Morgunblaðið - 21.03.2014, Side 75
MINNINGAR 75
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014
✝ Guðrún Þór-hallsdóttir
fæddist í Reykja-
vík 31. júlí 1930.
Hún lést 10. mars
2013.
Foreldrar henn-
ar voru Guðrún
Helga Jónasdóttir
frá Valþjófsstað, f.
1900, d. 1988, og
Þórhallur Jón
Snjólfsson frá
Strýtu, Ölfusi, f. 1904, d. 1973.
Systkini Guðrúnar eru Guð-
ríður, f. 1925, d. 1989, Vil-
hjálmur, f. 1928, Kristín, f.
1932, d. 2003, Þórhalla, f.
1933, og Kristinn, f. 1936, d.
2013.
Guðrún giftist 4. júlí 1953
Sigurði Árna Sigurðssyni, f. 4.
janúar 1928. Foreldrar hans
voru Lovísa Pálína Árnadóttir
frá Vestdalseyri, f. 1897, d.
1973, og Sigurður Einar Ingi-
mundarson frá Kjalarnesi, f.
leifur Sveinsson, f. 1954, þau
slitu samvistir. Sonur þeirra er
Sveinn, f. 1976, í sambúð með
Þóru Guðrúnu Friðriksdóttur,
dætur hans eru Kamilla María,
f. 1997, og Lovísa Ósk, f. 2007.
3) Hallveig, f. 1963, gift Sig-
urði Oddgeiri Sigurðssyni, f.
1972. Fyrri maður Hallveigar
var Magnús V. Magnússon, f.
1962, þau slitu samvistir. Dæt-
ur þeirra eru Rakel Sif og
Þórhalla Mjöll, f. 1994. Sonur
Hallveigar og Sigurðar er Sig-
urður Oddgeir, f. 2004.
Guðrún ólst upp í austu-
rbænum, lengst af á Berg-
þórugötu 18. Guðrún giftist
eftirlifandi eiginmanni sínum,
Sigurði Árna Sigurðssyni, árið
1953, en það sama ár fluttust
þau á Neshaga 5 þar sem þau
stofnuðu heimili og bjuggu í
tæplega 50 ár, þaðan fluttu
þau svo á Skúlagötu 44. Guð-
rún sá um heimilið og vann ut-
an þess við saumaskap o.fl. en
síðustu starfsárin vann hún á
hjúkrunar- og dvalarheimilinu
Grund.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Neskirkju í dag, 21. mars
2014, og hefst athöfnin klukk-
an 15.
1895, d. 1979.
Systkini Sigurðar
eru Halldóra, f.
1918, d. 2010, Sig-
ríður, f. 1919,
Ragnheiður, f.
1921, d. 1984, Jón,
f. 1922, d. 1999,
Þrúður, f. 1924, d.
2000, Sigurður
Einar, f. 1926, d.
1927, og Haraldur,
f. 1932, d. 2012.
Börn Guðrúnar og Sigurðar
eru: 1) Helga Guðbjörg, f.
1954, gift Þórði Ingasyni, f.
1954. Þeirra börn eru: Guðrún
Helga, f. 1971. Lilja Björg, f.
1978, gift Kjartani Árna
Þórarinssyni, f. 1977. Þeirra
börn eru: Kristján Máni, f.
2001, og Alexander Þór, f.
2009. Sigurður Árni, f. 1983, í
sambúð með Móeiði Skúladótt-
ur. 2) Sigríður Lovísa, f. 1955,
gift Pétri Péturssyni, f. 1953.
Fyrri maður Sigríðar var Hjör-
Elsku hjartans mömmu-gullið
mitt.
Þegar ég skrifa þessi orð sit ég
þér við hlið. Það ríkir kyrrð og
friður hjá okkur og þú sefur
ósköp vært. Um hugann streyma
ótal minningar af samverustund-
um okkar. Þú varst mér svo
miklu, miklu meira en mamma,
betri vinkonu gat ég ekki átt. Þú
varst alltaf til staðar, sama hvað
bjátaði á, í blíðu og stríðu. Þitt
hlýja faðmlag og kossar gátu öllu
breytt á svipstundu. Hvað geri
ég nú? Tilveran hrynur og ekkert
verður eins.
