl- ari gantaðist með það að það minnti á Seðlabankann og verðbólgumark- miðið hve sjaldan Marel hafi tekist að ná markmiði sínu um EBITDA mat sem Arctica Finance gerði á Marel á sama tíma og það var ráð- gjafi við fyrirhugaða sex milljarða króna hlutafjáraukningu hjá fjár- festingarfélaginu Eyri í lok árs 2012. Þar var verðmatsgengið 187 en er nú 108,5. Styttist í Sjóvá og HB Granda Nú styttist í að tvö félög verði skráð á Aðalmarkaðinn. Útboð Sjó- vár verður í lok mars og HB Granda í lok apríl. Sérfræðingar nefna að ef- laust sé meiri áhugi fyrir útboði HB Granda. Félagið sé stærra og verði fyrsta sjávarútvegsfyrirtækið á markaðnum, á meðan fyrir eru á fleti tvö tryggingafélög. Greining Íslandsbanka greindi frá því í gær, að hún teldi að þrjú félög færu á markað í ár og væntir þess að Promens, sem er í eigu Framtaks- sjóðs Íslands, verði fleytt á markað. Samanlagt markaðsvirði fyrirtækj- anna þriggja sé 112 milljarðar króna. Marel hefur lækkað um 31% á einu ári  Uppgjör Marel hafa valdið fjárfestum vonbrigðum sem lækkar gengið Meira fjör í fyrra » Markaðurinn hefur þróast með öðrum hætti á fyrstu mánuðum ársins í ár miðað við fyrir ári. » Nú hefur Úrvalsvísitalan lækkað um 7% en í fyrra hafði hún hækkað um 15%. Þróun hlutabréfaverðs Marels frá áramótum 5. nóvember 20134. janúar 2013 170 160 150 140 130 120 110 100 125 145 Gengisþróun Frá áramótum Á tólf mánuðum 60 50 40 30 20 10 0 -10 -20 -30 -40 Ei m sk ip Ha ga r Ic el an da ir M ar el N1 Ný he rji Re gi nn TM VÍ S Vo da fo ne Ös su r -10% -16% 53% 60% -31% 2% 22% -13% 20% 7% 2% -18% -3% -3% 6% 2% -8% 10% 9% 42 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014 Efri deild japanska þingsins af- greiddi í gær hæstu fjárlög í sögu þingsins, en þau hljóða upp á 937 milljarða dollara eða um 107 þúsund milljarða íslenskra króna. Neðri deild japanska þingsins hafði samþykkt frumvarpið í síðasta mánuði. Nýju fjárlögunum er ætlað að hleypa nýju lífi í afar veikt efna- hagslíf Japana, en þetta þriðja stærsta hagkerfi heims hefur um árabil glímt við verðhjöðnun og ekki notið nokkurs hagvaxtar. Nýtt fjár- lagaár hefst í Japan hinn 1. apríl nk. og um leið hækkar söluskattur í Jap- an úr 5% í 9%. AFP sagði í gær að Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, hefði sagt í þingræðu á japanska þinginu að hann hygðist leggja allt kapp á að enda verðhjöðnunartímabilið og efla hagvöxt. AFP Tókýó Japanska þingið samþykkti í gær metfjárlög fyrir næsta fjárlagaár, upp á meira en hundrað þúsund milljarða íslenskra króna. Metfjárlög af- greidd í Japan  Hljóða upp á 107 þúsund milljarða ● Verð Icelandair til Sankti Péturs- borgar í Rússlandi hefur hrunið vegna óvissuástandsins sem ríkir í málefnum Rússlands og Úkraínu. Vefsíðan Túristi greinir frá þessu. Í byrjun ársins kostaði ódýrasta ferð- in til borgarinnar í ágúst rúmar 50 þús- und krónur en nú er hins vegar hægt að fá ferðir á rúmlega 20 þúsund krónur aðra leið og farið þá í heild sinni með báðum leiðum á rúmlega 40 þúsund samkvæmt könnun sem Túrista gerði. Guðjón Arngrímsson upplýsinga- fulltrúi Icelandair segir í samtali við Túr- ista að það sé alveg ljóst að óvissu- ástand, eins og það sem ríkir í málefnum Rússa og Úkraínumanna, hjálpi almennt ekki til í sölu- og mark- aðsstarfi. Flugfargjöld til Rúss- lands hafa hríðlækkað ● Útlit er fyrir að hagnaður bresku fataverslunarinnar Next verði meiri en Marks & Spencer á þessu ári, sam- kvæmt breska dag- blaðinu Guardian. Hagnaður Next nam 695 millj- ónum punda á síð- asta ári, eða sem nemur rúmum 133 milljörðum króna. Þetta er 12% aukning á milli ára. Afkomuspá Marks & Spencer gerði ráð fyrir 615 milljóna króna hagnaði. Stjórn- endur Marks & Spencer hafa endur- skoðað afkomuspá sína til lækkunar. Next fer upp fyrir Marks & Spencer í hagnaði ● Héraðsþingið á Krímskaga hefur ákveðið að taka upp rússneska rúblu sem mynt svæðisins. Hefur breyting- unni þegar verið hrint í framkvæmd. Krímverjar samþykktu í þjóðar- atkvæðagreiðslu um síðustu helgi að sameinast Rússlandi. Atkvæða- greiðslan og góðar viðtökur Rússa við henni hafa verið fordæmdar víða um heim. Bandaríkjamenn beita Rússa refsiaðgerðum. Aðgerðirnar beinast gegn einstökum stjórnmálamönnum, sem standa Pútín Rússlandsforseta nærri en einnig gegn einum banka. Krímverjar hafa tekið upp rússneska rúblu Stuttar fréttir … Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími: 534 9600 · heyrn.is Hvernig heyrir þú? 1. Ef kliður er, áttu þá erfitt með að ná því sem er sagt? 2. Hváirðu oft? 3. Hækkarðu oft það mikið í sjónvarpi eða útvarpi að öðrum finnst það óþægilegt? 4. Finnst þér aðrir muldra? 5. Hefurðu són í eyrunum? 6. Biðurðu aðra stundum um að segja þér hvað var sagt á fundum sem þú varst á? 7. Áttu erfitt með að skilja það sem er sagt við þig í síma? 8. Áttu erfitt með að heyra sömu hljóð og aðrir heyra, svo sem fuglasöng? 9. Hefurðu verið að staðaldri í miklum hávaða og þá sérstaklega í vinnunni? 10. Heyrirðu varla þegar dyrabjallan eða síminn hringir? 11. Finnst þér auðveldara að skilja raddir karla en kvenna? Hafirðu svarað játandi einhverjum af þessum spurningum þá getur ástæða þess verið heyrnarskerðing. Til að fá úr því skorið er mælt með því að þú farir í greiningu hjá heyrnarfræðingi. Sími 534-9600 Netfang heyrn@heyrn.is HEYRNARÞJÓNUSTA Komdu í greiningu hjá faglæ rðum heyrnarf ræðingi Ert þú farin/n að forðast að vera í margmenni vegna þess að þú heyrir illa?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.