Morgunblaðið - 21.03.2014, Blaðsíða 88

Morgunblaðið - 21.03.2014, Blaðsíða 88
88 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014 Við bjóðum öll afmælisbörn velkomin og gefum þeim fría n eftirrétt í tilefni dagsins. afmaeli? Attu´ Til hamingju!!! H ug sa sé r! Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is Ég nýt þess að stunda skvass því þetta er besta alhliða sportið sem ég hef kynnst. Þar brennir maður flestum kalorium, eykur vöðvastyrk og vöðvaúthald ogmeiðsl eru fátíð í skvassi (skv könnun Forbes) Erling Adolf Ágústsson Skvass gæti verið fyrir þig Frír prufutími Skvass er skemmtileg íþrótt fyrir fólk á öllum aldri. Um er að ræða fjölbreytta hreyfingu og mikla brennslu. Bóka þarf tíma með fyrirvara. Víkingamálmsveitin Skálmöld heldur í hljóðver í lok maí þar sem hún mun taka upp þriðju breiðskífu sína. Fyrri plötur sveitarinnar, Baldur og Börn Loka, voru lofaðar í hástert af málmrýni Morgunblaðs- ins og aðdáendur sveitarinnar bíða eflaust í ofvæni eftir þriðju skíf- unni. Á fyrstu skífunni var rakin saga víkingsins Baldurs og á þeirri seinni var sótt í gnægtabrunn ásatrúar. Skálmeldingurinn Snæbjörn Ragnarsson segist ekki vita hversu hratt þeir félagar fari í upptök- urnar en þeir séu þó komnir með heilmikið efni og farnir að æfa það upp og þétta. Platan muni að öllum líkindum koma út á þessu ári. Spurður að því hvort búið sé að negla niður söguna sem sögð verð- ur á plötunni svarar Snæbjörn því til að hún sé í mótun. „Textarnir koma alltaf eftir að lögin eru klár. Af því við förum þessa leið, að hafa konsept á plötunni, hvort sem það eru sögur eða eitthvað annað, höf- um við gert það þannig að við semj- um konseptið og tónlistina sam- hliða. Þegar konseptið er fullmótað förum við að ákveða hvaða lag á að tilheyra ákveðnum hluta af því og svo er textinn lagður ofan á það,“ segir Snæbjörn. helgisnaer@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Málmmenn Skálmöld á æfingu í Eldborg í fyrra. Björgvin Sigurðsson söngvari og gítarleikari og Snæbjörn Ragnarsson bassaleikari í vígamóð. Skálmöld heldur í hljóðver í maílok María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Hátt í 100 ungmenni í Háskóla- kórnum og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins (Ungfónía) flytja Mansöng fyrir Ólafs rímu Græn- lendings eftir Jórunni Viðar á tvennum tónleikum; í Reykholts- kirkju í kvöld og í Langholtskirkju á laugardag. Jórunn Viðar varð 95 ára í des- ember síðastliðnum og eru tónleik- arnir ekki síst haldnir til þess að heiðra merkan frumkvöðul í tón- listarlífi landsmanna. Mansöngur Jórunnar hefur tvisvar áður verið fluttur með píanói en verður nú í fyrsta sinn fluttur í upprunalegri gerð með strengjasveit. Fágætt tækifæri Ungfónía var stofnuð fyrir næst- um áratug síðan af nemendum sem þótti skorta tækifæri til þess að öðlast reynslu við að spila með hljómsveit. Stjórnandi sveitarinnar er Gunnsteinn Ólafsson. „Ungfónía er óháð tónlistar- skólum og það fá allir að vera með sem vilja. Ég var á sínum tíma í þessari sveit en hef verið í tón- listarnámi er- lendis frá 2008. Gunnsteinn heldur vel utan um hópinn og er duglegur að bjóða okkur sem höfum verið úti í fram- haldsnámi til þess að koma og taka þátt í tónleikum Ungfóníu. Þetta er náttúrulega frábært tækifæri fyrir okkur sem erum að stíga út í hinn stóra heim en það er ekki sjálfgefið að fá að spila með hljómsveit. Slík tækifæri eru fágæt fyrir hljóðfæraleikara eins og mig og ég er mjög þakklát fyrir þessa reynslu,“ segir Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir fiðluleikari, en hún mun flytja einleik á tónleik- unum, í fiðlukonsert eftir Mend- elssohn. Geirþrúður Ása stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands og síðan í Austurríki. Hún er nú við fram- haldsnám í Bandaríkjunum. Tónlist fyrir alla Geirþrúður segir að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á tónleikunum. „Þetta er mjög aðgengileg tón- list. Verkið eftir Jórunni er afar fallegt sem og fiðlukonsertinn eftir Mendelssohn en margir ættu að kannast við hina og þessa kafla úr honum til dæmis úr teiknimynd- inni Fantasíu. Að lokum leikur hljómsveitin sinfóníu nr. 9 eftir Antonin Dvorak sem kölluð er Til nýja heimsins. Þetta eru í raun allt verk sem fólk hefur heyrt og gott er að hlusta á.“ Tónleikarnir í Reykholtskirkju verða í kvöld kl. 20.00 en í Lang- holtskirkju á laugardag kl. 17.00. Mansöngur Jórunnar í upprunalegri gerð  Ungfónía og Háskólakórinn heiðra Jórunni Viðar Hljómsveit Sinfóníuhljómsveit unga fólksins flytur ásamt Háskólakórnum mörg falleg verk. Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir Aukablað alla þriðjudaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.