Nístandi sársaukinn í hjartanu
og söknuðurinn er óbærilegur.
Maður er aldrei tilbúinn að
sleppa takinu og kveðja í hinsta
sinn. Ég veit að nú líður þér vel
og allar þrautir eru á bak og
burt, fyrir það er ég þakklát en
er jafnframt í baráttu við sorg-
ina. Elsku hjartans hetjan mín,
með þitt fallega bros og einstaka
hjartalag. Ég elska þig af öllu
hjarta, elsku mamma mín. Ég
mun halda minningu þinni ljóslif-
andi hjá börnum mínum svo lengi
sem ég lifi.
Ég mun halda fast utan um
elsku pabba minn og hlúa vel að
honum af alúð og umhyggju. Far
þú í friði, elsku hjartans mamma
mín, og Guð geymi þig. Sjáumst
síðar, mamma mín.
Alúðar þakkir, elskulega Guð-
rún Gísladóttir, forstjóri Grund-
ar, fyrir allt það sem þú hefur
gert fyrir mömmu og pabba.
Séra Auður Inga, fyrir alla alúð
og umhyggju í garð pabba og
okkar fjölskyldunnar. Karítas,
fyrir alla þá umönnun sem
mamma og pabbi fengu að njóta
frá ykkur. Án ykkar allra hefði
ég ekki viljað vera.
Á kveðjustund er margt að minnast á,
er móðurhjartað góða er hætt að slá.
En fátæk orð ei mikils mega sín,
á móti því sem gaf hún, höndin þín.
Og þegar lokið lífsins ferð er hér,
og læknuð þreyta vinnudagsins er,
hver minning verðu máttug heit og
klökk,
um móðurást og kærleik hjartans
þökk.
(Óskar Þórðarson frá Haga)
Þín dóttir.
Hallveig Sigurðardóttir.
Móðir mín fæddist í Reykjavík
31. júlí 1930. Hún átti góð æsku-
og uppvaxtarár í sex systkina
hópi. Sem barn og unglingur var
hún ákveðin og áræðin og svo
geislandi að fólk laðaðist að
henni.
Mamma var í sveit á sumrin í
Syðra-Firði í Austur-Skaftafells-
sýslu hjá feðginunum Guðmundi
og Björgu. Þau voru gott fólk og
reyndust henni afskaplega vel.
Hún hét því við Björgu húsfreyju
að láta skíra fyrsta barnið í höf-
uðið á þeim. Hún stóð við það og
þaðan er Guðbjargar millinafnið
mitt komið.
Ung kynntist hún pabba og
trúlofaðist honum 18 ára gömul.
Þau giftast 4. júlí 1953 og saman
gengu þau lífsins veg í tæp 70 ár.
Hlátur mömmu var bráðsmit-
andi. Hún var hvers manns hug-
ljúfi og mátti ekkert aumt sjá.
Heimilið bar vott um snyrti-
mennsku enda var hún skipulögð
og vinnusöm, hafði endalausa
orku og sinnti skylduverkum
jafnt sem áhugamálum af mikilli
alúð.
Hún, saumaði, bróderaði, eld-
aði og bakaði og alltaf var góður
heimilismatur á borðum. Við
systurnar vorum alltaf uppá-
klæddar á sunnudögum, plíseruð
pils eða skokkar og blússur, hvít-
ir sokkar og spariskór. Það var
bókstaflega allt saumað á okkur,
einfaldlega af því að hún hafði
svo gaman af því.
Henni var annt um að hennar
stelpur væru fínar. Við vorum í
raun eins og litlu dúkkurnar
hennar.
Oft var ég í pilsfaldinum á
mömmu og fylgdist með öllu sem
hún gerði. Mamma kenndi mér
öll handtökin í eldhúsinu, elda-
mennsku, bakstur og sauma-
skap. Þegar hún saumaði á sig
kjóla, tók hún ekki eingöngu snið
upp úr Burda, henni nægði að
horfa á Dynasti í sjónvarpinu og
sagði oftar en einu sinni „þennan
kjól ætla ég að sauma“ og svo
stóð hún í honum nokkrum dög-
um seinna. Hún síkkaði, víkkaði,
þrengdi og lagaði föt og gerði
þannig gömul föt að nýjum fyrir
stórfjölskylduna og vini.
Mamma hafði gaman af að
ferðast og fór víða með pabba
m.a. til Ameríku, annarra landa á
Norðurlöndunum og um alla
Evrópu akandi með vinum og
fjölskyldu. Margar voru ferðirn-
ar sem við fórum í með þeim
bæði innanlands og utan, og sér-
staklega áttu þau góðar stundir á
Spáni með okkur hjónunum hjá
Lilju Björgu, dótturdóttur
þeirra, og fjölskyldu hennar. Hit-
inn gerði henni gott, svo gott að
hún fann ekki fyrir verkjunum
sem voru farnir að hrjá hana. það
vakti mikla kátínu kráargesta
þegar hún og pabbi dönsuðu við
nýjustu danstónlist langt fram á
nótt, þá komin yfir áttrætt.
Mamma var alltaf eins og
klettur og til hennar var alltaf
gott að leita. Handleiðsla hennar
var okkur hjónunum ómetanleg.
Hún var með í að móta okkur og
börnin okkar fram undir það síð-
asta og fyrirmynd verður hún um
ókomin ár.
Ég get seint fullþakkað að
hafa átt mömmu fyrir mína bestu
vinkonu og mína sterkustu fyr-
irmynd og ég minnist með gleði
allra skemmtilegu samveru-
stundanna þar sem við hlógum
þar til við grétum. Nú þegar leið-
ir skilja eru minningarnar dýr-
mætasti fjársjóðurinn. Missir
pabba er þó mestur og samúð
okkar hjóna á hann alla.
Helga og Þórður.
Elsku mamma mín. Það eru
þung spor sem við þurfum að
stíga í dag, til að kveðja þig
hinstu kveðju.
Ég hefði aldrei getað ímyndað
mér hversu erfitt væri að sjá á
eftir ástvini fyrr en núna, en er
þakklát fyrir að vita að þú þarft
ekki að kveljast lengur og ég veit
að ömmur mínar og afar hafa
tekið á móti þér með opnum örm-
um og hlýju.
Minningarnar leita til
bernsku, þegar við Helga vorum
litlar. Á sunnudögum þegar þið
pabbi fóruð alltaf með okkur,
uppdressaðar í sportsokkum og
glæsilegum kjólum sem þú hafðir
saumað á okkur, í göngutúra nið-
ur á tjörn eða á Háskólasvæðið
og nágrenni. Einnig allra tjald-
ferðalaganna í hvíta tjaldinu ykk-
ar og ferða austur í Lón, til Flat-
eyrar og í Hvamminn í Ölfusi.
Þetta voru yndislegir tímar sem
ylja mér um hjartarætur.
Svo kom að því að við Helga
fengjum fyrsta hjólið okkar sam-
an, hjólið hafði verið keypt er-
lendis og þurfti að sækja það nið-
ur á hafnarbakka og þá varst þú
ekkert að láta einhvern koma
með hjólið á Neshagann, nei, mín
kona skellti sér niður á höfn og
kom hjólandi til að færa okkur
gripinn. Unglingsárin var ég
mestmegnis í Vestmannaeyjum
og þegar ég byrjaði að búa þar
komuð þú og Helgamma til Eyja
að aðstoða mig við að koma mér
fyrir og setja upp gardínur o.fl.
því enginn fékk að setja upp
gardínur nema þú, allt þurfti
þetta að vera 110% eins og þér
var einni lagið. Þið pabbi komuð
alltaf reglulega í heimsókn til
Eyja og nutuð náttúrufegurðar-
innar sem eyjarnar höfðu upp á
að bjóða og var pabbi sérstaklega
duglegur að fara í göngutúra um
eyjarnar með Pollý. Ég sagði þér
oft að það væru tveir staðir sem
ég myndi aldrei fara með þér á; í
bíó og á kappleiki. Þetta var alls
ekki illa meint og það gat verið
mikil skemmtun að horfa á bíó-
mynd með þér, ef þú varst ekki
að stjórna atburðarás myndar-
innar varstu að pæla í kjólunum,
gardínunum og ef það voru ein-
hverjir flottir lampaskermar á
skjánum, enda leið ekki langur
tími þar til þú varst búin að
sauma þér eins kjóla og þær í
Dynasty og fleiri glamúrþáttum
klæddust og þurftir þú ekki ann-
að en að sjá þær á skjánum, því-
líkur snillingur varstu við sauma-
vélina. Þegar þú svo horfðir á
kappleik varstu bæði dómari,
þjálfari og jafnvel allir leikmenn-
irnir.
Elsku mamma, þú varst
hörkukona, ávallt tilbúin að rétta
hjálparhönd og mikill gleðigjafi
með þinn smitandi hlátur, enda
ávallt hrókur alls fagnaðar á
mannamótum og elskaðir að
hlusta og dilla þér við músíkina
þeirra Toms Jones, Ragga
Bjarna og Hauks Morthens.
Elsku mamma mín, þegar þú
kvaddir okkur léstu sterklega í
ljós með blikkinu þínu, að nú
vildir þú fá okkur pabba og syst-
urnar fyrir framan þig þar sem
þú sæir okkur öll og að við gæt-
um öll haldið í hendur þínar og
kvatt þig. Elsku mamma, allar
góðu minningarnar geymi ég í
hjarta mínu. Góður Guð veiti
pabba og öllum ástvinum okkar
styrk á þessum erfiðu tímum.
Hvíl í friði.
Þín dóttir,
Sigríður Lovísa.
Elsku tengdamamma, þá er
komið að kveðjustund sem ég vil
frekar nefna hlé. Hvort þetta
verður langt eða stutt hlé fáum
við ekkert um að segja, en á með-
an rifjar maður upp allar þær
góðu stundir sem þú gafst öllum.
Það var sama hvert við fórum, í
útilegu eða á mannamót, þú
hreifst alla með þér með smit-
andi hlátri, smá handavinki og
augnblikki. Að horfa á bíómynd
eða kappleik með þér var alveg
ný upplifun fyrir mig.
Ef verið var að horfa á glam-
úrmynd með flottum kjólum,
gardínum eða lampaskermum,
varst þú komin inn á settið með
rissblokk eða jafnvel málband og
innbyrtir allt og ekki leið langur
tími þar til þú varst búin að
sauma þér eitthvað af því sem þú
sást, enda snillingur þegar kom
að saumaskap og hannyrðum.
Spennumyndir voru líka í uppá-
haldi hjá okkur, þegar maður
horfði á þannig mynd með þér
varst þú alltaf tilbúin að hjálpa
aðalhetjunni og láta vita ef ein-
hver hætta steðjaði að svo að
hann gæti passað sig, enda ef þú
hefðir ekki verið, þá hefði þetta
bara verið stuttmynd, jafnvel
mjög stutt mynd.
Að horfa á kappleik með þér,
þá komu hæfileikar þínir best í
ljós: að stjórna. Stjórna, já, þú
varst góður verkstjóri enda
fékkstu það viðurnefni hjá mörg-
um, þú stjórnaðir alltaf öðru lið-
inu, stundum báðum og reyndir
stundum að stjórna dómurunum.
Ef annað liðið var komið með af-
gerandi sigur, þá stóðst þú upp
og sagðir: Þeir þurfa ekki meira
á mér að halda enda hef ég nóg
annað að gera, og settist við
saumavélina. Það er svo margt
sem við getum rifjað upp en
geymum það þangað til eftir hlé.
Gunna mín, þú gafst það greini-
lega í skyn að þú værir að yf-
irgefa okkar lið þegar við sátum
saman síðasta sunnudaginn þinn
á Skúlagötunni, því þú talaðir við
fleiri en mig, Sirrý og Adda en
því miður sáum við þau ekki og
þá varð mér ljóst að þú ætlaðir
ekki að láta bíða lengi eftir þér,
það var ekki þinn stíll. Átta dög-
um síðar dróst þú þig í hlé frá
okkur til að stjórna nýju liði á
nýjum stað. Sendi þér smá vink,
blikka öðru auganu og segi takk,
seeyou.
Þinn tengdasonur
Pétur.
Elsku besta amma okkar. Það
er svo óraunverulegt að hugsa til
þess að geta aldrei aftur skropp-
ið í heimsókn til þín og afa og
fengið ömmuknús en við vitum að
þér líður betur núna. Minning-
arnar eru óteljandi og þær hlýja
manni um hjartarætur á þessum
erfiðu tímum. Þú varst besta
amma sem hægt var að hugsa
sér, alltaf með húmorinn í lagi og
það var stutt í púkann í þér. Þér
þótti fátt skemmtilegra en að
skella þér í veiðidressið og fara
að veiða. Þó er ein veiðiferðin
okkur minnisstæðari en aðrar og
við getum alltaf hlegið að því
þegar þér tókst að renna til og
detta út í Silungapollinn. Við
mæðgur munum alla tíð minnast
þessarar ferðar og getum alltaf
hlegið að henni saman.
Kóngurinn þinn og Pollý eiga
erfitt með að skilja það að þú
komir ekki aftur í heimsókn og
þau sakna þín ótrúlega mikið. Við
erum þakklát fyrir allt það sem
þú hefur kennt okkur og án þín
værum við ekki það sem við erum
í dag.
Gaman væri að gleðja hana ömmu
og gleðibros á vanga hennar sjá,
því amma hún er mamma hennar
mömmu
og mamma er það besta sem ég á.
Í rökkrinu hún segir mér oft sögur,
svæfir mig er dimma tekur nótt,
syngur við mig kvæði fögur,
þá sofna ég bæði sætt og vært og rótt.
(Björgvin Jörgensson)
Guð geymi þig fallegi engillinn
okkar, við elskum þig afar heitt.
Sjáumst síðar.
Þín ömmubörn,
Rakel Sif, Þórhalla Mjöll og
Sigurður Oddgeir.
Elsku amma mín er dáin,
hennar skarð í mínu lífi verður
aldrei fyllt en það er gott að ylja
sér við minningarnar og þá bros-
ir maður í gegnum tárin. Það var
nefnilega alltaf svo gaman með
ömmu. Hún var óþekkasta amma
sem ég þekki og alltaf til í hvað
sem er. Ef hún fékk einhverjar
dillur eins og hún kallaði hug-
myndirnar sínar, þá þurfti helst
að framkvæma þær strax. Þá var
stokkið upp í strætó til að fara í
búð og kaupa það sem þurfti
hverju sinni. Engin verkefni voru
of stór eða óyfirstíganleg fyrir
hana. Þær eru ófáar, flíkurnar
sem liggja eftir hana enda var
hún frábær saumakona og hafa
margir notið góðs af því í gegn-
um árin, ekki síst ég.
Amma og afi voru miklir fé-
lagar og alltaf svo gaman að sjá
hvað þau voru ennþá skotin hvort
í öðru. Þau höfðu mjög gaman af
því að dansa saman og það var
unun að horfa á þau á gólfinu.
Einnig ferðuðust þau mikið á sín-
um yngri árum og það var alltaf
spennandi að sjá hvað kom upp
úr töskunum og heyra ferðasög-
urnar þegar þau komu heim,
enda ferðalög á framandi slóðir
ekki eins almenn þá og þau eru í
dag. Þegar við fluttum svo til
Danmerkur komu þau reglulega
í heimsókn til okkar, afi fór út að
hjóla um hverfið á bleika hjólinu
hennar mömmu og amma fór í
Bilka sem henni fannst mögulega
vera besta búð í heimi.
Á seinni árum fór amma svo að
stunda veiðar af miklum áhuga
og fannst henni fátt betra en að
standa við stöngina meðan hún
hafði ennþá heilsu til.
Amma var góð við alla og ekki
síður við ferfætlingana í fjöl-
skyldunni en okkur hin enda
elska þau hana jafnmikið og hún
elskaði þau.
Ég á svo ótal margar minn-
ingar um okkar stundir saman og
of margar til að telja upp hér en
ég geymi þær allar í hjarta mínu
þar sem ég geymi hana líka.
Þó að það sé erfitt að kveðja,
þá veit ég að henni líður betur
þar sem hún er núna. Hún var
búin að vera veik síðan í desem-
ber 2012 og var orðin þreytt.
Hún hafði ekki lengur þann kraft
og þá orku sem hún þurfti til að
vera hún sjálf og það hentaði
henni illa. Ég sagði oft við hana
að ég vildi óska þess að hún gæti
lifað að eilífu þó að ég vissi að það
gæti aldrei orðið.
Maður er bara aldrei tilbúinn
að kveðja þá sem maður elskar.
Ég lofaði henni því á dánarbeð-
inum að passa afa og mun standa
við það. Það verður skrýtið að
koma í heimsókn á Skúlagötuna
þegar hún er ekki lengur þar.
Ég mun sakna þín, elsku
amma mín. Hvíldu í friði.
Svo er því farið:
Sá sem eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
(Hannes Pétursson)
Þín
Guðrún Helga.
Elsku amma mín, núna hef-
urðu kvatt þennan heim en
sterkar og góðar minningar
hverfa aldrei úr hjarta mínu. Þú
hafðir einstakt lag á því að láta
aðra hlæja með þér hvar sem þú
varst. Jákvæðni, hressleiki og
húmor voru þín einkennismerki.
Ég man þegar ég var strákur
og þú varst í mat hjá okkur, þetta
var bingókvöld og þú varst á leið-
inni í Vinabæ og mig langaði svo
að koma með. Mamma og pabbi
voru ekki á því en þú fékkst þau
til að leyfa mér að fara. Þetta
kvöld datt ég í lukkupottinn og
vann upphæð sem dugði fyrir
fjallahjóli.
Þau eru mörg minningabrotin
sem maður geymir í hjartanu. Þú
færðir mér margar gleðistundir,
hlýju og lukku.
Þú varst frábær saumakona
og ég gat alltaf mætt með flíkur
til þín og þú styttir eða þrengdir
eftir þörfum og þú varst alltaf til
í að hjálpa. Það var alltaf gott að
koma í heimsókn á Neshagann til
ykkar og eyða jólunum þar með
fjölskyldunni. Þið afi voruð ein-
stök hjón og mun ég alltaf líta
upp til ykkar. Yndislegt að sjá
hvað þið voruð alltaf ástfangin og
samrýnd.
Síðustu dagarnir voru okkur
öllum erfiðir en þó var huggun í
því að geta kvatt þig og verið
með þér fram á síðustu stundu.
Ég á eftir að sakna þín sárt elsku
amma en rödd þín og hlátur er
nokkuð sem ég gleymi aldrei.
Þú gengin ert hugglöð á frelsarans
fund
og fagnar með útvaldra skara,
þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver
und.
Hve gott og sælt við hinn hinsta blund
í útbreiddan faðm Guðs að fara.
Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá
því komin er skilnaðarstundin.
Hve indælt það verður þig aftur að sjá
í alsælu og fögnuði himnum á,
er sofnum vér síðasta blundinn.
(Hugrún)
Kveðja
Sigurður Árni Þórðarson.
Guðrún
Þórhallsdóttir
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug vegna andláts og útfarar ástkærrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
UNNAR ÁRNADÓTTUR.
Steinþór Óskarsson, Valgerður Anna Guðmundsdóttir,
Hörður Óskarsson,
Ingvar Árni Óskarsson, Ásdís María Jónsdóttir,
Margrét Óskarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.